Morgunblaðið - 10.08.1983, Page 17

Morgunblaðið - 10.08.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1983 17 Enn maðkur í mysunni og prettir hjá siglingamálastjóra Eftir Arna Johnsen I>aö er með ólíkindum hvernig siglingamálastjóri hefur trassað að koma í framkvæmd því öryggismáli sjómanna að koma Sigmundsbúnað- inum um borð í íslenzk skip þótt Nigmundsgálginn og annar sjósetn- ingarbúnaöur Sigmunds Jóhanns- sonar hafi verið samþykktur af Sigl- ingamálastofnun á sl. ári og ráð- herra hafi gefíð út fyrirskipun um að slíkur búnaður yrði kominn um borð í íslenzk skip fyrir 1. marz sl. Það er leitt að þurfa að vera að eyða tíma í að hamra á siglinga- málastjóra til þess að hann komi þessu máli heilu í höfn, en það er nauðsynlegt vegna þess að líf manna getur verið í húfi. Siglinga- málastjóri fékk leyfi til þess sl. haust að veita undanþágur frá því að öll skip yrðu komin með þennan búnað fyrir tilskilinn tíma, en svo kyrfilega hefur verið lokað á verkið að helzt hefur verið um aft- urför að ræða í þróun málsins. Sú afturför byggist á afskiptasemi Siglingamálastofnunar af fram- kvæmd á hugmynd Sigmunds. Þá tóku aðrir aðilar í samráði við að- ila innan Siglingamálastofnunar að hanna búnaö sem byggðist á hugmynd Sigmunds og reynslu þeirra sem stóðu að tilraunum með honum, nema hvað vikið var frá því að skjóta björgunarbátn- um frá með loftþrýstibúnaði, en nota í staðinn gorm. Menn verða að ákveða sjálfir hvað það heitir að snúa þannig upp á hugmyndir manna sem hafa með margra ára vinnu lagt sitt af mörkum til þess að ná raunverulegum árangri. Þetta væri afsakanlegt ef betri árangur næðist, en í síðustu til- raun með gormaútfærsluna á Sig- mundsgálganum fraus gormurinn fastur, ísinn batt kraftinn sem átti að losa bátinn. Þá er það einn- ig samdóma álit kunnáttumanna að gormar sem eru spenntir af miklu afli í langan tíma, geta hrokkið í sundur við minnsta titr- ing. Meginmálið er hins vegar það að Sigmundsbúnaðurinn er ennþá það bezta og öruggasta sem boðið er upp á í þessum efnum, enda er hugmynd Sigmunds farin að spyrjast til annarra landa og í Noregi t.d. er mikill áhugi fyrir því að setja Sigmundsgálgann um borð í skip. Annarleg sjónarmið? Siglingamálastjóri er þekktur fyrir það að eiga erfitt með að taka ákvarðanir, jafnvel þótt mið- að sé við að allur er varinn góður, en það keyrir úr hófi þegar ann- arleg sjónarmið virðast ráða því að ekki er tekið til hendinni í þess- um efnum eins og vera ber. Það hefur löngum verið erfitt á milli Rannsóknarnefndar sjóslysa og siglingamálastjóra vegna þess að siglingamálastjóri taldi þá nefnd setta til höfuðs sér. Sjóslysanefnd- in tók hugmyndum Sigmunds strax vel og hefur stutt vel og dyggiiega við tilraunir með hans búnað og sýnt framsýni og dug. Allir sem þekkja til vita að þetta hefur farið mjög illa í siglinga- málastjóra þótt sorglegt sé að til slíks þurfi að koma þegar fjallað er um búnað til þess að bjarga mannslífum. Skyldi þessi tilfinn- ingasemi siglingamálastjóra skipta of miklu máli í því hvernig dregizt hefur að koma Sigmunds- búnaðinum um borð i íslenzk fiskiskip og önnur skip? Að vita ekki en vita þó Siglingamálastjóri sagði við mig í samtali fyrir skömmu að bú- ið væri að samþykkja gormabún- aðinn, en síðar í samtalinu sagði hann að það væri ekki búið að samþykkja hann. Ég spurði þá hvorri yfirlýsingunni ég ætti að trúa hjá honum og hann svaraði að í rauninni væru þær báðar rétt- ar. Hvað á að kalla slík vinnu- brögð hjá manni sem fer með ör- yggismál sjómanna? Siglingamálastjóri sagði að Vélsmiðjan Þór í Vestmannaeyj- um hefði ekki annað eftirspurn á framleiðslu búnaðarins og þess vegna væri það framkvæmdaat- riði að fá fleiri til að framleiða slíkan búnað. Siglingamálastjóri sagðist hafa talað við Þórsmenn í Eyjum og þeir hefðu staðfest að þeir gætu ekki annað þessu. Þetta er ósatt hjá siglingamálastjóra og á þessu ári hefur engin pöntun komið í Sigmundsgálgann hjá Þór. Á sama tíma er kunnugt um tals- menn hjá Siglingamálastofnun sem hafa sagt við útvegsmenn að ekkert lægi á því að setja þennan bújjað um borð í bátana og von væri á annarri útfærslu sem ef til vill væri betri. Þeir hafa meira að segja látið sig hafa það að segja að þeir þekktu ekki Sigmundsgálg- ann. Gengið fram hjá frumkvöðlum Vélsmiðjan Þór tilkynnti sigl- ingamálastjóra fyrir nær ári að þeir treystu sér til þess að smíða 600 gálga á ári með þeim mann- Sigmundsgálginn skap sem þeir höfðu og eins marga og þyrfti með meiri mannskap eða í samvinnu við önnur verkstæði, en það var samdóma álit allra sem komu við sögu í málinu að eðlilegt væri að fela Þór yfirstjórn á fram- kvæmd verksins þar sem Þórs- menn höfðu gengið í gegn um öll stig tilrauna Sigmunds og félaga hans í nokkur ár en talið er að um 1000 gálga þurfi á flota lands- manna. Meginmálið hjá Þórs- mönnum var það að þeir skyldu sjá til þess að þessi búnaður yrði framleiddur á tilskildum tíma og var rætt um fjögur verkstæði á landinu. Sigmundsgálginn er ekki hann- aður fyrir gorm, en nú er verið að reyna að troða gormi á gálgann. Síðasta sending af gormum frá Danmörku var send aftur til Dan- merkur. Á meðan það mál er ekki í öruggri höfn dregur siglinga- málastjóri það á langinn að láta hefjast handa um að setja hið stórmerka björgunartæki Sig- munds í íslenzka flotann. Þó er búnaðurinn kominn í allan flota Vestmannaeyja og Hornafjarðar og í ýmsa báta víða um land að frumkvæði útvegsmanna þar, en á sama tíma lætur siglingamála- stjóri það viðgangast að ný skip eins og Hólmadrangur, Gullver og Esjan, séu tekin í gagnið án þess að lögum landsins sé fullnægt og öryggi sjómanna haft í heiðri. Þetta sýnir aðeins að það er maðk- ur í mysunni og þess vegna er það krafa sjómanna að siglingamála- stjóri taki nú af skarið og láti setja í íslenzk skip þann búnað sem búið er að samþykkja og hef- “ ur reynzt bezt til þess að tryggja aukið öryggi sjómanna. Frumkvöðlar þessa máls, Sig- mund, sjómenn og útvegsmenn í Eyjum og sjóslysanefnd, hafa ver- ið hunzaðir í framgangi þessa máls meira en góðu hófi gegnir. Upplýsinga hefur verið aflað í Eyjum og þeim úthlutað til ann- arra aðila sem hyggja á fram- leiðslu á bjagaðri útgáfu af Sig- mundsgálganum. Siglingamála- stjóri ætti að sýna meiri snerpu í að fyrirbyggja slys til sjós. Siglingamálastjóri taki af skariö Hugmynd Sigmunds hefur stað- ið óhögguð. Við ísprófun á belgn- um var hann settur í tunnu með vatni og síðan var hún látin botnfrjósa. ísinn kurlaðist þegar loftinu var hleypt á belginn. Það er ekki eftir neinu að bíða og nú er það siglingamálastjóra að hleypa krafti í framkvæmd máls- ins. Siglingamálastjóri íslands á að vera hafinn yfir tilfinninga- semi í máli sem þessu, hann á að byggja á skynsemi og staðreynd- um og þær liggja á borðinu. Hefur siglingamálastjóri leyfi til þess að samþykkja öryggisbún- að sem er ekki sambærilegur við það sem þegar hefur verið sam- þykkt. Þess má geta að fulltrúar frá sjómönnum og Landssambandi ís- lenzkra útvegsmanna hafa mót- mælt gormafyrirkomulaginu eftir að hafa fylgzt með tilraun á opnun þess búnaðar við ísingu. Sjóslysa- nefnd hefur látið kanna gorma- málið og niðurstaðan var mjög neikvæð. Skyldi þurfa opinbera rannsókn til þess að hreinsa til á borði siglingamálastjóra í þessu máli og hvað skyldi hann lengi ætla að berja höfðinu við stein- Fróðleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! MJSAIA 20-70 utsaia u n // i VJ Snorrabraut s. 13505 Glæsibæ s. 34350 Miðvangi s. 53300 Hamraborg s. 46200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.