Morgunblaðið - 06.08.1983, Síða 31

Morgunblaðið - 06.08.1983, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1983 31 Til sveitar mátti ekki leita, það var bannorð hjá þessari stoltu fjölskyldu, en þau þáðu með þökk hjálp frá vinum og vandamönnum. Úr þessum jarðvegi uxu þessi systkini þar til þau fluttust árið 1912 til Suðureyrar við Súganda- fjörð með foreldrum sínum. Krist- ey hefur alið allan sinn aldur þar síðan, en 9. október árið 1926 gift- ist hún eftirlifandi manni sínum, Sturlu Jónssyni, þeim merka at- hafna- og félagsmanni, sem all- flestir Vestfirðingar kannast við. Auk þess að hafa á yngri árum verið harður sjósóknari ýmist sem skipstjóri hjá öðrum eða á eigin bát, stóð hann fyrir stórútgerð og fiskverkun eftir að hann fór í land. Á félagsmálasviðinu má m.a. nefna að hann var bæði í senn hreppstjóri og oddviti sveitar- stjórnar Suðureyrarhrepps um áratugaskeið og var heiðraður af sveitungum sínum með því að gera hann að fyrsta heiðursborgara Suðureyrar. Einnig má nefna að Sturla var forseti Fjórðungssambands Vest- fjarða í hálfan annan áratug. Hér hef ég aðeins nefnt nokkur af hin- um fjölmörgu trúnaðarstörfum sem á hann hlóðust. Þau Kristey og Sturla eignuðust 5 mannvænleg börn, en þau eru: Eva, maki Guðni Þorvaldur Jónsson, búsett í Reykjavík. Kristín, maki Guð- björn Björnsson, búsett á Suður- eyri. Jón kvæntur Sigurbjörgu Björnsdóttur, búsett í Reykjavík. Eðvar, kvæntur Arnbjörgu Bjarnadóttur, búsett á Suðureyri. Að framangreindu má sjá að þessi móðursystir mín hefur haft í nógu að sýsla um dagana og var hið um- fangsmikla heimili hennar rómað fyrir reisn og gestrisni. Kristey tók einnig mikinn þátt í félagslífi staðarins og var um árabil for- maður Kvenfélagsins Ársól sem vann mikið að menningar- og framfaramálum sveitarfélagsins. En formennskunni í því félagi varð hún að hafna árið 1950 vegna alvarlegs sjúkdóms, sem hún fékk, lömunarveiki, og varð hún eftir það að ganga við hækjur og nokk- uð á annan áratug fyrir andlátið var hún bundin við hjólastól. Einnig var hún kjörin í fyrstu rit- nefnd ritsins Sóley, sem Ársól stóð að og kom fyrst út árið 1925 og æ síðan eða á sjötta áratug og hefur mér verið tjáð að rit þetta sé hið merkilegasta og væri fróðlegt að fá fyrir almennings sjónir. Þessu fékk Kristey öllu áorkað þótt hún gengi ekki heil til skógar. Þessi dugmikla og kjarkaða kona lét það ekki aftra sér frá því að sinna húsmóðurskyldum sínum, sem og öðrum, en að sjálfsögðu naut hún stuðnings barna sinna meðan þau voru enn í föðurhúsum svo og manns síns. Ég minnist bernsku minnar þegar við systkin- in fengum að fara með móður okkar nokkrum sinnum vestur í heimsókn til þessa frændfólks okkar og eru þær stundir meðal okkar kærustu bernskuminninga. Sömu sögu hefur ein dóttir mín og systur- og bróðurdætur að segja, sem dvöldu hver sitt sumar- ið hjá þeim, Kristey til aðstoðar hin síðari ár. Hun elskaði okkur öll sem sín eigin börn enda kannski skiljanlegt þar sem svo náin tengsl voru milli þeirra tví- burasystranna. Þar sem þessi hugljúfa kona er nú horfin til æðri máttarvalda langar mig að lokum að láta tvær vísur fylgja henni úr hlaði, en þær voru ortar af föður hennar og eru úr kvæðabálki sem nefnist Vestfirðingaminni. Fögru vestur fjöllin með frelsistignar blæ oft snævi þakin snúa að snarpri öldu og sæ. Sólin geisla sendir um sollinn mar og tind. Þá glóir öll, sem gull, hin glæsta fjalla- mynd. Fisið gamla fýkur, þó fyrr það væri tré og elli líkur allra, þótt ofurmenni sé. En æskan heldur áfram, þar aldinn skildi við og ný öfl löndin nema, svo neins ei verður bið. Móðir mín og Sigrún ásamt fjöl- skyldum okkar sendum þér, Sturla mín, ættingjum og vinum fyrir Einar Erlendsson Ijósmyndafræðingur með stækkaða litmynd í millistærð. Ljósmynd Mbl. Ragnar Axelsson, en hann tók myndina af Einari og einnig Ijósmyndina sem Einar heldur á og er hún af Skógarfossi. Ljósmyndafræð- ingur með fullkomna litmyndastækkun vestan okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu Kristeyjar Hallbjörnsdóttur. Ingvar Jóhannsson, Njarðvík. „Hvað er hel? Öllum líkn sem lifa vel, engill er til lífsins leiðir, ljósmóðir sem hvílu breiðir, sólarbros er birta él heitir hel“. (Sálmab.) Þann 30. júlí sl. andaðist Krist- ey Hallbjörnsdóttir, Suðureyri í Súgandafirði. Kristey fæddist 22. febrúar 1905. Ekki verða raktar ættir hennar í þessum fáu orðum mínum, enda trúi ég að aðrir muni það gera. Löngun mín er aðeins að senda örfá kveðjuorð og minnast á kynni mín af Kristeyju. Ég mun hafa verið 5—6 ára snáði þegar ég sá fyrst þessa gullfallegu stúlku — já stúlku, því það er ekki fyrr en 9. október 1926 að þau ganga í hjóna- band Sturla Jónsson móðurbróðir minn og Kristey Hallbjörnsdóttir. I húsi afa og ömmu verða því þrjár íbúðir. Jón afi, Kristín amma, foreldrar mínir, Friðrik og Þóra, og síðan Sturla og Kristey. Sem barn man ég þátttöku Krist- eyjar í félagsmálum, bæði kvenfé- laginu Ársól og leikfélaginu, enda var hún talin frábær leikari. Sturla byggir sér hús við aðalgötu bæjarins. Störf hans margbreyti- leg kalla á meira rými, enda mað- urinn skipseigandi og skipstjóri, síðar útgerðarmaður, oddviti, hreppstjóri og sitthvað fleira. Þau eignast 5 börn: Evu f. 7. september ’27; Sigrúnu f. 18. apríl ’29; Kristínu f. 14. júní ’30; Jón f. 1. október '32 og Eðvarð f. 21. mars ’37. Ekki verður í efa dregið að um- fang Sturlu kallar á umfangsmikil heimilisstörf. Sturla er hættur skipstjórn. Allir vissu að trú hennar til sjómennskustarfa var fólgin í ljóði Davíðs Stefánssonar skálds. I kvæðinu „Skipstjórinn" er þetta skráð: „Þig vissi ég standa við stýrið þar, sem stormurinn harðast næddi, og háar öldur við himinn bar og hafsjór um þiljur flæddi. Þó bylgjur greiddu þér bylmingshögg var barist og hvergi vikið, sjónin var skörp, hver skipun glögg og skapið tamið — og mikið." Leiðir okkar skilja. Mig ber burt frá æskustöðvum. Ekki munu fé- lagsleg verkefni hafa þrotið hjá Kristeyju. Margra ára for- mennska í kvenfélaginu ásamt öðru umfangi. Eftir um 20 ára tímabil flyst ég til Flateyrar í Ön- undarfirði. Leiðir styttast til heimsókna milli vina og frænda, aðeins smáheiði yfir að fara. í fjarveru minni hefur Kristey orðið fyrir verulegu áfalli. Vírusveiki hefur lamað fætur og hún gengur við stafi. Síðar verður hún að nota hjólastól. Mörg verk breytast, úti- verk í garði blóma fellur niður. Það er áfall fyrir konu sem hugsar eins og skáldið D.St.: Gott er enn að grisja beð gera eld í rjóðri. En illgresi skal eyða með öðrum betri gróðri. Við þessar breyttu aðstæður, gerir hún stórt átak. Aðlagar sig daglegum störfum, sem fylgja oddvita- og hreppstjórastarfi. Heimsóknir fjölmargra verða daglegir viðburðir og ekki óal- gengt að jafnvel stór hópur skyld- fólks og vina komi ekki til Suður- eyrar, án þess að heimsækja Sturlu og Kristeyju. Æðruleysi var efst í huga Krist- eyjar. Hún vissi vel að hverju stefndi síðustu árin. Hún hafði til- einkað sér einkunnarorðin í síð- ustu vísu D.St. úr ljóðinu „Gæfan mesta": • „Vor gæfa er að fæðast feig og finna návist guðs og ljósið eygja, en þyngsta raun að þjást af banageig og þora ekki að deyja.“ Og Kristey horfir út um glugg- ann og sér að: Hyldjúpur himinn hlaðinn stjörnum. Sveipar drottins dýrð dauðlegan mann. Þetta er eilífðin. Þetta er Orðið. Þetta er Hann. D.St. Aldrei kom ég heim til Kristeyj- ar án þess að hún mætti mér með brosi um brá. Geðprýðin var henni í blóð borin. Brugðið gat fyrir þreytu í svip hennar, en aldrei óánægju yfir óvæntri gestakomu fjölmargra, er þangað komu fyrir- varalítið. Ekki dreg ég í efa, að hennar er sárt saknað af öllum þeim fjölda er þekktu hana. Við hjónin eigum hugljúfar minningar frá ýmsum tímum. Þrátt fyrir erfiði um þjón- ustu við aðra, vegna verunnar í hjólastólnum, var hún ætíð hin glaðværa mikla húsmóðir, veit- andi, sem allir báru djúpa virð- ingu fyrir. Upp í huga minn kemur enn eitt ljóð D.St. — þar segir: „Er sálin var úr fjötrum leirsins leyst var likt og byggðin vaknaði af dvala. Til fjallsins heyrðist fáknum vera [þeyst, af fleygum vængjum lagði nætursvala. Á bleikum jó, sem ber sitt höfuð reist hóf brúður dalsins för til himinsala. En móðir guðs lét móti henni fara sinn mikla, hvíta flokk, sinn englaskara." Við Ragna sendum Sturlu og öðrum aðstandendum hugheilar vina- og samúðarkveðjur. Jón F. Hjartar Laugardaginn 30. júlí sl. lést Kristey Hallbjarnardóttir frá Súgandafirði eftir skamma legu á sjúkrahúsinu á ísafirði. Kristey eða Eyja eins og hún var kölluð af vinum og vandamönnum fæddist á Bakka í Tálknafirði, en fluttist þaðan 7 ára gömul með foreldrum sínum til Suðureyrar við Súganda- fjörð og bjó hún þar alla sína tíð eftir það. Ég ætla ekki að rekja ættir Eyju hér, það munu aðrir gera er betur til þekkja. Eyja giftist Sturlu Jónssyni og áttu þau fimm börn. Ég minnist þess er ég var á leið að hitta Eyju í fyrsta sinn, að ég velti fyrir mér hvernig kona, sem bundin hefur verið við hjólastól í yfir 30 ár, liti út og hvaða afstöðu hún hefði til lífsins. Þessar og fleiri hugrenn- ingar brutust í mér, en eitt er víst, að sú kona sem ég hitti var allt önnur en ég hafði búist við að sjá. Ég hitti fyrir hlýlega, glaðværa og ánægða konu með brennandi áhuga fyrir lífinu í kringum sig. Hún var kona, sem greinilega hafði ekki látið erfiðleikana buga sig. Að vera svift ferðafrelsi 37 ára gömul, í blóma lífsins, hafði ekki bugað hana. Hún hélt heimili eftir sem áður, þar sem var óvenjumik- ill gestagangur vegna starfa bónda hennar, Sturlu, sem var oddviti og hreppstjóri í Suðureyr- arhreppi í áratugi. Ég var svo lánssamur að kynnast Éyju vel er ég bjó á Suðureyri um nokkurra ára bil. Ég fór oft daglega í kaffi til hennar og þá var rætt um alla heima og geima tæpitungulaust. Ég minnist þess ekki að hafa nokkurn tímann heyrt Eyju kvarta eða vorkenna sér þó að heimilisverkin tækju á kraftana. Hennar viðkvæði var: Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Eyja var alltaf eitthvað að sýsla, ef ekki voru heimilisstörfin þá voru það hannyrðir eða þá að hún las bæk- ur. Mér hefur oft verið hugsað til þess hvernig hún komst svo and- lega sterk frá erfiðleikum, sem öðrum virðast óyfirstíganlegir. Það held ég að hún hefði aldrei getað ef hún hefði ekki notið þess að lifa, hún hafði óbilandi trú á fjölskyldu sinni, bar virðingu fyrir sjálfri sér og öðrum og því samfé- lagi sem hún bjó í. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Eyju lærdómsrík kynni og votta henni virðingu mína. Kristján Pálsson MAKGIK áhugaljósmyndarar hafa dottið niður á sérstæðar og góðar litmyndir, skyggnur, sem myndu sóma sér vel stækkaðar til híbýla- prýði, en fram til þessa hefur verið erfiðleikum háð að fá slíkar myndir stækkaðar hér á landi. Nýtt fyrir- tæki sem byggir á mjög fullkominni aðstöðu, er komið á fót í Reykjavík, en eigandi þess er Einar Erlendsson Ijósmyndafræðingur. Við litum við hjá Einari og öfluðum upplýsinga um fyrirtækið, sem skapar nýja mögu- leika. Ljósmyndavinnustofan Mynd- verk var stofnuð á síðasta ári. Myndverk hefur frá upphafi verið sérhæft í Cibachrome-stækkunum og hefur nú nýverið komið upp fullkominni aðstöðu fyrir hand- stækkanir af skyggnum (slides) á Cibachrome Professional. Eigandi Myndverks er Einar Erlendsson. Cibachrome-ferlið er frábrugðið öðrum litstækkunarferlum að því leyti að notaðir eru náttúrulegir málmlitir, sem hafa margfalt ljós- þol á við framkallaða liti. Þessir litir eru settir í Cibachrome-efnin á framleiðslustigi þeirra og árang- urinn er afburða skerpa í Ciba- chrome-myndum. í mörgum tilfellum henta lit- skyggnur best. Með tilkomu Ciba- chrome margfaldast möguleikarn- ir á notkun þeirra, m.a. við bóka- gerð, auglýsingar, litprentun, sýn- ingar og við aðra almenna notkun litmynda. Stækkanir á Cibachrome II Pro- fessional-efni eru fáanlegar í eft- irtöldum gerðum frá Myndverk- um: Á glanspappír, perlupappír og sem filmur í ljósakassa. Ljós- myndavöruverslanirnar Matz, Amatör, Týli, Fókus og Filmuhús- ið munu annast afgreiðslu fyrir Einar. Fyrsta málverkasýningin í Umferðarmiðstöðinni LISTAMAÐURINN Tarnús opnar málverkasýningu í Umferðarm- iðstöðinni við Hringbraut á morgun. Er það í fyrsta sinn sem mál- verkasýning er haldin þar. Á sýningunni sýnir Tarnús olíumálverk og er þetta níunda sýning hans. Sýningin verður opin alla daga frarn til 14. ágúst. pinffmwl Gódcm dagiw !

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.