Morgunblaðið - 06.08.1983, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
Heyskapur gengur illa á Suður- og Vesturlandi:
Jóhann Pálsson, Dalbæ, Hrunamannahreppi:
„Hægt að ná þessu upp i
um tíma ef tækifæri gefs
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö.
Gengismunur og
fjármagnsupptaka
Friðrik Pálsson,
framkvæmdastjóri SÍF,
segir í viðtali við Morgunblaðið
sl. fimmtudag, að sala saltfisks
til Evrópu muni að óbreyttu
leggjast niður. SÍF hafi reynt
að halda í sölusamninga í
Bandaríkjadölum, en gengi
dalsins gagnvart portúgalskri,
spánskri og ítalskri mynt hafi
hækkað svo, að nauðsynlegt
reyndist að lækka söluverð um
20% á sl. tveimur og hálfu ári.
Samkeppnisþjóðir á saltfisk-
mörkuðum, sem selja afurðir
sínar í eigin mynt, er hækkað
hefur mun minna gagnvart
gjaldmiðli kaupenda, hafa
hinsvegar styrkt samkeppnis-
stöðu sína.
Saltfiskframleiðendur hafa
við þessar aðstæður krafizt
þess, að fá að halda þeim geng-
ismun, sem framleiðsla þeirra
skapaði í tengslum við síðustu
gengislækkun krónunnar.
„Saltfiskframleiðendur hafa
lagt öll spil á borðið," sagði
Friðrik Pálsson, „og fara á
þessu stigi ekki fram á annað en
að njóta þess, sem þeir hafa afl-
að ... Millifærsla peninga, eins
og allt of oft hefur átt sér stað
um gengismunarsjóð, er algjör-
lega ófær nú og brýnna en oft
áður, að stjórnvöld efni marg-
gefin loforð um að nýta verð-
jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins
betur."
Staða saltfiskframleiðslunn-
ar er slæm eftir slaka vetrar-
vertíð. Viðblasandi útlit gerir
illt verra. Fréttafrásagnir af at-
vinnuhorfum og stöðu fisk-
vinnslu í sjávarplássum, eins og
Grindavík, eru hættumerki,
sem ekki er hægt að loka augum
fyrir. Eðvarð Júlíusson, for-|
stjóri Hópsness í Grindavík,
segir í viðtali við Morgunblaðið
í fyrradag:
„Það stefnir hér allt í eymd
og volæði vegna aflabrestsins
og í ofanálag á nú að fremja enn
einn stórþjófnaðinn í formi
upptöku gengismunar. Sam-
dráttur er verulegur orðinn hjá
flestum fyrirtækjum og búið að
segja bæði sjómönnum og land-
mönnum upp í nokkrum mæli
... Nú er ástandið þannig hér í
Grindavík, að flest fyrirtækin
eru lokuð og menn geta ekki
borgað laun, fasteignir lækka í
verði og fólk er að flytja burt.“
Eðvarð Júlíusson segir enn-
fremur:
„Ætli það láti ekki nærri að
af Reykjanessvæðinu verði hirt-
ar um 60 milljónir í gengismun
af saltfiski á sama tíma og ver-
tíð hefur að miklu leyti brugðizt
á svæðinu ... Verði gengismun-
ur tekinn af okkur á hSnn auð-
vitað að fara í verðjöfnunar-
sjóð. Annað er ekki réttlætan-
legt."
Halldór Ásgrímsson, sjávar-
útvegsráðherra, segir í viðtali
við Morgunblaðið í gær, „að
enginn ágreiningur væri innan
ríkisstjórnarinnar um ráðstöf-
un gengismunar". Þessi stað-
hæfing kemur illa heim og sam-
an við ummæli Ólafs G. Ein-
arssonar, formanns þingflokks
sjálfstæðismanna, en hann seg-
ir orðrétt í viðtali við Morgun-
blaðið sama dag: „Ég held að
það sé kominn tími til að snúa
af þeirri braut, sem uð höfum
gengið í sambandi við gengis-
munarsjóðinn og ætlast til þess
af þessari ríkisstjórn, að hún
taki tillit til þeirra aðstæðna,
sem nú ríkja, bæði að því er
varðar skreiðina og sérstaklega
saltfiskinn ...“ ólafur greinir
jafnframt frá því í Mbl. í dag að
Sverrir Hermannsson, iðnað-
arráðherra, hafi gert tillögu um
það í ríkisstjórn að sama fjár-
hæð og tekin verði af saltfisk-
verkun í formi gengismunar
renni í verðjöfnunarsjóð og
komi þar atvinnugreininni til
góða — og sú tillaga hafi verið
studd af Matthíasi Á. Mathie-
sen, viðskiptaráðherra.
Morgunblaðið tekur undir orð
formanns þingflokks sjálfstæð-
ismanna og tillögu iðnaðarráð-
herra. Pólitísk tilfærsla fjár-
muna milli atvinnugreina er
meira en vafasöm. Atvinnu-
grein og fyrirtæki, sem hag-
ræða fjárfestingu og rekstri
hyggilega og stuðla að arðsemi
fjármagns sem þau nýta, þ.e.
skila meiru í þjóðarbúið en
framleiðslan tekur til sín, eiga
ekki að sæta refsingu 1 formi
upptöku fjármuna í þágu ann-
ars rekstrar eða fyrirtækja,
sem skila neikvæöri rekstrarút-
komu. Leiðin til bættra lífs-
kjara liggur ekki í meðgjöf með
taprekstri, heldur í þeirri
verðmætasköpun framleiðslu
sem er umfram tilkostnað.
Réttlæta má tímabundna að-
stoð, innan hófsemdarmarka,
vegna óhjákvæmilegra sveiflna
í sjávarútvegi, bæði í hráefnis-
öflun og verðþróun á erlendum
mörkuðum, en þar henta verð-
jöfnunarsjóðir betur en bein
fjármunatilfærsla milli at-
vinnugreina. Aðstæður í salt-
fiskverkun á líðandi stund, og
raunar einnig í skreiðarverkun,
réttlæta enganveginn opinbera
blóðmjólkun þeirra í upptöku
gengismunar, sem hefur orðið
til hjá þessum rekstri. Það er
kominn tími til, eins og for-
maður þingflokks sjálfstæð-
ismanna sagði efnislega, að
snúa af braut slíkrar upptöku
og pólitískrar millifærslu fjár-
muna.
„HANN hefur gengið illa, þetta er
afar erfitt viö að eiga þegar þurrk-
kaflarnir eru jafn stuttir og þeir
hafa verið. Þetta hefur verið mara-
þonvinna fram eftir allri nóttu þeg-
ar gefið hefur. Ekki svoleiðis að
maður sé að kvarta yfir því, það
verður að nota hverja stund í svona
þurrkleysi. Ég er tæplega hálfnaður
með heyskapinn eins og málin
standa í dag,“ sagði Jóhann Páls-
son, bóndi í Dalbæ I í Hruna-
mannahrcppi, í samtali við Mbl. er
hann var spurður . Jóhann býr með
34 mjólkurkýr, en er með 70 gripi í
fjósi auk nokkurra kinda.
— Hvernig er sprettan?
„Sprettan er ágæt en dálítið
misjöfn á milli bæja. Þessar
miklu rigningar hafa gert það að
verkum að tún eru víða ófær og
svo blaut að varla þornar um á
einum þurrkdegi. Ég held að eins
og sumarið hefur verið þá af-
sanni það þær hugmyndir sumra
um að hægt sé að spara verulega
í áburðargjöf. Það sýnir sig í
svona árferði að það þýðir ekki
neitt.
Ég rækta mikið grænfóður en
það lítur afskaplega illa út með
það, það sprettur illa. Lítið
grænfóður gerir það að verkum
að illa lítur út með mjólkur-
framleiðsluna í haust, því venju-
lega hefur mjólkurframleiðslan á
haustin byggst mikið á græn-
fóðrinu og hægt hefur verið að
spara mikið hey á haustin með
grænfóðurgjöf.“
— Hvernig verkar þú heyið?
„Ég þurrka allt mitt hey en set
grænfóðrið í vothey. Grænfóðrið
er úrvals vothey, það er að vísu
dýrt en mjög gott. En illa lítur út
með það í ár, því miður."
— Það er erfitt að vera bóndi í
dag.
„Já, svo sannarlega er það erf-
itt að búa í dag, það hefur aldrei
verið erfiðara. Það er fyrst og
fremst vegna þess hve allar
rekstrarvörur eru orðnar dýrar.
Þar er skemmst að minnast_
áburðarverðsins. Ég tel að'
áburðurinn sé orðinn hættulega
dýr. Sumir bændur eru hættir að
geta keypt hann og það er fyrsta
skrefið hjá mönnum til að fara á
hausinn. En einnig eru varahlut-
ir, bensín og olíur orðið ákaflega
dýrt.“
— Þú heldur að veðrið breyt-
ist ekki?
„Menn halda alltaf í vonina.
En ef þessi mánuður líður eins og
júlí þá fara menn að verða
svartsýnir. En það er hægt að ná
þessu upp á gífurlega stuttum
tíma ef tækifæri gefst, en það
kostar brjálæðislega vinnu. Enda
er það allt í lagi, ekki fer ég neitt
í burtu. Ég held að hann birti til
á laugardaginn. Hann hlýtur að
láta okkur hafa helgardjobb og
síðan kemur nýtt tungl og þá
hlýtur þetta að fara að lagast."
Jóhann Pálsson bóndi í Dalbæ I í dyrun
Heyskapurinn var í fullum gangi á bc
miðvikudag er Ijósmyndari Mbl. átti þ
viðsjárvert heyskaparveður.
Visa ísland:
Nýtt greiðslu-
kortafyrirtæki
VISA ÍSLAND heitir nýtt þjónustu-
fyrirtæki á sviði greiðslukorta sem
formlega hefur starfsemi sína á
mánudag. Sameignarfélag 5 banka
og þrettán sparisjóða sem að þjón-
ustufyrirtækinu standa var stofnað
15. aprfl síðastliðinn.
Jóhann Ágústsson, formaður
stjórnar félagsins, sagði á fundi
með blaðamönnum og öðrum sem
stjórn félagsins skipa í gær, að til-
gangur félagsins væri að annast
útgáfu VISA-greiðslukorta, en
þau verða fyrst í stað einungis til
notkunar erlendis. Innan tiðar er
síðan ætlunin að setja á markað
alhliða greiðslukort, sem geta gilt
jafnt innanlands sem utan.
Félagið er aðili að Visa Intern-
ational, sem að sögn Jóhanns, er
stærsta og öflugasta greiðslu-
kortafyrirtæki heims, með yfir
100 milljónir korthafa. Það er
samstarfsvettvangur 14.000 banka
og sparisjóða í 160 löndum, með
yfir 130.000 útibú eða afgreiðslu-
staði. Kort þess eru gjaldgeng hjá
um 4 milljónum verslana og þjón-
ustufyrirtækja um allan heim.
Landsbanki íslands hefur síðan
1981 haft Visa-þjónustu með
höndum, en Visa fsland tekur nú
við henni. Kortin verða gefin út í
nafni hvers aðildarbanka félags-
ins, en sparisjóðirnir munu hafa
sameiginíegt kort. Afgreiðslustað-
ir Visa íslands eru 120 talsins,
dreifðir um landið.
Stjórn félagsins skipa: Jóhann
Ágústsson, Landsbanka íslands,
formaður, Sólon R. Sigurðsson,
Búnaðarbanka íslands, varafor-
Sýnishorn af nýja greiðslukortinu,
Visa ísland.
maður, Sveinn Hannesson, Iðnað-
arbanka Islands hf., ritari, Jó-
hannes Siggeirsson, Alþýðubank-
anum hf., Margeir Daníelsson,
Samvinnubanka íslands hf., og
Sigurður Hafstein, Sambandi ísl.
sparisjóða.
Einar S. Einarsson, áður aðal-
bókari Samvinnubankans, hefur
verið ráðinn forstöðumaður Visa
íslands.
Stjórnarmenn Visa ísland kynna hið nýja fyrirtæki og þjónustu þess.