Morgunblaðið - 10.08.1983, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.08.1983, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1983 Fiskafurðir hf.: Hafa flutt 70 lestir af kola til Englands FVRIRTÆKIÐ Fiskafurrtir hcfur að undanförnu flutt ferskan kola til Englands með góðum árangri. Hefur fyrirUekið flutt 60 til 70 lestir út síðan í júní og hefur brúttóverð verið um 30 krónur íslenzkar á kilóið. Að sögn Péturs Kjartanssonar hjá Fiskafurðum er kolinn fluttur út í sérstökum einangrunarkerjum í þurrgámum, 9 til 12 lestir í hverj- um, og hefur einn gámur farið utan vikulega. Það er Eimskipafélagið sem flytur kolann til Immingham, sem er rétt hjá Grimsby. Kolinn fer síðan á uppboð í Grimsby og Hull og hefur verð þar að undanförnu verið á bilinu 45 til 50 pund á „kit“, sem er 62,5 kíló. Gerir það um 30 krónur brúttó fyrir hvert kíló og þegar tollar og kostnaður hefur ver- ið dreginn frá skilar kolinn seljend- um um 15 krónum fyrir kílóið. Sagði Pétur því ekki rétt, að tífalt hærra verð fengist fyrir kolann í Englandi en hér heima eins og sagt var í frétt Morgunblaðsins frá Nes- kaupstað á þriðjudag. Þar væri hvorki tekið tillit til verðbóta hér heima né flutningskostnaðar, tolla og fleiri útgjalda við söluna. Kolinn kemur aðallega frá Ólafsvík og sagði Pétur, að helzti kostur þessa útflutnings v -i sá, að hann létti verulega á vinnslu frysti- húsanna. Auk þessa hafa Fiskaf- urðir meðal annars flutt fiskimjöl og lýsi út. Sumarhátíð þroskaheftra og velunnara þeirra í kvöld SUMARHÁTÍÐ þroskaheftra og vel- unnara þeirra, sem Landssamtökin Þroskahjálp standa fyrir, verður hald- in í veitingahúsinu Broadway í kvöld, 10. ágúst. Er þetta í fyrsta sinn sem slík hátíðer haldin og verður ýmislegt gert til skemmtunar. Bandaríska hljómsveitin The River City Good Time Band heldur söngskemmtun og hljómleika, en hana skipa tólf fatlaðir tónlistarmenn og söngvar- ar. Þeir Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þorsteinsson sjá um kynningu á skemmtuninni, en af íslenskum skemmtikröftum koma fram þeir Magnús Ólafsson og „Konni kokk- ur“. Þá verða flutt ávörp og gestum veittar gjafir. Víkurskarðsvegur opnaður vetrarumferð Unnið hefur verið í sumar að lagningu vegar miili Eyjafjarðar og Fnjóskadals um Víkurskarð. Að sögn talsmanns Vegargerðarinnar á Akureyri er stefnt að því að opna veginn almennri umferð fyrir veturinn. Upphaflega var gert ráð fyrir að unnt yrði að taka veginn í notkun nú í sumar, en það tókst ekki vegna fjárskorts. Kjalarskokki 1983 giftusamlega lokið Hlaupið yfir ísland... Við lllagil á Bláfellshálsi var þessi stelling sýnd að boði eiginkvenna, sem vildu vita hvort fæturnir væru í lagi. að spilla hvíldinni. Þreytan varð þó yfirsterkari og meðan söngur hestamanna hljómaði í kvöld- kyrrðinni langt fram eftir nóttu sofnuðu flestir. 5. ágúst Allir vöknuðu á tilsettum tíma kl. 8 en enginn spratt fram úr að bragði. Stirðir liðir, aumir vöðvar og svefndrukkinn hugur var það sem mest bar á. Morgunverkin hófust þó og hafragrauturinn rann ljúflega niður. Brauðið var talið af skornum skammti þannig að allir áttu að troða sig út af grautnum. Veður var gott, sunnan gola, bjart til norðurs og austurs en fremur kalt eða 5° hiti. Til norðurs var haldið og byrj- aði hlaupið við afleggjarann til Hveravalla. Kalli bílstjóri hafði 3 sveina í rútunni sér til aðstoðar en konur ætluðu að vera heima. Þær voru reyndar boðnar í miðdegis- kaffi í veðurathugunarstöðinni. Hlaupið hófst kl. 10.40 á venju- legan hátt. Messinglúðurinn frá Ellingsen hafði nú fengið hið virðulega nafn: „Púströrið". Ákveðið var að fara ekki meira en 27 km í þessum áfanga. Nokkrar ár og lækir voru á leiðinni og þeir harðgerðari og ákafari réðust strax í að vaða þær þó að þá veik- lundaðri langaði mikið til að láta rútuna ferja sig yfir. Sumir höfðu verið svo forsjálir að taka með sér stígvél en aðrir höfðu gamla strigaskó til að vera ekki berfætt- ir. Farið var því úr skóm og sokk- um og sullast yfir. Þetta var kalt meðan á því stóð en hitaði vel í tærnar á eftir. Árnar töfðu ferð- ina talsvert, landslagið var til- breytingarlaust og vöðvar illa þreyttir eftir langan áfanga dags- ins áður. Hnéð og leggurinn létu líka vita af sér og drógu úr ferða- hraðanum. Dagurinn fékk því um- sögnina: „Þetta var ekki sérlega skemmtilegt." Eftir nákvæmlega 27 kílómetra og 2 klst. og 8 mín. var rútunni snúið við og haldið til baka. Sumir höfðu á orði að þetta hefði verið erfiðasti áfanginn. Kvennanna og hlýrra handa þeirra var líka ákaft saknað. Þegar til baka kom að Hveravöllum voru konurnar rétt að koma úr „vöfflukaffi" og það æsti upp sultinn í hlaupurunum. Strax var þó farið í laugina og sár- ir vöðvar liðkaðir. Síðan var sest að heitri ávaxtasúpu sem konurn- ar höfðu útbúið þrátt fyrir allt tal um mótmælaaðgerðir daginn áð- ur. Síðar skiptist hópurinn. Sumir fóru að skoða Eyvindarhelli, aðrir fengu sér hænublund og enn aðrir fengu að nota talstöð veðurathug- unarfólksins til að gefa Morgun- blaðinu skýrslu og hafa samband við ættingja. Eftir þetta var hvíld- arstund í flatsænginni á loftinu og festu þar margir væran blund. Bú- ið var að þvo svitablauta hlaupa- búningana og hengja upp til þerris í einu herbergi skálans. Þá dreif allt í einu að 4 útlendinga sem kröfðust gistingar þannig að rýma varð þurrkherbergið. Síðan var soðinn saltfiskur og veðurathug- unarfólkinu boðið til veislu. Vilhjálmur og Guðrún kunnu frá ýmsu að segja og eins og ævinlega þegar fslendingar hittast gekk greiðlega að finna sameiginlega vini og kunningja. Þau hurfu allt- of fljótt að skyldustörfum þannig að karlmennirnir voru settir í hús- verkin meðan konurnar blönduðu sér kvölddrykk. Ýmiss konar fólk og bílar af öllum stærðum og gerð- um komu um kvöldið, allt frá litl- um Citroen-bröggum og upp í volduga fjallabíla. Mest bar á fólki úr skíðaskólanum í Kerlingarfjöll- um sem skemmti sér vel við laug- ina. — Skriðið var í flatsængina um miðnættið en eins og áður var svefninn misjafn, enda fæstir van- ir svo frumstæðu útilegulífi. 6. ágúst Á fætur kl. 8 eins'og venjulega. Morgunverkin gengu hægt en ör- ugglega. Það þurfti ekki bara að næra fólkið heldur líka að taka allan farangurinn saman, hlaða bílinn og hreinsa skálann laus- lega. Þessu var öllu lokið laust fyr- ir kl. 11 og eftir að hafa kvatt skálavörðinn og greitt fyrir gist- inguna var brunað norður eftir Kjalveginum. I þetta sinn gekk heldur illa að finna staðinn þar sem hætt var deginum áður í Helgafellinu norðvestanverðu en að lokum tókst það þó. Veðrið var heldur leiðinlegt, norðvestan gola, rigning, alskýjað og þoka á fjöll- um sem algerlega byrgði fyrir út- sýnið. Hlaupararnir bjuggust göll- um sínum og skóm, regngöllum, endurskinsmerkjum, vettlingum og húfum. Þeir blotnuðu þó fljót- lega alveg inn að skinni og máttu ekki stoppa nema 2—3 mínútur á hverjum brynningarstað til að verða ekki hrollkalt. Fingurnir urðu krókloppnir ef vettlingarnir voru teknir niður einhverja stund. Nokkrar ár og lækir urðu fyrir á leiðinni og yfir fyrstu óðu menn berum fótum en síðar þegar kuld- ann setti að fengu menn lánuð stígvél úr rútunni. Engum datt þó í hug að fá far yfih eina einustu sprænu. Þetta varð enn erfiðari áfangi en daginn áður, sérstaklega þar sem við bættist hálka á blaut- um moldarvegunum á Auðkúlu- heiðinni. Landslagið virtist til- breytingarlaust enda lítið útsýni vegna þoku og úrkomu. Bílaum- ferð var talsverð en truflaði ekki hlauparana. Áfangi dagsins var 30 km og menn hlupu að mestu þöglir og hver hugsaði um sína þreyttu limi. f hugum margra var án efa ofarlega spurningin: „Skyldi ég endast alla leið?“ Auk hnésins og leggsins komu nú í ljós aum hásin, stór blaðra á tá og eymsli í kálfa. Það vottaði fyrir helti en þrjóskan og þrákelknin komu í veg fyrir að nokkur heltist úr. Siðasta spölinn við Friðmundarvötn var farið hratt yfir og menn virtust vilja ljúka þessari pínu sem fyrst. Það voru því þrekaðir og þreyttir menn sem tróðust inn í rútubílinn við norðurenda Friðmundarvatna. Rútan lagði strax af stað niður í Blöndudalinn og ákveðið var að tjalda ekki heldur reyna að fá svefnpokapláss á Edduhótelinu á Húnavöllum. Á leiðinni í rútunni höfðu menn fataskipti, yzt sem innst, og segja má að margar sér- kennilegar leikfimiæfingar hafi verið teknar þá. Lyktin af blautum fötunum í þröngum bílnum var sterk en bæði menn og konur í þessum hópi voru ýmsu vön. Áfangi næsta dags, sunnudagsins, var ákveðinn 30 km og endamark- ið við suðurenda Svínavatns. — Greiðlega gekk að fá gistingu á Húnavöllum og fólkinu var vísað til hvílu í tveimur rúmgóðum kennslustofum. Móttökur voru annars alveg stórkostlegar. Hóp- urinn fékk aðstöðu til að elda, borða, þvo og þurrka blaut og óhrein fötin og síðast en ekki síst komast t sundlaugina og heita pottinn. Að loknum kvöldverði, sem var hangikjöt með kartöflum og baunajafningi, var tekið til við að þvo óhreinu fötin. Þetta reynd- ist mikið verk en konur og karlar gengu í þetta af sömu atorku og öll önnur verk fram til þessa og það var ekki fyrr en löngu eftir mið- nætti að allt var orðið hreint og þurrt. Kvöldsopa fengu menn sér í vistlegu anddyri hótelsins. Kon- urnar drógu upp prjónana en mennirnir ýmist nudduðu sára vöðva eða laumuðust afsíðis til að setja ísbakstra á meiðslin. Undir nóttina var dagbókarbrot lesið. 7. ágúst Vaknað kl. 8 eins og venjulega og morgunverkin hafin. Það var venju fremur hljótt um einn hlauparann og að morgunverði loknum tilkynnti hann að leggur- inn væri orðinn svo slæmur að best væri að hvíla hann þann dag. Búið var að reyna öll húsráð til að bæta hann en ekkert gekk. Auma hásinin frá deginum áður hafði fengið ísbakstra og ætlaði að harka af sér. Blæðing undir nögl stóru táar kom einnig í ljós hjá einum hlauparanna og var snar- lega stungið á henni. Þegar búið var að aðgæta heilsufarið var lagt af stað og komið upp fyrir hádeg- ið. Blásið var í púströrið 1 mínútu fyrir 12.00 og sex hlauparar höktu af stað, stirðir og skakkir. Það var hvöss sunnan og suðvestan gola, þoka til fjalla og regnskúrir sáust niðri í Blöndudalnum, enda stóðst það á endum að rigningin skall á í brekkunum áður en komið var niður í Blöndudalinn. Leggurinn sat í rútunni og fylgdist með fé- lögum sínum með eftirsjá. Annars væsti ekki um hann með þremur konum og bílstjóranum. Það var ótrúlegt hvað tíminn leið hratt. Á tæplega 'Æ klst. fresti þurfti að stoppa og gefa hlaupurunum nær- ingu, fyrst ávaxtasafa en síðar kaffi og brauð. Þess á milli báðu þeir stundum um aðrar buxur, stakk, húfu eða vettlinga þannig að nóg var að gera. Leggurinn sá einnig um myndatökur og fylgdist með hlaupatímanum á skeið-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.