Morgunblaðið - 06.08.1983, Page 1
40 SÍÐUR
175. tbl. 70. árg.
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Vextir og tollar
með hæsta móti
New York, .r».ágúst. AP.
BANKAVEXTIK í Bandaríkjunum,
sem stigið hafa jafnt og þétt síðustu
þrjá mánuðina, eru nú hinir hæstu
sem um getur í heilt ár og Banda-
ríkjadollari hefur fylgt í kjölfarið. Er
hann nú svo hátt skráður að annað
eins hefur ekki verið lengi.
Þrátt fyrir að dollarinn félli lít-
illega í lok vikunnar, var hann þó í
gær hærri en í annan tíma miðað
við franska frankann og itölsku
líruna og ef borið er saman við
vestur-þýska markið og hollenska
gyllinið, hefur dollarinn ekki verið
jafn hátt skráður í 9 ár. Seðla-
bankar Austurríkis, Belgíu,
Frakklands, Italíu, Japans, Vest-
ur-Þýskalands, Hollands og Sviss
hafa setið sveittir við að selja doll-
ara til þess að stemma stigu við
hinni miklu hækkun gjaldmiðils-
ins. íhlutun bankanna var metin í
gær og talið að þeir hefðu selt alls
um milljarð dollara í vikunni.
Þessi mikla hækkun dollarans
gagnvart öðrum gjaldmiðlum
hófst seinni hluta fimmtudags er
bandaríski hagfræðingurinn Al-
bert Wojnilower spáði því að
skammtímavextir í viðskiptum
banka í milli myndu hækka úr
9,5% í 11% á næstunni. Spáin ýtti
skriðunni af stað.
Chad:
Bandaríkin
auka aðstoð
Washington, 5. ágúst. AP.
BANDARÍSKA utanríkisráðuneytið
tilkynnti í gær þá ákvörðun stjórn-
valda, að bæta 15 milljónum dollara
við fyrri styrki og peningagjafir
Bandaríkjamanna til stjórnvalda í
(’had. „Þetta gerum við til þess að
stjórnin í Chad eigi raunhæfari
möguleika á því að brjóta á bak aft-
ur skæruliðasóknina sem studd er af
Líbýumönnum,“ sagöi f fréttatil-
kynningu sem gefin var út af þessu
tilefni.
Talsmenn ráðuneytisins sögðu
jafnframt, að hvernig peningun-
um yrði varið færi eftir því hvern-
ig málin þróuðust í Chad á næst-
unni. Stjórnarher Habres forseta
var í mikilli sókn, uns skærulið-
arnir hófu miklar loftárásir fyrr í
Hundaæði
Talsvert hefur borið á hundaæði í Tyrklandi upp á síðkastið, einkum í
bænum Krzurum í austurhluta landsins, en þar hafa fjórir tekið þessa
hryllilegu og ólæknandi veiki nýlega. Á meöfylgjandi mynd má sjá eitt
fórnarlambanna, hirðingjann Ismet Muglay, sem bíöur dauða síns í ein-
angrunarbúri. Hann var settur í það eftir að hafa sloppið úr sjúkrarúmi og
gengið berserksgang á sjúkrahúsinu í Erzurum í nokkrar klukkustundir.
pótti mesta mildi að hann smitaði engan. Það eru þrjár vikur síðan sýktur
hundur beit Ismet úti í haga og hann á skammt eftir ólifað. Talið er að um
300 manns deyi úr hundaæði ár hvert í Tyrklandi. símamynd AP.
Baskar
myrða
lögreglu-
þjón
Ovarzun, Spáni, H. julí, AP.
BYSSUMENN, að því að talið er
úr röðum ETA, eða aðskilnaðar-
hreyfingu Baska á Spáni, skutu í
gær lögregluþjón til bana á götu
úti í borginni Oyarzun. Var lög-
regluþjónninn 27. fórnarlamb
ársins í pólitísku ólgunni sem
ríkir á Spáni, einkum og sér í
lagi í Baskahéruðunum.
Tilræðismennirnir voru
fjórir talsins og óku þeir á
brott á ofsahraða. Fyrir utan
borgina kastaðist bifreið
þeirra út af veginum, en þeir
sluppu með skrekkinn og
hurfu á braut á tveimur jafn-
fljótum. í bílflakinu fann lög-
reglan hríðskotabyssur og
skammbyssur af þeirri tegund
sem hryðjuverkamenn ETA
nota jafnan.
vikunni. Þá tilkynntu Bandaríkja-
menn að þeir myndu senda Habre
10 milljónir dollara auk 30 „re-
deye“-flugskeyta, sem eru mjög
handhæg í notkun.
Hissine Habre, forseti Chad,
sagði seint í gærkvöldi, að
sprengjuflugvélar Líbýumanna
hefðu gert nýjar og fólskulegar
árásir í gærkvöldi. Sagði Habre
þær hafa varpað sprengjum á
borgina Oum Chalouba og hefði
mannfall verið mikið, ekki síst í
röðum kvenna og barna.
í gær komu einnig tvær fransk-
ar herflutningaflugvélar til höfuð-
borgar Chad. Voru þær hlaðnar
vopnum og vistum.
Sprenging í mosku
drap fjölda manns
Tripoli. Líbanon, 5.ágúst. AP.
GEYSILEGA öflug sprengja sprakk
fyrir utan bænahús múhameðstrú-
armanna í Tripoli í gær og létust 18
manns, en 44 særðust, auk þess sem
tjón á nærliggjandi húsum og bif-
reiðum var gífurlegt. Lögregían í
borginni taldi líklegt að tölurnar
myndu hækka áður en upp væri
staðið. Svo öflug var sprengjan, að
þriggja metra djúpur gígur myndað-
ist í götuna þar sem hún sprakk.
Sprengjunni hafði verið komið
Blóðbað í Avignon:
Sjö féllu fyrir
byssum ræningja
Avignon, Krakklandi, 8. agúst.
TILRAUN tveggja vopnaðra stigamanna til að ræna öllu fémætu á gisti-
húsi einu í frönsku borginni Avignon, endaði með skelfilegu blóðbaði í
gærdag. Skutu ræningjarnir sjö manns til bana áður en þeir lögðu á flotta
og síðast er fréttist hafði aðeins annar þeirra náðst.
Atburðarásin var þannig, að
um klukkan tvö eftir hádegið
ruddust bófarnir inn á
Sofitel-gistihúsið, vinsælt ferða-
mannahótel á bökkum Rónar.
Kröfðust þeir þess af þremur
starfsmönnum hótelsins að þeir
opnuðu fjárhirslur þess, en eng-
inn þeirra reyndist hafa lykla-
völd. Neyddu þeir þá fólkið með
sér upp á þriðju hæð hússins,
þar sem íbúð hóteleigandans
var. Á leiðinni urðu á vegi þeirra
fernt til viðbótar, þ.á m. kornung
hjón sem höfðu nýlokið við að
skrá sig í gistihúsið. Tóku ræn-
ingjarnir fólkið allt í gíslingu.
Því næst myrtu þeir alla gísla
sína og að sögn lögreglunnar var
ástæðan engin. Fimm lík fund-
ust í kös í einu herbergi, en hin
tvö í nærliggjandi herbergjum.
Að ódæðinu frömdu, flýðu morð-
ingjarnir niður á jarðhæð og óku
á brott. Lögreglunni var strax
gert viðvart og hún var fljót að
koma auga á flóttamennina þar
sem þeir óku greitt um stræti
Avignon. Hóf lögreglan eftirför
og í þann mund er þeir náðu bif-
reiðinni, snarstansaði hún og
ódæðismennirnir tóku til fót-
anna. Þrátt fyrir ákafa eftirför,
tókst lögreglunni aðeins að góma
annan hrottann, en þó ekki fyrr
en hann hafði kastað skamm-
byssu sinni í nefið á einum lög-
reglumanni og slasað hann.
Simamynd AP.
Lík hinna sjö fórnarlamba hótelræningjanna I Avignon liggja hér inn-
pökkuð í móttökusal gistihússins nokkru eftir voðaatburðinn.
fyrir í blárri Volkswagen-bifreið
fyrir utan bænahúsið og sprakk
hún er mikill fjöldi múhameðstrú-
armanna streymdi út um dyr
hússins að bænagjörð lokinni. 75
kg af sprengiefni voru notuð í
sprengjuna, sem auk þess var
tengd við nokkur fallbyssuskot
sem sprungu samtímis og dreifðu
blý- og stálbitum um allt. í kjöl-
farið hófu skæruliðaflokkar með
og á móti Sýrlendingum að skipt-
ast á skotum og varð af talsverð
skothríð, en fréttir bárust þó ekki
af frekara manntjóni.
Robert C. McFarlane, sendi-
fulltrúi Bandarikjastjórnar í Mið-
austurlöndum, hélt áfram þreif-
ingum sínum í gær. Hann átti þá
fund með Shafik Wazzan, forsæt-
isráðherra Líbanons. Wazzan
sagði fréttamönnum, að McFar-
lane hefði borið með sér ýmsar
nýjar hugmyndir, bæði úr banda-
rískum og ísraelskum smiðjum, og
sagði hann ýmsar þeirra gagnleg-
ar. „Þær hafa hins vegar ekki
krystallast og því þarf að halda
viðræðunum áfram," sagði Wazz-
an. Það er mál manna, að ráða-
mönnum í Israel og McFarlane
hafi greint á um margt.
1 dag heldur McFarlane til Sýr-
lands þar sem hann mun eiga fund
með Hafez Assad Sýrlandsforseta.
Talsverð eftirvænting ríkir um út-
komu fundarins, því ríkisfjölmiðl-
arnir í Sýrlandi hafa látið allt
annað en friðlega að undanförnu,
kallað McFarlane „yfirforingja
Bandaríkjanna í Beirút" og verk-
efni hans sé að koma Miðaustur-
löndum öllum undir bandaríska
stjórn.