Morgunblaðið - 10.08.1983, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.08.1983, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1983 21 Valborg er sólgin í lax, en það getur komið sér illa að vera of gráðugur. Hér sést hún fóst í laxanetum skömmu áður en henni var komið til bjargar. Mjaldurinn enn á ferð Alaborg, 9. ágúst. AP. MJALDURINN Valborg, sem Danir nefna svo, hefur nú enn á ný sótt heim frændur okkar. Og nú velta þeir því fyrir sér, hvort hún muni sækja um danskan ríkisborgararétt. Hvalurinn festist á grynningum i Limafirði fyrir allöngu, en tókst að losa sig. Þá festist hann í laxanetum í firðinum, en var bjargað. í síðustu viku var mjaldurinn kominn í Kattegat og töldu menn hann stefna á kaldari hafsvæði eins og dýrategundinni er eiginlegt. En á sunnudaginn sást aftur til hans á Lima- firði og segir Knud Rasmussen líffræðingur hvalinn kominn til að vera um kyrrt. Eitraði fyrir ættingjana Kempen, 8. ágúst. AP. MARIA VELTEN, 67 ára gömul ekkja, var handtekin sl. laugardag af vestur-þýsku lögreglunni fyrir morð á 77 ára gömlum föður sínum, tveimur eiginmönnum, 78 ára gamalli frænku og 74 ára gömlum unnusta sínum. Velten játaði að hafa eitrað fyrir allt þetta fólk, en föður sinn myrti hún árið 1963 með skor- dýraeitri og þar með fór skriðan af stað. Sex árum síðar eitraði hún fyrir frænku sína, 1976 kom röðin að seinni eiginmanni Velten, tveimur árum síðar var það unn- ustinn, þá fyrri eiginmaðurinn í ERLENT Segir uppreisnarmenn ekki óvinveitta Bandaríkjastjórn Washington, 9. ágúst. AP. EINN AF foringjum uppreisnarmanna í E1 Salvador, Guillermo Ungo, segir félaga sína æskja vinsamlegra samskipta við Bandarík- in. Ungo sagði uppreisnarmenn sækjast eftir „vinum, en hvorki óvinum né drottnurum". Kvað hann það vera „brjálæði" að ætla sér annað, að því er segir í haustblaði Foreign Policy Magazine. Bandaríkjastjórn telur, að heldur hvaðanæva að. Til upp- þeirra nú fyrir skömmu tjáð sér vilja nefndarmanna til að heim- sækja landið. Jarquin kvað þá vera velkomna. Annar diplómat Nicaragua, Saul Arana, kvað það mest í nösunum á Bandaríkjamönnum, að þeir vildu ræða við ráðamenn þar. Sagði hann við blaðamenn, að það væri sennilega ekki langt þangað til Bandaríkjastjórn sendi hermenn til Mið-Ameríku. sigur uppreisnarmanna í E1 Salvador muni aðeins leiða til marxískrar stjórnar líkt og í Nicaragua. „Kommúnistar líta landið hýru auga og leggja nú höfuðáherslu á að ná þar yfir- ráðum,“ sagði Nestor Sanchez, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjastjórnar í málefnum Ameríku. Ungo neitaði slíku og kvað uppreisnarmenn leita að- stoðar „ekki aðeins frá Kúbu, byggingar landsins þurfum við að fá aðstoð frá hinum vestræna heimi, þar á meðal frá Banda- ríkjunum". Þá sagði sendiherra Nicar- agua í Bandaríkjunum, Antonio Jarquin, að Henry Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra og nú formaður sérlegrar nefndar Bandaríkjaforseta um málefni Mið-Ameríku, hefði á fundi Vilja úrskurð alþjóðadómstóls <>sló, 9. ágúst. Frá fréltaritara Mbl. í Norejji, Kolf Lövström. lltanríkisráðherra Dana, Dffe Ellemann-Jensen sagði í viðtali við norska blaðið Aftenposten, að hann Fleygði sér fram af Notre Dame París, 8. ágúst. AP. FRANSKA lögreglan tilkynnti í dag, að 25 ára gömul frönsk stúlka hefði svipt sig lífi í gær með því að fleygja sér fram af turni Notre I)ame-dómkirkjunnar í Par- ís. Stúlkan féll 100 m niður á 29 ára gamla kanadíska stúlku og létust þær báðar samstundis. Þá slösuðust tveir ferðamenn smá- vægilega. Þetta er í 23. skipti sem ein- hver ræður sér bana með því að fleygja sér fram af turni dóm- kirkjunnar, en hún er nú um 800 ára gömul. Árið 1964 framdi frönsk stúlka sjálfsmorð á þenn- an hátt og kramdi um leið til bana bandarískan ferðamann. hefði boðið norsku ríkisstjórninni að láta alþjóðalög ráða við skiptingu hafsvæðisins milli Jan Mayen og Grænlands. Norski utanríkisráðherrann Svenn Stray sagðist hins vegar ekkert kannast við slíkt tilboð, en reiknaði með að samningaviðræð- ur landanna mundu hefjast að nýju í haust, en síðast var fundað í málinu í janúar sl. Fulltrúar Danmerkur og Noregs hófu viðræður um skiptingu hafs- ins milli Jan Mayen og Grænlands árið 1980. Ráðamenn í Noregi telja miðlínu réttmætasta. Danir telja hins vegar, að 200 sjómílna land- helgi Grænlands eigi að vera virt að fullu þar sem Jan Mayen sé óbyggð eyja. Piltur skotinn á Norður-írlandi lklfa.sl, 9. ájrúst. AP. f dag voru liðin 12 ár frá því, að bresk yfirvöld ákváðu að hafa mætti þá í gæsluvarðhaldi án dómsúrskurðar sem grunaðir væru um hermdarverk. Af þessu tilefni var efnt til óeirða á Norður-írlandi í dag. Lögreglan skaut í átökunum til bana ungling, Thomas Riley. Hann var ungur kaþólikki frá vesturhluta Belfast. Kiley var að sögn viðstaddra óvopnaður og er annar kaþólikkinn sem skotinn er til bana með skömmu millibili á Norður-Irlandi. Martin Malone, 18 ára, var skotinn af varn- arsveitum Ulster (UDR) 30. júlí sl. Lögreglan kvað fjóra lögreglu- þjóna og fjölda borgara hafa slasast í átökunum. Þá hefðu 64 verið hand- teknir. Getnaðarvörn fyrir karlmenn ('leveland, 9. ágúst. AP. LARRY L. Ewing, prófessor í æxl- unarlíffræði við John Hopkins- háskólann í Bandaríkjunum, sagði blaðamönnum í gær, að hann hefði fyrir hönd starfshóps við háskól- ann sótt um leyfi til heilbrigðisyf- irvalda til prófana á nýrri tegund getnaðarvarnar fyrir karlmenn á mennskum „tilraunadýrum“. Starfshópurinn hefur reynt hina nýju getnaðarvörn síðustu 12 árin á rottum, kanínum og resusöpum. Það tekur um 2 ár að fá leyfi frá bandarískum heil- brigðisyfirvöldum til tilrauna á mönnum. Getnaðarvörnin er krem, sem borið er daglega á magann til að letja framleiðslu sáðfrumna. Það hefur sams konar áhrif og pillan, þ.e. magn kynhormóna í blóði er aukið. Hormónin hafa síðan áhrif á stjórn heiladinguls á sæðisframleiðslu. Kremið er m.a. gert úr hor- mónunum testosteróni og estra- díol, sem er afbrigði estrógens. nóvember sl. Frúin kvaðst tvívegis hafa reynt að eitra fyrir seinni eiginmann sinn árið 1973, en hann hefði því miður lifað það af. Maria Velten er sex barna móð- ir og lýst sem afar vingjarnlegri konu af nágrönnum og ættingjum. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan .......... 22/8 Jan ........... 5/9 Jan ............ 19/9 ROTTERDAM: Jan .......... 23/8 Jan ........... 6/S Jan .......... 20/9 ANTWERPEN: Jan .......... 24/8 Jan ........... 7/9 Jan .......... 21/9 HAMBORG: Jan ......... 12/8 Jan .......... 26/8 Jan ........... 9/9 Jan .......... 23/9 HELSINKI: Helgafell .... 15/8 Helgafell ..... 9/9 LARVIK: Hvassafell ... 19/8 Hvassafell ... 29/8 Hvassafell ... 12/9 Hvassafell ... 26/9 GAUTABORG: Hvassafell ... 18/8 Hvassafell ... 30/8 Hvassafell ... 13/9 Hvassafell ... 27/9 KAUPMANNAHÖFN: Helgafell .... 18/8 Hvassafell ... 31/8 Hvassafell ... 14/9 Hvassafell ... 28/9 SVENDBORG: Helgafell .... 19/8 Hvassafell .... 1/9 Hvassafell ... 15/9 Hvassafell ... 30/9 ÁRHUS: Hvassafell ... 15/8 Hvassafell .... 1/9 Hvassafell ... 15/9 Hvassafell ... 30/9 GLOUCESTER MASS.: Jökulfell .... 10/8 Skaftafell ... 19/8 Skaftafell ... 17/9 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ... 20/8 Skaftafell ... 19/9 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.