Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 71 60 ára útskriftarafmæli Þessi fríði bópur átti nýlega 60 ára útskriftarafmæli frá Kennaraskóla íslands, árgangur 1923. Það ár útskrifuðust 23 kennarar og eru níu þeirra á lífi í dag. Á myndinni eru sjö þeirra samankomin. Frá vinstri talið: Frímann Jónasson Reykjavík, Pálmi Jósefsson Reykjavík, Helgi Símonarson Þverá f Svarfaðardal, Guðlaug Sigurðardóttir Fljótsdalshéraði, Þóra Steinadóttir Reykjavík og Stefán Sigurðsson Reykjavík. Á myndina vantar Sæmund Jóhann- esson frá Akureyri og Þóruani Símonardóttur frá Akranesi. Morgunblaðið/ KEE Nú skundum vid á skátamót ... í ár er haldið 15. alhejmsmót skáta, og héldu fulltrúar íslands, 62 skátar víðsvegar að af landinu, áleiðis á mótið annan júlí. Mótið er að þessu sinni haldið í hlíðum Klettafjallanna í Kanada og stendur í rúma 10 daga. Eftir raótið mun svo leið íslensku skát- anna liggja um þver og endilöng Bandaríkin. Fararstjórar eru þrír með hópnum, Arnfinnur Jónsson, Erla Elín Hansdóttir og Helgi Grímsson. Alheimsmót skáta er haldið fjórða hvert ár, og koma þang- að skátar allstaðar að af hnett- inum. Á mótinu í Kanada verða 15.000 skátar frá 100 þjóðlönd- um og í fyrsta skipti í sögu þessara móta eru stúlkur einn- ig þátttakendur. Þær verða þó í minnihluta, eða 700. Síðasta Alheimsmót var haldið í Noregi 1975 af Norðurlöndunum sam- eiginlega, en mótið sem átti að halda í íran 1979 féll niður vegna innanlandsmála. Átta ár eru því frá síðasta móti. Baden Powell stofnaði skáta- hreyfinguna 1907 í Englandi og breiddist hún út um allan heim á skömmum tíma. Eftir fyrri heimsstyrjöldina sá hann þörf- ina á að sýna sameiginlegt starf skáta, í þágu friðar. Og á fyrsta alheimsmótinu árið 1920 komu saman skátar frá mörg- um þjóðum, og sýndu að þeir gátu starfað saman hlið við hlið þrátt fyrir ólíkan uppruna og stjórnmálalega stöðu þjóða þeirra. ... þegar allir klappa af kæti PRESTASTEFNA íslands fór fram nýlega í Dómkirkjunni í Reykja- vík, nánar tiltekið um sumarsól- stöður dagana 21. til 23. júní. Stefnan hófst að vanda með því að prestar gengu í skrúðgöngu til kirkju. Skrýddust prestar í Alþing- ishúsinu og gengu sfðan í tvöfaldri röð til Dómkirkjunnar, þeir yngstu fremstir en prófastar og biskupar aftastir. Var allur þorri presta á landinu mættur, en þeir eru um 120, og þar af um 30 í Reykjavík. Það er sagt að prestar hafi „sans“ fyrir kveðskap og margir í þeirra hópi eru hagyrðingar góðir. Enda fljúga stökurnar á milli á prestastefnum, sumar ansi staðbundnar eins og gengur, en aðrar almennara eðlis og skiljanlegar öllum mönnum jafnt. Þegar Þorbergur Kristjáns- son, prestur í Kópavogi, var að kvarta undan kirkjuklappi, kast- aði einn úr hópi presta þessari stöku fram: Helgin stendur höllura fæti hátt og snjallt þó klerkur lesi þegar allir klappa af kæti f kirkjunni í Digranesi. Sr. Gísli Brynjólfsson ræðir við sr. Kristinn Hóseason prófast í Heydölum, en sr. Jón Sr. Jón Bjarman fangaprestur skrýðtr séra Hannes örn Blandon f Ólafsfirði. Ragnarsson (við töskuna) hefur öðrum hnöppum að hneppa. Ljóamyndir Mbi / Guftjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.