Morgunblaðið - 06.08.1983, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
Hjartans þakkir sendi ég öUum þeim, sem á einn eða
annan hútt glöddu mig á nírœðisafmœli mínu 25. júlí sL
Hávarður Helgason,
Seyðisfirði.
Kennaranámskeið
Rauöi kross íslands heldur kennaranámskeiö í al-
mennri og aukinni skyndihjálp dagana 20.—31.
ágúst. Kennt verður í kennslusal RKÍ, Nóatúni 21, 2.
hæö. Kennslan fer fram frá kl. 09—17 alla daga
nema sunnudaga. Námskeiösgjald er kr. 2.800.
Þátttaka tilkynnist í síma 26722.
Rauöi kross íslands
Til sölu
I Honda Accord
EX, árg. 1981,
rauösans., ekinn
; aöeins 18 þ.km.
jStóðvegnafjar-
1 veru ónotaður í
bílskúr í meira en ár og þannig í reynd aöeins 1 árs
gamall. Óvenjufallegur bíll. Verö aöeins 275 þús. Til
sölu og sýnis á Borgarbílasölunni, Grensásvegi 11.
L-300
MINI BUS
9 MANNA
verð kr. 371.000
(Gengl 5.7'83)
HEKIAHF
Laugavegi 170-172 Sími 21240
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir BJÖRN BJARNASON
í þennan hóp vill norski llægriflokkurinn að Norómenn komist — en þó ekki fyrr en eftir 10 til 20 ir. Myndin
sýnir hluta fundarmanna þegar leiðtogar Evrópubandalagsins hittust nýlega. í fremstu röó röð: Helmut Kohl,
kanslari Þýskalands, Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, og Gaston Thorn, forstjóri Evrópubandalagsins.
Noregur og
Evrópubandalagið
NEFND Á vegura norska Hægriflokksins hefur samið álitsgerð um
afstöðu Noregs til Evrópubandalagsins (Efnahagsbandalags Evrópu).
Niðurstaða nefndarinnar hefur verið túlkuð i þann veg, að Hægri-
flokknum sé kappsmil að Noregur gerist aðili að bandalaginu. Við-
brögðin við þessari túlkun urðu i þann veg meðal annars hji samstarfs-
flokkum hægri manna í rfkisstjórn Noregs, að talsmenn Hægriflokks-
ins hafa lagt i það iherslu að það sé markmið flokksins að flýta sér
hægt í þessu máli. Líta beri i ilitsgerð flokksnefndarinnar sem vís-
bendingu um það sem kunni að gerast á næstu 10 til 20 irum.
Forystugrein Aftenposten
um þetta mál ber yfir-
skriftina „Ótímabær agúrka" og
vísar til þess að málið hafi verið
blásið út i fjölmiðlum vegna
fréttaleysis á sumarleyfistíma.
Hvað sem því líður og áhrifum
skýrslunnar á norsk stjórnmál
er athyglisvert að kynnast þeim
rökum sem vega þyngst hjá
flokksnefnd hægri manna, en
aðildin að Evrópubandalaginu
hefur verið meðal viðkvæmustu
mála í norsku stjórnmálalífi síð-
an meirihluti Norðmanna hafn-
aði þátttöku í bandalaginu í
þjóðaratkvæðagreiðslu 1972.
Nefndin leggur áherslu á þrjú
meginatriði: Aukið stjórnmála-
samstarf Evrópubandalagsþjóð-
anna, tilhneigingu innan banda-
lagsins til að styrkja innri
markað og hættuna af því fyrir
frjáls milliríkjaviðskipti og þörf
olíuframleiðslulandsins Noregs
fyrir nánari orkusamvinnu við
bandalagsríkin. Telur nefndin
að Norðmenn geti því aðeins
leyst jæssi mál með viðunandi
hætti að þeir gerist aðilar að
Evrópubandalaginu.
Stjórnmálasamstarf Evrópu-
bandalagsþjóðanna hefur þróast
utan ramma Rómarsáttmálans
sem er stofnsamningur Evrópu-
bandalagsins (EB). Á áttunda
áratugnum hefur stjórnmála-
samstarfið orðið mikilvægasti
samstarfsvettvangur ríkjanna í
utanríkismálum við hlið Atl-
antshafsbandalagsins. Er það
samdóma álit allra sem líta yfir
samstarf aðildarríkja EB und-
anfarin ár, að það hafi gengið
mun betur að móta sameiginleg
viðhorf til mikilvægra alþjóða-
mála en efnahagsmála, þar sem
ríkin takast á um stórt og
smátt. Norðmenn hafa af því
áhyggjur, að þeir kunni að
standa utan við mikilvægar
ákvarðanir í utanríkismálum
sem snerta hagsmuni þeirra og
öryggi fái þeir ekki einhvers
konar aðild að stjórnmála-
samstarfi EB. Um það grund-
vallarviðhorf er ekki ágreining-
ur milli norskra stjórnmála-
flokka.
Svenn Stray, utanríkisráð-
herra Hægriflokksins, tókst að
ná samkomulagi við stjórnar-
nefnd EB um að með óbeinum
hætti fylgdust norsk stjórnvöld
með ákvörðunum sem teknar
eru á fundum utanríkisráðherra
EB-landanna. Nefnd Hægri-
fiokksins telur að þetta
samkomulag sé ekki nægilega
víðtækt, ekki sé við því að búast
að frá Noregi geti áheyrnar-
fulltrúar tekið þátt í fundum EB
um alþjóðamál og aukaaðild að
bandalaginu sé útilokuð. Aðeins
full þátttaka Norðmanna í Evr-
ópubandalaginu tryggi þeim
nægan rétt í stjórnmálasam-
starfinu.
Flokksnefndin bendir á að það
kunni að verða hættulegt fyrir
norsk iðnfyrirtæki sem fram-
leiða fyrir EB-markað að iðnað-
arstefna bandalagsins sem er í
burðarliðnum tekur talsvert mið
af gagnkvæmum forréttindum
EB-ríkjanna. Þrátt fyrir frí-
verslunina geti Norðmenn lent í
samkeppnierfiðleikum í EB-
löndunum vegna þeirra hindr-
ana sem í slíkum forréttindum
felast. Og þá sé þess tæplega að
vænta að möguleikar Norð-
manna til að selja fisk í EB-
löndunum verði rýmri. f við-
skiptum standi Norðmenn því
aðeins jafnfætis samkeppniaðil-
um innan bandalagsins að þeir
gerist aðili að því.
Nefnd Hægriflokksins bendir
á þá staðreynd að þegar Norð-
menn ákváðu að hafna aðild að
EB hafi olíuvinnsla undan
ströndum lands þeirra ekki ver-
ið byrjuð. En olían hefur aukið
þörfina fyrir náið samstarf milli
Norðmanna og EB-þjóðanna.
Þar séu gagnkvæmir hagsmunir
í húfi sem leiði óhjákvæmilega
til nánari tengsla í efnahags- og
stjórnmálum.
„Þróun orkumála auk stöð-
unnar í öryggismálum kann að
ráða mestu um breytingar á nú-
verandi tengslum og samvinnu
milli Noregs og EB-landanna.
Þegar fram líða stundir kunna
orkumálin að stuðla mest að því
að Noregur takist á herðar
meiri skuldbindingar í efna-
hagssamvinnu við EB, jafnvel
með aðild að bandalaginu," segir
nefnd Hægriflokksins.
Eins og áður segir vakti
nefndarálitið mikla athygli þeg-
ar það var birt. Til að lægja öld-
urnar efndi nefndin til fundar
með blaðamönnum. Nefndarfor-
maðurinn, Thor Knudsen, þing-
maður, lagði á það áherslu að
nefndin væri að ræða atburði
sem kynnu að gerast á næstu 10
til 20 árum. Alit hennar væri
lagt fram til að menn gætu rætt
einstakar hliðar málsins með
eitthvað í höndunum. Málið
verður nú tekið fyrir á fundum
innan Hægriflokksins en ekki
lagt fyrir landsfund hans fyrr
en 1985. f næstu stórþingskosn-
ingum verður því meðal annars
tekist á um þetta mál og nefnd á
vegum stærsta stjórnarand-
stöðflokksins, Verkamanna-
flokksins, vinnur einnig að at-
hugun þess.