Morgunblaðið - 06.08.1983, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983
27
Gjaldeyriskaup
bankanna neikvæð
um 1024 milljónir
GJALDEYRISKAUP bankanna voru neikvæð um 1.024 milljónir
króna fyrstu fimm mánuði ársins, þegar keyptur gjaldeyrir var
samtals að fjárhæð um 8.543 milljónir króna, en seldur gjaldeyrir
hins vegar að fjárhæð um 9.567 milljónir króna.
Til samanburðar má geta
þess, að gjaldeyriskaupin voru
neikvæð um 1.024 milljónir
króna á sama tíma í fyrra. Þá
var verðmæti keypts gjaldeyr-
is um 8.615 milljónir króna, en
verðmæti selds gjaldeyris hins
vegar um 9.637 milljónir
krónav
Á árinu 1982 voru gjaldeyr-
iskaup bankanna neikvæð um
samtals 1.172 milljónir króna,
þegar keyptur gjaldeyrir var
samtals að fjárhæð um 14.036
milljónir króna, en seldur
gjaldeyrir hins vegar að fjár-
hæð um 15.208 milljónir
króna.
Ef litið er enn lengra aftur í
tímann, eða til ársins 1981, þá
voru gjaldeyriskaup bankanna
jákvæð um 401 milljón króna.
Keyptur gjaldeyrir var sam-
tals að fjárhæð um 9.244 millj-
ónir króna, en seldur gjaldeyr-
ir hins vegar um 8.843 milljón-
ir króna.
Hólmfríóur Gunnarsdóttir
||k
fl
Guðmundur Atlason
Friðrik Óskarsson
Hafskip:
Starfsmenn sendir
erlendis til
starfa og þjálfunar
í FRAMHALDI af opnum svæða-
skrifstofa Hafskips hf. erlendis hafa
nokkrir starfsmenn aðalskrifstofu
félagsins verið sendir út til starfa og
þjálfunar í alþjóðlegum viðskiptum,
að sögn Jóns Hákonar Magnússon-
ar, framkvæmdastjóra markaðs- og
flutningasviðs Hafskips.
Nú í sumar var t.d. Hólmfríður
Gunnarsdóttir flutt úr farm-
skrárdeild Hafskips til starfa á
skrifstofunni í Kaupmannahöfn,
þar sem hún er fulltrúi Árna
Árnasonar, framkvæmdastjóra.
Hólmfríður er 25 ára og hefur
starfað hjá Hafskip í ýmsum
deildum síðan 1979, en áður var
hún hjá Landssambandi iðnað-
armanna.
{ júní sl. var Guðmundur Atla-
son sendur til starfa í skrifstofu
Hafskips U.K. í Ipswich í Bret-
landi. Guðmundur er 25 ára og
hefur starfað í tjónadeild félags-
ins síðan í maí 1981. Hann er full-
trúi framkvæmdastjóra Hafskips
í Ipswich.
Guðmundur og Hólmfríður hafa
einnig það hlutverk að aðstoða þá
viðskiptavini félagsins, sem vilja
eiga aðgang að íslenskumælandi
fulltrúum Hafskips erlendis.
Þá var umboðsmaður Hafskips í
Vestmannaeyjum, Friðrik óskars-
son, sendur í starfsþjálfun til
Ipswich í byrjun sumars og fram í
lok ágúst. Friðrik er 35 ára og rek-
ur Skipaafgreiðslu Friðriks
Óskarssonar í Vestmannaeyjum,
en hann hefur verið umboðsmaður
Hafskips þar síðan 1974. Tilgang-
urinn með þessu er að gefa Friðrik
kost á að kynna sér starfssemi
skipafélags á erlendri grundu og
alþjóðleg viðskipti. Áður en Frið-
rik snýr til Eyja heimsækir hann
einnig skrifstofu Hafskips hf. í
Hamborg.
„Hestabit er hagabót“
Sigurvegari f gæðingakeppni á Rangárbökkum 1983.
— eftir Gunnar
Bjarnason ráðunaut
— svo hét bæklingur, sem Magnús
sýslumaður Ketilsson, systursonur
Skúla fógeta, samdi og lét dreifa um
landið um aldamótin 1800. Mér kom
þetta til hugar, er allt fjölmiðlamold-
viðrið um hrossabúskap okkar ís-
lendinga hófst núna í júlímánuði,
eftir að fréttastofa Ríkisútvarpsins
hafði haft samtal við mig um hesta-
mennsku og hrossarækt þ. 14. júlí,
og finnst mörgum að tilefnið, sem ég
gaf með ummælum mínum, hafi ver-
ið harla lítið til þessara hamfara.
Mig langar til að benda á nokk-
ur atriði í þessu sambandi lands-
mönnum til íhugunar.
1. Ég tel ekki ástæðu til að fara
mjög mörgum orðum um útflutn-
ingsbann á kynbótahestum og
kynbótahryssum, sem er mikið
áhugamál hrossa-
ræktarráðunautsins. Morgunblað-
ið birti samtal við mig um þetta á
fyrra ári, og upplýsti ég þar, að
íslenzki hrossastofninn erlendis er
nú orðinn hart nær 40 þúsundir í
10 löndum Evrópu utan íslands.
Erlendu „auðkýfingarnir" virðast
fara í taugarnar á hrossa-
ræktarráðunautnum, en þeir virð-
ast ekki ergja hrossabændur og
aðra hrossaseljendur svo mjög.
Ég á bágt með að trúa því, að
einangrun okkar í þessu landi
valdi almennt slíkri forheimskun,
að menn telji það fært eða æski-
legt að mynda hér einhverskonar
„BRIMTJALD" (sbr. Járntjald)
umhverfis landið í þessum efnum,
en það hefur Búnaðarfélag íslands
undir forystu hrossaræktarráðu-
nauts síns raunar gert nú síðustu
2 áratugina.
Þegar heimurinn hefur gert sér
grein fyrir, að einhver búfjárteg-
und býr yfir æskilegum og óvenju-
legum hæfileikum, þá sækjast
þjóðirnar eftir að fá undaneldis-
dýr af þessum kynjum. Ef slíkt er
gert ómögulegt af eigendum kynj-
anna, þá leita menn uppi lík og
skyld kyn og rækta fram þessa
eiginleika. Ef við hefðum strax í
upphafi hrossaútflutnings, árið
1856, sett útflutningsbann á æxl-
unarhæf hross, þá hefðu unnendur
íslenzkra reiðhesta nú á síðustu
þremur áratugum, eftir að mér
hafði tekizt að kenna þeim að
meta gæðingskosti íslenzku hross-
anna, notað Shetlandseyja-hesta,
Exmoor- eða Wales-hesta til að
rækta þessa eiginleika, ef við
hefðum aðeins selt þeim geldinga í
þessi 100 ár, sem við höfum selt
hross til útlanda.
Þessir hrossaverndar-spekingar
geta á málfundum sínum velt því
fyrir sér, hverju við íslendingar
töpum, þótt nágrannaþjóðir okkar
á meginlandinu eignist gæðinga
undan Stíganda frá Kolkuósi,
Mósa frá Álfhólum eða öðrum
„Við eigum að starfa
með eigendum og unn-
endum íslenskra hesta
hvar sem er í heiminum,
fræða þá og aðstoða til
að rækta og framleiða
gæðinga. Slíkt verkefni
á engin landamæri, eng-
in járntjöld.“
góðum kynbótahestum, sem við
höfum selt þeim, án þess að neyða
nokkurn hestabónda til viðskipt-
anna.
Stefna mín er landsmönnum
kunn og ekki flókin í túlkun:
Vió eigum að starfa með eigend-
um og unnendum íslenzkra hesta
hvar sem er í heiminum, fræða þá og
aðstoða til að rækta og framleiða
gæðinga. Slíkt verkefni á engin
landamæri, engin járntjöld. Gæð-
ingakynið okkar er hluti af ERFÐA-
FJÁRSJOÐI evrópskrar náttúru, og
við getum orðið stórir í samstarfi við
aðrar þjóðir um gæðingarækt og
ástundun þessarar gæðinga-íþróttar,
en ef við ætlum að sýna á okkur
„nautshausinn og hornin“, þá verð-
um við litlir og vesældarlegir búrar.
Vel getur svo farið, að Þjóðverj-
ar eða annarra þjóða hestarækt-
endur taki af okkur forystuna í
lengri eða skemmri tíma. Þá er
aðeins við okkur sjálfa að sakast.
Þá getur verið að ræktunarforysta
okkar sé ekki nógu vel af Guði
gerð, eða þjóðina og stjórnvöld
hennar skorti skilning á þessum
menningarþætti landsins. Þá þarf
að athuga málin og finna leiðir til
að gera betur. Arabar létu Eng-
lendinga og seinna aðrar þjóðir
taka forystu um ræktun arabíska
gæðingsins. Við skulum reyna að
vera meiri og betri ræktunarmenn
en Arabar.
2. Um hrossaeign landsmanna,
fóðurþarfir hrossa og hrossabeit,
vil ég benda á eftirfarandi:
a. Varla eru hrossabændur slík-
ir fávitar, að þeir kunni ekki sjálf-
ir að meta, hvaða bústofn er þeim
hagkvæmastur. Fyrir einum 40
árum hefði Búnaðarfélag íslands
haldið haustfundi í hrossahéruð-
um til að ræða þessi mál við
bændur, áður en gefnar væru út
yfirlýsingar um niðurskurð á
verðmætum bústofni.
b. Þótt ýmsum búfræðingum
finnist lítið til um 6—700 tonna
framleiðslu og neyzlu hrossakjöts
í landinu, þá mega skattgreiðend-
ur þó gjarnan hugleiða, að þar
koma engar niðurgreiðslur úr vasa
þeirra inn í dæmið. Það sama snýr
að skattgreiðendum, þegar um út-
flutning lífhrossa er að ræða, þá
þurfa þeir heldur engar útflutn-
ingsbætur að greiða, en þær eru
frá helmingi verðs upp í % hluta,
þegar um er að ræða útflutning
sauðfjár- og nautgripaafurða.
c. Það hefur ekki heldur verið
tekið með í dæmið í þessum um-
ræðum, að um 20.000 reiðhross í
landinu eru fóðruð á um 20 þús.
tonnum af heyi. Sl. vetur var þetta
verðmæti upp á einar 45 millj.
króna. Hverjir ætli hafi selt þetta
hey? Varla Dagsbrúnar-verka-
menn eða sjómenn. Auk þess
munu hafa verið greiddar milljón-
ir króna fyrir sumarbeit á rækt-
uðu landi.
d. Enn má þjóðin íhuga, að í
hvert skipti, sem hross tekur hey-
fóður eða haga á láglendi af
mjólkurkú eða sauðkind, lækka
framlög skattgreiðenda til út-
flutningsuppbóta, og auk þess má
telja víst, að fjöldi af þeim hundr-
uðum manna, sem njóta hér
sumarferðalaga á hestum um
landið, myndi að öðrum kosti nota
gjaldeyri til utanferða.
e. Menn mega íhuga þá stað-
reynd, að nú eru skrásettir um
tvöfalt fleiri reiðhestaeigendur í
landinu en bændur. Að síðustu vil
ég varpa fram þessari ósvöruðu
spurningu: Ef fósturjörðinni
blæðir nú meir en á fyrri og verri
harðindaskeiðum, hver heldur þá
sannanlega á þeim hnífnum, sem
stungið er næst hjartanu?