Morgunblaðið - 10.08.1983, Side 18

Morgunblaðið - 10.08.1983, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1983 íslandsmótið í hestaíþróttum: Rok og rigning í aðalhlutverki Hestar Valdimar Kristinsson SJÖTTA íslandsmótinu í hesta- íþróttum lauk síðastliðið sunnu- dagskvöld með einni allsherjar verðlaunaafhendingu. Stóð mótið yfir í tvo daga og var þátttaka góð í aliflestum greinum. Veður var hið versta báða dag- ana, rigning og rok og á laugar- dagskvöldið jaðraði við að slydda væri í rigningunni. Setti þetta óneitanlega leiðinlegan svip á mót- ið og voru menn orðnir frekar slæptir í mótslok. Það sem helst vakti athygli var frammistaða ungra og lítt þekktra keppanda og máttu ýmsir kunnir knapar sem staðið hafa framarlega á undanförnum árum gera sér það að góðu að fara heim án verðlauna. Sýnir þetta mót glögglega þá breidd sem orðin er í hestamennskunni og greinilegt er að enginn getur verið viss um sigur fyrirfram. Hinir ungu slá í gegn Það voru einkum tveir ungir keppendur sem sköruðu fram úr, þeir Sævar Haraldsson sem varð stigahæstur í samanlögðu og auk þess varð hann íslandsmeistari í fjórgangi á Háf frá Lágafelli og Þórður Þorgeirsson sem varð ís- landsmeistari í tölti á hestinum Snjalla frá Skarði (hesturinn heitir Snjall) og vakti sá hestur feikna athygli og er hann aðeins fimm vetra gamall. Er hér á ferðinni mikið snillingsefni, óhemju hágengur og fjaður- magnaður klárhestur með tölti. Eftir forkeppni í fjórgangi var Þórður í fyrsta sæti ásamt Sæ- vari á Háfi, en vegna mistaka mætti hann ekki í úrslitakeppn- ina og lenti því í fimmta sæti. Er ekki að efa að hann hefði bland- að sér í toppbaráttuna ef ekki hefði hann litið skakkt á klukk- una. En þrátt fyrir þetta sigraði Þórður í íslenskri tvfkeppni sem er samanlagður árangur úr tölti og fjórgangi. Sigurður Marínus- son varð íslandsmeistari í fimm- gangi á Storki frá Kirkjubæ og sigraði hann jafnframt í skeið- tvíkeppni sem er nýtt fyrirbrigði á íslandsmóti. Skeið-tvíkeppni er saman- lagður árangur úr fimmgangi og gæðingaskeiði. í ólympískri tví- keppni sem er samanlagður árangur úr hlýðniæfingum og hindrunarstökki, sigraði Erling Sigurðsson á hinum landsfræga Hannibal frá Stóra-Hofi og er þetta annað árið í röð sem þeír félagar vinna þennan titil. Gæð- ingaskeiðið sigraði Páll B. Páls- son stóðhestatemjari og hlaut þar með íslandsmeistaratign í þeirri grein. Keppti hann á hryssunni Kolbrá frá Kjarnholt- um og var hann vel að sigrunum kominn og má jafnframt geta þess að hryssan hefur hvort- tveggja í senn, mikið rými og fallegt skeiðlag. Af öðrum góð- um má nefna Gunnar Ágústsson en hann hlaut að vísu enga ís- landsmeistaratitla en var hins- vegar í úrslitum í úrslitakeppn- unum þrem, tölti, fjórgangi og fimmgangi og verður það að telj- ast góður árangur út af fyrir sig. Af unglingunum voru mest áberandi þeir Hörður Þór Harð- arson og Haraldur Snorrason í eldri flokki og í yngri flokki systkinin þau íva Rut Viðars- dóttir sem sigraði í tölti og varð stigahæst og Bogi H. Viðarsson, en hann sigraði í fjórgangi. Hörður varð íslandsmeistari í fimmgangi á Hafsteini og í tölti á Háfeta frá Dalvík. Haraldur varð stigahæstur í íslenskri tví- keppni og jafnframt stigahæstur í eldri flokki unglinga. Breytingar til bóta? Að þessu sinni var notað nýtt fyrirkomulag við útreikninga á stigum þannig að ekki var notuð margföldun til að fá stig úr for- keppni en þess í stað deilt og fundin út meðaleinkunn. Aðeins tíu efstu hestar fá svo stig eftir gamla kerfinu og eru þessir tíu gjaldgengir í samanlögðu stiga- keppnina. Þegar svo í úrslitin er komið er raðað í sæti og í lokin hefur hvert sæti ákveðið vægi eða gefur ákveðin stigafjölda sem síðan er notað í útreikning í stigakeppninni. Þessar breyt- ingar voru gerðar til þess að létta störf ritara á dómpalli, en þess má geta að mikið verk var að finna út stigahæstu keppend- ur með gamla fyrirkomulaginu. Ekki er komin mikil reynsla á þetta nýja reikningsfyrirkomu- lag þannig að erfitt er að segja hvort um sé að ræða góða breyt- ingu eður ei, en óneitanlega saknar maður gömlu punktanna eins og stigin voru yfirleitt köll- uð. Það sem neikvætt gæti orðið er útilokun á keppanda frá stiga- keppninni sem ekki nær tíunda sæti í einhverri grein. Tilgang- urinn með þessu var að koma í veg fyrir að lítið spennandi hest- ar með mikla skeiðgetu eigi möguleika á toppsæti í stiga- söfnun. Snjall knapi á góðum hestum getur gert smávægileg mistök í einni keppnisgrein og þar með misst af lestinni jafnvel þó hann sé stigahæstur í raun. En nóg um það. Framkvæmd mótsins gekk svona þokkalega en ekki meira en það að á laugardag hófst keppni klukkustund á eftir áætl- un en þegar allt var komið i gang gekk þetta sæmilega en óneit- anlega var þetta stíf dagskrá frá klukkan tíu til níu og þá átti að vera kvöldvaka og hrossaverslun sem reyndar var hætt við en í stað keppt í 150 og 250 m skeiði fram í myrkur. Leistur á nýju íslandsmeti Aðstæður voru heldur í lakara lagi, hringvöllurinn var mjög erfiður og átti rigningin stóran þátt í því, skeiðbrautin var hinsvegar mjög góð og skilaði góðum tímum í bæði gæðinga- og kappreiðaskeiði. Var meðal annars sett íslandsmet í 150 metra skeiði og var þar að verki Leistur frá Keldudal og Aðal- steinn Aðalsteinsson var við stjórnvölinn, tíminn var 13,8 sek. Nokkur meðvindur var og töldu sumir hann of mikinn, en að sögn forráðamanna mótsins var vindur mældur á mótsstaðnum og kváðu þeir vindin hafa verið undir þrem vindstigum. Vera kann að einhverjum finnist þessi skrif full neikvæð, veðrið var eins og verst getur verið og hefur það áhrif á flesta ef ekki alla þætti mótsins og hafa ber það í huga þegar fella á dóm um samkundu þessa. En úrslit urðu annars sem hér segir: Tölt (fullorðnir): 1. Þórður Þorgeirsson á Snjalla frá Skarði. 2. Hjörleifur Jönsson á Stiganda frá Grðf. 3. Gunnar Ágústsson á Hvin frá Hvassa- feUi. 4. llóskuldur Hildibrandsson á Svani frá Hallkelshólum. 5. Herbert Ólason á Kládfusi frá Stóra- Hofi. Fjórgangur (fullorðnir): 1. Sævar Haraldsson á Háfi frá Láftafelli. 2. Gunnar Ámistsson á Hvin frá Hvassa- felli. 3. Páll B. Pálsson á Óðni. 4. Hóskuldur Hildibrandsson á Svani frá Hallkelshólum. 5. Þórður Þorgeirsson á Snjalli frá Skarði. A forsíðu mótsskrárinnar var teikning eftir Halldór heitinn Pétursson úr sögunni Helgi skoðar heiminn. Hefur Helgi hér gert hlé i „heim.srei.su" sinni vegna veðurs og er þessi mynd táknræn fyrir veðrið á Faxaborg um helgina. Sævar Haraldsson kom skemmtilega i óvart með því að vinna titilinn „Sigurvegari mótsins". En hann varð einnig fslandsmeistari I fjórgangi á hestinum Háfi frá Lágafelli sem hann situr bér á myndinni. íslandsmeistari í tölti 1983. Þórður Þorgeirsson á Snjalla frá Skarði, en hann var sá hestur sem vakti mesta athygli á mótinu. Páll B. Pálsson sigraði I gæðingaskeiði á hryssunni Kolbrá Þeir Herbert Olason og Kládíus taka enga sénsa og fljúga hátt yfir eina hindrunina en þeir urðu hlutskarpastir í hindrunarstökkinu. Fimmgangur ( fullorðnir): 1. Sigurdur Maríusson á Storki frá Kirkju- bæ. 2. Gunnar Ágústsson á Perlu frá Kjart- ansstöðum. 3. Erling Sigurðsson á Gretti frá Syðri-Brú. 4. Siguröur Halldórsson á Sörla frá Húsa- felli. 5. Páll B. Pálsson á Nönnu frá Heilu. Gædingaskeid: 1. Páll B. Pálsson á Kolbrá frá Kjarnholt- um. 2. Sigurður Marínusson á Storki frá Kirkju- bæp. 3. Tómas Ragnarsson á Berki frá Kvíabekk. Hlýdniæfingar B (fullorðnir): 1. Viðar Halldórsson á Blesa frá Kirkjubæ. 2. Erling Sigurdsson á Hannibal frá Stóra- Hofi. 3. Olil Amble á Glað frá Skarði. Hindrunarstökk: 1. Herbert Ólason á Kládíusi frá Stóra- Hofi. 2. Grlinf; Sigurðsson á Hannibai frá Stóra- Hofi. 3. Sigurður Halldórsson á Sörla frá Húsa- felli. Stigahæstur í íslenskri tví- keppni (tölt og fjórgangur) Þórð- ur Þorgeirsson á Snjalli. Stigahæstur í skeiðtvíkeppni (gæðingaskeið og fimmgangur) Sigurður Maríusson á Storki. Stigahæstur í ólympískri tvík- eppni (hlýðniæfingar og hindr- unarstökk) Erling Sigurðsson á Hannibal frá Stóra-Hofi. Sigurvegari mótsins (stiga- hæsti keppandi úr öllum grein- um samanlagt) Sævar Haralds- son og keppti hann á hestunum Háfi frá Lágafelli og Núma frá Eyrarbakka. Tölt, unglingar 13—15 ára: 1. Hörður Þór Harðarson á Háfeta frá Dalvík. 2. Haraldur Snorrason á Smára úr Skaga- firði. 3. Anný B. Sigfúsdóttir á Hálegg frá Geld- ingaholti. 4. Sigmar Bragason á Glóa frá Vatnsleysu. 5. Hinrik Bragason á Erli frá Miðhúsum. Fjórgangur, unglingar 13—15 ára: 1. Sigmar Bragason á Glóa frá Vatnsleysu. 2. Haraldur Snorrason á Smára úr Skaga- firði. 3. Hinrik Bragason á Erli frá Miðhúsum. 4. Anný B. Sigfúsdóttir á Hálegg frá Geld- ingaholti. 5. Sigríður Aðalsteinsdóttir á Sörla frá Sig- mundarstöðum. Fimmgangur, unglingar 13—15 ára: 1. Hörður Harðarson á Hafsteini. 2. Ingunn Reynisdóttir á Hvöt frá Sigmund- arstöðum. 3. Hinrik Bragason á Fjalari úr Borgarfirði. 4. Sigríður Aðalsteinsdóttir á Madonnu frá Sveinatungu. 5. Jóhann B. Ágústsson á Hlébarða frá Bóndhól. Hlýðnikeppni, unglingar 13—15 ira: 1. Ingunn Reynisdóttir á Hvöt frá Sigmund- arstöðum. 2. Anný B. Sigfúsdóttir á Hálegg frá Geld- ingaholti. 3. Sigríður Aðalsteinsdóttir á Madonnu frá Sveinatungu. Stigahæstur í íslenskri tví- keppni (tölt og fjórgangur) og sigurvegari mótsins í unglinga- flokki 13—15 ára Haraldur Snorrason á Smára. Tölt, unglingar 12 ára og yngri: 1. íva Rut Viðarsdóttir á Stjörnublakk frá Reykjavík. 2. Bryndís Pétursdóttir á Rökkva. 3. Bogi H. Viðarsson á Blesa frá Kirkjubæ. 4. Arnar Þór Ragnarsson á Starra frá Starrastöðum. Fjórgangur, unglingar 12 ára og yngri: 1. Bogi Viðarsson á Blesa frá Kirkjubæ. 2. íva Rut Viöarsdóttir á Stjörnublakk frá Reykjavík. 3. Bryndís Pétursdóttir á Rökkva. 4. Arnar Þór Ragnarsson á SUrra frá Starrastöðum. Stigahæst í íslenskri tvíkeppni og sigurvegari mótsins í flokki unglinga 12 ára og yngri, fva Rut Viðarsdóttir á Stjörnublakk frá Reykjavík. 150 metra skeið: 1. Kolbrá frá Kjarnholtum, eigandi og knapi Páll B. Pálsson, tími 14,4 sek. 2. Hrund frá Keldudal, eigandi Leifur Þór- arinsson, knapi Tómas Ragnarsson, tími 14,5 sek. 3. Fjalar, eigandi Ragnar Hinriksson, knapi Hinrik Bragason, tími 15,1 sek. 250 metra skeid: 1. Sproti frá Torfastöðum, eigandi Hall- grímur Hallgrímsson, knapi Reynir Að- alsteinsson, tími 23,3 sek. 2. Máni frá Stórholti, eigandi Haraldur Siggeirsson, knapi Sævar Haraldsson, tími 23,5 sek. 3. Rakel frá Steinastöðum, eigandi Árni Ingólfsson, knapi Jón Árnason, tími 23,6 sek.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.