Morgunblaðið - 10.08.1983, Síða 20

Morgunblaðið - 10.08.1983, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1983 Financial Times kemur út aftur London, 9. ágú.st. AP. HELSTA viðskiptablað Bretlands- eyja, „The Financial Times“, kom út í dag í fyrsta sinn á tíu vikum eftir að verkfalli starfsmanna var aflýst. Samningurinn, sem endi batt á verkfallið, var undirritaður í síð- ustu viku af framkvæmdastjórum blaðsins og fulltrúum prentara. Þar segir að kaupgreiðslur til prentara muni hækka um þrettán sterlingspund á viku, sem er átján pundum minna en þeir höfðu farið fram á. Eftir hækkun hafa prent- arar við blaðið þrjú hundruð og sautján pund á viku, eða meira en þrettán þúsund íslenkar krónur. Þegar „The Financial Times" kom síðast út hinn 31. maí, kostaði blaðið 30 penní, en kostar nú 35 penní. Hersveit Afgana réðst á eigið lið Hætta við strendur Suður-Afríku Olíuskipið Castillo de Bellvar skömmu áður en það brotnaði í tvennt, um þrjátíu kflóraetra út af vesturströnd Suður-Afríku. Hstta var í dag talin á því að sviptivindar myndu þoka olíubrákinni nsr ströndinni. Stsrsti dráttarbátur veraldar, John Ross, togaði skut skipsins hsgt og sígandi á haf út, til að forða því að hann sykki nsr landi. Olíubrákin er um tuttugu kflómetrar á breidd, en síðan á laugardag hafa vindar lengst af verið hagstsðir. Mengunarhstta við ströndina hefur ekki verið umtalsverð þar til í dag. Islamabad, Pakistan, 9. igúst. AP. AFGANSKAR öryggissveitir drápu að minnsta kosti tuttugu sinna eigin manna í misgripum, í sprengjuárás á herstöð eina, sem talin var vera á valdi sksruliða, að sögn vestrsnna diplómta í dag. Samkvæmt frásögn diplómat- anna átti atburðurinn sér stað þann 30. júlí í borginni Ghazni í hundrað og tólf kílómetra fjar- lægð suðvestur af höfuðborginni. Arftaki Rios Montts er harður stjórnandi Mexíkóborg, 9. ágúst, New York Times. HINN NYI forseti Guatemala, Oscar Humberto Mejia Victores, hershöfðingi, er orðlagður fyrir hollustu sína við herinn og harð- skeytta afstöðu til þjóðmála. Valdataka hans á mánudag er talin munu hafa í för með sér formbreytingar frekar en straumhvörf í stjórnmálahTi landsins, þar sem prédikunarstfll Rios Montts, fyrr- verandi forseta, hefur orðið æ fleirum gremjuefni að undanförnu. Mejia Victores fæddist í Guatemala-borg árið 1930. Hann innritaðist í herskóla árið 1948 og var skipaður laut- inant árið 1953. Einnig út- skrifaðist hann sem hagfræð- ingur frá háskólanum í San Carlos í Guatemala. Forsetinn nýi er sagður hafa hlotið þjálf- un í herskólum í Panama og í Maryland í Bandaríkjunum og tali hann þar af leiðandi góða ensku. Árið 1977 varð hann varastarfsmannastjóri hersins og yfirmaður aðalstöðva hers- ins tveimur árum síðar. Eftir byltinguna, sem kom Rios Montt til valda, var hann út- nefndur varnarmálaráðherra landsins. Mejia Victores er giftur og er tveggja barna fað- ir. Hann er talinn gersneyddur málgleði og félagslyndi af því tagi er einkenndi fyrirrennara hans. Líkt og meirihluti Guatemala-búa er hann róm- versk-kaþólskur. „í samanburði við Mejia er Rios Montt hrein dúfa,“ sagði íbúi í Guatemala-borg við fréttamann New York Times nýlega. Stjórnmálamaður nokkur lýsti hershöfðingjan- um sem „afar íhaldssömum". Sagt er að lífsviðhorf hans séu táknræn fyrir yfirmenn hers- ins, sem leggja áherslu á hefð- bundnar dyggðir, öryggi, and- kommúnisma og frjálslyndi í viðskiptalífi. í fyrstu yfirlýsingunni, sem forsetinn gaf út í gær, sagðist hann mundu gera allt sem í valdi sínu stæði til að stemma stigu við skaðsemdaráhrifum kommúnista, sem ógnuðu frelsi landsins og fullveldi. Almennt er ekki búist við að mannréttindastefna Guate- mala muni taka breytingum undir stjórn hins nýja forseta, en hún hefur sætt mikilli gagn rýni á undanförnum árum. Sem varnarmálaráðherra átti Mejia Victores sjálfur drjúgan þátt í herferð stjórnvalda gegn skæruliðum vinstri- manna, er leiddi til þess að þúsundir borgara týndu lífi eða misstu heimili sín. Oscar Humberto Mejia Victores, hinn nýi forseti Guatemala. Kínverjar vilja fá (lugmanninn Peking, 9. ágúst. AP. KÍNVERSKA untanríkisráðu- neytið lýsti því yfir í dag að skila bæri aftur kínverska flug- manninum ásamt orrustuþot- unni MIG-21, sem hann flaug til Suður-Kóreu á sunnudag. Talsmaður ráðuneytisins gat þess ekki hvort tilmælum þessum hefði verið komið á framfæri við yfirvöld í Suð- ur-Kóreu. Heimildir í Seoul herma að Suður-Kóreumenn séu reiðubúnir til að koma að máli við kínverska sendi- menn og semja um að þot- unni verði skilað. „Ekki aðeins þotunni, held- ur einnig flugmanninum ber að skila til Kína,“ sagði tals- maður utanríkisráðuneytis- ins. Embættismenn í Suður- Kóreu segja að flugmaður- inn, Sun Tienchin, fjörutíu og sex ára að aldri, hefði far- ið fram á að honum yrði leyft að biðjast hælis í öðru landi, sennilega á Taiwan. Vill aö menn læri af öpum E».st Un.smg, Mirhigan, Bandaríkjunum, 9. MENN ættu aö læra af öpum og ala börn sín upp með meiri hlýju og Ifkamssnertingu en nú tíðkast, að því er vísindamaður á ráðstefnu sérfræðinga um frummenn sagði í dag. Samanburðarsálfræðingur frá Tækniháskólanum í Georgia, Terry Maple að nafni, sagðist hafa mótað kenningu sína um „náttúrulegt uppeldi" eftir að hafa rannsakað apategundir svo sem górillur og sjimpansa í tíu ár. Kenningin, segir vísindamað- urinn, setur fram líffræðilegt líkan til skilnings á atferli apa og til að leysa úr uppeldislegum vandamálum. Maple segir að hann og eiginkona hans hafi stuðst við kenninguna við upp- eldi tveggja dætra sinna, sem eru eins árs og tveggja ára, og ágú.st. AP. hafi það haft „undraverð" áhrif. Eitt sinn sagðist Maple hafa veitt því athygli að eldri dóttir sín væri taugaóstyrk, ef hún væri hreyfingarlaus. „Ég mundi þá að apar þurfa á hreyfingu að halda svo ég kom henni fyrir í poka á baki mínu meðan ég sinnti húsverkum og virtist það hafa róandi áhrif,“ sagði hann. Maple benti einnig á að óráðlegt væri að nota skammaryrði til að ávíta börn fyrr en þau skildu málið. Skynsamlegra væri að fylgja fordæmi apa og halda börnum í fjarlægð frá hlutum, sem leitt gætu til vandræða. Ennfremur hefði heilnæm áhrif að halda á börnum, snerta þau og veita þeim umhyggju fyrstu tvö til þrjú árin eftir að þau fæddust. Kabúl. Ghazni, sem er við þjóð- götu á leiðinni frá Kabúl til Kan- dahar var vettvangur stórsóknar stjórnarherja í síðasta mánuði. Sagt er að þeir hafi yfirgefið borg- ina fyrir tveimur vikum þrátt fyrir að ekki hafi tekizt að útrýma andstæðingum stjórnarinnar þar algerlega. Sendimönnunum ber saman um að loftárásin á herstöð- ina kunni að hafa verið fyrirskip- uð eftir að óáreiðanlegar fregnir bárust um að skæruliðar væru að gera árás á Bala Hirsar-virki Sov- étmanna. Ein sprengjan í árás stjórnarhersins missti marks og sprakk á götu með þeim afleiðing- um að meira en tíu óbreyttir afg- anskir borgarar létust. Engar fregnir hafa borizt af falli skæru- liða í árásinni. Haft var eftir vestrænum dipló- mötum í Nýju Delhí í Indlandi í dag að Sovétmenn hefðu gert að engu undirritaða samninga um að hörfa aftur frá Panjsher-dalnum í Afganistan í síðasta mánuði. Þvert á móti hefðu þeir svarað með sprengjuárás á þorp, er þeir voru minntir á að hafa sig á brott. Veður víða um heim Akureyri 12 alskýjaó Amsterdam 27 heiðskirt Aþena 33 heiöskírt Barcelona 24 alskýjaö Berlin 28 heiöskírt BrUtsel 27 heiöskýrt Chicago 37 heiöskýrt Deli 35 heiöskírt Frankfurt 27 heiöskírt Genf 26 skýjaö Helsinki 23 heiöskírt Hong Kong 33 heiöskírt Jerúsalem 26 heiöskirt Jóhannesarborg 6 skýjaö Kaupmannahöfn 26 skýjaö Kairó 33 heiöskirt Lissabon 24 skýjaö London 26 skýjað Los Angeles 35 heiöskfrt Madríd 29 heiöskýrt Mallorca 29 léttskýjaö Malaga 27 léttskýjað Miami 34 heiöskirt Moskva 24 heiðskírt New York 35 rigning Osló 25 skýjaö París 29 skýjaö Peking 31 heiöskfrt Reykjavík 11 rigning Rio de Janeíro 26 heiöskfrt Róm 32 heiöskírt San Francisko 25 heiðskirt Stokkhólmur 29 heiöskírt Tel Aviv 29 heiðskirt Tókió 35 heiðskírt Vancouver 24 skýjaö Vin 29 heiöskirt Þórshöfn 12 súld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.