Morgunblaðið - 10.08.1983, Síða 29

Morgunblaðið - 10.08.1983, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1983 29 ellegar annaö sem viö hæfi er, skulu sendar menntamönnum og fjölmiðlum. Eigi gerist annarrar varnar þörf; réttlætið er tryggt í leynilegri krufningu háskólans." Þegar öllu er á botninn hvolft, er það bein skilgreining á prófess- orum, að þeim beri að miðla upp- lýsingum um rannsóknarverkefni Islendinga. Því verkefni verður að sinna. Regla óhlutdrægni Ein þekktasta regla háskóla mælir svo fyrir, að efni skuli ekki fyrir lagt af hlutdrægum aðila; hvert það rit sem „lesið“ er, „kruf- ið“ eða „kynnt“ skuli njóta þess sem stofnendur Háskóla íslands nefndu „fordómalausa sannleiks- leit“. Enginn kennari er óháður eigin skoðunum og viðhorfum, jafnan greinir rannsakendur á um túlkun. Því er slík áherzla lögð á sanngirni háskólakennara: réttur hins krufða skal ætíð tryggður. Þetta leiðir af sjálfu sér: við „for- dómalausa sannleiksleit“ má ekki halla máli. Maðurinn er nú einu sinni eins og hann er, hallur undir fordóma sína og gæluhugmyndir. Þetta gerir regluna ófrávíkjanlega; sum- ir halda að nær ókleift sé að ná fullkominni óhlutdrægni; svo segir til dæmis í bók sem ég hef við hendina um ástæðu reglunnar: „Anyone being introduced to a subject... inevitably acquires ide- as which are biased in a direction dependent on the way the subject is introduced. Once a particular idea has been accepted, few people take the trouble to analyse all the relevant factors ...“ Þeir er þetta rita telja að ALDREI verði hjá því komizt, að kynning efnis fyrir nemendum lit- ist persónulegum viðhorfum frummælanda. Þannig veiti kenn- ari fordómum inn í hug nemenda með því einu að leggja efnið fram eftir eigin höfði. Sjá því allir, hve gífurlega mikilvægt er, að óhlut- drægni og réttsýni sé gætt við kynningu nýrra kenninga. Meginatriði er m.ö.o. HVER leggur mál fyrir og HVERNIG. Ekki hafa borizt af því fregnir, að slíku sé haldiö leyndu við háskóla. Hæfnisskírteinið í framangreindu tilviki þótti rétt, að Gunnar Karlsson kynnti verk undirritaðs — ásamt ein- hverju því fólki, sem mystik hvílir yfir; nafna fæst ekki getið. Skyn- semd þessarar ákvörðunar byggist væntanlega á því, að fyrir ári lenti Gunnar Karlsson í heiftarlegu hnútukasti á undirritaðan. Hvössu erindi um skyldur háskólakennara svaraði hann svo, að greina rangt frá efnisatriðum og niðra viðmæl- anda sinn. Munu vart hafa heyrzt ummæli um einstakling í Ríkis- útvarpinu neitt í átt við þau er forseti heimspekideildar viðhafði um þann er þetta ritar. Meðal annars tók Gunnar Karlsson til láns fáheyrðan samsetning undir- rituðum til hnjóðs, raunar svo skrýtinnar tegundar, að hvergi jaðraði við heilbrigða skynsemi. Hafði þannig ekki þótt rétt að svara þeirri niðran, enda þótt birzt hefði á prenti. Hæfnisskír- teini Gunnars Karlssonar í fræð- um undirritaðs byggðist með öðr- um orðum á þessum forsendum. í venjulegum háskóla hefði slíkt verið talið frágangssök. Sá sem á í illdeilum við annan, fellir yfir persónu hans harða dóma á opin- berum vettvangi og kveður upp sleggjudóma yfir verkum hans — er ekki hæfur úrskurðaraðili. Sízt gæti hann kynnt verk þess er snú- ið hefði spjótinu á lofti og sent á hann miðjan. Slíkur maður víkur úr sæti. Hann getur gagnrýnt EFNISATRIÐI eftirá — hann er óhæfur til að standa fyrir KYNN- INGU efnisins. Háskóli er undir strangri siðferðiskvöð: honum BER að skilgreina EFNISATRIÐI, en hann má aldrei — hvernig sem á stendur - KVEÐA UPP SLEGGJUDÓM. Er sú siðferðis- skylda ekki sízt lögð á Fréttabréf, sem telst opinber fjölmiðill há- skóla — beinlínis miðlar upplýs- ingum til menntamanna og stjórnvalda — ótvírætt er ætlazt til, að blær frásagnar þess höfði til óhlutdrægra vísindalegra við- horfa. Málsvörn háskólamanns Skyndilega snarast Gunnar Karlsson nú fram á ritvöllinn — eigi þó til að skýra atferli heim- spekideildar, heldur til að birta „Málsvörn háskólamanns" (Mbl. 5.8. ’83). Engu fær hann þó með rökum varizt af þeirri einföldu ástæðu, að baráttan er við orð hans sjálfs. Að öðru leyti fjallar greinin mestanpart um illt inn- ræti undirritaðs, eigi sízt gagn- vart þreyttum gamalmennum og saklausu byltingarfólki. I stað þess að reifa það málefni, sem til umræðu er — siðferðisskyldu há- skólans — velur G.K. þannig að halda áfram að niðra einstakling. Slíkt er gjörsamlega óheimilt í akademískri umræðu. Og ástæðan til að ég spurði til skyldu akadem- ískrar stofnunar er nú allt í einu ekki lengur sú, að ég var orðinn langþreyttur á höggum undir belt- isstað; það er EG sem stunda „árásir" á G.K. og stofnun þá sem hann vinnur við. Þá er barátta fyrir akademískum siðareglum ekki prinsip-mál — heldur dylgjur um „fjárdrátt“ við háskólann! (Væri raunar fróðlegt að vita, hví G.K. blæs þetta út.) Skrif mín ein- kennast með öðrum orðum af „röngum staðhæfingum og dylgj- um“. Þá hefur mér „hrakað í mannasiðum síðan í fyrra"; ég ásaka G.K. „án þess að rökstyðja það einu orði“ — þótt rakið væri í smáatriðum í Mbl. 26.6. ’82. Enn þarf ekki að spyrja að því, að ég geri mig sekan um að „mistúlka herfilega" ræðu G.K. 1. des. 1978 — enda þótt orðrétt væri til vitn- að. Er „öllu öfugt snúið þó“ í bar- áttu undirritaðs, sem ekki er að furða, þar sem ég sýni „skilnings- leysi á eðli rannsókna". Sex viða- mikil verk eru hins vegar áberandi fyrir það, að þau eru ekki nefnd. Skortur á forvitni Þetta eru þá viðhorf þess manns, sem er „kennari" á nám- skeiði þar sem lesin eru verk und- irritaðs — þau m.ö.o. KYNNT. Ef upplýsingamiðlunin er sú sem að framan greinir á opinberum vett- vangi — í útvarpi og blöðum — hvað skyldi þá rabbað við leyni- krufningu þar sem enginn verður krafinn ábyrgðar? Kjarninn feit- letraði í grein G.K. gefur væntan- lega vísbendingu um þetta: „Sá sem helgar sig rannsóknum, hlýtur að eiga sér trú á að heimur- inn búi yfir möguleikum sem menn hafa ekki enn uppgötvað og nýtt. Öll sönn rannsókn er leit að slíkum möguleikum. Þó að Einar Pálsson hafi lokið prófi frá Há- skóla íslands, er eins og honum hafi mistekizt að skilja og tileinka sér þetta nauðsynlega rannsókn- arviðhorf." Já, slíkt er trúleysið, að hinn út- skúfaði hefur eytt tómstundum ævinnar í lausn fræðilegra verk- efna í stað þess að stunda pólitískt dægurþras. Og sex bækur hans lýsa svo ekkr verður um villzt fá- heyrðum skorti á nýjum mögu- leikum. Þyrfti sennilega sex í viðbót til að menn skildu þetta til fulls. Ef... Mega nú allir sjá, að þótt undir- rituðum hafi verið meinað að skýra rannsóknaraðferðir, niður- stöður og efnistök við heimspeki- deild með fyrirlestrum og rök- ræðum, þá er háskólamönnum fullkomlega leyfilegt að víkja svo að persónu hans, að ætla mætti, að hann lægi óvígur eftir. Spurn- ingin er þá, hvort slík málsvörn háskóla nægi gegn ófullkomnum einstaklingi. Duga til dæmis um- mælin hér að framan gegn þeim sex bókum, sem engin efnisleg rök hafa hrundið? Eða segjum svo, að það hafi verið rétt hermt í út- varpserindi G.K. forðum, að und- irritaður hefði gerzt sekur um „rætni", „ósannindi" og „rógburð" — hefðu fræði svo vonds manns þá ekki verið bezt í höndum for- setans komin? Nei, það er nú einmitt það: Þarna gildir sama reglan, aldrei má blanda saman persónu manns og rannsóknum hans. Ef áheyr- endur fregnuðu, að sá sem þetta ritar væri slík ókind sem að ofan segir, ættu þeir örðugt með að meta verk hans af fullri sanngirni. Réttsýni yrði þannig ekki tryggð. Hversu mikilvæg þessi regla er, sjá menn til dæmis af fyrsta rekt- or háskólans; vart hefur nokkur maður orðið fyrir öðrum eins sví- virðingum á prenti og Björn M. Óisen í Dægradvöl Benedikts Gröndal. Var Gröndal þó greindur maður og gegn. Hvort aðkastið var réttmætt, kom hins vegar ekki há- skólanum við; það sem hann varð- aði var, hvort rit Björns stæðust fræðilegan kvarða. Má raunar halda svo fram lengi: við athuganir í Flórenz skemmti ég mér konunglega yfir lýsingum á Michaelangeló og Leónardó da Vincí; ekki hafa skriðið ömurlegri kvikindi á guðs grænni jörð, ef þær lýsingar voru réttar. Hæng- urinn er aðeins sá, að þetta er málinu .gjörsamlega óviðkomandi — því er reglan svo mikilvæg: Hvað sem hæft er í illmennsku Michaelangelós og Leonardós breytir það nákvæmlega engu um verk þeirra. Á sama hátt breytir illmennska undirritaðs — og ritun sem að- gengileg er almenningi — engu um verklag hans og tilgátur. Háskóli á ekkert vopn — annað en rök. Tilgangur háskóla En ef forseti heimspekideildar skyldi nú vera svo miklu göfugri maður en aðrir, að hann léti sig nýliðnar væringar engu skipta — eru skoðanir hans á verkefnum háskóla þá þess eðlis, að hann þætti sjálfskipaður dómari um nýjar rannsóknarleiðir er varða þekkingaröflun? Þarna rekumst við enn á skiln- ingsmúr: við þekkjum einmitt skoðanir Gunnars Karlssonar á skyldum háskóla. Hinn 1. des. 1978 lýsti hann því opinberlega yfir, að verkefni Háskóla íslands væri EKKI að auka við „magn“ þekk- ingar, heldur að fella það þjóð- skipulag sem íslendingar hafa kosið sér. Lýsti hann því jafn- framt yfir, að hann mundi EKKI hlýðnast þeim siðferðisskyldum, sem háskólakennurum væru lagð- ar á herðar — hann væri bundinn „æðra“ markmiði, öðrum kvarða. Ef kvarði forseta heimspeki- deildar er nú borinn við bækur undirritaðs, er augljóst, að þær standast ekki mál. í bókunum er hvergi tekin afstaða til þess sér- staka verkefnis, hvort leggja skuli í rúst þjóðskipulag vestrænna ríkja. Bækurnar varða nýjar að- ferðir við öflun þekkingar — til að auka við „rnagn" þeirrar vöru. Þar er bent á hugsanlegar óreyndar leiðir — og lausnir lagðar fram til prófunar. Þótt ekki væri nema af þessari ástæðu einni teldist forseti heimspekideildar aldrei réttur að- ili að málinu. Ritsafnið Rætur ís- lenzkrar menningar verður dæmt eftir því, hvort tilgátur þess eru rétt fram settar — og hvort þær hljóta staðfestingu. Spurningin á þeim vettvangi er ekki bylting „sósíalismans" heldur bylting í hugsanlegum rannsókn- arleiðum. Sá er munurinn. Óvinur fólksins Og þá er ekki annað eftir en þakka fyrir sig. Fyrst upplýsingar fengust ekki um það hvað sagt var við háskólann, verða menn að geta í eyðurnar — rýna í sanngirnina að baki málsvörn G.K. Eitt mun þá öllum ljóst verða — hversu miklu nær við erum nú um þekk- ingarmiðlun háskólans. Að öllu öðru slepptu verður það sennilega um alla framtíð talið merkilegasta umhugsunarefnið í baráttu þeirrar stofnunar síðari hluta tuttugustu aldar, að sá sem situr áratugum saman við þá iðju að rannsaka hugmyndafræði og menningu feðra sinna, virðist nú orðinn Public Enemy Number One, óalandi og óferjandi, ekki einu sinni verður þess að heyra hvað um verk hans er sagt. Meðan ís- lenzka þjóðin var fátæk og skildi ekki hin æðri sannindi og mark- mið háskólastarfs, fagnaði al- menningur þeim er svo eyddu tíma sínum. Veit ég raunar ekki betur en svo sé enn gert, og fer því fjarri að ég verði var við „mennta- mannahatur" og „fyrirlitningu" af almennings hálfu vegna bóka minna. Þau viðhorf koma flest annars staðar að. En þaðan hafa þau ótæpilega runnið — að baki mér — og ekki furða þótt lífsskoð- un mín þyki af þeim sökum „dap- urleg" í efra. Þá mun ýmsum þykja fróðlegt, að maður, er ver sig gegn „konu með svartan kassa" — eina upplýsingamiðli, sem rek- izt verður á um tilteknar bækur — skuli sjálfur vændur um það að beita „dylgjum" í málflutningi. Væri þannig í raun ekki fráleitt að reisa kellu styttu við hlið Sæ- mundar fróða á lóð háskólans. Eitt mun háskólinn þó vonandi ekki lá mér: Rekist ég enn á þá gömlu við fróðleiksmiðlun sína — í einhverri mynd — mun ég sýna almenningi ofan i kassann svarta. Þegar öllu er á botninn hvolft, verður að heilsa dömum af þeirri kurteisi, er ég virðist hafa gleymt frá því í fyrra. Spurningin mikla Geysimikil gróska er nú í menn- ingarfræðum fornaldar erlendis. Hefur nýlega birzt fjöldi rann- sókna, er koma í smáatriðum heim við niðurstöður ritsafnsins Rætur íslenzkrar menningar. Rökræður um frómar konur eða persónu- einkenni manna falla þannig með öllu marklausar fyrir meginefni: Rannsóknirnar og tilgáturnar standa óhaggaðar hvernig sem vegið er að höfundi þeirra. Hefur svo talazt til milli Morgunblaðsins og mín, að ég riti tvær-þrjár greinar um þessi efni í vetur. Von- andi sýnist háskólamönnum væn- legra að snúa sér að slíkum efnis- atriðum en þeim leyndu dómum sem ekki fást upplýstir þrátt fyrir eftirgrennslan. Ef til vill eignast háskólinn ein- hvern tíma upplýsingafulltrúa er reynist knár í glímunni við óþæga einstaklinga og skilningssljóan al- menning. Ætti slík lausn að minnsta kosti að losa háskóla- menn undan tiltekinni ritgerða- smíð. Verður þá væntanlega í leið- inni athugað gaumgæfilega hvað því geti hugsanlega valdið, að hinni miklu stofnun er sýnt hið alkunna skilningsleysi. Ef gæfan fylgir upplýsingafulltrúanum, mun hann þá hugleiða spurningu úr Kennsluskrá alþýðufólks er hljóðar svo: „Viðfangsefnið verður að nokkru leyti þekkingarfræðilegt: Hvers konar heimildanotkun er leyfileg? Hvaða kröfur gerum við til heimspekideildar svo að við tökum mark á henni?" h'inar l’álsson er forslöAumaAur Málaskólans Mímis. Afmæliskveðja: Kjartan Gíslason málarameistari í dag er einn ágætur vinur minn og mætur borgari 70 ára, Kjartan Gíslason málarameistari. Hann er fæddur í Reykjavík 10. ágúst 1913. Æskuheimili hans var á Lauga- vegi 46 og þar sleit hann barns- skónum ásamt stórum systkina- hópi. Laugavegurinn austan frá Barónsstíg og vestur að Klapp- arstíg var vettvangur leikja ungra drengja og stúlkna í þá daga. Þar hófust kynni okkar Kjartans, þó að þau hafi verið slitrótt þar til við báðir gerðumst nemendur í málaraiðn. Hann lærði málaraiðn hjá Óskari Jóhannssyni, lauk námstíma og iðnskólaprófi 1935. Strax um haustið sigldi hann til Kaupmannahafnar til fram- haldsnáms við Den tekniske Selskabsskole. Þar nam hann hin- ar fjölþættu greinar málaraiðnar- innar og lauk sveinsprófi vorið 1936 og hlaut bronsverðlaun fyrir prófið. Þegar heim kom tók hann þegar virkan þátt í félagsmálum Málarasveinafélagsins og sat þar meðal annars í stjórn um tíma. Ég hefi stundum kallað þá mál- ara sem komnir eru yfir sextugt vera af gamla skólanum — þegar málarinn þurfti að vera fjölhæfur kunnáttumaður á tré- og marmaralíkingar og þeirra tima skreytilist. Kjartan er einn af gamla skólanum, enda mjög fjöl- hæfur og vandvirkur málari. Kjartan hugðist snemma gerast sjálfstæður málarameistari og gerist því meðlimur í Málara- meistarafélagi Reykjavíkur 1941 og allar götur síðan hefur hann, lengst af í félagi við Sigurð Guð- mundsson, rekið traust og gott fyrirtæki. Kjartan er reglusamur og traustur persónuleiki, mann- kostir sem eru nauðsynlegir þeim sem atvinnurekstur stunda og hafa mannaforráð. enda er fyrir- tæki þeirra Kjartans og Sigurðar með gott mannval í sinni þjón- ustu. Alla tíð frá því að hann gerðist félagi Málarameistarafélagsins hefur hann tekið þátt í starfi þess og viljað hag þess sem mestan og bestan. Hann hefur verið áhrifa- maður á mörgum sviðum félags- mála. Hann er ræðumaður góður og getur stundum verið ómyrkur í máli ef svo ber undir. Kjartan hefur gegnt margvís- legum trúnaðarstörfum fyrir fé- lagið, setið í stjórn þess um ára- raðir, verið ritari, varaformaður og formaður, löngum setið í samn- inganefnd, verið í prófnefnd um áraraðir og oftast sem formaður hennar. I ritnefnd Málarans, tímarits félagsins, hefur hann ver- ið síðastliðin 10 ár. Þá hefur hann oft verið fulltrúi félagsins á mót- um Sambands norrænna málara- meistara. Árið 1973 var hann sæmdur þjónustumerki félagsins fyrir störf í þágu þess. Kjartan hefur verið mikill áhugamaður um málefni Lang- holtskirkju, verið í safnaðarnefnd og byggingarnefnd og hefur vafa- laust verið þar eins og annars staðar góður liðsmaður. Á yngri árum sínum var hann þekktur knattspyrnumaður í einu frægasta og sigursælasta liði KR-inga. Gamansemi og glettni er honum mjög eiginleg og fáa menn þekki ég sem öllu betur kunna að segja frá gamansömum atburðum. Kjartan er kvæntur Sigríði Pálsdóttur, ættaðri frá Eyrar- bakka, og af áratuga vináttu við þessi ágætu hjón tel ég eiginkonu hans eina mestu og bestu mann- kostakonu er ég hefi haft kynni af. Á heimili þeirra er ávallt gott að koma, gestrisni og hjartahlýja er þar í fyrirrúmi. Hús þeirra utan sem innan ber vott um smekkvísi og snyrtimennsku hvar sem á er litið. Sigríður og Kjartan eiga tvær dætur sem báðar eru giftar og búsettar hér í borg. Kjartan, til hamingju með áfangann. Þakka vináttu og ánægjulegt samstarf á liðnum ár- um. Sæmundur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.