Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, 8UNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 Andlegt mikilmenni Bókmenntír Ævar R. Kvaran Martinus: UPPHAF KÖLLUNAR MINNAR. Útg. Martinus Institut, Kaupmannahöfn, 1983. Þýðandi: Þorsteinn Halldórsson. Ég hef haldið fram þeirri skoð- un, að líklegt sé að skilyrði til sálræns þroska og andlegra fram- fara ættu að vera sérstaklega góð á þessu landi. Rök mín fyrir þessu eru fyrst og fremst þau, að land- námsmenn gátu tekið sér bólfestu hér án blóðsúthellinga. Hér voru engir fyrir, nema nokkrir írskir munkar, sem leitað höfðu athvarfs hér norður við Dumbshaf í óbyggðu landi til þess að geta þjónað Guði sfnum í friði án af- skipta hins lágþróaða mannkyns. Þeir hafa orðið að sýna mikið hugrekki til þess að komast hingað norður til þessarar af- skekktu eyju. Við höfum ríkar heimildir um veru þeirra hér, enda bera ekki svo fáir staðir á landinu nöfn til minningar um þá. En þegar hinir herskáu og stoltu víkingar Noregs töldu sig ekki hafa nægilegt frelsi í heima- landi sínu og höfnuðu þvi að lúta valdi jafningja sinna, þá völdu þeir að ráða sér sjálfir og leysa vandamál sitt með því að setjast að á þessari óbyggðu eyju norður í Dumbshafi, sem þeir síðar gáfu nafnið ísland. Á þeim dögum voru norrænir víkingar meðal herská- ustu manna f Evrópu og vöktu hvarvetna skelfingu þar sem þeir fóru með ránum og gripdeildum. Þegar einmitt slikir menn tóku að setjast að hér á landi, þá hafa hinir kristnu, trúuðu, írsku munk- ar talið, að þessi eyja yrði þeim ekki griðland til frambúðar og fluttust héðan aftur á brott. En það fara hins vegar engar sögur af því, að víkingarnir forfeð- ur okkar hafi orðið að drepa þessa menn til þess að ná hér fótfestu. Til þess voru þessir frumbyggjar landsins of fáir. Þeir virðast þvf hafa farið í friði. En einmitt þetta reyndist mjög óvenjulegt um töku íslands. Víð- ast annars staðar fundust fyrir frumbyggjar í herteknum löndum, sem hvítir menn kúguðu og drápu þúsundum saman, eins og sagan ber með sér. Hvernig var til dæm- is farið með indíánana f Amerfku? Og hvernig fara hvítir, svokallaðir kristnir menn, með svarta menn og hörundsdökka í Suður-Afríku? Hvort sem menn gera sér grein fyrir því eða ekki, þá er það svo, að á stöðum þar sem styrjaldir hafa verið háðar er löngu eftir að þeim er lokið að finna hugsanagerfi, sem skapast hafa, sökum ótta þess og haturs, sem manndráp vekja. Hér á landi hafa aldrei verið slík- ar styrjaldir, ekki einu sinni þegar landið var numið, þess vegna eru slík hugsanagerfi ekki hér á landi. Þess vegna er sálrænt andrúmsloft hér hreinna en víðast annars staðar í heiminum. Hér er um landkosti að ræða sem fæstir vita nokkuð um. Það er og annað sem styður að þessu, en það er sú sannreynd, að óvíða á hnettinum er að finna óspillta náttúru á jafnstórum svæðum og á íslandi. Þetta finnur sálrænt fólk sem hingað kemur. Hinn innblásni MartÍMH spekingur Martinus var þar engin undantekning. Hann kom hvað eftir annað til Islands einmitt til þess að njóta þessara merkilegu landkosta. Honum var það ekki minna virði en okkur íslendingum f sólarlitlu landi að dveljast um tíma í sólarlöndum okkur til hressingar. Ég hygg að annar eins andans maður og Martinus hafi ekki fæðst á Norðurlöndum síðan Swe- denborg var uppi (d. 1772). Mart- inus yfirgaf þennan heim fyrir þrem árum níræður að aldri í fullu andlegu fjöri. En hann var gjörólíkur hinum mikla Svía Swe- denborg, sem var biskupssonur og hlaut alla þá beztu menntun, sem fáanleg var í Evrópu á hans tíma. Hann skrifaðist á við Goethe, Kant og ýmsa aðra af lærðustu og vitrustu mönnum síns tfma. Að fjölhæfni minnti Swedenborg á snillinga endurreisnartfmabilsins, eins og Leonardo da Vinci eða hina fornu spekinga Hellena. Enda var hann af mörgum kallað- ur Aristoteles Norðurlanda. Hann var doktor í heimspeki, stærð- fræðingur, eðlisfræðingur, stjörnufræðingur, steinafræðing- ur, líffærafræðingur og líffræð- ingur, svo eitthvað sé nefnt. Erfitt er að hugsa sér ólíkari mann þessum snillingi en Martin- us hinn danska. Hann mátti heita óskólagenginn með öllu, svokall- aður ómenntaður maður og óþekktur öllum til þrítugs aldurs. En þá tóku að gerast undarleg at- vik. Það bar til með þeim hætti, að dag nokkurn kom Martinus, al- gjörlega ólesinn og fávís þrítugur maður, inn til manns, sem hann þekkti ekki neitt, til þess að fá að láni bók um guðspekileg efni. Þannig var mál með vexti, að Martinus vann f skrifstofu og einn starfsbræðra hans þar benti hon- um á þennan mann, því hann var einnig sjálfur að lesa guðspeki- bækur hans. Þessi starfsbróðir Martinusar hafði vakið athygli hans á þessum bókmenntum. En einmitt á þessum tíma var nývöknuð í Martinusi mjög sterk þrá eftir andlegri þekkingu, ásamt knýjandi þörf til þess að geta framkvæmt eitthvað meira en það eitt að skrifa tölustafi (sem var atvinna hans). Hann hafði því fengið áhuga á nefndum bók- menntum, og svo var starfsbróður hans að þakka, að hann fékk vin- samlegt heimboð frá áðurnefndum manni. Eftir stundar samræður fór Martinus svo frá þessum manni með bók um guðspeki undir arm- inum og hljóminn af kveðjuorðum hans í eyrum: „Þér skuluð sjá, að þér verðið bráðum kennari minn.“ Og spádómur þessa manns rætt- ist. Hann las alls ekki alla bókina. Martinus man það eitt, að það sem hann las kom honum til þess að hugsa til Guðs. Og kvöld eitt, þegar hann reyndi þetta, varð hann fyrir reynslu, sem af hreinlega sálrænum ástæð- um gerði honum algerlega ókleift að halda ifram lestri bókarinnar. Enda var vitund hans þá sjálf orðin ótæm- andi andleg uppspretta, svo að lestur hvers konar bókmennta varð þarf- laus með öllu. { þessu umbreytta ástandi, sem hér hefur verið lýst fór Martinus aftur til hins víðlesna vinar síns til þess að skila honum bókinni. Þarinig varð sá maður einnig vitni að þessu breytta ástandi, svo og félagar Martinusar í skrifstofunni og allir aðrir nánir kunningjar þá og síðar. Þessi með öllu ómenntaði danski skrifstofumaður varð þannig sjálfur lifandi vitnisburð- ur um það, að maður getur öðlast þekkingu eftir öðrum leiðum en hin- um venjulegu ytri og sýnilegu, sem öllum öðrum eru óhjákvæmilega nauðsynlegar. Hér varð Ijóst, að undramáttur upplýsingarinnar megnar að yfirskyggja til fulls fávfs- an mann og veita honum yfirburði í æðstu vizku, þekkingu og staðreynd- um lífsins eða trúarlega upplýsingu, algerlega án bóklegrar fræðslu eða þekkingar og rannsókna annarra. Þetta fólk varð því tuttugustu aldar áhorfendur að tilvist heilags anda. Því hlotnaðist að sjá opinberanir for- tíðarinnar endurtakast í núlifandi holdi og blóði. Urðu vitni að þvf, hvernig vizkan verður til. Það var eitt kvöldið, þegar Martinus var að íhuga hugtakið „Guð“ eftir leiðbeiningum bókar- innar, sem hann hafði að láni, að hann komst skyndilega í mjög undarlegt ástand, sem lýsti sér í því, að honum þótti hann vera staddur frammi fyrir einhverju ósegjanlega háleitu. Örsmár ljós- depill birtist í fjarska. Hann hvarf sem snöggvast, en á næstu sek- úndu kom hann aftur í ljós, en nú miklu nær. Sá Martinus þá, að ljósið stafaði af Kristsmynd í skínandi björtu ljósi með bláu fvafi. Þá varð hlé á sýninni og þótti Martinusi sem hann væri i myrkri. En svo lýsti sama myndin upp umhverfið á ný. Hann lýsir því í bókinni Upphaf köllunar minn- ar með þessum orðum: „Ég horfði beint inní eldlega Kristsmynd, sem skein eins og sól og kom beint til mín með útréttum örmum, eins og hún ætlaði að faðma mig að sér. Ég var gersam- lega lamaður. Án þess að geta hreyft mig hið minnsta, starði ég á hina geislandi veru, sem nam rétt við augu mín. Myndin var nú komin fast að mér, en hún hélt áfram og á næsta andartaki gekk hún beint inní mitt hold og blóð Undursamlega háleit tilfinning gagntók mig. Lömunin var iiorfin. Hið guðdómlega ljós, sem þannig hafði tekið sér bólfcstu í mér, veitti mér hæfileika til þess að sjá útyfir heiminn. Og sjá, meginlönd, fjöll og dalir böðuðust i ljósi frá mér sjálfum. í hinu hvíta ljósi breyttist jörðin í „Guðs ríki“; lýsti og Ijómaði stöðugt í heila mínum og taugum." í þessari sömu bók lýsir Martin- us svo hámarki þessara skynjana sinna í því sem hann kallar Gullnu eldskírnina. Það er afar fögur lýs- ing og athyglisverð. Ég sé fyrir mér greinda lær- dómsmenn, sem bundnir eru af efnishyggjusjónarmiðum hrista kollinn, eins og þeir vildu segja: „Já, þetta er nú ekkert nýtt. Það er til fólk um víða veröld, sem þykist sjá merkilegar sýnir. En þetta er ekkert annað en ofskynjun, sem stafar af taugaveiklun, eða jafnvel notkun vitundarbreytandi eitur- efna." Slíkt er vafalaust rétt í ýmsum tilfellum. En hvernig er þá hægt að átta sig á því hvort um raunverulegar sýnir er að ræða eða ofskynjanir? Það sem ekki skiptir minnstu máii í þeim efnum er að ganga úr skugga um það, hvort viðkomandi tekur einhverj- um verulegum breytingum í lífs- háttum sínum í samræmi við þær háleitu skynjanir, sem hann þyk- ist hafa orðið fyrir eða ekki. Martinus skiptir það alls engu máli hvort menn trúa frásögnum hans af þessum stórkostlegu skynjunum eða ekki, því hann er gersamlega laus við allt, sem kalla mætti metnað og sækist sízt af öllu eftir persónulegri frægð. En vegna þeirra, sem kynnu að velta fyrir sér sannleiksgildi þessara frásagna hans skal þetta tekið fram. Þessum vitrunum Martinusar fylgdi svo stórkostleg breyting á þessum fávísa og ómenntaða manni, að með eindæmum má telja. Hann breyttist á svipstundu í stórvitran speking, sem ekki þarf á neinum heimildum eða upplýs- ingum að halda. Hann hefur öðl- ast djúpstæða þekkingu á gjör- vallri tilveru mannsins, dýranna og náttúrunnar; samhenginu í lífi þessara vera og tilgangi lífsins. Eftir það var Martinus siskrif- andi og hélt fjölda fyrirlestra, m.a. hér á íslandi. Eftir hann ligg- ur fjöldi rita, en meginritverk sitt skrifaði hann þó á árunum 1932—1960. Það ber nafnið Bók lífsin.s og er í 7 bindum. í heims- fræði sinni, sem hann öðlaðist fulla þekkingu á í vitrunum sín- um, sýnir hann framá hvernig al- heimurinn, jafnt hinn efnislegi sem hinn sálræni, myndar í heild ákveðna heimsvitund, sem felur í sér allt líf. Og hvernig þessi allt- umlykjandi og lifandi alheimur byggist á ákveðnum, óbifanlegum lögmálum. Sitt af hverju úr ritverkum Martinusar hefur verið þýtt á ís- lenzku, en það gerði Þorsteinn heitinn Halldórsson prentari for- kunnarvel. Af því má nefna Heimsmyndin eilífa, i tveim bind- um og samsvarar sennilega fyrsta bindinu úr Bók lífsins, og Leiðsögn til lífshamingju i tveimur bindum, sem inniheldur 40 fyrirlestra Martinusar um lífið og tilveruna. Ég hygg að útgáfufyrirtækið Leift- ur hafi gefið út allt sem enn hefur birzt eftir Martinus á íslenzku, og á fyrirtækið þakkir skyldar fyrir það framtak. Bókin, sem hér hefur aðallega verið til umræðu, Upphaf köllunar minnar eftir Martinus var prentuð af Leiftri eftir ósk og á kostnað Ingibjargar Þorgeirsdóttur, sem er mjög hrifin af kenningum Martinusar. Ég færi henni þakkir fyrir þetta framtak. En þessa bók var Þorsteinn einnig búinn að þýða áður en hann skipti um heimkynni. ERFRAMTÍÐIN Nú bjóðum við þak og veggklæðningar úr stáli með inn- brenndum litum, hvítt, brúnt og rautt. Plöturnar eru 1.07 m á breidd. Lengd að óskum kaupanda allt að 10 m. klæðningarbreidd er 1 m. Klæðningsstálið er auðvelt í uppsetningu og hefur viðurkennda yfir- borðsáferð. Við afgreiðum alla fylgihluti t.d. við glugga, hurðir, horn, enda- samskeyti og kyli á þök. Afgreiðum pantanir á 2 dögum. Verðið er með því ódýrasta sem þekkist á þessu sviði. Leitið nánari upplýsinga í síma 33331. B.B. BYGGINGAVÖRUR HF SUOURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.