Morgunblaðið - 10.08.1983, Page 2

Morgunblaðið - 10.08.1983, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1983 Byggt á gallaðri reglugerð og veiði- leyfín eru of dýr — segir form. Skotveiðifelagsins um hreindýraveiðar „HREINDÝRIN á hálendi íslands eru þjóðareign eins og afréttir og almenningar landsins. í nokkur ár hefur hreppunum á Austurlandi verið úthlutað öllum veiðikvóta þeirra ára og ákveðnum mönnum samkvæmt reglugerð menntamálaráðuneytisins falin öll veiðin. Þetta fyrirkomulag hefur að mörgu leyti gefist illa og reglugerðin sem þetta byggist á verið meingölluð,“ sagði Sverrir Scheving Thorsteinsson, formaður Skotveiðifélags íslands, er hann var inntur álits á hreindýraveiðileyfum, sem blaðsins. „Skotveiðifélagsmenn hafa und- anfarið verið að vænta þess að réttlát reglugerð þar sem byggt sé á réttum forsendum, þ.e.a.s. þjóð- areign hreindýranna og stjórnun veiðanna frá menntamálaráðu- neytinu en ekki óviðkomandi aðila á Austurlandi. Ljóst er nú, að eng- in breyting verður í þá átt að landsmenn eigi allir jafnan rétt til hreindýraveiða þar sem m.a. alltof hátt verð þeirra leyfa sem nú má selja kemur í veg fyrir að venju- legur veiðimaður geti sótt um leyfi," sagði Sverrir. „Skotveiðifélagsmenn telja vissulega að landeigendur á hrein- dýrasvæðum eigi ákveðinn rétt til greint er frá á baksíðu Morgun- bóta vegna sannanlegs ágangs dýranna á heimalöndum hluta ársins, en það, að landeigendur með sjálfdæmi á verði veiðileyfa án allra afskipta ráðuneytisins geti auðgast óeðlilega á kostnað veiðimanna, er stórlega ámælis- vert. Skotveiðifélag íslands hefur á fyrra ári mótað skýra stefnu í þessum málum og tillögur þess miða að því að veiðigjaldið sé í umsjá menntamálaráðuneytisins og renni til bóta á heimalandi og mannvirkjum vegna ágangs dýr- anna, til vísindalegra rannsókna, náttúruverndar og eftirlits," sagði Sverrir að lokum. Hæstiréttur af- greiddi 247 mál ALLS VORU afgreidd 247 mál í Hæstarétti á tímabilinu 15. september 1982 til 30. júní 1983, á móti 196 málum árið áður, en dómurum í Hæstarétti var fjölgað úr 7 í 11 á milli þessara ára og regluleg þing voru haldin 3 daga í viku fyrri veturinn en 5 daga í viku síðari veturinn. Málin sem afgreidd voru skipt- ast þannig að dæmd áfrýjunarmál voru 129 fyrri veturinn en 179 þann síðari. Þau skiptast þannig að 73 voru einkamál og 56 opinber mál fyrri veturinn, en þann síðari voru 119 einkamál og 60 opinber mál. Kærumál voru 46 í ár, 25 einkamál og 21 opinbert mál. I fyrra voru kærumálin 37, 16 einkamál og 21 opinbert mál. Úti- vistardómar voru 25 í fyrra en 17 í ár og úrskurðir, ákvarðanir um hafningar og annað voru 5 talsins hvort árið um sig. Mál sem bíða flutnings fyrir Hæstarétti eru nú 152 talsins, en voru 1. janúar síðastliðinn 191. „Ástandið hefur skánað eftir að dómurum í Hæstarétti var fjölgað á síðastliðnu ári, en það er ekki ennþá nógu gott samt sem áður,“ sagði Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar, í samtali við Morg- unblaðið í gær, í tilefni af þessum tölum um fjölda afgreiddra mála í Hæstarétti. „Nú eru það 152 mál sem eru tilbúin til flutnings í Hæstarétti og við munum reyna að fækka þeim eins og hægt er, enda mun rétturinn áfram starfa í tveimur deildum, annarri 5 manna og hinni 3 manna. Dómarar eru nú 8, en voru 11 síðastliðinn vetur. Þar voru þrír settir til 9‘/2 mánað- ar og létu þeir af störfum 1. júlí síðastliðinn," sagði Þór Vilhjálms- son ennfremur. Framleiðslueftirlit sjávarafurða: Jóhann Guömundsson í árs leyfi frá störfum Jónas Bjarnason og Einar M. Jóhannsson taka við SAMKOMULAG hefur nú orðið milli Jóhanns Guðmundssonar, for- stöðumanns Framleiðslueftirlits sjávarafurða, og sjávarútvegsráð- herra um að Jóhann taki sér árs leyfi frá störfum til að kynna sér gæðamál hjá helztu fiskútflutnings- þjóðum heims. Leyfi Jóhanns hefst þann 15. þessa mánaðar. Þeir Jónas Bjarnason, efnaverkfræðingur, og Einar M. Jóhannsson, starfsmaður SÍF, munu taka við starfi Jóhanns, en þeir eiga báöir sæti í Fiskmats- ráði. „Við teljum það mikilvægt að unnið verði að gæðamálum fisk- iðnaðarins og samanburðar við aðrar þjóðir verði leitað. Það hef- ur orðið samkomulag um að Jó- hann taki þetta verkefni að sér. Ég hef beðið um tillögur Fisk- matsráðs um það, hvernig þessum málum skuli fyrirkomið og hefur ráðið lagt til, að Einar M. Jó- hannsson fari með stjórn salt- fisks-, skreiðar- og ferskfiskdeilda og Jónas Bjarnson, deildarverk- fræðingur, fari með stjórn fersk- fiskdeildar og hreinlætis- og búnaðardeilda. Ég hef gengið frá ráðningu þessara manna til eins árs. Aðspurður um það hvert fram- tíðarskipulag þessara mála yrði, sagði Halldór, að Jóhann færi í leyfi um eins árs skeið og frí væri frí. Hins vegar stæði til að lagt yrði fram frumvarp til laga um ríkismat sjávarafurða á þingi í haust. Yrði það samþykkt, yrðu allverulegar breytingar á þessum málum og tekið upp embætti fisk- matsstjóra. Á þessu stigi væri því ekkert hægt að segja um fram- vindu þessara mála. Morgunblaðið hafði ennfremur samband við Jóhann Guðmunds- son. Sagði hann, að áðurnefnt samkomulag hefði náðst og að árs leyfi væri árs leyfi, annað væri ekki um málið að segja. U tanríkisviðskiptaráð- herra Svía í heimsókn UTANRÍKISVIÐSKIPTARÁÐHERRA Svía, Mats Hellström, kemur í opin- bera heimsókn hingað til lands í dag í boði Matthíasar Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra. Hann kemur til Keflavíkurflugvallar kl. 16.15 í dag og farið verður þaðan og Hitaveita Suðurnesja við Svartsengi skoðuð. Aðalatriðið á dagskrá heim- sóknarinnar á föstudag er ferð til Vestmannaeyja, þar sem hrað- frystihús og fleira verður skoðað, en klukkan 17.00 þann dag verður blaðamannafundur á Hótel Sögu. Heimsókninni lýkur á laugar- dag. í för með utanríkisviðskipta- ráðherra Svía eru ráðuneytisstjóri og deildarstjóri í viðkomandi ráðuneyti. Á fimmtudag mun Hellström eiga viðræður við viðskiptaráð- herra, Matthías Á. Mathiesen, sem og við Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra og einnig verð- ur gengið á fund forseta Islands, Vigdísar Finnbogadóttur. Þá verð- ur farið í skoðunarferð um Reykjavík og meðal annars Al- þingi, Kjarvalsstaðir og stofnun Árna Magnússonar heimsóttar. Deilan um Pasadena er aöeins yfirvarp: Sovétmenn ætluðu aldrei að senda Kasparov hingað — segir Viktor Korchnoi í viðtali við Morgunblaðið ,,ÞAf) ER ávallt hryggilegt þegar stjórnmál eru tekin fram yfir skák- listina. Mér er kunnugt um, að Garri Kasparov vildi eindregið tefla við mig — sérstaklega hér í Bandaríkj- unum, en sovéskir skákmenn eru einskis spurðir og verða aö lúta duttlungum sovéskra stjórnvalda," sagði Viktor Korschnoi, hinn land- flótta sovéski skákmaður, í samtali við Mbl. í gærkvöldi þar sem hann var staddur í Pasadena í Kaliforníu, en svo sem fram hefur komið í frétt- um þá mætti Garri Kasparov ekki til leiks í einvígi við Viktor Korschnoi og lýsti Florencio Gampomanes, for- seti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, Korschnoi sigurvegara í ein- víginu. „Málið snýst í raun um valda- baráttu innan FIDE,“ hélt Korschnoi áfram — '„málið snýst um það, hvort Sovétmenn eiga að fá að ráðskast með FIDE eins og þeir hafa gert eða hvort hinn nýi forseti — Florencio Campomanes, heldur um stjórnvölinn. Deilan um ákvörðun Campo- manesar þess efnis að einvígið skyldi fara fram hér í Pasadena er léttvæg — yfirvarp. Sovétmenn lögðu sig aldrei eftir að kanna að- stæður hér. Þeir einfaldlega neit- uðu að koma hingað og þeir neit- uðu að ganga til samninga. Þeir létu sem aðstæður til einvígis- halds hér væru afleitar og hér væri allt of heitt. Það var aðeins fyrirsláttur — ástæða til þess að mæta ekki til leiks. Þeir létu í veðri vaka að ekki væri hægt að gæta fyllsta öryggis hér. Hvað þeir í raun áttu við með þessu er með öllu óljóst. Pasadena er einn friðsælasti staður í öllum Banda- ríkjunum. Skákin skipti engu — Sovét- menn skákuðu aðeins í því skjól- inu að aðstæður væru slæmar hér. Þeir ætluðu aldrei að senda Kasp- arov hingað. Nei, það sem málið snýst í raun um eru völd; völd inn- an FIDE og Kasparov sjálfan. Sovétmenn hafa hingað til getað sagt forsetum FIDE fyrir verkum. Campomanes er sjálfstæður vegna þess að hann hefur stuðning stjórnvalda á Filippseyjum og kærir sig kollóttan hvað Sovét- menn gera eða hugsa. Sovésk stjórnvöld bera fyllsta traust til Anatoly Karpovs, heims- meistara. Sovéskir ráðamenn vilja gjarna sjá heimsmeistaratitilinn áfram í höndum Karpovs — það vita allir sem fylgjast með skák. Þeir vita að Kasparov er orðinn ákaflega öflugur skákmaður og að hann mundi næsta örugglega sigra Karpov í einvígi um titilinn, ef tii kæmi. Þeir eru því reiðubún- ir að fórna Kasparov til þess að tryggja gæðingi sínum titilinn. Nei, Pasadena er aðeins yfirvarp, Rússar hafa fórnað Kasparov. Þá má benda á, að þessi ákvörð- un gæti gefið vísbendingu um þátttöku Sovétmanna í ólympíu- Viktor Korchnoi leikunum í Los Angeles að ári — úr því þeir ekki vilja tefla hér í Pasadena, þá er allt eins líklegt að þeir mæti ekki til leiks á Ólympíu- leikunum í Los Angeles, en Pasa- dena er útborg Los Angeles." — Sjálfur kaust þú fremur að tefla í Rotterdam en í Pasadena, eins og Kasparov. Hver er ástæð- an? „Loftslagið hér í Pasadena — mér er lítt um það gefið, því það á miklu betur við Kasparov. Þú mátt ekki gleyma því að ég er frá norðurhluta Sovétríkjanna — Leningrad, en Kasparov er frá Baku í suðurhluta Sovétríkjanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.