Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 50 Ef viðræðurnar í Genf fara út um þúfur eru líkur á að kjarnorkuvopnabirgöirn- ar aukist úr 50.000 sprengjum nú í vel yfir 60.000 snemma á næsta áratug — VÍGBÚNAÐUR ■ VÍGBÚNAÐUR ——^— Sífellt sígur á ógæfu- hlið með helsprengjuna Heldur dapurleg mynd er dregin upp af vígbúnaöarmálunum í heim- inum í síöustu árbók Friðarrann- sóknastofnunarinnar í Stokkhólmi. Á síðasta ári varð engin árangur af viðræðum stórveldanna og nú er fullur áratugur liðinn síðan þeim tókst að ná samningum sín á milli um eitthvert eftirlit með vígbúnaðin- um, segir þar. Á sama tíma hefur vígbúnað- arkapphlaupið aukist og ef við- ræðurnar í Genf fara út um þúfur eru líkur á að kjarnorkuvopna- birgðirnar aukist úr 50.000 sprengjum nú, í vel yfir 60.000 snemma á næsta áratug. í árbók- inni er því spáð, að árið 1983 verði mjög afdrifaríkt í þessum efnum því að þegar einu sinni hefur verið ákveðið að smíða og koma fyrir nýjum kjarnorkuvopnum, þá verð- ur slíkum ákvörðunum sjaldan breytt. Mikil aukning hefur verið á út- gjöldum til hermála um allan heim á síðustu árum, ef tekið er tillit til hefðbundins herafla jafnt sem kjarnorkuvopnaherafla. Ár- leg aukning hefur verið 4% und- Kjarnorkusprenging: auðveldara að fjölga þessum tól- um en fækka þeim. anfarin fjögur ár, en rétt rúmlega 2% næstu fjögur ár þar á undan. Stór hluti þessarar aukningar stafar af því, að útgjöldin í Banda- ríkjunum hafa aukist aftur eftir samdrátt í kjölfar Víetnam- stríðsins, en frá 1979 hafa þau líka aukist um 7% á ári þar í landi. Þeir aðrir heimshlutar þar sem aukningin hefur verið meiri en meðaltalið eru Austurlönd nær, Austurlönd fjær (nema Kína), Kyrrahafssvæðið og Suður- Ameríka. Erfitt er að gera sér góða grein fyrir herútgjöldum í Sovétríkjun- um að því er segir í Árbók Frið- arrannsóknastofnunarinnar. Síð- ustu tölur bandarísku leyniþjón- ustunnar benda hins vegar til, að þau hafi aukist um 2% á ári síð- ustu sex árin, en um 3—4% árlega fram að því. í Vestur-Evrópu hafa herútgjöldin heldur farið lækk- andi að undanförnu. Hrikalegust af öllu er þó her- væðingin í þriðja heiminum en á árunum 1978—82 voru vopnasend- ingar þangað um 80% meiri en næstu fimm ár á undan. Þar af áttu Bandaríkin og Sovétríkin þriðjunginn. Hvað Sovétmenn snertir er vopnasala orðin ómiss- andi þáttur í gjaldeyrisöflun - ANDREW WILSON ■ SJÚKDÓMAR ^—j „Kynvillingaplágan“ veldur sívaxandi ótta Hinn undarlegi og banvæni sjúk- dómur AIDS, sem bandaríska heil- brigðisráðuneytið kallar í sýrslum sínum „þjóðaróvin nr. 1“, er á góðri leið með að verða að pólitísku hita- máli fyrir vestan. Málsvarar bandarískra kynvill- inga, 22ja milljóna manna að því er talið er, halda því fram, að yfir- völdin vilji helst ekki vita af fórn- arlömbum þessa hroðalega sjúk- dóms vegna þess, að 80% sjúkl- inganna eru kynvillingar, en framámenn í röðum íhaldsmanna og sumir kirkjunnar menn eru hins vegar farnir að nota sjúk- dóminn sem svipu á samtök kyn- villinga. Sem dæmi má nefna, að í dagblöðum og öðrum málgögnum Jerry Falwells, stofnanda „Hinnar dyggðum prýddu meirihlutahreyf- ingar", er fullyrt, að AIDS sé réttlát refsing guðs yfir „öfugugg- um“ þessarar aldar. Sunnudaginn 26. júní sl. á „frelsisdegi kynvillinga", fór um ein milljón manna í göngur í New York, Los Angeles, San Francisco og öðrum borgum og að þessu sinni var það meginefnið að berj- ast fyrir auknum fjárveitingum til rannsóknar á sjúkdómnum. Frá því að hans varð fyrst vart árið 1979 hafa 595 manns látist af þeim 1.500, sem vitað er um að hafi tekið hann. AIDS eyðileggur eðlilegar varnir likamans og gerir hann þess vegna varnarlausan fyrir krabbameini, lungnabólgu og öðrum banvænum sjúkdómum. Enginn veit hvað veldur honum og lækning er ekki til. Meira en 80% sjúklinganna deyja innan tveggja ára. Vísindamenn við háskólann í Kaliforníu sögðu nýlega, að opin- berar tölur sýndu aðeins „efsta hluta ísjakans". Opinber skil- greining á sjúkdómnum væri svo þröng, að telja mætti víst, að þús- undir vægari tilfella væru aldrei skráð. Dr. Joel Weisman telur t.d. „Fallins félaga“ minnst á mótmæla fundi í New York. að um 30.000 Bandaríkjamenn þjáist nú af AIDS. AIDS, sem kallaður hefur verið „kynvillingaplágan", er nú einnig farinn að stinga sér niður meðal annarra. Auk kynvillinganna var upphaflega í hópi sjúklinganna nokkuð af fólki frá Haiti, dreyra- sjúklingar og eiturlyfjaneytendur, en nú er vitað um 75 tilfelli hjá konum og körlum, sem ekki hneigjast til sama kyns, og hjá börnum sjúkra mæðra. Kynvillingum finnst sem blöðin hafi gert sér óeðlilegan mat úr þessum sjúkdómi og séð sér leik á borði til að gera úr honum „far- aldur". „Þetta er ekkert annað en samræmd tilraun til að notfæra sér þjáningar AIDS-sjúklinganna í pólitísku skyni," sagði einn talsmanna þeirra, Virginia Apuzzo. Fyrrum ræðuritari Nixons og núverandi dálkahöfundur, Patrick Buchanan, sagði nú nýlega í New York Post: „Aumingja kynvill- ingarnir — þeir hafa lýst yfir stríði á hendur móður náttúru og nú hefur náttúran sjálf svarað fyrir sig á skelfilegan hátt.“ í ýmsum málgögnum hægrimanna er sjúklingunum sjálfum beinlínis kennt um sjúkdóminn og þess krafist, að gripið verði til aðgerða gegn kynvillingum. Leiðtogar kynvillinga segja, að um sé að ræða „grimmilegar ofsóknir á hendur sjúku fólki“ og víst er, að víða um landið hefur verið alið á óttanum og andstyggð- inni á AIDS-sjúklingum. Hjúkr- unarkonur á spítala í Kaliforníu sögðu heldur upp en að annast mann með þennan sjúkdóm og starfsmenn sjónvarpsstöðvar nokkurrar flýðu eins og fætur tog- uðu þegar i ljós kom, að AIDS- sjúklingur átti að koma þangað í viðtal. Starfsmenn við dómstól og dóm- ararnir fóru fram á og fengu að setja upp grímu og gúmmíglófa þegar AIDS-sjúklingur átti að bera þar vitni og lögreglan í San Francisco hefur krafist þess, að slík áhöld verði alltaf við höndina til að koma í veg fyrir smitun. Starfsmenn við hjálparstofnan- ir Haiti-manna segja frá því, að mörg hundruð þeirra hafi verið reknir úr vinnu víða um Bandarík- in vegna þess, að óttast hefur ver- ið, að þeir væru smitberar, en heil- brigðisyfirvöld hefur lengi grunað, að sjúkdómurinn hafi borist til Bandaríkjanna með fólki frá Haiti eða með bandarískum kynvilling- um sem þar hafa dvalist. Margaret Heckler, heilbrigð- ismálaráðherra Bandaríkjanna, sagði nú nýlega, að ótti fólks við sjúkdóminn stafaði að mestu af fáfræði: „Allar rannsóknir benda til, að AIDS berist aðeins manna á milli við kynmök eða með sýktu blóði. Engin hjúkrunarkona eða læknir hafa fengið þennan sjúk- dóm.“ - WILLIAM SCOBIE I INNFLYTJENDUR Þóknun fyrir að hypja sig Yestur-þýzka stjórnin hefur gert sérstaka áætlun sem miðar að því að hvetja atvinnulausa útlendinga til að hverfa heim til sín að nýju. Meðal innflytjenda eru skoðanir mjög skiptar um þessa áætlun, en samkvæmt henni eru útlendum atvinnuleysingjum boðnar kr. 120 þúsund fyrir að flytjast úr landi, og að auki kemur 18 þús. króna greiðsla fyrir hvert barn í fjölskyldunni. Ýmsir innflytjendur líta á þetta tilboð sem hreina móðgun við sig, og segja að nú sé öldin önnur en þá er þeim var fagnað í landinu, og þeir gátu lagt fram sinn skerf til að skapa þar auðlegð. Sumir líta þetta öðrum augum, einkanlega unga fólkið. Það telur þetta fjárframlag betra en ekki neitt og vissulega betra en óvissa framtíð í landi þar sem þeir eru engir aufúsugestir, eins og reynslan hefur sýnt. Ætlunin er að þessi fjárfram- lög verði greidd síðar á þessu ári. Það er þó engan veginn víst, að allir þeir, sem hyggjast taka þeim fegins hendi, verði þeirra aðnjótandi. Um þau gilda mjög strangar reglur. Þau verða að- eins greidd útlendingum, sem hafa enga atvinnu vegna þess að fyrirtækin, sem þeir störfuðu hjá, eru gjaldþrota eða hafa hætt starfsemi af öðrum orsök- um, og þeim sem hafa verið i hlutastarfi í hálft ár. Fólk er hvatt til þess að sækja sem fyrst um þessi framlög. Hafi það verið atvinnulaust í mánuð eftir að áætlunin er gengin í gildi, lækkar framlag þess um kr. 18 þúsund og þannig koll af kolli fyrir hvern mánuð. Eitt atriði í þessari áætlun er afdráttarlaust. Öll fjölskyldan verður að fara úr landi samtímis og engum verður gefið leyfi til að koma aftur. Með þessu er reynt að fyrirbyggja kröfu um samein- ingu fjölskyldna, en þá smugu hafa innflytjendur iðulega reynt að færa sér í nyt. Árið 1973 var tekið fyrir straum erlendra verkamanna til Vestur-Þýzka- lands, en eigi að síður fjölgaði útlendingum jafnt og þétt vegna þessarar fjölskyldupólitíkur. En nú skal sem sé stemma á að ósi. f Vestur-Þýzkalandi eru nú 300.000 atvinnulausir útlend- ingar, en stjórnvöld hafa reiknað út, að einungis 85.000 þeirra komi til greina í þessari áætlun samkvæmt reglugerðinni. Ef þeir taka allir tilboðinu mun kostnaðurinn sem af því leiðir nema 690 milljónum króna á þessu ári og 2,6 milljörðum til loka júní á næsta ári, en lengra fram í tímann nær áætlunin ekki. Norbert Blum, atvinnumála- ráðherra sambandsstjórnarinn- ar í Bonn, skýrði frá þessari áætlun og sagði jafnframt að hún myndi spara stjórninni mik- ið fé. Atvinnuleysis- og barna- bætur fyrir fjölskyldur 85 þús- und einstaklinga fram til ársins 1988 myndu kosta ríkið 4,4 millj- arða króna. Ráðherrann telur að miklar greiðslur atvinnuleysisbóta til útlendinga auki enn á gremju Þjóðverja í garð þeirra, en skuldinni af atvinnuleysisbölinu í landinu hefur löngum verið skellt á þessa erlendu gesti. Sér- fræðingar segja hinsvegar að slíkar fullyrðingar eigi við engin rök að styðjast, en eigi að síður liggja útlendingar mjög undir því ámæli að hafa tekið vinnu frá heimamönnum. — TONY CATTERALL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.