Morgunblaðið - 10.08.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.08.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1983 Kjalarskokki 1983 giftusamlega lokid „Á hverri hæð og hverjum hól var skimaö eftir vegaskiltinu til Hveravalla. Það birtist að lokum og Moggamyndin var Víða þurfti að klöngrast yfir ár og læki. tekin að venju.“ Frá vinstri: Jóhann Heiðar Jóhannsson, Sigurjón Andrésson, Guðmundur Gíslason, Gunnar Kristjánsson, Árni Kristjánsson, Stefán Friðgeirsson og Leiknir Jónsson. Hlaupið yfir Island á 23 klukkustundum og 26 mínútum KJALARSKOKKI 1983 lauk á mánudaginn eins og fram kom í Mbl. í gær. Hér í blaðinu hefur áður birst dagbók hlaupagarpanna fyrir fyrstu þrjá dag- ana og hér á eftir birtist seinni hluti frásagnar þeirra af þessu óvenjulega hlaupi, sem ekki hefur áður verið reynt. Nær dagbókin frá kvöldi 1. ágúst í Skálholti, þar til hlaupinu lauk í Blönduósfjöru mánudaginn 8. ágúst: Skokkarar tóku hraustlega til matar síns þegar áföngunum var lokið. 1. ágúst (frh.) Að loknum síðbúnum miðdegis- verði í Skálholti lagðist liðið í sól- bað á grasflötinni bak við skálann. Sumir röltu reyndar um staðinn og skoðuðu kirkjuna, turninn, jarðgöngin og minnismerkið um Jón biskup Arason. Nokkrir fóru í sund að Brautarholti og nutu þess að láta þreytuna líða úr limunum. Þegar fór að hvessa aftur síðar um daginn var skriðið í svefnpokana og hlaupararnir fengu sér „hænu- blund". — Dýrðlegur kvöldverður var snæddur í matstofu lýðháskól- ans og á eftir fylgst með fréttum og þó sérstaklega veðurfregnum og veðurspá í sjónvarpinu. Þeir spáðu alskýjuðu, heldur lygnu en súld. Ekki virtist það valda hópn- um miklum áhyggjum og kvöldið leið í ró. Fyrst var hlustað á Helgu Ingólfsdóttur og Michael Shelton æfa samleik á sembal og fiðlu í kirkjunni til undirbúnings tón- leikunum um næstu helgi. Gaman hefði verið að vera áfram og hlýða á þá en fjöllin freista líka! Kvöldinu lauk með framhalds- sögulestri og öðrum gamanmálum í flatsænginni miklu í teiknistofu skólans. 2. ágúst Hlauparar vöknuðu stundvís- lega klukkan 8 og hófu morgun- verkin. Fólkið var farið að þjálfast og allt gekk greiðlega. Einn kveikti á prímus og hitaði vatn. Annar dró fram brauðmetið, súr- mjólkina og „kornflexið". Sá þriðji hitaði kaffi o.s.frv. Að morgun- verði loknum voru bílarnir hlaðn- ir, því að nú átti að aka í Hauka- dalinn og hlaupá þaðan. Úti var milt veður, logn, alskýj- að og mjög fögur fjallasýn til norðurs: Hlöðufell, Jarlhettur, Bláfell og Kerlingarfjöll. Regnský virtust liggja yfir Langjökli en sólargeislum stafaði af Hofsjökli. Húsráðendur voru kvaddir með virktum, fólkinu troðið í bílana og lagt af stað upp Biskupstungurn- ar. Staðnæmst var við Hótel Geysi og samið um svefnpokapláss. Staðurinn bar fornri frægð sorg- legt vitni og virtist í niðurníðslu en viðmót starfsfólks þurrkaði burt allar áhyggjur sem ferða- langarnir gætu hafa haft af gist- ingunni. Farangri var komið fyrir í herbergjum á hótelinu og 2 bílar búnir til fylgdar næsta áfangann. Svalinn og eplasafinn frá Davíð voru tilbúnir og auk þess var blandaður ávaxtasafi I 10 lítra brúsa. Þrjár vaskar eiginkonur ætluðu að sjá um akstur og brynn- ingu þennan áfanga. Fyrst var ek- ið þangað sem hætt var daginn áður, við vegamótin um 3 km ofan við Geysi. Þar var rásmarkið reist, hlaupararnir gerðu upphitunaræf- ingar og myndavélar voru mund- aðar. Þokulúðurinn var þeyttur og hlaupið hófst. Það var róiega farið af stað enda búist við mörgum brekkum á leiðinni. Fyrsta vökvun fór fram við Gullfoss. Ávaxta- drykkurinn rann ljúflega niður þurrar kverkarnar og tími gafst til að virða fyrir sér tign fossins. Konurnar reistu rásmarkið aftur og tóku myndir með fossúðann í baksýn. Á þeirri stundu kom ak- andi aldraður Bandaríkjamaður einn í bíl. Hann fór strax að spyrja hvað áletrunin á borðanum þýddi: „Kjalarskokkið 1983“. Þeg- ar það hafði verið útskýrt fyrir honum, hristi karl hausinn og sagði: „We have crazy people in America too.“ Þá var hlaupurun- um nóg boðið og þeir geystust af stað upp Kjalveg. Það var enn ágætlega hlýtt, en komin hæg norðan gola og einstaka dropar féllu, þó ekki nóg til að bleyta föt. Flestir voru á stuttbuxum en lang- erma skyrtur þurfti. Appelsínugul endurskinsmerki og marglitir skórnir gáfu hópnum sérkennilegt yfirbragð enda brostu margir jeppaeigendurnir sem komu ak- andi suður yfir Kjöl. Sennilega sáu hlaupararnir fleiri bíla á þess- ari leið en flestum hinum áföng- unum, allt frá litlum frönskum bílum upp í stóra vörubíla með aftanívagna. Vegir voru nokkuð góðir en fara þurfti yfir stóra polla og litlar lækjarsprænur. Næsti áfangi var við Sandá. Gróð- ur var orðinn lítill og berir melar voru að taka við. Sem betur fer var komin brú á Sandána svo hún var enginn farartálmi í þetta sinnið. Sumir hlauparanna gátu rifjað upp ævintýraíegar jeppaferðir og svaðilfarir á þessari leið fyrir mörgum árum. Talið barst að jeppum og öðrum fjórhjóladrifs- bílum og víst var að jeppadellan blundaði hjá mörgum manninum. Ávaxtasafinn var svolgraður að venju og aftur haldið af stað. Það var létt yfir hlaupurunum og brandarar flugu á milli, flestir þannig að ekki var hægt að hafa þá eftir. Það er annars merkilegt hvað mikið er hugsað og hjalað á skokkinu. Því fer fjarri að menn þurfi að láta sér leiðast, auk þess er fylgst með náttúrufegurðinni og dýralífinu (einkum þegar stoppað er). Volvo-inn og Fólksvagninn tóku nú fram úr og héldu sig á undan hlaupurunum. Bílarnir og öku- mennirnir stóðu sig frábærlega vel og hlaupurunum varð hugsað til þess hvað þeir væru vel giftir. Klofað var og stokkið yfir lækjar- sprænur en misjafnt var hvað mönnum fórst það hönduglega. Þegar kom að Grjótá leist mönn- um ekki alls kostar á blikuna, áin of breið til að stökkva og engir steinar til að stikla á. Þeir hug- djarfari réðust strax út í ána hlaupandi eins og venjulega en hinir fóru úr skóm og sokkum og óðu með háum kveinstöfum vegna kuldans í vatninu og grjótsins á botninum (sem meiddi þreyttar iljar). Forystusauðirnir 2 hurfu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.