Morgunblaðið - 06.08.1983, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Umsjón: Sighvatur Blöndahl
Súlur með jákvsðu formerki tákna hlutdeild (%) fyrirtækja í könnuninni,
sem telja viðkomandi rekstrarþátt hafa aukist frá sama ársfjórðungi árið
áður. Súlur með neikvsðu formerki tákna hlutdeild fyrirtskja í könnuninni,
sem telja viðkomandi rekstrarþátt hafa minnkað. Skástrikuðu súlurnar sýna
mismun ofangreindra svara þ.e. nettóniðurstöðuna.
Spá fyrirtskjanna um 3. ársfjórðung 1983 miðað við 2. ársfjórðung.
Framleiðslusam-
dráttur í iðnaði
á 2. ársfjórðungi
NÝLEGA lauk ársfjórðungslegri
könnun Félags íslenskra iðnrekenda
og Landssambands iðnaðarmanna á
ástandi og horfum í íslenskum iðn-
aði á 2. ársfjórðungi 1983. Könnunin
nsr til 73 fyrirtskja í 20 greinum
iðnaðar. eru fyrirtski þessi með
samanlagt rúmlega 22% heildarveltu
iðnaðar. Forráðamenn fyrirtskjanna
voru spurðir um framleiðslu- og söl-
umál, ásamt áliti þeirra á þróun
nokkurra mikilvsgustu rekstrar-
þátta iðnaðar. Vísbending um átt
breytinga f stað magns var í flestum
tilvikum látin nsgja, og er könnunin
því „kvalitatív" fremur en
„kvantitatív".
Helstu niöurstöður
Hagsveifluvog iðnaðarins sýnir
m.a. að:
— Framleiðslusamdráttur var
hjá iðnaðinum í heild, en ef ál
er undanskilið var nokkur
framleiðsluaukning.
— Söluaukning átti sér stað hjá
68% aðspurðra, en samdráttur
hjá aðeins 16%.
— Forsvarsmenn iðnfyrirtækj-
anna spá aukinni sölu og fram-
leiðslu innlendra iðnaðarvara á
næstu 3 mánuðum.
— Birgðir iðnaðarvara eru lægri
en á 1. ársfj.
— Nýting afkastagetu er betri og
heildarfjöldi starfsmanna i
iðnaði meiri.
— Áætlaður starfsmannafjöldi
iðnfyrirtækjanna er óbreyttur
næstu 3 mánuði.
Sala — markaóshorfur
Hagsveifluvogin sýnir sölu-
aukningu á 2. ársfj. í ár miðað við
sama tímabil á árinu 1982. Þannig
telja 68% aðspurðra að salan hafi
aukist hjá fyrirtækjum þeirra, en
um 16% telja söluna hafa dregist
saman. Hins vegar telur meiri-
hluti aðspurðra, eða um 56%, að
salan á tímabilinu apríl—júní hafi
verið minni en 3 fyrstu mánuði
ársins. Þess ber þó að geta, þar eð
ál vegur nokkuð þungt í þessari
könnun, að án áls er um söluaukn-
ingu að ræða milli þessara tíma-
bila.
Um markaðshorfur á næstu 3
mánuðum eru forsvarsmenn iðn-
fyrirtækjanna nokkuð bjartsýnir,
58% þeirra spá söluaukningu, en
9% spá sölusamdrætti á tímabil-
inu júlí—september.
Iðnaðarf ramleiðsla
Samkvæmt niðurstöðum könn-
unarinnar drógst heildarfram-
leiðsla iðnaðarvara saman á 2.
ársfjórðungi í ár í samanburði við
framleiðsluna á 2. ársfj. í fyrra.
Þannig telja 57% aðspurðra að
framleiðslan hafi dregist saman,
en 26% að um framleiðsluaukn-
ingu hafi verið að ræða. Sé ál-
framleiðslan hins vegar undan-
skilin verður útkoman sú, að 46%
aðspurðra telja framleiðsluna
hafa aukist, en 24% framleiðsluna
hafa dregist saman og má því
samkvæmt þessu ætla að um
framleiðsluaukningu hafi verið að
ræða á 2. ársfj. í almennum iðnaði.
Við samanburð á umfangi fram-
leiðslunnar á 1. og 2. ársfj. í ár,
kemur fram framleiðsluaukning
samkvæmt hagsveiflukönnuninni.
Þannig telja um 70% forsvars-
manna iðnfyrirtækjanna fram-
leiðsluna meiri á 2. ársfj. en á
þeim fyrsta, en aðeins um 11%
telja framleiðsluna minni.
Framleiðsluhorfur eru taldar
betri á næstu 3 mánuðum hjá
meirihluta fyrirtækjanna í könn-
uninni. Nánar tiltekið spá 54% að-
spurðra framleiðsluaukningu, en
17% framleiðslusamdrætti.
Atvinna og aðrir rekstrar-
þættir iðnaðar
í lok 2. ársfj. teljast fyrirliggj-
andi framleiðslupantanir í iðnaði
meiri en í lok 1. ársfj. Þá voru
birgdir fullunninna vara og hráefna
minni en í lok 1. ársfj. Jafnframt
telja forsvarsmenn iðnfyrirtækj-
anna að nýting afkastagetunnar
hafi verið betri á 2. ársfj. í ár en á
þeim fyrsta. Spurðir um fjölda
starfsmanna, svara 55% aðspurðra,
að starfsmannafjöldinn hafi auk-
ist á tímabilinu apríl—júní. Að-
eins 9% telja að starfsmönnum
hafi verið fækkað. Þá kemur fram,
að fjöldi starfsmanna í iðnaði á
næstu 3 mánuðum er áætlaður
óbreyttur samkvæmt skoðun 87%
aðspurðra.
| Innlan
| Almenn ullan
| Lndurseid lan
1978
1978
1980
1981
1982
Hlutfallsleg skipting út'ans
Útvegsbankans 31.12. 1982.
OPINBtRIR AOILAR
SAMGÖNOUR
tíVGOINGAH Otí
LAN TIL
LINSIAKLINtíA
Innlán Útvegsbankans
jukust um 66,1% 1982
Útlánaukningin var um 128,7%
HEILDARINNLÁN Útvegsbanka
íslands jukust um 66,1% á árinu
1982 og er það nokkru meiri aukn-
ing en nam meðaltalsaukningu inn-
lána viðskiptabankanna, sem var
59,8%. Þessar upplýsingar koma
fram í ársskýrslu bankans, sem ný-
lega var birt.
Eins og áður jukust mest þau
innlán, sem mesta ávöxtun gefa,
en það eru verðtryggðir spari-
reikningar og gjaldeyrisreikn-
ingar. Innlán á gjaldeyrisreikn-
ingum hækkuðu um 207,3% og á
verðtryggðum sparireikningum
um 176%. Innlán á almennum
sparisjóðsbókum jukust um 42,6%
og veltiinnlán hækkuðu aðeins um
25,4%. Annars sýnir meðfylgjandi
tafla glögglega hver þróunin var.
Heildarútlán Útvegsbankans
jukust á árinu um 743,2 milljónir
króna, eða um 128,7%. Árið 1981
hækkuðu útlán hins vegar aðeins
um 45,1%. Útlán viðskiptabank-
anna í heild jukust á síðasta ári
um 91,6%, en árið á undan hækk-
uðu þau um 76,1%. Heildarútlán
Útvegsbankans á endursölu í
Seðlabanka jukust um 117,8%.
í ársskýrslunni segir, að þessi
mikla útlánaaukning endurspegli í
raun hina miklu erfiðleika
atvinnuveganna og þá alveg sér-
staklega sjávarútvegs. Eins og
kemur fram á meðfylgjandi töflu
jukust útlán bankans til sjávar-
útvegs um 355,7 milljónir króna,
eða um 132,1%. Hlutfallslega
hækkuðu útlán hins vegar mest
vegna olíuverslunar, eða um
319,4%, sem er 96,6 milljónir
króna. Stafar sú hækkun að miklu
leyti af skuldasöfnun sjávarút-
vegsfyrirtækja.
I ársskýrslunni segir að svoköll-
uð sjálfvirk og óhjákvæmileg lán í
bankanum hafi hækkað um 373,6
milljónir króna á árinu. „Þessi lán
verður bankinn að veita án tillits
til útlánagetu hans. Ef öll önnur
lán bankans hefðu staðið í stað og
GUÐNI Sigþórsson hefur verið
ráðinn vöruafgreiðslustjóri Eim-
skips frá og með 27. ágúst nk.
Guðni tekur við af Ingólfi
Möller, sem lætur af störfum
fyrir aldurs sakir. Ingólfur
Möller hefur gegnt starfi vöru-
afgreiðslustjóra sl. 14 ár.
Guðni Sigþórsson hefur starf-
að hjá Eimskipafélaginu undan-
einungis orðið þessi hækkun,
hefðu útlán bankans án endursölu
samt sem áður hækkað um 84,4%.
Ljóst er að það hlýtur að valda
erfiðleikum þeim bönkum, sem að-
allega sjá atvinnulífinu fyrir
rekstrarfé, að mikill hluti útlán-
anna er í raun orðinn sjálfvirkur.
Virðist vera orðið tímabært að
taka til endurskoðunar reglur um
Skipting útlána
Aukniog
Siavarutvequr 132,1%
Kaupmenn 115,2%
Oliuverslun 319.4%
Samvmnufélog 76.9%
lónaöur 108.5%
Byggmgar og mannvirkiagerð 126.3% I
Samgongur 90,5% j
Opmberir aóilar 100.1% j
Lán til emstaklinga u fl 91.2%
Heildarútlán 128,7% ]
Skipting innlána
Aukfúrtf
Veitiinnlán 25,4%
Hlaupareikningar 22,3'/«
Sparisjódsávlsanareikningar 34,2%
Spariinnlán 65,2%
Sparisióósbækur 42,6%
Vaxtaaukareikningar, 3 mán (9,1 %)
Vaxtaaukareikningar, 12mán. (4,7%)
Vlsitölubundnar innstæóur 176.0%
Gjaldeyrisreikningar 207,3%
Heildannnlan 66,1% ]
afurðalán þannig, að lánin dreifist
meira á allar innlánsstofnanir í
landinu."
f upphafi árs 1982 var lausa-
fjárstaða Útvegsbankans vel við-
unandi en í marsbyrjun versnaði
hún og hélt áfram að versna til
áramóta. I ársbyrjun var
lausafjárstaða bankans jákvæð
um 36 milljónir króna, en í árslok
neikvæð um 83,9 milljónir króna.
farin 14 ár, fyrst sem stýrimaður
á skipum félagsins og síðar sem
verkstjóri í vöruafgreiðslu.
Hann hefur gegnt starfi yfir-
verkstjóra frá árinu 1977.
Guðmundur Pedersen, sem
gegnir starfi deildarverkstjóra,
mun verða næsti aðstoðarmaður
vöruafgreiðslustjóra og stað-
gengill í fjarveru hans.
Rekstrarniðurstaða ársins 1982
var neikvæð um 13,2 milljónir
króna og er þá búið að afskrifa 3,4
milljónir króna af eignum hans.
„Hafa ber þó í huga að reiknuð er
nú í fyrsta sinn verðbreytingar-
færsla sem er 33,3 milljónir króna
og er hún færð til gjalda í rekstr-
arreikningi. Árið 1981 varð um
24,2 milljóna króna hagnaður af
rekstri bankans. Að óbreyttum
reiknisskilaaðferðum frá fyrra ári
hefði rekstrarhagnaður ársins
1982 numið um 15,8 milljónum
króna."
Þá greiddi Útvegsbankinn á síð-
asta ári 5 milljónir króna í sér-
stakan skatt, sem lagður var á síð-
asta ári á innlánsstofnanir, en
honum verður breytt á þessu ári í
tekjuskatt. Eigið fé bankans í árs-
lok var 195,9 milljónir króna og
nam það 7,1% af niðurstöðutölum
ef nahagsreikni ngs.
Svíþjóð:
Fjárfesting
eykst um
4,6% í iðnaði
Heildarfjárfesting í sænskum
iðnaði er áætluð um 18,200 millj-
ónir sænskra króna á þessu ári,
en til samanburðar var hún lið-
lega 17,400 milljónir sænskra
króna í fvrra. Aukningin milli
ára er um 4,6%.
Fjárfesting í sænskum iðn-
aði dróst hins vegar saman um
17% milli áranna 1981 og 1982,
þannig að heldur virðist vera
að rofa til þar í landi. Talsmað-
ur iðnrekenda sagði á fundi
með blaðamönnum á dögunum,
að væntanlega yrði ástandið í
sænskum iðnaði ekki komið í
eðlilegt horf fyrr enn á miðju
næsta ári, en heildarfjár-
festing muni væntanlega
aukast um 7-10% á næsta ári.
Eimskip:
Guðni Sigþórsson ráð-
inn vöruafgreiðslustjóri