Morgunblaðið - 06.08.1983, Page 14

Morgunblaðið - 06.08.1983, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983 Skýrsla Orkustofnunar um raf- magnsverð með og án ISAL — eftir Birgi Isl. Gunnarsson Síðari grein Orkustofnun hefur látiö frá sér fara tvær skýrslur um áhrif raforku- samningsins vid ÍSAL á raforkuverð Landsvirkjunar til almennings- veitna. f fyrri grein um þessar skýrslur var forsaga málsins og vinnubrögð ráðherra nokkuð rifjuð upp. Jafnframt var greint frá þeirri meginforsendu þessara athugana, að ráðist hafði verið í Búrfellsvirkjun þótt álsamningarnir hefðu ekki komið til. í þessari grein verður fjallað nokkuð nánar um þessar skýrslur. Aðferðirnar þrjár í síðari skýrslu Orkustofnunar eru notaðar þrjár aðferðir við að reikna út hvað almenningur hefði þurft að greiða fyrir orkuna frá Búrfellsvirkjun með þeirri hægu uppbyggingu án ÍSAL, sem skýrsl- an gerir ráð fyrir og sú útkoma síðan borin saman við það sem al- menningsveiturnar raunverulega greiddu. Fyrsta aðferðin felst í því að láta arðgjöf af eignum í rekstri verða þá sömu ár hvert án ÍSAL- samninga, eins og arðgjöfin varð í reynd. Þetta er sú aðferð, sem Orkustofnun notaði i sinni fyrri skýrslu. Aðferðir 2 og 3 byggjast á því að áætla hver gjöld Lands- virkjunar hefðu orðið, ef ekki hefði verið gerður raforkusamn- ingur við ÍSAL og síðan gert ráð fyrir sama rekstrarhagnaði (eða tapi) og raunverulega varð. Mjög stór hluti af útgjöldum Lands- virkjunar ér vaxtagreiðslur og liggur munurinn í þessum aðferð- um í því hvernig þær eru áætlað- ar. í aðferð 2 er reiknað með því, að öll lán hefðu verið dollaralán, en í aðferð 3 er reiknað með lánum í sama hlutfalli mynta eins og varð í raun. í báðum þessum að- ferðum er reiknað með sömu ár- legu meðalvöxtum og greiddir voru. Hæpnar forsendur Um þessar aðferðir og forsend- ur, sem þar eru notaðar, má auð- vitað margt segja. í aðferð 1 þarf að gefa sér forsendur um áfanga- skiptingu framkvæmda, stofn- og rekstarkostnað hvers áfanga við virkjunarframkvæmdirnar án ÍSAL. í aðferðum 2 og 3 þarf auk áðurnefndrar ágiskunar að áætla lántökur í ýmsum myndum og vaxtakostnað. Að því leyti er að- ferð 1 þó sýnu skárri, þar sem inn í hana fara færri óþekktar stærð- ir. Forsendur um framkvæmdaröð og stofnkostnað eru mikilli óvissu háðar, ekki síst varðandi Búr fellsvirkjun án ÍSAL-samninga og því enn óráðlegra að ætla að gefa sér til viðbótar ímynduð lánskjör sem grundvöll útreikninga. Miklar líkur eru á því að ekki hefðu feng- ist jafn hagstæð lánskjör og raun varð á, ef ekki hefði verið gerður orkusölusamningur við ÍSAL. Víst er að Alþjóðabankinn a.m.k. hefði ekki lánað til Búrfellsvirkjunar án slíks samnings. Með þeirri virkjun var nánast í einu stökki þrefölduð orkuvinnslugeta í landinu og slíkt stökk hefði verið óframkvæman- legt án þess að hafa tryggan sölu- samning um stóran hluta orkunn- ar. Búrfell ekki byggt Lánaforsendur í umræddri skýrslu Orkustofnunar eru því óraunhæfar og til þess eins fallnar að gefa ranga mynd af ávinningi almenningsveitna af rafmagns- samningunum við ÍSAL. Sannleik- urinn er sá, að á sínum tíma stóðu menn frammi fyrir tveimur leið- um: Fyrri leiðin, sem farin var, fólst í Búrfellsvirkjun með stór- iðju. Hin leiðin var röð smærri virkjana, sem hefði verið mun dýrari fyrir almenning í landinu. Auk þess sem að ofan greinir um aðferðirnar þrjár, reiknar Orkustofnun með þremur tilvikum varðandi uppbyggingu línukerfis- ins. Um þær forsendur er það að segja, að þær eru auðvitað mjög óvissar, þótt færa megi fyrir því rök, að reikna megi með að línu- kerfið hefði byggst upp með sama hætti og varð í raun (tilvik 1) og virðist Orkustofnun helst hallast að því. Ávinningur af ÍSAL-samningum í upphaflegri skýrslu sinni, sem Hjörleifur stakk undir stól og vildi síðan búa nýjar forsendur, miðaði Orkustofnun við aðferð 1. Ætla má því að sú aðferð sé eðli- legust að mati stofnunarinnar. Niðurstöður útreikninga sam- kvæmt þeirri aðferð (og miðað við tilvik 1 í línuuppbyggingu) eru þær, að sé reiknað með 6% raun- vöxtum, þá hefðu almenningsveit- urnar þurft að greiða 11% meira að meðaltali fyrir rafmagnið án samningsins við ÍSAL og er þá miðað við tímabilið 1969—1982. Ef litið er lengra fram í tímann og tekið tímabilið 1969—85, hefði al- menningur þurft að greiða 4% hærra verð að meðaltali án ÍSAL- samnings. Með öðrum aðferðum og tilvik- um gefa niðurstöður útreikninga Orkustofnunar minni hagnað í raforkuverði til almenningsveitna en að ofan greinir og í sumum dæmum tap, en þeir útreikningar byggjast á mjög hæpnum forsend- um, eins og fyrr segir. Fyrirvarar orkumálastjóra Orkumálastjóri lét bréf fylgja til ráðherra og birtist það með skýrslunni. Réttilega bendir hann á að fara þurfi mjög varlega í all- ar ályktanir um verðmun, sem draga megi af niðurstöðum skýrsl- unnar. Hann bendir og á, að ávinningur af raforkusamningum við ÍSAL hafi verið ótvíræður fyrstu árin, en fari minnkandi og „verði brátt uppurinn, ef hann er það ekki nú þegar". Engum kemur á óvart að ávinn- ingurinn fari minnkandi, enda sækjum við nú hærra verð í greip- ar ÍSAL. Hins vegar er sú ályktun orkumálastjóra mjög hæpin, að ávinningurinn kunni að vera upp- urinn og stangast á ýmislegt sem fram kemur í skýrslunni sjálfri, svo ekki sé talað um þær hæpnu forsendur sem notaðar voru og hér hafa verið gerðar að umtalsefni. Pólitískir hagsmunir Sá talnaleikur sem fram kemur í þessari skýrslu er góðra gjalda Birgir ísl. Gunnarsson verður. Tilgangur Hjörleifs Gutt- ormssonar var hins vegar fyrst og fremst að fá niðurstöðu, sem væri til þess fallin að sverta samning- ana frá 1965. Þess vegna stakk hann fyrstu skýrslunni undir stól og heimtaði nýja, sem byggð væri á hans eigin forsendum. Skýrslan er ekki mikilvægt gagn í álmálinu, sem komið gæti „að haldi til sókn- ar fyrir íslenska hagsmuni", eins og það heitir á máli Hjörleifs Guttormssonar í Mbl.-grein fyrir stuttu. Okkar sterkustu rök í mál- inu eru breyttar forsendur, sem réttlæti að semja að nýju, en ekki að íslenskir samningamenn, ís- lenzk ríkisstjórn og Alþingi hafi samið af sér á sínum tíma. Sá málflutningur Alþýðubandalags- ins dugar lítt íslenskum málstað í þessari mikilvægu deilu. Hann kann hinsvegar að þjóna flokks- pólitískum hagsmunum Alþýðu- bandalagsins, en þeir hagsmunir hafa reynst æðri öllu í meðferð flokksins á þessu mikilvæga hags- munamáli. Skáldið og dauðinn Krabbameinsfélag Austfjarða: Fjársöfnun til að festa kaup á sónar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Krabbameinsfélagi Austfjarða: „Sunnudaginn 26. júní sl. var haidinn aðalfundur Krabbameins- félags Austfjarða í félagsheimil- inu Skrúði á Fáskrúðsfirði. f skýrslu stjórnar kom m.a. fram að 740 konur höfðu mætt til skoðunar í nýlokinni hópskoðun, sem fram fór á vegum félagsins og sem Egg- ert Brekkan, yfirlæknir í Nes- kaupstað sá um. Mikill áhugi ríkti á fundinum um reykingavarnir og voru fund- armenn sammála um að þar þyrfti m.a. til að koma sterk og samfelld fræðsla í skólanum og hyggst fé- lagið í framtíðinni leitast við að leggja því máli virkan stuðning. Aðalverkefni félagsins um þess- ar mundir, ásamt fleiri félögum í fjórðungnum, er að vinna að fjár- söfnun til kaupa á sónar fyrir Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup- stað. Fundarmenn létu í ljós ánægju með þessa ákvörðun, því óneitanlega er bæði erfitt og dýrt fyrir konur að sækja þá þjónustu til Reykjavíkur. Og þar sem upp- lýst var að sónarinn kæmi til góða við ýmsar fleiri rannsóknir en fyrir verðandi mæður, þótti þetta því fremur mjög vel til fallið. Félagið gaf kr. 10 þús. í minn- ingu Guðmundar heitins Jó- hannssonar læknis til Krabba- meinsfélags íslands. Meðlimatala félagsins er milli 800—900 og félagssvæðið er Nes- kaupstaður, Eskifjörður, Reyð- arfjörður, Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður." Húsavík: Fleiri ferðamenn í júlí en venjulega — eftir Gísla Jónsson menntaskólakennara Á þessum sunnudagsmorgni er eitthvað sem knýr mig óaflátanlega til þess að lesa Hannes Pétursson einu sinni enn, Ijóð hans ný og göm- ul. Fyrr en varir reyni ég að rifja upp og raða saman Ijóðum skáldsins um líf og dauða. Ljóð 16 og 33 í síðustu bók hans láta mig síst af öllu í friði. Ég les, fer í gegnum Ijóðasafnið allt, legg bækurnar frá mér, gefst upp. Fer út, ætla að gleyma þessu við grúsk niðri á Safni. En áður en ég veit af, er ég enn kominn að skrif- borðinu heima með bækur Hannes- ar. Lffið og dauðann? Til hvers að reyna að einangra það? Er ekki allt líf og dauði? Og hættu þessu! f þeirri ljóðabók Hannesar Pét- urssonar, þar sem mest er af lífi, er dauðinn óþyrmilega nálægur. Skáldið er fyrr en varir komið í kirkjugarðinn: Og allir luggja frá sér hin notuAu nöfn á nýlega spýtu eöa stein. — og vinirnir koma. Peir krjúpa í góóu veöri um helgar á hnjánum og hengja með gætni niður í Dauðans þögn mjóa sprota vaxandi viðarróta. Svo þeir sem annars einskis fá að njóta eiga þess kost um sumarlanga tíð við fuglasöng að seytla upp eftir trjánum. Sú helst var líkn hinum látnu gefin. En í Söngvum til jarðarinn- ar seytla þeir jafnvel ekki upp eft- ir trjánum: llndarleg ósköp að deyja: liggja með ónýt augu ónýta spegla lífsins una við ormsmognar hlustir sem áður fyrr lauguðust þrumunnar þunga gný þýðum hlátri frá börnum. IJndarleg ósköp að deyja: hafna í holum stokki himininn fúablaut fjöl með fáeina kvisti að stjörnum. Svona dapurlegt var það. Kvist- ir kistuloksins eina hýbýlaprýðin Og llandan við lífíð bíður ekkert, ekkert. Eggjárn Dauðans sker sundur grannan kveik augna minna. í myrkrinu týnist ég. En þangað til: Kg nýt ekki til að neyða tímann úr stað nýt ekki til að gleyma. I»yrstum huga safna ég lífinu saman í sérhverri hreinni nautn: í lestri, í kossi — svo allt verður tilfinning, dýrmæt og daglega ný. en Dauðinn á eftir að koma. Ilann veit hvar ég bý. Hannes glímir við Dauðann, með stórum staf, á sama hátt og Hallgrímur Pétursson og getur að lokum sagt við sjálfan sig eins og hann sagði við Hallgrím: óttinn fangstaðar á þér missti. í fræg- asta sálmi sínum um Dauðann sannaði Hallgrímur að Dauðinn væri sendiboði Guðs ( þjónustu lífsins. Þess vegna missti óttinn fangstaðar á honum og hann skor- aði hann á hólm: Komdu sæll, þá þú vilt! Var ekki einhver máttugri Lífi og Dauða og stýrði hvoru tveggja? Hannes Pétursson hlaut að spyrja hvort handan við lífið biði ekkert, ekkert. Og hann spyr í Innlöndum: Hve lengi gel ég lofsungið þessi fjöll lofsungið þetta haf, þessar eyjar og strendur já menn og alla hluti sem huga minn gleðja hve lengi, án þeirrar vissu að eitthvað sé til ofar sérhverjum stað, hverri reynslu og hugsun sem teflir þessum fjöllum fram, þessu haH fjarlægð og nálægð, öllu — lífi og dauða leikur því fram fyrir augum mér öruggri hendi? Hannes Pétursson í Innlöndum, undir lokin, er á nýjan leik staðnæmst í kirkju- garði. IIin græna breiða hylur moldu og menn og tíðir unz allt um síðir sefur í foldu sefur draumlaust að duldum vilja og æðsta boði — sem engir skilja. Sjá einhver stendur við stundaglasið og allt er grasið tvær óséðar hendur. Og núna. í nýjustu bókinni, 36 Ijóðum, þar sem skáldið er á leið- inni heim í öllum skilningi, enn kirkj ugarðsvísur: Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. W*ir eru himnarnir honum yfir. Og svo allra síðast í sömu bók minningarljóð um Stein: Og enni hans verður snögglega sem allt hafi tilgang: Lífið það er líf á langferð undir stjörnunum. Að deyja, það er aðeins hin alhvíta hreyfing. „Undarleg ósköp að deyja." G.J. llúsavík, 4. ágúst. VORIÐ gerði hér ekki vart við sig, en síðast í júní brá til betri tíðar og hófst þá spretta á túnum, en það var minnst mánuði síðar en eðlilegt mætti teljast. Síðan hefur verið ágætis sprettutíð og hagstætt veður fyrir sumarleyfisfara. I júlí hafa ferðamenn verið fleiri en undanfarin ár hér um slóðir og þá meira um hópferða- bíla en ferðir einstaklingsfarar- tækja. Umferð er mikil en nýting hótela ekki meiri en áður, bæði búa menn meira í tjöldum og hófst umferðin að minnsta kosti hálfum mánuði síðar en venjulegt má telj- ast og þar er vorkuldanum um að kenna. í dag er hér besta veður, hretið um verslunarmannahelgina stóð aðeins í tvo daga, en heyþurrkur hefur þó verið allmisjafn vegna skúraleiðinga, sem oftast hafa verið um nætur. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.