Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 17
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JULII1783 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JULII1783 65 hér á afréttinum. 25. var sama átt á austan og landsunnan; var þá svo mikill eldgangur á fjallabaki úr sömu gjá, að logann lagði í gegnum mokk- inn í loft upp, svo strjálingur og neistar úr honum komust eftir veð- urstöðinni vestur á Mörk og Tinda- fjöll upp af Fljótshlíðinni, og Hlíðar- og Landeyjamenn héldu þar eld upp kominn, sem eigi reyndist annað en eldstrjál héðan. 26. komst vindur á útsunnan, sem undir kvöldið snerist til norðurs. 27. kom vindur á vestan með óláta regni úr eldinum. Sáum við þá hér á Síðunni á jaðar eða undir ógnarlega stóran og svartan sandmokk, sem hingað vafðist, snerist og hnyklaðist upp úr vesturgjánni, af hverjum mik- ið fleygðist yfir Fljótshverfið (aust- ara part af Síðunni) með sandfalli og vikurstykkjum, hver ei komu nokkru sinni niður í þessu byggðarlagi frá fyrsta til síðasta, og þar með gátu þeir ei lengur haldið sauðfé sínu, sem nú ráfaði frá þeim hingað og þangað í alla óvegi og slangur. * I þriðja sinn eitt ógnarlegt eldkast Þann 29., sem var annar sunnudag- ur eftir trinitatis, var þykkt veður og vindur á vestan. Nú kom þriðja sinni eitt ógnarlegt eldkast að ofan, svo að á milli Skaftártungunnar og Árfjalls varð enn að nýju eitt logandi bái. Þetta hlaup fór inn í hvern krók og kima út úr gljúfrinu fyrir austan og ofan Búland, skemmdi þar slægjur og haga, ásamt tók það af nokkrar slægjur, er Svartanúp fylgdu (sem er hjáleiga frá Búlandi), en bæði slægj- ur og hagar voru að öðru óskaddaðir. Þá féll og Litlanes (önnur hjáleiga Búlands) í eld. Gekk þá og þetta eldhraun inn í húsadyr á Hvammi, kóngsjörð í Skaftártungunni, 12 hundruð að dýrleika. Að austai. erðu tók það af þann góða og allt of spur- haldna kolskóg í Skaftárdal, en upp- skrældi þann sem var um hóla og gil þar vestur af bænum. Túnin skemmdi hann ei, svo þá fólk fjölgar í byggð- inni aftur, byggist Skaftárdalur að nýju. Allur kolaskógur á Hæl skræld- ist, en af brann þó ei. 30. júní var blítt veður, loftslög og jarðskjálftar með ógnarlegri suðu í gjánni. Nú kvíslaðist eldflóðið úr Skaftárgljúfri í þrjár sérdeilis kvísl- ir; ein hélt vestur í Landána, sem tók sig úr Skaftá hjá Tungunni áður og rann í Kúðafljót, milli Hrauns og Leiðvallar. Hinar tvær fóru til aust- urs, sú syðri stefndi á Landbrotið, sú efri austur með Síðufjallabyggð. Ó! hvflfk ógn var að horfa á þvflíkt guðs reiðiteikn og bendingu Þann 1. Julii fór sú efsta eldkvíslin aftur í þann gamla Skaftárfarveg, í hverjum fyrsta kastið var nú mikið farið að storkna, og svo upp úr hon- um á ýmsa vegu, sem ég get ei greini- lega útfært, þó ég horfði þar á. Fyrst skal hér greina um jarðeldsverkunina niður í hraununum: þann 2. Julii kom kveikja og eldbál upp úr honum neð- an undir kirkju og húsum í Skál og uppbrenna hana og þann vel byggða bæ til kaldra kola. Sú bóndaeign var til forna 30 hundruð að dýrleik, og kunni að bera að sögn 9 hundruð fjár, ef ei meir, var þó niðursett eftir því sem eldhlaup hafði hana skemmt. En þar sem fjallhagar halda sér að miklu leyti, kann þar þó eitt býli að byggj- ast á plássi, er fyrir ofan bæinn var, nær jarðarþröngt verður í byggð. Næsti bær fyrir austan Skál var Holt, kóngsjörð. 24 hundruð að dýr- leika, næst Skál voru slægjur framan undir fjallinu, þaðan opnaðist þá dal- ur, sem kallaðist Holtsdalur, og á, sem þar í rennur, Holtsá. Fyrir aust- an dalinn stóð þar bærinn á bakka einum fyrir ofan ána; en fyrir sunnan og vestan ána var mikið lystilegt sléttlendi með hlemmigötum vestur fyrir Skál; kallaðist þetta fagra land Holtsdælur, var slægjupláss að ofan, en áfangastaður ferðamanna að framan. Þar stóðu upp úr hér og hvar gamlir brunahraunshólar, tit hins efsta grasivaxnir, en flestir holir inn- an til forna. Einn af þeim var brúk- aður fyrir sauðarétt, og tók hann um 300 fjár. Þetta fagra og gagnsama pláss eyðilagðist þessa viku fyrst af SJÁ NÆSTU SÍÐU Eldsins yfirfall og framkast í vestaraparti Skaftafellssýslu eftir uppteiknan síra Jóns Steingrímssonar á Prestbakka Kirkjubæjarklaustri, 9. julii. Frá tíðindamanni Morgunblafains. Sá æruverðugi og mikið vel gáfaði kennimaöur síra Jón Steingrímsson, fyrir guðs sérlega gæzku og miskunnsemi prófastur yfir Skaftafellssýslu og prestur til Kirkjubæjarklausturs safnaða, hefur um þetta síðasta jaröeldshlaup uppteiknað eftir eigin sjón og vitund, ásamt annarra sannorðra manna frásögnum, lýsing þá er hér á eftir kemur. í annan stað skal það fram tekið að skrif þetta er að prófastsins sögn fyrst og fremst tileiknað guði tii lofs og dýrðar, sem lét sinn réttvísan og náðugan vilja þannig opinberan verða vor á meðal og fullkomnaði sín fyrirheiL Hefur prófastur í hyggju að víð- frægja þau drottins vísdómsfullu verk, sem ljós eru af þeirri tiptan sem nú yfir stendur í Skaftafellssýslum. Mun hann að jarteiknum þessum loknum setja á bók sitt einfalda eldskrif, svo sú minning skuli ekki niður falla og aldeilis forgleymast eins og margt annað guðs verk, sem fyrir hirðuleysi kemst í ævarandi gleymsku. Fer frásögnin af eldsins yfirfalli, og hans framkasti til þessa, hér á eftir, öldnum sem óbornum til fróðleiks og lærdóms, að þekkja sinni síns skapara og hans dásemdarverk: Hér hefst þá frásögn síra Jóns á Prestbakka „Árið 1783 þann 8. Junii, sem var hvítasunnuhátíð, í heiðríku og spöku veðri um dagmálabil kom upp fyrir norðan næstu byggðarfjöll á Síðunni svart sandmistur og mokkur svo stór, að hann á stuttum tíma breiddi sig yfir alla Síðuna og nokkuð af Fljótshverfinu, svo þykkt að dimmt varð í húsum en sporrækt á jörðu. Varð það duft, sem niður féll, sem útbrennd steinkolaaska. En af þeirri vætu, sem úr þeim svarta mokk ýrði þann dag í Skaftártungunni, varð það duft, sem þar niður féll, svört bleyta, sem blek. Fyrir landsunnan hafkalda létti þessum mokk frá og tilbaka um daginn, svo ég sem aðrir prestar hér kunnum undir blíðum himni þann hátíðisdag framflytja guðsþjónustu- gjörð hver gleði snögglega umbreytt- ist í sorg. Um nóttina fundust miklir jarðkippir og hræringar. Þann 9. var hér heiðríkt veður; hækkaði nú mokkurinn óðum. Um kveldið gjörði mikið steypiregn úr honum. En Skaftá, sem rann austur með Síðunni, svo stórt vatnsfall, að hún var hér á ferjustaðnum 70 faðm- ar á breidd, hestum á sund landa á milli, tók nú að þverra stórmikið. Þann 10. var þykkt veður með bitr- um vatnshvelfir, sem gjörði svo nær óþolandi sviða á augum og beru hör- undi, þar það á féll, og svima í höfð- inu. Sumir droparnir gjörðu göt á heimulublöðin, þar þeir á féllu, ásamt brunabletti á klippinga sauðfjár, er nýrúið var. Nú þverraði vatnið úr Skaftárfarvegi að öllu leyti, utan byggðarvötnin, sem í hana runnu. Þann 11. kom austanfjúk, að víða tók af haga, sem reyndar var úr mokknum með svo harðri skel, eins og þá ísing fellur mest á vetrardag, sem þó var enn dýpri og meiri í út- heiðum og Skaftártungunni, en hér lá hann á jörðu nærfellt í 5 daga þar eftir. Eldflóðið brýst fram úr Skaftárgljúfri Þann 12. var heiðríkt veður með sunnanvindi; kom nú eldflóðið fram úr Skaftárgljúfri með ógna framrás, brestum, undirgangi og skruðning- um, svo þá eldurinn datt ofan í vatnskvikurnar eða rennsli urðu svo harðir smellir, sem af mörgum fall- stykkjum væri hleypt í senn. Hélt nú eldsflóð þetta fyrst fram eftir aðal- farvegi árinnar, læsti sig svo út og ofan í brunahraunin, sem áður voru beggja megin hennar frá gljúfrinu, og hingað austur að Stapafossi. (Þau brunahraun, sem hér eru eftir endi- langri sýslunni, frá Eyjará tij Land- brotstanga og svo í Fljótshverfi, hafa /C'- Síra Jón Steingrímsson á Prestbakka. auðsjáanlega tvisvar fram komið, annað fyrir en annað eftir íslands byggingu.) 13. var heiðríkt veður með vindi á útsunnan. Voru nú stórir brestir og dynkir hér í útnorðri á fjallabaki með jarðskjálftum og svoddan suðum og nið, sem mikill fossagangur væri eða mörgum smiðjuöflum væri blásið í eitt, hver óhljóð og skruðningar héld- ust við í sömu átt lengi þar eftir. Sand og gufumokkurinn svo mikill, að hann sást yfir allt land, vestur á heiðar í Gullbringusýslu. Sólin, nær hún sást, sýndist hún sem rauður eldhnöttur, tunglið eins rautt sem blóð, svo þegar þeirra skini sló á jörð- ina, bar hún sama farva. 14. var logn; dreif hér þá miklum sandi yfir allt með enn meiri hárum, en vart varð við í fyrra regninu, þann 9.; þau voru svartblá og íglittin, að lengd og digurð sem selshár (sagt var að úr þeim hefði prófazt járns- og koparbland); þau urðu ein Breiða yfir jörðina og þar þau féllu á eyðisanda og vindur komst undir þau, saman- vöfðust þau í aflanga hola ströngla. Að kvöldi þess sama dags datt yfir stórregn úr mokknum, þó á land- sunnan væri, með skolvatns eða ljós- bláum farva, en ofur rammt og svo lyktarslæmt, að brjóstveikir gátu tæplega andann dregið af loftinu og lá við öngvitum; allir sumarfuglar og varpfuglar flýðu nú burt, egg þeirra, er þá eftir fundust, voru lítt ætileg fyrir remmu og brennisteinssmekk. Náttúran bregður lit og eðli Smásilungar fundust hér dauðir í svokölluðum Veiðikíl og víðar ann- arsstaðar. Grátittlingar, skjaldberar og maríötlur voru hér sem villtir, nokkra stund, og fundust svo dauðir hópum saman. Járn varð sem rauð- ryðgað; trjáviður missti sinn lit og varð grár af þessu salts- og brenni- steinsregni, sem á þau dreif (þó héldu tré sínum rétta farva þar sem tittl- ingadrit kom á þau, hvar af merkja mátti hvílíka hreinsandi náttúru það hefur, sem læknar hafa sagt). Gras jarðarinnar, sem þá var í lystilegasta vexti, tók nú að fölna og falla, á sumu lá askan, sem menn ým- ist börðu með skafti eða rökuðu með hrífum, að nautpeningur gæti bitið það sér til nota. Sumir slógu grasið af og þvoðu í vatni, og gáfu það þeim skepnum, sem allt var til forgefins, nema hvar gamalt hey var að hrista saman við; en það brast sem annað. Hold og mjólk kvikfénaðar fór hvert af eftir öðru. Hjá mér var af stöðli heimbornar 8 fjórðungsskjólur mjólkur annan laugardaginn, en þann næsta þar eft- ir einar 13 merkur. Hversu sauðfé fór nú úr hendi manns verður nálega ei orðum að komið; það var öllum hulið, sem bezt var, að skera það niður sér til bjargar, meðan hold var á því og til þess náðist. Á hestum sá enn ei svo mikið. Byggöir taka að eyðast Þann 15. Junii, sem var trinitatis- hátíð, var vindur á austan landsunn- an; allan þann dag voru miklar jarð- arhræringar og skruggur og nóttina eftir. Þann 16. Junii var sama veður- átta; kom nú ógnarlegur eldgangur fram úr Skaftárgljúfri, að allt gljúfr- ið sýndist fullt af honum, sem nú að öllu leyti tók af og eyðilagði þessar klaustur- og kóngsjarðir: A á Síðu og Nes í Skaftártungu, hvor um sig 12 hundruð að dýrleika. Ásamt þessa elds framkast af og yfir þakti öll hraun milli Síðunnar og Skaftár- tungunnar, sem voru mikið hrísi og viðar vaxin, ein þau notabeztu hag- beitarlönd; þar á meðal var Branda- land, eitt hagkvæmt skógarpláss, sem Kirkjubæjarklaustri fylgdi að gjöf ábótans Hallgeirs Andréssonar á Þykkvabæjarklaustri 1350. Það lá fyrir vestan útsunnan Skálastapa, af- girt kvísl úr Skaftá, í þeim krika, þá hún tók að beygjast austur með Síð- unni. Þetta eldflóð tók og af alla so- kallaða Skálar- og Holtsgarða, og nam þar staðar um stund. Annað eldkastið stefndi suður að Meðallandi, hvar nú voru fyrst fyrir Botna- og Steinsmýrarhraun. Gekk nú svo mikið á fyrir norðan byggð- arfjöllin Síðunnar af braki og brest- um, eldi og svælu með jarðskjálftum að enginn vissi, hvort byggð yrði hér óhætt. Fóru því þrír bændur, sem bjuggu á Morðtungu, á njósn upp á það hæsta sjónarpláss, af Kaldbakn- um, hvað þeir kynnu að sjá til elds þessa. Sáu þeir þá, að þeim virtist, í sokölluðum Úlfarsdal sá eldur vera uppkominn, og kunnu þar að greina 22 stórbál eður loga, sem réttlínis stóðu upp úr þeirri gjá. Og nær þeir færðu byggðarfólki þessar fregnir, urðu margir hræddir, að eldur sá kynni að læsa sig í gegnum eða fram á milli byggðarfjallanna, og mér varð ei heldur grunlaust um það. Að nýu ein hræðileg ógn úr vestureldgjánni Þann 17. var Iítill vindblær á norð- an; sté þá eldsloginn svo hátt, að úr áminnztri útnorðurs Úlfardalsgjá, hvaðan heyra var sívellandi suðu, að hann lagði virkilega fram milli Lambnatungna, sem er vestri endi af Kaldbaknum, og Geirlandshrauns, sem er langur háls frá austri til vest- urs, að hann nær allt vestur fyrir Skál, fyrir ofan byggð, og sló svo greindum loga ofan fyrir Geirlands- Lakagígar á Síðumannaafrétti. heiðina, hvar í var eitt sel frá Geir- landi, er einum manni var leyft í að búa nokkur umliðin ár vegna fróm- leiks síns. En nú um vorið tóku sig tveir menn saman, sem fluttu sig frá vel viðværilegum býlum I byggðinni þangað; voru þeir haldnir samrýndir í fleiru en einu. En hann, sem sér yfir allra manna verk og vissi bezt þeirra tilgang, dreif þessa samlagsbræður með þessum loga þaðan í burtu, fyrst allra úr þessu plássi, aðskildi þá að síðustunni að öllum samráðum, verk- um og sambúð. Þann 18. var logn með litlum vindblæ á landsunnan; kom nú að nýju ein hræðileg ógn fram úr vest- ureldgjánni, hvert eldflóð vel svo uppfyllti Skaftárgljúfur, sem bæði var breitt og djúpt, með stórum jarð- skjálftum, undirgangi og iðuglegum reiðarslögum, svo Skaftárdal, sem stendur austanvert við gljúfurs- munnann eða þar það endast; og þar bóndanum, sem þar var enn með öll- um sínum varnaði, sýndist þar ei framar vært vera, og þar við vorum allt þangað til mátavinir, bað hann mig að hjálpa sér til að komast þaðan hvað ég gjörði; samansafnaði mönnum og hestum, sem ég kunni og fór svo út yfir þverar heiðar, því nú var allur vegur af fyrir framan fjöll, eða sunnan þau, hreint aftekinn. Flutti ég hann svo með fólki sínu, stórgripum og öllu því á hesta varð komið, burt þaðan á mitt heimili og hýsti hann í 5 vikur. En þá lífshættu og mæðu er ég lagði mig þá í launaði hann litlu góðu. Höstug framrás eldflóðsins; sveitin eitt logandi bál Þann dag og nótt gengu á svo mikil reiðarslög, að allt titraði og skalf, og sífellt brak í hverju tré af jarð- skjálftunum. Þá var að sjá milli Ár- fjalls og Skaftártunguhálsanna eitt logandi bál og ennþá var eldurinn að snúast ofan í fyrrnefndan svelg. Ég gekk með samferðarmönnum mínum út að gljúfrinu; var þá eld- flóðið á svo höstugri framrás, sem þá rennandi stórvötn eru í ísaleysingum á vordag. Mitt í eldflóðinu framrunnu og byltust svo stórir klettar og bjarghellur, sem stórhveli væri á sundi, eða því um líkt, allt glóandi; og nær þeir rákust í eitthvað hart, sem fyrir varð í framrásinni, eður til hliða, eður þá þessir klettar rákust eða nístust saman, flaug og tindraði úr þeim svo stórir neistar og eldgloss- ar hingað og þangað, að hræðilegt var á að horfa. Lækir og ár þar beggja megin, sem ei fengu framrás, stífluðust nú upp fyrir framan Hæl og bæinn Hvamm að vestanverðu, sem síðar tók hann af með sinni yfirsveifan. Bæði þessi vötn og önnur, sem eldurinn ei upp þurrkaði, eður urðu að eldkveikju í honum og tepptust hingað og þangað utanvert við hann, urðu sem vellandi vatn og hver; upp af þessum vötnum stigu þykkar gufur og dampar ásamt eldflóðinu sjálfu, sárlega lyktar- slæmir; hvar af nú jukust meir og meir þessa viku skruggur og vatns- hvelfingar, er steyptust ofan á jörð- ina aftur, og hleyptu upp og fram heilum grastorfum og brekkum, sem ævarandi merki mun sjá á Árfjalli og svo annarsstaðar. Iðugleg reiðarslög — eldhlaupið stefnir á Meðallandið Þann 19. var spakt veður með vindblæ að sunnan, sem hélt höfuð- mokknum á fjallabaki norður til jökla, hvaðan heyra mátti iðugleg reiðarslög. Nú tók eldurinn með stóru neistaflugi sér eina höfuðrás til landsuðurs og stefndi á Meðallandið, mest um Melkvíslarfarveg, sem áður rann úr Skaftá í annað rennandi upp- sprettuvatn, sem fyrst kallaðist Botnafljót, af bæ þeim sem stóð skammt frá þess upptökum og vestan það. Þetta vatnsfall rann til austurs fyrir ofan Meðallandið, en framan og neðan undir þeim gömlu hraunsbrún- um stóð bærinn Hólmar f einum hólma í því, en kirkjustaðurinn Hólmasel á sléttum bakka fyrir sunn- an það; Efri-Steinsmýri fyrir ofan það, þar það féll til landsuðurs undan hraununum til sjós, og sá gamli bær þar í austur landsuður nokkuð lengra frá; og Syðri-Steinsmýri var hinu megin við það. Éin vatnskvísl spratt upp í Meðal- landinu fyrir austan og landsunnan Hólmasel, sem kallaðist Feðgakvísl, og rann þar til austurs í Steinsmýr- 1 arfljót fyrir sunnan Steinsmýri. Stóðu Efri-Fljótar fyrir ofan þessa kvísl, en Syðri-Fljótar á bakka henn- ar fyrir sunnan hana. Þann 20. stóð veður af landsuðri. Þann 21. austanvindur með regni. Þann 22. var sama veður. 23. og 24. sama veðurstaða, svo eldmokknum hélt um þessa daga til jökla; en sama var þaðan að finna, sjá og heyra, sem þann 19. það stóra eldflóð, sem þá fram steyptist þann sama dag (þann 19.), upp fyllti snarlega fljótsfarveg- inn, og á tilteknum 5 dögum tók það af og eyðilagða Hólma 12 hundruð, báða Fljótana 24 hundruð, Hólmasel 12 hundruð, Botna 12 hundruð (þó nokkru síðar), þrengdi svo vatni að Hnausum, að sú jörð varð óbyggileg, og við sjálft lá, að báðar Steinsmýr- arnar mundu eyðileggjast, því að túnhala þeirrar efri var frá eldinum hér um 80 faðmar, en að túngarði þeirrar syðri hér um 100 faðmar. Þó eyðilagði eldurinn mikið þeirra haga og melapláss. Svo var þann 24. hér nefnda mikill bunki fram kominn af því nýja hrauni, að þá ég stóð á ein- um klett, sem er næst fyrir ofan efri bæinn, á Efri-Steinsmýri, og horfði vestur yfir það, sá ég einasta ofan á Hafursey, sem er eitt einstakt fjall, liggjandi þar langt frá Mýrdalssandi, en nú sést það sama fjall þaðan nær- fellt ofan að sandi, svo mikið hefur það hjaðnað og sigið síðan. Hólmskirkja brennur Þann 22. Junii áður talda, sem var fyrsti sunnudagur eftir trinitatis, af- brann sú væna og nýbyggða Hólms- kirkja, 8 stafgólfa lengd, há og breið að því skapi; í henni brunnu öll kirkj- unnar ornamenta, bækur og graftól, Sá geistlegi stúdent við háskólann f Kaupenhavn Sæmundur Magnússon Hólm hefur gert kort þetta af eldsveitunum eystra, eins og þær voru áður en þetta sfðasta eldhlaup rann af stað. item fórst þar sú væna klukka frá Þykkvabæjarklaustri, er vó 24 fjórð- unga, er þangað hafði áður með bisk- upsleyfi léð verið, þar til forsvaranleg klukka væri til kirkjunnar lögð, sem búið var að gjöra, og þar með befalað að flytja hana aftur í klaustrið, en það dróst til þess enda, að kirkjunnar skrúði og annað, sem henni heyrði til, sem hæglega mátti burtu flytja, brann þar og eyðilagðist. Hafa sumir lagt prestinum, sem þar var, til lýta, þar hann burttók sitt og annarra úr kirkjunni, læsti henni svo og lét lykilinn í annað hús, áður burtu fór á föstudaginn, svo maður- inn, sem sagt var að á laugardaginn þar eftir vildi hafa náð skrúðanum, gat það þess vegna ekki, enn síður kirkjuna upp brotið til þess, því hún var svo rammbyggilega byggð. En hvað skal hér um segja annað en það, að þá guð vill straffa duga mikil- mennin ekkert, sem hans orð segir: Mannleg skynsemi og forstand verð- ur þá að vitleysu og óráði, sem víða auglýstist í þessum eldsvoða. Víkur nú sögunni frá Meðallandinu til Síðunnar Eftir því sem eldrennslið koma að ofan, kvíslaðist það þá fram á dró og víðlendari pláss tóku við; eftir því sem minnkaði og kulnaði þar og þar, stífluðust framrennslurnar, er runnu saman í helluhraun og klungur, komu svo aðrar rennslur þar ofan á aftur, sem forhækkuðu hraunið og hlóðu hverju ofan á annað, þá eldflóðið komst ei lengur undir, yfir eður í gegnum þann bunka; fleygði það sér til baka og svo hingað og þangað út úr hrauninu. Upp úr þessum hraunbeltum kem- ur eldkast upp undir Skálarfjall, brekkur og múla, sem voru fyrir aust- an Skál, sem stóð á millum þeirra í einum fögrum og veðursælum dal mót suðri; rann sinn lækurinn hvoru megin bæjar ofan úr dalnum, stóð þar kirkjan fyrir framan bæjarhús- röðina. Þetta eldkast þrengdi svo fast framan og neðan undir Múlana, að grassvörðurinn rótaðist upp og sam- ansnerist, eins og þá einhver ströng- ull er samanvafinn, svo nú er ei meira en 30 faðmar frá kirkjugarðin- um fram að hrauninu, sem varð þar svo hátt, að nærfellt numdi við Múl- ana. Hér fyrir stífluðust lækirnir og þar á ofan kom óláta regn. Fólkið flýði úr bænum upp á brekku fyrir ofan hann og Iá þar við úthýsi og tjöld, og tóku með sér það- an í burt alt hvað fémætt var úr bæn- um og kirkjunni, klukkurnar, prests- og altarisskrúða að ei skyldi fara sem á Hólmaseli. En af því steypiregni sem var létu þeir kýr sínar inn í fjós, sem að litlu hvarfi varð, því að vatnið óx fljótara en þá varði, sem hleypti kirkju, bæ og fjósinu í kaf. Bændurnir hlutu að rífa fjósið og náðu svo með böndum og vindum kúnum upp úr ræfri á þeim. En af krapahríðum og öðrum ókjörum sem á gengu gátu þeir ei svo snögglega flutt sig þaðan í burt, og voru þar svo í nokkra daga. Vatnið sem yfir bæinn féll vall af hita; þar á sáu bændurnir og fólk þeirra, sem allt eru sannorðir menn að allra rómi, tvo grásvarta fugla syndandi lítið stærri en anda- kyn, sem kallast urtir; þeir stungu sér mest þar sem suðan í vatninu krakkaði hvað heitast, en svo ókyrrir, að bændurnir komust ei í skotfæri að skjóta þá (um slíka fugla heyrist get- ið í Reykjahver í ölvesi og svo ann- arsstaðar). Logann lagöi í gegn- um mokkinn í loft upp 23. Junii var mikill hvinur í útnorð- urs eldgjánni. 24. fóru menn úr Skaftártungu að skoða, hvað gjörðist hér fyrir norðan byggðina; sáu þeir þá eldrennslið komið fram í Hellirsá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.