Morgunblaðið

Date
  • previous monthAugust 1983next month
    MoTuWeThFrSaSu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 06.08.1983, Page 11

Morgunblaðið - 06.08.1983, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983 1X Óvissa í atvinnumál- um Grindvíkinga MORGUNBLAÐSMENN geröu sér ferð til Grindavíkur í gærdag til að spjalla við atvinnurekendur og launafólk um ástandið og horfurnar í atvinnumálum á staðnum. En eins og kunnugt er, var léleg vetrarvertíð í Grindavík og gæftir hafa ekki verið sem bestar í sumar. í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Eðvarð Júlíussyni, forstjóra Hópsness, að allt stefndi í eymd og volæði í plássinu vegna aflabrests og væri samdráttur orðinn verulegur hjá flestum fyrirtækjum og búið að segja upp fólki í nokkrum mæli, bæði á sjó og landi. Og ofan á það bættist sú tillaga sjávarútvegs- ráðherra að verja stórum hluta gengismunar til styrktar togurunum, á meðan saltfiskframleiðslan og frystingin fengi ekkert. 1 Grindavík eru 11 fiskvinnslustöðvar, flestar í saltfiskverkun og skreið, en þrjú fyrirtæki eru með frystingu. Tæplega 50 bátar eru gerðir út frá plássinu. Öll starfsemi liggur niðri „Eins og er liggur öll starf- semi niðri. Við höfum verið á kafi í humri undanfarið, en nú er þeim kafla lokið. Bátarnir okkar þrír eru að gera klárt fyrir að fara á troll, en það fer alveg eftir tíðinni hvort við fáum nægilegt hráefni. Auk þess hefur maður heyrt að einhverjir þeirra báta, sem við höfum tekið afla af, ætli að sigla með aflann og það þýðir auðvitað hráefniskaup fyrir okkur. Þannig að ég er ekki bjartsýnn á að við komum til með að hafa nóg hráefni á næst- unni,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Þórkötlustaða í Grindavík, í spjalli við blaða- mann Morgunblaðsins í gær; að- spurður um ástandið og horfurn- ar í fiskvinnslunni. í sama streng tók Guðmundur Kristinsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Grindavíkur, en þar hefur heldur ekkert verið að gera sl. viku vegna hráefnis- skorts. Taldi Guðmundur Krist- insson að framundan væru mikl- ir óvissutímar og viðbúið væri að hráefnisskortur ætti eftir að lama starfsemi frystihúsanna, en frystihúsin í Grindavík hafa þó haldið uppi atvinnu í plássinu undanfarið, því saltfiskverkunin hefur svo til legið niðri um nokkra hríð. Togararnir að setja okkur á hausinn Báðir voru þeir Guðmundar óánægðir með þá hugmynd sjáv- arútvegsráðherra að verja 300 milljónum úr gengismunarsjóði til stofnfjársjóðar fiskiskipa, töldu nær að nota þetta fé til að rétta við hag saltfiskverkunar- innar. „Togararnir eru að setja okkur á hausinn," sagði Guð- mundur Guðmundsson, „þeir eru reknir með tapi og svo eru þeir að drepa þá fáu titti sem eftir eru í sjónum. En þó er alltaf ver- ið að taka af okkur bátamönnun- um það sem okkur ber með réttu og dæla í togarana." Síldin má ekki bregðast Síldin hefur löngum verið mikil búbót fyrir Grindvíkinga á haustin, en iðulega fara 10 til 15 bátar á síld og er síldin söltuð í síldarsöltunarstöðvum í pláss- inu. Nú veit enginn hvernig til tekst með sölu á saltsíld, en Gunnar Flovenz, framkvæmda- stjóri síldarútvegsnefndar, hefur lýst því yfir að útlitið sé slæmt. „Það er engin spurning um það,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson, „að atvinnumálin fara í rúst hér í Grindavík ef síldin bregst. Síldin má ekki bregðast, hún hefur verið drjúg- ur hluti í fiskvinnslunni undan- farin ár og er oft unnið við sölt- un fram að jólum." Virðist stefna í atvinnuleysi En hvernig horfir málið við frá sjónarhóli launþega? Helga Enoksdóttir, formaður Verka- lýðsfélags Grindavíkur, sagði að á þessari stundu væri ekki al- mennilega hægt að gera sér grein fyrir ástandinu. Júlímán- uður væri sumarleyfismánuður í Grindavík og ekki væri að marka atvinnuleysisskrána fyrr en nokkru eftir sumarfrí. En nú fyrstu dagana í ágúst hafa nokkrar konur látið skrá sig, og Helga sagðist óttast að fleiri ættu eftir að bætast við áður en lagt um liði. „Nú er búið að pakka öllum saltfiskinum og sáralítið er af skreið, svo það er ólíklegt að fyrirtækin ráði aftur allt það fólk sem var við vinnu fyrir sumarleyfi," sagði Helga. Öfugsnúið Bergljót Sigvaldadóttir hefur verið atvinnulaus frá því seinni partinn í júní. Hún fluttist til Grindavíkur í haust frá Reykja- vík. Hún var ekki bjartsýn á at- vinnuhorfurnar: „Maður veit ekki hvað verður. Ég hef verið að tala við for- svarsmenn fyrirtækisins, sem ég vann hjá í vetur, en þeir sögðust ekki hafa neina vinnu nema rétt fyrir fastafólkið. Helsta vonin er að komast í rækjuna þegar skólafólkið hættir í haust. Þetta virðist allt vera að hrynja niður, enginn fiskur, lítill markaður fyrir skreiðina og öll fyrirtækin að fara á hausinn." Bergljót sagðist hafa haft næga atvinnu í vetur, en þó hefði sjaldnast verið unnið lengur en til sjö á kvöldin. Maður hennar er sjómaður, en hann hefur ekki fengið neina vinnu í Grindavík og starfar í Reykjavík í sumar. „Þetta er hálf öfugsnúið,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss ÞÓrkÖtlustaða. Morgunblaðið/ RAX. Helga Enoksdóttir, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Bergljót, „maðurinn minn hefur undanfarin ár stundað sjóinn frá Grindavík og við fluttum hingað til að vera nær vinnustaðnum. En nú bregður svo við að hann þarf að fara héðan til Reykjavík- ur til að sækja vinnu.“ Aðkomufólki stórfækkar Guðfinnur Bergsson, lögreglu- varðstjóri í Grindavík, sagði að það væri sláandi hve miklu minna kæmi af aðkomufólki til Guðmundur Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Grindavíkur. Bergljót Sigvaldadóttir, en hún hefur verið atvinnulaus frá því í júní. Grindavíkur í ár en undanfarin ár. „Það var algengt áður fyrr að hingað kæmu á annað hundrað manns árlega til að setjast að. Og það var undantekning ef ekki voru 20 til 30 hús í byggingu. Nú er sáralítið byggt. Þá var um þriðjungi minna af utanaðkom- andi fólki við vinnu í Grindavík þetta árið en undanfarin ár, ætli það hafi ekki verið um 300 manns í ár, en hefur oft farið yfir þúsund." Eldmessutangi, þar sem rennsli Skaftáreldahrauns stöðvaðist forðum daga, meðan séra Jón Steingrímsson flutti eldmessu sína. Dynskógar, rit Vestur- Skaftfellinga, er að nokkru helgað 200 ára minningu Skaftárelda. Dynskógar Bernharður Guðmundsson skrifar frá heims- þingi alkirkjuráðsins í Vancouver, Kanada Líf í lífehættu NÝLEGA kom út 2. bindi Dynskóga, rits Vestur-Skaftfellinga, með sögu- legum fróðleik úr héraðinu. Þetta bindi er m.a. helgað 200 ára minningu Skaft- árelda. Birtar eru ræður þeirra Þorleifs Einarssonar jarðfræðings og Svein- björns Rafnssonar sagnfræðings við opnun sýningarinnar á Kirkjubæjar- klaustri 8. júní sl. þar sem minnst var upphafs eldanna. Þorleifur fjallar um Skaftárelda og Skaftáreldahraun, en Sveinbjörn um áhrif Skaftárelda á mannlíf á íslandi. Sr. Sigurjón Einars- son skrifar um kirkjur á Kirkjubæjar- klaustri 1783—1983 og sr. Gísli Brynj- ólfsson ritar um Smíðaskólann í Hólmi. Meginefni ritsins fjallar um raf- væðingu Vestur-Skaftafellssýslu. Er það ritgerð eftir Þórólf Arnason vélaverkfræðing er nefnist: „Raf- væðing Vestur-Skaftafellssýslu. Þáttur hugvitsmanna í héraði", og er þar sagt frá störfum Bjarna í Hólmi, Eiríks í Svínadal, Sigifúsar á Geir- landi, Einars á Kaldrananesi, Sigur- jóns Björnssonar o.fl. á þessu sviði. Þá eru í ritinu annálar áranna 1981 og 1982 úr öllum hreppum sýslunnar o.fl. Fjöldi mynda er í ritinu. Það er bundið í spjaldband og á kápusíðu er mynd af Eldmessutanga, þar sem rennsli Skaftáreldahrauns stöðvað- ist forðum daga meðan stóð á messu sr. Jóns Steingrímssonar. Útgefandi ritsins er Vestur-Skaftafellssýsla, en í ritstjórn eru Björgvin Salómons- son, Helgi Magnússon og Sigurjón Einarsson. Dynskógar fást á almennum markaði í nokkrum bókaverslunum. Áskrifendur geta menn gerst með því að hafa samband við Björgvin Salómonsson, Skeiðarvogi 29, Rvk, sími 81827. Þeim, sem ætla sér að eignast ritið frá upphafi, skal bent á að upplag 1. bindis er nú senn á þrot- um. — Bardagar og sprengingar halda sífellt áfram og við verðum æ færri í neðanjarðarbyrgjunum. í nábýlinu við dauðann bresta allar falskar von- ir, sagði ung kona frá Líbanon, og átta barna móðir, eiginkona verka- manns í tinnámum Brasilíu, tók í sama streng. Hún sagði frá aðstæð- um í landi þar sem herlög hafa gilt í 14 ár og 188 tilraunir til stjórnarbylt- ingar hafa verið gerðar síðustu 158 árin. — Við lifum því í ótta, ofbeldi og örbirgð, börnin okkar eru myrt og fangelsuð og við reynum aðeins að lifa af næsta dag. Heimsþingið fjallaði í dag um baráttu lífs og dauða við margs konar mannlegar aðstæður og fjöldi ræðumanna dró upp ógn- vekjandi myndir af aðstæðum í heimalandi. Var það áberandi hversu konur höfðuðu sterkt í frásögn sinni til fundarmanna. Dr. Ebertova frá Tékkóslóvakíu benti á að 32 milljónir manna hafa farist í þeim 127 stríðum, sem háð hafa verið frá lokum síðustu heimsstyrjaldar. Hún ræddi á var- færinn hátt um aðstæður í heima- landi sínu, sem þolað hefur tvær heimsstyrjaldir og ýmis pólitísk átök, og sagði að lokum: — Við höfum ekkert val. Við verðum að berjast gegn ógnunum og eyð- ingaröflum, sem spretta fram úr óréttlátum og ómannlegum stjórnmálakerfum og mannlegum hjörtum, sem afneita þörfum ann- arra manna. — Kunnugir segja, að ræða frú Ebertovu hafi venð meistaralega gerð, gagnrýni á stjórnarfar í Austur-Evrópulönd- um, án þess að segja það berum orðum, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir kirkjustarf í landi hennar. Barnalæknirinn dr. Helen Cald- icott, sem leiðir baráttu 30.000 bandarískra lækna gegn kjarn- orkuvígbúnaði þurfti hins vegar ekki að taka tillit til stjórnvalda. Hún brá upp ógnarlegri mynd af afleiðingum kjarnorkuárásar, sem hún sagði að deyddi 750 milljónir manns þegar á fyrstu klukku- stundinni. Hún benti á að 700 billjónum dollara væri árlega var- ið til vígbúnaðar og kjarorkuveld- in flyttu auk þess vopn og dauða í stórum stíl til þriðja heimsins. — Ef ekki er hægt að brjótast út úr vítahring vígbúnaðarins, er jarðlífið í ólýsanlegri hættu, sagði dr. Caldicott, sem líkti mannkyn- inu við sjúkling sem haldinn væri banvænum sjúkdómi, sem aðeins væri hægt að bjarga með róttæk- um aðgerðum þegar í stað. Hún hét sérstaklega á konur, sem fætt hafa af sér líf og geta því ekki gleymt gildi þess og dýrmæti, að berjast gegn vitfirrtum vígbúnaði stjórnmálamanna, sem eru eins og „níu ára strákar í leik í sandkass- anum“. Það var komið verulega við kaun íbúa hins vestræna heims í ræðu hins kunna þýska guðfræð- ings Dorothee Solle. — Kristur kom í heiminn, svo að allir mættu hafa líf og nægtir, sagði dr. Solle, — en tveir þriðju hlutar jarðarbúa þekkja ekki annað en sárustu ör- birgð og eiga enga von um að eign- ast betra líf, því að efnahagskerfi heimsins hafa harðneglt þá niður í átakanlegustu eymd. — En þján- inguna er ekki síður að finna með- al hinna ríku þjóða, þar sem tóm- leiki og tilgangsleysi rýrir lífs- hamingju fólks. — { Þýskalandi eru margir hættir að planta trjám, þeir sjá enga framtíð, sagði dr. Solle og hún varaði fólk þriðja heimsins að fylgja fordæmi vest- rænna þjóða. — Leitið ekki þeirra nægta, sem við treystum á, þær eru tálmyndir og skilja okkur að frá guði. Þær gera okkur rík — og dauð. Hún kvað Vesturlandamenn réttilega fordæma apartheid- stefnu S-Afríku. En apartheid er líka leið okkar að hugsa, finna til og lifa án þess að gera sér grein fyrir hvað gerist í kringum okkur. Við græðum á bræðrum og systr- um í suðri og látum okkur vel líka. — Við fyllum ekki tómleika hjart- ans með ódýrum helgiblæ, við verðum að tæma okkur sjálf af góssi lífsins til þess að geta þegið nægtir guðs, sagði Dorotee Solle. — Hinn byltingarkenndi boð- skapur kristindómsins er sá, sagði John Wikström, hinn nýí erkibisk- up Finna, um efni dagsins, — að Jesús Kristur konungur lífsins hefur komið í hinn hrjáða heim. Hann hefur komið í dularklæðum sem augu trúarinnar greina. En hann er leiðtogi vaxandi mót- stöðuhreyfingar, sem við erum öll kölluð til þess að starfa í. Við sjá- um þar ýmis tákn hins nýja kraft- ar, sem mun að lokum brjóta end- anlega á bak aftur myrkraöfl þjáningar og dauða. Yfirskrift heimsþingsins er: Jesúr Kristur — Líf heimsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 175. tölublað (06.08.1983)
https://timarit.is/issue/119258

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

175. tölublað (06.08.1983)

Actions: