Morgunblaðið - 06.08.1983, Side 24

Morgunblaðið - 06.08.1983, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Kennarar Kennara vantar aö grunnskóla Hvamms- tanga. Aöalkennslugreinar: íslenska og raun- greinar eldri bekkja. Gott húsnæöi. Uppl. gefa Flemming í síma 95-1440 og 95- 1367, Guörún í síma 95-1441 og Egill í síma 95-1358. Keflavík Biaðbera vantar í vesturbæ. Upplýsingar í síma 1164. íþróttakennarar íþróttakennara vantar aö grunnskólanum Blönduósi. Umsóknarfrestur til 10. ágúst. Upplýsingar gefur Björn Sigurbjörnsson skólastjóri í síma 95-4114. Skólanefnd. Vélstjóri 1. vélstjóra vantar á mb. Heimi KE 77. Upp- lýsingar í síma 92-2107. Kennarar athugið Yfirkennari óskast nú þegar að Vopnafjarðarskóla. Einnig vantar kennara aö skólanum. Meðal æskilegra kennslugreina: stærðfræöi, eölisfræöi og íþróttir. Umsóknir sendist fyrir 12. ágúst. Uþplýsingar veita Magnús Jónasson, sími 97-3146 og Ásta Ólafsdóttir sími 97-3164, vinnusími 97-3200. Skólanefnd Vopnafjarðarskóla. 1. vélstjóra vantar á mb. Boða. Upplýsingar í síma 92-1745. Blikksmiðir óskast Blikksmiðja á stór-Reykjavíkursvæöinu óskar eftir aö ráða blikksmiöi eða menn vana blikksmíði nú þegar eöa um næstu mánaöa- mót. Góð verkefni. Umsóknir ásamt upplýs- ingum um fyrri störf, sendist auglýsingadeild Morgunblaösins fyrir 12. ágúst merkt: „Blikksmíði — 244“. Fariö veröur með um- sóknir sem trúnaðarmál. Laus staða Staða háskólamenntaös fulltrúa í viðskipta- ráðuneytinu er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 3. september nk. Viðskiptaráðuneytið, 4. ágúst 1983. 9 Skóladai Forstöi °< L jheimili — tamaður Tölvuáhugafólk — Atvinna Hver vill vinna í nýrri sérverslun sem opnar á næstunni og verslar meö heimilistölvur, leik- tölvur, tölvubækur, tölvutímarit, hugbúnaö og ýmsan aukabúnaö fyrir tölvur. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast skiliö umsóknum á augld. Mbl. fyrir kl. 6 mánudaginn 8. ágúst merkt: „Tölvur — 8917“. Starf forstööumanns á skóladagheimilinu aö Kirkjuvegi 7, Hafnarfiröi, er laust til umsókn- ar. Laun samkv. kjarasamningi viö Starfs- mannafélag Hafnarfjarðar. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk. og skulu umsóknir send- ast undirrituðum. Athygli er vakin á rétti ör- yrkja til starfa samanber 16. gr. laga nr. 27/1970. Upplýsingar um starfiö veitir dag- vistarfulltrúi hjá félagsmálastofnun Hafnar- fjaröar, sími 53444. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. S/34 kerfis- fræðingur Kerfisfræðing vantar til þess aö annast tölvu- bókhald meö IBM S/34. Upplýsingar gefa Ólafur Sverrisson kaupfélagsstjóri eöa Jón Einarsson fulltrúi í síma 93-7200. Kaupfélag Borgfiröinga Borgarnesi. Afmæliskveðja: Sr. Robert Jack prófastur Síra Róbert Jack kom ungur maður til fslands. Hann var þá knattspyrnu-þjálfari. Hann fékk ágseta, íslenska konu, sem bar íslenskan búning. — Þau komu ung, nýgift prests- hjón til okkar Ingólfs að Stað í Steingrímsfirði. Sigurlína Guð- jónsdóttir var elskuleg persóna, sló gylltum blæ í sólskini á sjálf- liðað hárið. Hún var ákaflega hugljúf og hógvær. í Staðarkirkju flutti sr. Róbert sína fyrstu kirkjuprédikun. Prýði- leg ræða. Sr. Róbert /ar vígður að Hey- dölum. — Hann þjálfaði þar sterkt knattspyrnulið. Þau hjónin fóru frá Heydölum til Grímseyjar og Guðrún Brynj- ólfsdóttir með þeim. Guðrún Brynjólfsdóttir er göfug kona og barngóð. Síra Róbert missti konuna sína frá fjórum börnum ungum eftir sjö ára sambúð. — Tvö elstu börn- in fóru þá til Ragnars Guðjóns- sonar, kaupmanns í Hveragerði, bróður Sigurlínu, og hans ágætu konu Guðrúnar, uem náði strax að hugga börnin í þeirra sáru barnæsku-sorg. — Og voru hjónin þeim eins og bestu foreldrar. — Vildu helst hafa þau sem lengst. Úti í Grímsey gætti Guðrún tveggja ungra drengja, unni þeim heitt. — Lögð var þannig líkn með þraut. En vissulega varð sr. Róbert fyrir þungum harmi snemma á sinni prestsævi á þessu kalda landi. Ung stúlka með eínilegan son, lítinn dreng, kom ráðskona til síra Róberts. — Hún er nú prófastsfrú í Stranda- og Húnavatnssýslum, mikil kona að allri gerð .og at- gjörvismaður. — Hún hefur stýrt stóru barnmörgu heimili og búi í áratugi. — Börn þeirra hjóna eru sex. Öll eru nú börn þeirra hjóna beggja uppkomið efnilegt fólk. I seinni tíð hafa nokkrir sjúkl- ingar átt dvöl hjá prestshjónunum að Tjörn. — Sú kona, sem fylgdi sr. Róberti og fyrri konu hans út í Grímsey til hjálpar á heimili þeirra, Guðrún Brynjólfsdóttir, hefur æ síðan verið á heimili hans hérlendis. Nú um alllangt skeið er hún rúmliggjandi, enda fjörgömul orðin. — I vetur sagði prófasts- frúin samt við mig, að sér fyndist hún ekkert hafa að gera. — Eg var alveg hissa á því. Þau hjónin hafa stundað mikla risnu og höfðingsskap alla tíð. — Þau hafa tekið á móti heilum hóp í einu af söfnuði sínum að vestan. — Frétti ég af því hjá nokkrum þeirra og áttu þeir tæpast orð til að lýsa þeim framúrskarandi mót- tökum. Séra Róbert er Skoti — en ekki Englendingur, segir margar skemmtilegar Skotasögur af sparsemi þeirra og risnu. Ég hef aðeins eina Skotasögu að segja af eigin reynslu. Sú saga er um hann sjálfan. — Nokkru áður en Ingólfur varð stúdent, þá færði stúdent Róbert honum mjög fal- legt kambgarn í smókingföt. — Þegar Ingólfur gerði það fyrir mig að setja upp stúdentshúfuna, þá sá ég manninn minn í fyrsta sinn verulega fallega klæddan. Hann var í smókingfötunum frá Skotan- um, vini sínum. Mikið var alltaf gaman að fá knattspyrnu-þjálfarann og guð- fræðistúdentinn í heimsókn í Reykjavík í gamla daga. Hann var síglaður og uppörvandi. Hann æfði íslenska tungu strax á skemmtisögum. — Það er eigin- lega ekki hægt að lýsa því fyrir íslendingum, hvernig hann getur jafnvel sagt aðfinnslur, ef á þarf að halda, þannig að slá því upp í gaman um leið, svo að vekur hlát- ur án háðs eða sársauka. — Oft kom mér í hug í sambandi við Ró- bert það sem Goethe sagði í viðtali við annað skáld og aðdáanda sinn um Englendinga. Eg geri ráð fyrir, að Goethe hafi þar átt við Skota alveg jafnt, því að í öðru talar hann um þessa menn frá heims- veldinu eða þjóðina. — Goethe segir meðal annars um Breta: Framganga þeirra er svo frjáls og óþvinguð, eins og þeir væru herrar yfir öllu og allur heimurinn til- heyrði þeim. Hann talar á öðrum stað um aðlögunarhæfni þeirra. — Þeir eiga allsstaðar heima. — Við- mælandi Goethe sagði að sér fynd- ist þeir ekki bera neitt af Þjóð- verjum að gáfum, gæðum eða þekkingu. Goethe svaraði: Það er ekki það, sem ég á við. Það liggur ekki í hárri ætt eða ríkidæmi. Það liggur í því, að þeir hafa hugrekki til að vera þeir sjálfir, koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. — Það er ekkert hik, ekkert for- skrúfað í fari þeirra, hvernig sem þeir annars eru, gáfaðir eða ekki. Manneskjur eru þeir alltaf. Og það er ekki þýðingarlaust á vogarskál- um náttúrunnar. Þeir eru heimsveldis-menn, og þýðing þess er þeim til styrktar, jafnvel á meðan þeir eru börn.“ Ég má ekki hafa þetta lengra. En Goethe gerir merkilegan sam- anburð á því andlega frelsi, sem eyþjóðin, heimsveldisþjóðin elst upp við og á þeirri dæmalausu kúgun og ófrelsi, sem strax bíði þýskra barna, ef þau ætla að leika sér á gangstéttinni. „Allt hjá okkur," segir hann „gengur strax út á það að svipta barnið öllu því, sem því er eðlilegt, og því náttúrlega villta æsku- fjöri." Hann talar þar um einhvers- konar andlausa, inntroðna hug- myndafræði, sem útiloki alla frjálsa, eðlilega hugsun. Mér kemur í hug, að þessi plága sé komin til íslands frá Þýska- landi og gegnum Svíþjóð — í nýrri skólastefnu. Andstæða þessara ítroðnu skól- aspeki, sem Goethe lýsir er ein- mitt séra Róbert Jack frá eyjunni miklu, frjáls í hugsun, heimsborg- ari og heimsveldismaður. — Prestur er hann nú og prófastur að Tjörn á Vatnsnesi. Hann finnur sig allstaðar heima. — Hann gekk beint inn í það, borgarbúinn, að verða sveita- prestur. — Hann fór fyrst i þau héruð, sem íslenskir prestar vildu fæstir eða engir á þeirri tíð. Mér hefur komið í hug, hvort séra Róbert muni ekki vera kominn af víkingunum af Normandí. Þar er vagga sögunnar, þar hefst saga Norðurlandabúa. Þjóðarbrot í fjarlægu landi minnast lands síns og ættar og landnáms. Sennilega hefur ungi presturinn með sögu-sinnið heillast af því að búa á svo óspilltu villtu landi, sem ísland var þá, ekki síst þar sem hann settist að. Síðan varð hann prestur í Vesturheimi. Séra Sig- urður Norland fékk vorn íslensk- aða Róbert til að snúa heim. Og hjónin héldu heim og gerðu Tjörn að höfðingjasetri á Vatns- nesinu, einum þeim alhvítasta stað í vetur og vor, sem blasti við Hólmavík. Börnin sín gerðu þau hjónin þar með að íslendingum. Sár sorg beið þeirra þó. Þau misstu drenginn hennar, hann Erling, sem hún kom með og sameinaði börnunum, sem fyrir voru hjá prestinum. Erlingur dó ungur, efnilegur námsmaður og hvers manns hugljúfi. — Prófastshjónin á Tjörn hitta ekki syrgjendur án þess að finna í eigin barmi af eigin reynslu hvernig sorgarbörnum er innan brjósts. — Djúp sorg lækn- ast þá fyrst að fullu, þegar syrgj- andinn lítur sitt blómstur aftur með „lit og blöð“ í ljósi hins eilífa páskadags. Nú eru mörg ár liðin, síðan ég kom að Tjörn. Ingólfur var þá í útlöndum. Ég fékk ógleymanlega góðar viðtökur, og náttúrlega eins, þegar við komum þar síðar bæðt — Alltaf þegar þeir gömlu vinir hittast, eru árin, sem á milli hafa liðið, horfin. Þegar sr. Róbert varð prestur í Heydölum, þá var hann kominn á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.