Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 55 Níu aðferðir til þess að losna við svefnleysi Haltu þig við fastákveöinn háttatíma og ákveðinn fótaferöatima á hverjum einasta degi. Viðhaföu aigjöra reglusemi varðandi síödegisblund: Leggöu þig annaö hvort á hverjum degi — eöa leggðu þig alls ekki. Þeir, sem fá sér blund aöeins við og viö, komast brátt aö raun um, að þeir eiga erfitt með svefn næstu nótt. Gerðu leikfimi reglulega, annaöhvort á morgnana eöa þá síðdegis, en leggðu ekki erfiöar likamsæfingar á þig, rétt áður en þú ferð i rúmið. Drekktu ekki drykki, sem innihalda koffeín — svo sem te og kaffi — eftir kvöldverð. Foröastu aö neyta áfengis, áður en þú gengur til hvíldar. Einn grár á kvöldin truflar reglubundin svefnskeið og veldur því, að menn vakna af svefni of snemma morguns, í stað þess aö auðvelda svefninn. Það ber að gjalda varhug við svefnpillum. Ekki ætti aö taka svefnlyf lengur en þrjár vikur samfleytt. Lang- tíma notkun svefniyfja leiðir til aukins svefnleysis. Finndu út þaö hitastig, sem þér hentar bezt að sofa við, og haltu því hitastigi í svefnherberginu alla nótt- ina. •*. Reyndu að slaka á, áður en farið er í háttinn: Farðu t.d. í heitt bað, lestu létta skáldsögu, hlustaðu á tón- list; en forðastu allar þær hugsanir, sem valda þér streitu. Ekki borða mikið áður en þú ferð í háttinn. 9 fylgir hræðilegt svefnleysi í kjöl- farið; viðkomandi getur þá ekki sofið dögum saman, og þegar svefninn að lokum næst, getur hann snúist upp í skelfilega martröð. Þetta ástand leiðir svo sjúklinginn til að fara aftur að taka inn barbitúrat en við það myndast nær óumflýjanlegur vítahringur ávana og afvenju. En gott svefnlyf getur hins vegar komið að mjög góðum notum, ef um er að ræða að ná værum næt- ursvefni, til dæmis áður en menn eiga að taka erfitt próf eða eftir skammæjar en heiftugar deilur innan fjölskyldunnar. Breyttar venjur bezta ráðið Sp. Er ennþá langt í land, að fólk eigi kost á náttúrulegu svefn- lyfi, sem ekki sé vanabind- andi, heldur hvetji aðeins þá efnaframleiðslu heilans, sem veldur syfju? Sv. Rannsóknir vísindamanna hafa að undanförnu mjög beinzt að þessu sviði svefnröskunar, en það er ennþá of snemmt að segja nokkuð um, hver niðurstaðan verði og hvað út úr þeim rann- sóknum kunni að koma. Yfirleitt gætir nú orðið heldur minni bjartsýni í þessum efnum en áður, af því meðal annars, að nú er farið að líta fremur á svefn og vöku sem eins konar jafnvægisskeið, ná- tengd hvort öðru, og við þessi jafnvægisskeið megi ekki fikta út af einhverjum andartaks duttl- ungum. Þegar flogið er yfir Atlantshafið milli meginlanda, aðlagast svefnmynstur manns og afkastageta aðeins smám saman tímamuninum. Það er því álitið heldur ólíklegt, að það eitt að taka pillu geti á viðunandi hátt endur- skipulagt hinar háttbundnu þarfir líkamans á flestum sviðum. Sp. Geta breytingar á hegðun manna og lífsvenjum læknað svefnleysi? Sv. Að því er varðar langtíma svefnleysi, sem stafar af sálræn- um og lífeðlisfræðilegum orsök- um, reynast breytingar á hegðun og lífsvenjum oft bezti valkostur- inn í lækningaskyni. Þetta er hægt að gera á margvíslegan hátt: Með því að beita slökunar-með- ferð, taka upp náttúrulækninga- fæði, með hugleiðslu og með því að taka upp betri svefnvenjur. Sjúkl- ingur, sem ekki gefur rétta svörun við einni af þessum aðferðum, kann að veita æskilega svörun við annarri, og við ráðleggjum því sjúklingum, sem þjást af svefn- leysi, að halda áfram að reyna fyrir sér þar til þeir finni þá að- ferð sem á bezt við þá, hvern og einn, — fremur en að treysta á svefnpillur. Vissir drykkir valda höfga Sp. Getur mataræði skipt máli? Er til dæmis eitt glas af volgri mjólk rétt fyrir háttatíma góð hugmynd? Sv. Það er alveg ókannað mál; það hafa engar kerfisbundnar rann- sóknir verið gerðar á því. Allt sem við vitum er, að efni sem innihalda koffein virka truflandi á nætur- svefninn. Það má þó nefna, að hópur vísindamanna undir stjórn dr. Ians Oswalds í Edinborg, Skot- landi, hefur staðið að gerð sér- staks maltblandaðs mjólkur- drykkjar, sem hefur sannanlega reynst valda syfju. Þetta er ann- ars ein af örfáum vísindalegum skýrslum, sem birtar hafa verið um svefnörvandi mat og drykk. Að því er varðar efni í náttúr- unni og áhrif þeirra á svefninn, hafa allmörg efnasambönd verið tekin til athugunar. Þannig er það álit dr. Ernests Harmanns við Tuft-háskóla, að unnt sé að bæta að mun svefn með því að nota tryptophan, náttúrulega mynduð amínósýra, sem er að finna i mörgjm fæðutegundum og einnig hægt að kaupa í verzlunum nátt- úrulækningafélaga. Sp. Hvað um að fá sér einn gráan fyrir svefninn? Sv. Því verður að svara afdrátt- arlaust neitandi. Notkun áfengi er ein af alverstu aðferðunum til að undirbúa menn undir svefn. Áfengi kann að valda syfju, en það brenglar hin ýmsu svefnstig, það þurrkar alveg út draumsvefninn og getur orðið þess valdandi, að menn vakni allt of snemma morg- uns eins og til dæmis um óttubil, hafi áfengisins verið neytt um ell- efuleytið að kvöldi. Sp. Koma líkamsæfingar að gagni? Sv. Já, ef menn gera þær að stað- aldri. Ef menn gera líkamsæf- ingar bara einn dag í viku, þá er líklegt, að slíkar æfingar trufli fremur svefninn um kvoldið held- ur en að gera hann auðveldari. En líkamsæfingar, sem gerðar eru að staðaldri á vissum tíma einu sinni á dag, og þá helzt á morgnana eða að minnsta kosti í tæka tíð, áður en sezt er að kvöldverði, ýta veru- lega undir vöku-svefn skeiðin og bæta horfurnar á góðum nætur- svefni. Að vera á stjái eða „telja lömb í haga“ Sp. Ef menn eiga erfitt með að sofna, hvort er þá betra að fara framúr eða dunda sér við að „telja lömbin í haga“? Sv. Það er allt undir því komið, hver í hlut á, og í þeim efnum ætti helzt að leita ráða hjá sérfróðum mönnum. Ein aðferðin er sú að bregðast við slíkum erfiðleikum með því að breyta í engu út af venjulegri hegðun á svefntíma — það er að segja að liggja kyrr í rúminu og reyna að slaka á eftir beztu getu. Menn eiga þá alls ekki að fara á fætur og aðhafast eitt- hvað, sem gerir þá glaðvakandi. En ef það skapar mönnum hins vegar ekkert nema aukinn ótta, kvíðatilfinningu og slæma líðan að liggja kyrr í rúminu, þá ættu menn þó að fara fram úr og reyna að dunda sér við eitthvað, sem lík- legt er að dragi úr kvíða þeirra og taugaspennu. Sú hætta er samt alltaf fyrir hendi, að slík fótavist að nætur- þeli virki truflandi á hin eðlilegu tímaskeið starfs og hvíldar, sem góður nætursvefn byggist á. Sp. Er það merki um þunglyndi í einhverri mynd, ef menn vakna of snemma? Sv. Skýrslur frá flestum þeim rannsóknarstöðum í landinu, þar sem sérstaklega er unnið að rann- sóknum á svefni, bera það með sér, að þetta sé eitt greinilegasta merkið um þunglyndi. Önnur um- merki þunglyndis eru, þegar hraða-augnahreyfingin og svo draumsvefninn hefst of snemma á svefntímanum eða þegar í stað eftir að sofnað er. í slíkum tilfell- um beinist meðferðin, eins og ég hef áður sagt, að því að sjúkling- urinn vinni bug á þunglyndinu, fremur en að meðferðinni sé beitt gegn svefnleysinu. Sp. Auk þeirra atriða, sem drepið hefur verið á og valda svefn- leysi, hverjar aðrar eru helztu truflanir á svefni? Sv. Meðfæddur, sjúklegur svefn- drungi eða syfjusýki gerir það að verkum, að ákafur syfjuhöfgi rennur skyndilega á menn á dag- inn. Um það bil 250.000 Banda- ríkjamenn þjást af þannig svefn- drunga, og er um það bil helming- urinn karlar og helmingurinn kon- ur, sem í hlut eiga. Apnoea — þ.e. öndunarerfið- leikar í svefni — virðist vera enn algengari kvilli, en það eru engar tölur tiltækar um hve miklu al- gengari hann er. Það er samt vit- að, að þessi kvilli hrjáir aðallega karlmenn. Öndunarerfiðleikar i svefni Sp. Hver eru einkenni þess, að menn þjást af apnoeu? Sv. Algengustu einkennin eru há- værar, óreglulegar hrotur og svo syfja að degi til. Apnoea kemur af því, að veggirnir í öndunarrásinni falla saman og loka leiðinni við innöndun í svefni. Hinn sofandi berst við að ná til sín lofti, og önd- unarrásin opnast þá örlítið svo að loftið ryðst inn og veldur hávær- um hrotum. Hinn sofandi byltir sér, rumskar og fer svo aftur að sofa. Þetta endurtekur sig í mörg hundruð skipti alla liðlanga nótt- ina, en þessar truflanir valda svo því, að ákafur svefnhöfgi sækir á manninn að degi til. Sp. Getur þetta ástand reynzt hættulegt? Sv. Mjög svo. Sé einhver veruleg veiklun hjartans fyrir hendi og við það bætist, að súrefnismagn blóðsins minnkar, getur það leitt til dauða. Það eru starfandi um það bil 100 hjálparstöðvar fyrir sjúklinga með alvarlegar svefn- truflanir hér í Bandaríkjunum, og á flestum þessum stöðvum hafa menn orðið margsinnis fyrir þeirri reynslu, að apnoea-sjúkl- ingar deyja heima í rúmum sínum, áður en unnt reynist að veita þeim meðferð — ýmist vegna þess, að sjúklingarnir voru þá þegar of langt leiddir eða vegna þess að þeir hafa neitað að koma í með- ferð í tæka tíð. Ef apnoea-sjúklingur sofnar að degi til við störf sín, þegar mikið ríður á að hann haldi athygli sinni vakandi, getur það líka vissulega verið lífshættulegt, valdið stór- slysum eða alvarlegu eignatjóni. Það er auðvelt að ímynda sér þann skaða, sem hlotist gæti af því að til dæmis flugmaður sofnaði í stjórnklefa flugvélarinnar eða bíl- stjórinn á skólarútunni sofnaði í vinnunni. Sp. Hvað er það sem orsakar apnoeu? Sv. Ein orsökin er aukin vefjar- myndun í öndunarveginum — milli tungurótanna og barkakýlis- ins. Slík vefjarmyndun er algeng hjá mjög holdugum karlmönnum með fremur stuttan, vöðvamikinn háls. Aukin myndun fituvefjar í andliti og á hálsi þrengir þá leið, sem loftið fer um við öndun. Annað dæmi um orsök apnoeu er vansköpun í kjálkum — svo sem skekkja í biti — en hún getur einnig valdið truflunum á loft- streyminu um öndunarveginn. Áfengi og róandi lyf geta einnig átt sinn þátt í því að apnoea tekur að myndast með því að vöðvarnir í öndunarveginum slappast og mið- taugakerfið slævist. Sjúkdómur holdugra miðaldra karlmanna Með auknum aldri taka líkurnar á því að aukast, að menn finni fyrir ýmsum öndunarerfiðleikum í svefni; roskið fólk hrýtur meira en yngra fólkið, en það stafar sennilega af því, að vefirnir í efri hluta öndunar- færanna eru teknir að slappast og því meiri líkindi á, að þeir nái að loka leiðinni við innöndun. Holdugir, miðaldra karlmenn eru langstærsti hópur þeirra sjúklinga, sem þjást af apnoeu eða verulegum örðugleikum við öndun í svefni. Þeir hafa flestir stuttan, digran og vöðva- mikinn háls, hafa lengi átt vanda til að hrjóta hátt og eiga við sívaxnandi svefnleyfi að stríða. Sp. Hvaða læknismeðferð er beitt gegn þessum kvilla? Sv. t alvarlegum tilfellum er oft gripið til skurðaðgerðar: Ann- aðhvort er þá gerður barkaskurð- ur til þess að koma fyrir auka- loftrás fyrir neðan barkakýlið; þ.e.a.s. mjóu röri er komið fyrir inn í barkann og hægt að opna það á næturnar eða þá, að efri hluti öndunarfæranna er víkkaður út með skurðaðgerð. Þegar þessir öndunarerfiðleikar í svefni eru ekki eins alvarlegs eðl- is, er beitt lækningaaðferðum, sem ekki eru jafn róttækar og þær sem nefndar voru hér að ofan: Sjúklingarnir eru þá t.d. látnir megrast, fá lyfjagjöf, sem örvar og styrkir öndunina, lyf sem auka vöðvaspennuna, látnir sofa með andlitsgrímu, sem virkar sem eins konar spelkur við öndunarrásina og halda henni opinni eða komið er fyrir útbúnaði, sem dregur tunguna fram á við, meðan sjúkl- ingurinn sefur. Sjúklegur svefnhöfgi Sp. Það heyrist oft, að einhver ha- fi látizt í svefni, og yfirleitt gera menn þá ráð fyrir, að banameinið hafi verið hjarta- slag. Gætu alvarlegar truflan- ir á svefni verið einn þáttur dánarorsakarinnar við þannig kringumstæður? Sv. Já, mjög trúlega. Það liggja þó ekki fyrir neinar tölulegar upplýs- ingar um þetta, en það er vitað að við venjulegar, eðlilegar kringum- stæður er tala dauðsfalla lang- samlega hæst mjög snemma morguns. Það er, þegar sá þáttur svefnsins stendur yfir, sem ein- kennist af hröðustu augnhreyfing- um, það er að segja það svefn- skeið, þegar mikillar óreglu gætir í öndun, í starfsemi hjartans og í blóðþrýstingi. Það er því margt, sem bendir eindregið til þess að truflanir á starfsemi líkamans í svefni, eigi sinn vissa þátt í dauðsföllum af völdum kransæða- sjúkdóma, hjartaslags og fleiri áþekkra dánarorsaka. Sp. Hver eru einkenni sjúklegs svefnhöfga að degi til? Sv. Sjúklegur svefnhöfgi eða syfjusýki, sem gerir skyndilega vart við sig oft á miðju vökuskeiði dagsins, er meðfæddur kvilli og ættgengur. Hann stafar af lífefna- fræðilegu jafnvægisleysi innan þeirra taugahnoða í heilastofnin- um, sem stjórna vöku og svefni. Þetta jafnvægisleysi leiðir til þess, að viðkomandi finnur fyrir skyndilegri, ákafri syfju hvenær SJÁ NÆSTU SÍÐU „Fólki, sem þjáist af alvarlegri, vidvarandi martröö, er oftast gefiö lyf, sem kemur í »eg fvrir lirööu augnahreyfinguna í svcfni" „Sumt fólk sefur ekki nema fjóra klukkutíma á sólarhrinf’, en aörir sofa allt upp í ellefu klukkustundir1"’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.