Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 Veröld TRUAROFSOKNIR Baha’i-konur hengd- ar fyrir trú sína Sahin Dalvand gekk syngjandi til móLs við böðul sinn. Hún bað fyrir kveðju til ömmu sinnar og síðan var hún flutt ásamt níu öðrum konura í fangelsið í Shiraz þar sem þær voru hengdar. Nú er óttast, að Ayatollah Khomeini og stjórn hans séu að leggja upp í nýja helför á hendur mannfólkinu í Iran, að þessu sinni gegn konum og frelsisbaráttu þeirra, en Shahin Dalvand og kon- urnar, sem voru líflátnar með henni, játuðu trú, sem boðar jafn- rétti kynjanna. Fólk, sem aðhyllist Baha’i-trú, hefur verið ofsótt frá því að Khomeini komst til valda í íran árið 1979 og í þess augum var af- taka kvennanna tíu á dögunum sérstök atlaga að þeirri jafnrétt- ishugsjón, sem trúin boðar. Kon- urnar, sem voru á aldrinum 18—54 ára og einar mæðgur í þeirra hópi, voru hengdar aðeins tveimur dögum eftir að sex trú- bræður þeirra höfðu látið lífið með sama hætti í fangelsinu. Að sjálfsögðu kom það fyrir lítið þótt Reagan, Bandaríkjaforseti, bæði fólkinu griða, en fréttirnar um líflát þess bárust út nú fyrir nokkru síðan. Fjórum sinnum var konunum gefinn kostur á að vinna sér það til lífs að afneita trú sinni en allar kusu þær heldur að deyja. Fjölskylda Shahin býr nú í Newcastle upon Tyne í 'Englandi. „Við erum harmi slegin vegna þess, að við höfum misst ástvin en ef Shahin hefði gengið af trúnni hefði það verið enn skelfilegra," sagði bróðir hennar, Shahram, sem er 22ja ára gamall. Shahin, sem var 25 ára gömul, var handtekin ásamt 40 öðrum í nóvember sl. Hún bjó hjá ömmu sinni í borginni Shiraz, en bróðir hennar segist ekki vita hvaða sak- ir voru bornar á hana, ef þær voru þá einhverjar. Shahin var há- Zarrin og Shahin: var fjórum sinnum boðið líf ef þær afneituðu trú sinni. skólagengin en hafði aldrei fengið neina vinnu vegna ofsóknanna á hendur Baha’i-trúnni. „Amma min heimsótti Shahin í fangelsið og frá henni fréttum við, að Shahin hefði verið dæmd til dauða ásamt 25 öðrum í leyni- legum réttarhöldum í febrúar sl.,“ sagði Shahram. „Eitt laugardags- kvöldið fór amma til hennar og var leyft að vera hjá henni fram á nótt þegar farið var með konurnar til hengingar, syngjandi og biðj- andi bænir. Foreldrar mínir trega hana sárt en eru þó mjög hreyknir af henni. Við erum hreykin af henni vegna þess, að hún brást ekki trúnni." Önnur kona, sem líflátin var með Shahin, Zarrin að nafni, átti einnig sína nánustu ættmenni í Englandi en þau vilja ekki ljóstra upp eftirnafni hennar af ótta við, að ættingjum þeirra í íran verði þá hætta búin. Zarrin, sem var 28 ára gömul, bjó í Shiraz eftir að hafa lokið námi við háskólann ( Teheran. Hún var handtekin fyrir átta mánuðum og var ástæðan sú, að BATAVONIR Krabbinn úr sögunni eftir tuttugu ár Ef marka má fyrirheit, sem brezk rannsóknastofnun hefur gefið, virðist bjart framundan í heilbrigðismálum. Samkvæmt þeim líða ekki tuttugu ár þar til komin veröa á markað lyf, sem ráða niðurlögum krabbameins. Stofnun sú sem hér um ræðir heitir Office of Health Economics, en fyrirtæki í lyfjaiðnaði kosta starfsemi hennar. Stofnunin sendi frá sér skýrslu nú fyrir skömmu þar sem þessar upplýsingar komu fram. Sagði þar ennfremur að innan tíðar yrði ef til vill litið á krabbamein sem eins konar svip aftan úr forneskju á sama hátt og nú er litið á berkla og skarlatssótt. George Teeling Smith prófessor og forstöðumaður stofnunarinnar sagði við þetta tækifæri: „Að okkar mati erum við komin vel á veg með að öðlast fullkomna yfirsýn yfir sjúkdóma, sem við ráðum ekki við ennþá. Enn það á ekki langt í land. í þessu sambandi má einkum nefna krabbamein. Innan 20 ára mun lyfjaiðnaðurinn geta fram- leitt lyf, sem ráðið geta niðurlög- um margra tegunda krabbameins." í skýrslunni segir einnig að fyrir næstu aldamót muni hugsanlega verða hægt að ráða við sykursýki hjá börnum og unglingum, Park- insonsveiki og liðagigt. Einnig eru möguleikar á að koma í veg fyrir ýmiss konar geðsjúkdóma í náinni framtíð svosem eins og geðklofa og sturlun á efri árum. Þessar miklu framfarir eru mögulegar vegna þróunar í lyfja- iðnaði, sem byggir á uppgötvunum vísindamanna. — DAVID FLETCHER hún hafði frætt ungt fólk um Baha’i-trúna. Að því er mágur hennar, Dariush, segir, þá fékk móðir hennar að vera hjá henni þar til hún var flutt til aftökunn- ar. Móðir Zarrin sagði Dariush frá dauða dóttur sinnar. Hann segir: „Það var undarlegt hvað hún var sterk. Hún sagðist hafa kysst reipið, sem Zarrin var hengd með — einn koss fyrir hvern í fjölskyldunni. Hún var ein af fáum, sem fengu að sjá líkið. Við höldum að Zarrin hafi verið pyntuð. Tengdamóðir mín sá lík- ama hennar og við erum viss um, að hún var að hlífa okkur með því að segja ekki frá því.“ Síðan klerkarnir komust til valda í íran fyrir fjórum árum, hafa a.m.k. 5.000 manns verið tek- in af lífi, sem vitað er um, og þar af um 170 Baha’i-trúarmenn. Eng- inn veit hins vegar hve margir menn úr þessu trúfélagi, sem telur um 300.000 manns í íran, hafa ver- ið drepnir af óaldarlýð, sem hefur haft trúna að yfirskini fyrir morð- unum en í raun aðeins verið að sækjast eftir eignum fólksins. Einu sinni kom það fyrir, að bændakona , sem var kastað á bál lifandi ásamt manni sínum, lifði nógu lengi til að segja frá því, að árásarmennirnir hefðu verið nágrannar hennar. Sum líkanna hafa borið þess merki, að fólk hef- ur verið pyntað, fingur brotnir, limir skornir af, brennimerkt og stundum pyntað með rafmagni. Þar sem hjónabönd Baha’i-trú- armanna eru ekki viðurkennd í fr- an eru konurnar í söfnuðinum oft sakaðar um vændi auk annars. Baha’i-trúin, sem um tvær milljónir manna játa í 173 lönd- um, er reist á kenningum persn- esks kaupmanns, sem Bab kallast (Hliðið). Presta hafa þeir enga og kenna, að Móses, Zaraþústra, Búdda, Kristur, Múhameð, Bab og Baha ’U’Ullah hafi allir verið „guðlegir leiðbeinendur" á leið mannanna til frelsunar. í augum múhameðsmanna er þessi kenning hin hræðilegasta villutrú þar sem þeir trúa því, að Múhameð hafi verið síðastur spámannanna. Baha’i-trúarmenn hafa líkar skoðanir og áhangendur Múham- eðs á áfengi, hreinlífi og helgi fjöl- skyldulífsins, en hins vegar bann- ar trúin þeim að taka þátt í stjórnmálum og boðar jafnrétti konunnar og einkvæni. - MICHAEL SIMMONS HANDTOKUR Svartur dagur í sögu svörtu sauðanna ÍTALIR eru hjátrúarfullir eins og fleiri, en hjá þeim er 17. dagur mánaðarins óhappadagur í stað þess 13. víðast hvar. Og föstudagurinn 17. júní, varð ýmsum af þeim ítölum, sem gengið höfðu á hönd mafíufé- lagsskapnum Camorra í Napólíu, hinn mesti mæðudagur. Þennan dag lét lögreglan til skarar skríða gegn þeim og ýms- ir borgarar, sem töldu sig hafna yfir allan grun, voru handteknir samkvæmt nýjum lögum sem beint er gegn mafíusamtökun- um. Var þeim gefið að sök að vera félagar í glæpasamtökun- um Nuova Camorra Organizz- ata, en formaður þeirra er hálf- bilaður náungi að nafni Raffaele Cutolo. Hann gengur undir nafninu Don Raffaele á máli samtakanna. Gefnar voru út rösklega 850 handtökuheimildir, en handtök- urnar urðu samt ekki svo marg- ar, því að 337 hinna ákærðu voru þegar bak við lás og slá. Þessar aðgerðir tókust frá- bærlega miðað við það sem gengur og gerist á ítaliu. Hand- tökur fóru fram samtímis í 33 borgum. Lögreglan hafði skipulagt að- gerðirnar út í æsar og var ætl- unin að hefjast handa aðfarar- nótt laugardags. En fréttir af því, sem í vændum var bárust út, og neyddist lögreglan til að flýta aðgerðum. Eigi að síður urðu fréttirnar til þess að ýmsir komust undan. Aðeins hafa ver- ið birt nöfn eins eða tveggja af þeim sem tókst að flýja. Um aðra er fátt vitað, en búast má við að þeir séu af ýmsu sauða- húsi eins og hinir sem lögregl- unni tókst að handsama, eða allt frá virðulegum bæjarráðs- mönnum til nánustu samstarfs- manna Don Raffael, en hann hefur stjórnað starfsemi sam- takanna úr fangaklefa á Mið- Ítalíu síðustu fjögur árin. Lögreglan hefur haldið áfram að taka höndum fólk úr Cam- orra-samtökunum, sem hefur hafzt við í mörgum fylgsnum víðs vegar um landið. I sumum þessara fylgsna hafa fundist stóreflis vopnabúr. Fangarnir eru látnir dúsa í Poggio Reale-fangelsinu í Nap- ólí. Þar munu 400 af 3.000 með- limum samtakanna þola súrt og sætt saman í sérstakri álmu. Harðsvíraðir glæpamenn með langa sakaskrá munu deila þar kjörum með fulltrúum fjöl- margra starfsstétta. Þar á með- al eru lögfræðingar, fjármála- menn, kaupsýslumenn, stjórn- málamenn, iðnrekendur, blaða- menn, listamenn, skemmtikraft- ar, sjónvarpsstjörnur, framkvæmdastjóri knattspyrnu- liðs og meira að segja fulltrúar hins andlega valds — prestur og nunna. Mesta undrun vakti handtaka Enzo Tortora, en hann er ein skærasta sjónvarpsstjarnan á Ítalíu. Hann hefur verið ákærð- ur fyrir aðild að vopna- og eit- urlyfjasölu á vegum Camorra. Tortora hefur hingað til aðeins verið að góðu kunnur, og hann heldur ákaft fram sakleysi sínu. Á Ítalíu kemur það svo sem líka fyrir að saklausir menn séu handteknir í nafni réttvísinnar vegna orða „iðrandi" syndara, sem vilja vekja á sér athygli. Það var syndaselur af þessu tagi sem leiddi lögregluna á spor samtakanna. Hann heitir Pasqu- ale Barra og hefur gengið undir nafninu „Skepnan" í samtökun- um. Hann er fertugur að aldri og hefur lengi verið hægri hönd Don Raffaele. Enn er ekki fullljóst, hvers vegna Barra ákvað að leysa frá skjóðunni, en hann hefur setið í fangelsi um hríð. Svo virðist þó sem hann hafi talið sig vera fall- inn í ónáð hjá foringjanum og því óttast um líf sitt. Og sá ótti er heldur ekki með öllu ástæðu- laus, því að Raffaele er talinn hafa látið myrða um þúsund manns á síðastliðnum fimm ár- um. - PETER JAROCKI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.