Morgunblaðið - 06.08.1983, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
Peninga-
markaðurinn
/ N
GENGISSKRANING
NR. 143 — 05. AGUST
1983
Kr. Kr.
Eining Kl. 09.15 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollari 28,080 28,160
1 Sterlmgspund 41,453 41,571
1 Kanadadollari 22,740 22,804
1 Donsk króna 2,9110 2,9193
1 Norsk króna 3,7485 3,7592
1 Sænsk króna 3,5671 3,5772
1 Finnskt mark 4,9014 4,9153
1 Franskur franki 3,4766 3,4866
1 Belg. franki 0,5221 0,5236
1 Svissn. franki 12,9371 12,9740
1 Hollenzkt gyllini 9,3584 9,3851
1 V-þýzkt mark 10,4618 10,4916
1 ítölsk líra 0,01765 0,01771
1 Austurr. ach. 1,4893 1,4935
1 Portúg. escudo 0,2283 0,2289
1 Spánskur peseti 0,1847 0,1852
1 Japansktyen 0,11498 0,11531
1 írskt pund 33,046 33,140
1 Sdr. (Sérstök
dráttarr 04/08 29,3385 29,4226
1 Belg. franki 0,5188 0,5203
V V
— TOLLGENGIí ÁGÚST —
Toll-
Eining Kl. 09.15 . gengi
Bandaríkjadollari 27,790
1 Sterlingspund 42,401
1 Kanadadollarí 22,525
1 Donsk króna 2,9388
1 Norsk króna 3,7666
1 Sænsk króna 3,5914
1 Finnskt mark 4,9431
1 Franskur franki 3,5188
1 Belg. franki 0,5286
1 Svissn. franki 13,1339
1 Hollenzkt gyllini 9,4609
1 V-þýzkt mark 10,5776
1 itölak líra 0,01797
1 Austurr. sch. 1,5058
1 Portúg. escudo 0,2316
1 Soánskur peseti 0,1863
1 Japansktyen 0,11541
1 írskt pund 33,420
N- -j
Vextir: (ársvextir)
INNLÁNSVEXTIR:
1. Sparisjóðsbaekur................42,0%
2. Sparisjóðsreikningar, 3 mán.1).45,0%
3. Sparisjóðsreikningar, 12. mán.1)... 47,0%
4. Verötryggðir 3 mán. reikningar.. 0,0%
5. Verötryggðir 6 mán. reikningar. 1,0%
6. Ávísana- og hlaupareikningar...27,0%
7. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a. innstæður í dollurum......... 7,0%
b. innstæöur í sterlingspundum. 8,0%
c. innstæöur i v-þýzkum mörkum... 4,0%
d. innstæöur í dönskum krónum.... 7,0%
1) Vextir tærðir tvisvar á ári.
ÚTLÁNSVEXTIR:
(Verðbótaþáttur í sviga)
1. Víxlar, forvextir..... (32,5%) 38,0%
2. Hlaupareikningar ...... (34,0%) 39,0%
3. Afurðalán ............ (29,5%) 33,0%
4. Skuldabréf ............ (40,5%) 47,0%
5. Vísitöfubundin skuldabréf:
a Lánstími minnst 9 mán. 2,0%
b. Lánstími minnst 2% ár 2,5%
c. Lánstími minnst 5 ár 3,0%
6. Vanskilavextir á mán...........5,0%
Lífeyrissjóðslán:
Lífeyrissjóður starfsmanns rfkisins:
Lánsupphæö er nú 200 þúsund ný-
krónur og er lánið vísi'ölubundið meö
lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%.
Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veð er í er lítilfjörleg, þá
getur sjóöurinn stytt lánstímann.
Lifeyrissjóöur verziunarmanna:
Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö
lífeyrissjóönum 120.000 nýkrónur, en
fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár
bætast viö lániö 10.000 nýkrónur, unz
sjóösfélagi hefur náö 5 ára aöild aö
sjóönum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára
sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfl-
legrar lánsupphæöar 5.000 nýkrónur á
hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára
sjóösaöild er lánsupphæöin oröin
300.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild
bætast viö 2.500 nýkrónur fyrir hvern
ársfjóröung sem líöur. Því er i raun ekk-
ert hámarkslán í sjóönum.
Höfuðstóll lánsins er tryggöur meö
byggingavísitölu, en lánsupphæöin ber
2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32 ár
aö vali lántakanda.
Lánskjaravisitala fyrir ágúst 1983 er
727 stig og er þá miöaö viö vísitöluna
100 1. júní 1979.
Byggingavísitala fyrir júlí er 140 stig
og er þá miöað viö 100 í desember
1982.
Handhafaskuldabróf í fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18—20%.
Læknir til sjós
Sjónvarpið sýnir í kvöld kl. 21.50 bresku gamanmyndina Læknir til sjós (Doctor at
Sea). Myndin fjallar um ungan lækni, leikinn af Dirk Bogarde, sem ákveður að gerast
skipslæknir þvf honum leiðist að „praktisera“ í landi. Það gerist ýmislegt óvænt og
spaugilegt þegar út á rúmsjó er komið, sem engar getur höfðu verið leiddar að. íslending-
um ætti að vera læknaskop nokkuð kunnugt síðan þættirnir um lækni á lausum kili voru
í sjónvarpinu, en þessi bíómynd er einmitt fyrirrennari þeirra þátta.
Hljóðvarp
kl. 19.35:
*
Oskastund
Á dagskrá hljóðvarps kl. 19.35
er þátturinn Óskastund. Umsjón-
armaður er séra Heimir Steinsson.
— Ætlunin er að draga sam-
an eitt og annað til fróðleiks og
uppbyggingar, sagði séra Heim-
ir. Fanga verður aflað víða, t.d.
úr bókum, kvikmyndum og sjón-
varpi. f þessum fyrsta þætti
mínum, en þeir verða fleiri, segi
ég frá laugardagskvöldi í
Reykjavík. Þá fjalla ég um
óskastundina í lífi manna yfir-
leitt.
Séra Heimir Steinsson
Á ferð og flugi kl. 14.00:
GÖNGUFERÐIR
OG ÚTIVIST"
Þátturinn Á ferð og flugi verður
i dagskrá hljóðvarps ki. 14.00.
LJmsjónarmenn eru Ragnheiður
Davíðsdóttir og Tryggvi Jakobs-
lon.
— Aðalefni þessa þáttar verð-
írt gönguferðir og útivist, sagði
Ragnheiður. Við fáum Eystein
lónsson, fyrrverandi alþing-
smann og ráðherra, en hann er
^úlrlrfiir fvrir ÓViiiítq á ntivorn
náttúruvernd. Þá munum við
skyggnast inn í sálarlíf him-
brimans, en okkur barst plata
með hljóðum þessa fugls, og það
er athyglisvert að hann gefur frá
sér mismunandi hljóð eftir því í
hvernig skapi hann er. Að lokum
verður svo fjallað um hægfara
ökutæki í þéttbýli, eins og t.d.
dráttarvélar og önnur vinnu-
tæki.
Tryggvi Jakobsson og Ragnheiður Davíðsdóttir.
Utvarp Reykjavík
L4UG4RD4GUR
6. ágúst
MORGUNNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Tónleikar. Þulur velur og kynn-
ir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar.
8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veð-
urfregnir. Morgunorð — Sjöfn
Jóhannesdóttir talar.
8.20 Morguntónleikar. Alexand-
er Brailowsky og Ffladelfíu-
hljómsveitin leika Píanókonsert
nr. 1 í e-moll eftir Frédéric
Chopin. Eugene Ormandy stj.
9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
9.45 Forustugr. dagbl. (útdr.).
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Óskalög sjúklinga. Lóa Guð-
jónsdóttir kynnir.
11.20 Sumarsnældan. Helgarþátt-
ur fyrir krakka. Umsjón: Sól-
veig Halldórsdóttir.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.40 Iþróttaþáttur. Umsjón Her-
mann Gunnarsson.
SÍODEGIÐ
14.00 Á ferð og flugi. Þáttur um
málefni líðandi stundar í umsjá
Ragnheiðar Davíðsdóttur og
Tryggva Jakobssonar.
15.00 Um nónbil í garðinum með
Hafsteini Hafliðasyni.
15.10 Listapopp — Gunnar Salv-
arsson. (Þátturinn endurtekinn
kl. 01.10.)
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 Staldrað við í Skagafirði.
Umsjón: Jónas Jónasson.
(RÚVAK).
17.15 Síðdegistónleikar. Igor
Zhukov, Grigory og Valentin
Feigin leika Tríó í d-moll fyrir
píanó, fiðlu og selló eftir Micha-
el Glinka/ Juilliard-kvartettinn
leikur Strengjakvartett nr. 1 í
e-moll eftir Bedrich Smetana.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDID
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Óskastund. Séra Heimir
Steinsson rabbar við hlustend-
ur.
20.00 Harmonikuþáttur. Umsjón:
Bjarni Marteinsson.
20.30 Sumarvaka.
a. Hetjusaga frá átjándu öld.
Sigurður Sigurmundsson í Hvít-
árholti les síðari hluta ritgerðar
Kristins E. Andréssonar um
eldklerkinn sr. Jón Stein-
grímsson.
b. „Hvert helst sem lífsins bára
ber“. Úlfar K. Þorsteinsson les
Ijóð eftir Grím Thomsen.
c. Gestir í föðurgaröi. Auðunn
Bragi Sveinsson rifjar upp sam-
skipti við ýmsa granna er hann
kynntist í uppvexti sínum í Lax-
árdal.
21.30 Á sveitalínunni. Þáttur
Hildu Torfadóttur, Laugum í
Reykjadal (RÚVAK).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 „Sögur frá Skaftáreldi" eft-
ir Jón Trausta. Helgi Þorláks-
son fyrrv. skólastjóri lýkur
lestrinum (28).
23.00 Danslög
24.00 Kópareykjaspjall. Jónas
Árnason við hljóðnemann um
miðnættiö.
00.20 Næturtónleikar.
00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir.
01.10 Listapopp. Endurtekinn
þáttur Gunnars Salvarssonar.
02.00 Dagskrárlok.
6. ágúst
17.00 íþróttir.
Umsjónarmaður Bjarni Felix-
son.
19.00 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 f blíðu og stríðu.
Bandarískur gamanmynda-
flokkur.
Þýðandi Þrándur Thoroddsen.
21.00 Millsbræður.
Endursýning.
Danskur skemmtiþáttur með
hinum gamalkunna, bandaríska
kvartetl: „The Mills Brotbers".
Þýðandi Veturliði Guðnason.
(Nordvision — Danska sjón-
varpið)
21.50 Læknir til sjós.
(Doctor at Sea)
Bresk gamanmynd frá 1955,
byggð á skáldsögu eftir Richard
Gordon. Aðalhlutverk Dirk.
Bogarde, Birgitte Bardot,
Brenda de Banzie og James
Robertson Justice. Leikstjóri
Ralpb Thomas. Læknastúdent-
arnir frá St. Swithins-sjúkrahús-
inu skemmtu íslenskum sjón-
varpsáhorfendum í fimm fram-
haldsmyndaflokkum á árunum
1973—1977. Þessi mynd, sem
er fyrirrennari sjónvarpsflokk-
anna, segir frá ævintýrum eins
þeirra á skipsfjöl.
Þvðandi Ragna Ragnars.
23.25 Dagskrárlok.