Morgunblaðið - 10.08.1983, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 10.08.1983, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1983 33 var ekki einungis afbragðs sjó- maður, heldur þótti hann víkings- maður til allra annarra verka, sem hann tók sér fyrir hendur, meðan heilsa og kraftar leyfðu. Árið 1932 hleypir Ágúst svo heimdraganum og hefur búskap að Ljótastöðum í Austur-Land- eyjahreppi ásamt frændkonu sinni, Guðbjörgu Guðjónsdóttur frá Hamragörðum. Þau gengu síð- an í hjónaband 9. júní 1933 og áttu því gullbrúðkaup á liðnu vori. Um hjónaband þeirra er óþarft að hafa mörg orð, allir sem til þekkja vita að það var til fyrirmyndar. Því þrátt fyrir annars ólíka skap- gerð tókst þeim að vera svo sam- stillt í verkum sínum og gjörðum, að til heilla varð fyrir þau og sam- ferðafólk þeirra. Að Ljótastöðum bjuggu þau til ársins 1935, en þá lá leiðin aftur að Auraseli. Var þá hafist handa við að bæta jörðina, rækta og slétta tún, byggja upp og gera aljt sem lífvænlegast. For- eldrar Ágústs höfðu flutt af jörð- inni 2 árum áður til fósturdóttur sinnar (dótturdóttur), Ástu Ás- mundsdóttur, og manns hennar, Jóhanns Jónssonar, í Hafnarfirði síðan að Snotru í Austur-Land- eyjahreppi. Keyptu þau jörðina sem ekki var þá talin nein sérstök kostajörð, en varð eftir gagngerar jarðabætur ein af betri jörðum þar um slóðir, bjuggu þau þar góðu búi til ársins 1964, en fluttu þá að Hólavangi 12 á Hellu. Þá var heilsa þeirra eðlilega ekki lengur það góð að þau gætu af eigin rammleik rekið stórbú, en börn þeirra voru öll farin að heiman til eigin búrekstrar. Á Hellu vann Ágúst ýmis störf hjá Kaupfélag- inu meðan heilsan entist, en síð- astliðin ár dvöldu þau hjón á dval- arheimilinu Lundi á Hellu, þar sem heilsu Ágúst var þannig farið að hann taldi ekki forsvaranlegt að ætla konu sinni einni að annast sig, enda hafði hann þá oft þurft að dveljast langdvölum í sjúkra- húsum. Þeim hjónum, Guðbjörgu og Ágústi, varð 4 barna auðið: Sigríð- ur fyrrum húsfreyja að Kirkjubæ á Rangárvöllum, nú búsett í Reykjavík. Eyvindur bóndi Skíð- bakka, Austur-Landeyjahreppi. Kristján bóndi Hólmum, Austur- Landeyjahreppi og Bóel húsfreyja Svanavatni, Austur-Landeyja- hreppi. Barnabörnin eru orðin 13 og 10 barnabarnabörn. Það verður því ekki annað sagt en að þau hjón hafi verið kynsæl, því allt er þetta mesta efnis- og dugnaðarfólk og börnin hafa öll fetað í fótspor foreldra sinna hvað lífsstarf snertir og náð mjög góð- um árangri, enda ólík aðstaða eða þegar foreldrar þeirra voru á verstu árum heimskreppunnar að hefja búskap með frumstæðum verkfærum og fyrirgreiðsluleysi í lánamálum, en náðu þrátt fyrir það að skila dagsverki sínu með miklum sóma. Þegar ég nú að leið- arlokum leitast við að draga upp mynd af Gústa frænda, en þannig var hann ávallt nefndur af okkur frændsystkinunum, verður mér efst í huga hans glaða og létta skap, ekki skipti máli þó hann væri mjög sjúkur, alltaf reyndi hann að harka af sér og hafa glað- værð og glettni í frammi, hann hefur eflaust oft þurft að harka af sér í erfiðri lífsbaráttu til sjós og lands. Til dæmis lenti hann oft í krappri glímu við Þverá, sem var stórhættulegur farartálmi áður en henni var veitt í Markarfljót. Þeir voru ekki fáir ferðalangarnir sem hann fylgdi yfir ána þegar hann var í Auraseli og allir komu þeir heilir að landi. Ágúst átti líka góða og hrausta hesta og kunni að meta þá og var hestamennska hans helsta tómstundagaman, og hesta átti hann til dauðadags, þótt öðrum búpeningi væri fargað þeg- ar hann fluttist að Hellu. En þó að hraustur hestur sé nauðsynlegur í straumvatni, er traustur leiðsögu- maður ekki síður mikilvægur. Gústi hefur ávallt reynt að leið- beina samferðafólki sínu í straumi lífsins og oft tekist vel til ekki síð- ur en í Þverá forðum. Hann var ekki einungis mikill á velli heldur lá mikið eftir hann, samferðafólk hans á honum margt að þakka fyrir góðar ráðleggingar og and- lega uppörvu:.. Á heimili þeirra hjóna var alltaf mikið um gesta- komur, enda bæði innstillt á að veita öllum sem bestan beina, en ekki mun það hafa verið aðalorsök þess að fólk kom í heimsókn án erindis, heldur mun hið hlýja og fölskvalausa viðmót húsráðenda hafa ráðið þar meira um. Á því heimili var maður aldrei gestur heldur sem einn af fjölskyldunni. Þegar ég kveð Gústa frænda að sinni sendi ég honum kveðju og þakklæti mitt og fjölskyldu minn- ar fyrir þann hlýhug og alúð sem við urðum aðnjótandi á heimili hans í hvert sinn er okkur bar að garði. Ég vona að hann verði hins sama aðnjótandi þegar hann nú knýr dyra við hið Gullna hlið. Konu hans, börnum, barnabörn- um og venslafólki sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur. Blessun fylgi minningu hans. Jónas Gunnarsson í dag er borinn til hinstu hvíld- ar Ágúst Kristjánsson, fyrrver- andi bóndi að Snotru í Landeyjum. Ágúst fæddist 18. desember 1897. Hann andaðist 3. ágúst 1983, 85 ára að aldri. Ágúst og hin ágæta eftirlifandi eiginkona hans, Guðbjörg Guð- jónsdóttir, hættu búskap árið 1964 og fluttust að Hólavangi 12, Hellu. Þau bjuggu þar þangað til þau fluttu í maí 1982 í hið hlýlega dvalarheimili fyrir aldraða, Lund á Hellu. Fyrst kynntist ég Ágústi fyrir tæpum 2 áratugum í hestaferða- lagi í Þórsmörk. Þessi hávaxni myndarlegi maður, sem þá var kominn á sjötugsaldur, vakti strax athygli mína. Góð kynni þróuðust í sanna vináttu. Ágúst var sérstakur persónu- leiki sem bjó yfir flestum þeim mannkostum sem prýða góðan mann, sem gott var að hitta og blanda geði við. Hann minnti mig á marga heiðursmenn sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, en þó sér- staklega á æskuárunum í Stykk- ishólmi. Ágúst var höfðingi heim að sækja, velviljaður í garð annarra, ráðagóður, léttur í lund og hafði mikla kímnigáfu. Hann var vin- fastur og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Oft var gestkvæmt í litla eld- húsinu hennar Guðbjargar að Hólavangi 12. Þangað komu ungir sem aldnir, fólk úr ýmsum starfs- greinum, kunningjar, vinir og ætt- ingjar. Aldrei skorti umræðuefni. Margt bar á góma: dægurmál, þjóðmál, búskap og síðast en ekki síst hesta og hestamennsku. Ágúst var mjög góður hestamaður. Úm- ræður voru oft líflegar. Ágúst hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, en var þó aldrei öfgafullur eða leiðínlegur. Lítið var hann gefinn fyrir að tala um þverrandi líkamlega heilsu sína síðustu árin. Enda hafði með- fædd greind eða löng lífsreynsla kennt honum að fara eftir máls- hættinum „gráttu og þú grætur einn, brostu og heimurinn brosir við þér“. Á áttæðisafmæli Ágústar héldu ættingjar og vinir honum hóf í samkomuhúsinu á Hellu. Húsið var þéttsetið. Afmælishófið var virðulegt og ánægjulegt. Margar góðar ræður báru vott um hlýhug og vináttu. Var þar ekkert ofmælt. Nú þegar Ágúst Kristjánsson er horfinn af sjónarsviðinu, til betri heima, er hans saknað af heimilis- fólki og starfsliði að Lundi. Af fjölmörgum ættingjum og vinum, en mestur er söknuðurinn hjá ástkærri eiginkonu sem stóð við hlið manns síns, traust og æðru- laus þar til yfir lauk. Við Arnþrúður og fjölskylda okkar sendum Guðbjörgu og fjöl- skyldu innilegustu samúðar- kveðjur. Óttar Möller SVA R L+ MITT eftir Billy Graham Vitnisburður Hvað eigið þér við, þegar þér talið um að „vitna“? Jesús sagði við lærisveina sína, að þeir ættu að bera honum vitni. Vitni er sá, sem getur sagt frá reynslu sinni, borið fram sönnun. Lærisveinn Krists er „lifandi" sönnun um raunveruleika Krists og kristilegt líf. Við getum borið vitni í orðum eins og postularnir forðum: „Og með miklum krafti báru postularnir vitni um upprisu Drottins Jesú, og mikil náð var yfir þeim öllum." (Post. 4,33.) Eða: Líf og framkoma kristinna manna getur ver- ið lifandi sönnun um kraft Krists. Páll skrifaði: „Þér eruð vort bréf, ritað á hjörtu vor, þekkt og lesið af öllum mönnum." Dick Sheppard var prestur í Marteinskirkju í Lundúnum. Einhver komst svo að orði um hann: „Þó að mig kynni að skorta allar sannanir, mundi þessi eini maður knýja mig til að trúa því, að guð væri til og að hann væri kærleikur." Þessi vitnisburður er áhrifamestur og eftirsóknar- verðastur. Opið til kl. 10 virka daga Útfararkransar og kistuskreytingar meö stuttum fyrirvara. Allar skreytingar unnar af dönskum skreyt- ingameistara. Flora, Hafnarstræti 16, sími 24025. t Útför fööur okkar, EIRÍKS ORMSSONAR, rafvlrk jamelstara, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 12. ágúst kl. 13.30. Börn hins látna. t Faðir okkar, tengdafaöir og afi, THEODÓR SIGURGEIRSSON, frá Brennistööum í Flókadal. veröur jarösunginn frá Reykholtskirkju, fimmtudaginn 11. ágúst kl. 14. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi, GUÐMUNDUR SKARPHÉÐINN KRISTJÁNSSON, Stórageröí 12, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 11. ágúst kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuó, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á liknarstofnanir. Fyrir hönd annarra vandamanna, Ólafía Guðmundsdóttir, Inga K. Guömundsdóttir, Bjarni Guömundsson, Þórdís K. Guömundsdóttir, Pálmar Guömundsson, Erla Rannveig Gunnlaugsdóttir og barnabörn. t Okkar innilegustu þakkir fyrir hlýhug og samúö viö andlát og útför eiginkonu minnar og móöur, JÓRUNNAR BJÓRNSDÓTTUR, Lindargötu 10. Sigurjón Hildibrandsson, Þorbjörg Jóna Sigurjónsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, ELÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Höskuldsstöðum. Einnig færum viö læknum og hjúkrunarfólki á B-deild Fjóröungs- sjúkrahússins á Akureyri bestu þakkir fyrir góöa umönnun og hjúkrun í veikindum hennar. Rósa Árnadóttir, Siguróur Snæbjörnsson, Svanhildur Ó. Árnadóttir, Tryggvi Halldórsaon, Kristján Árnason, Ragnheiöur S. fsaksdóttir, Kristbjörg Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir vináttu og samúö vegna andláts og utfarar mannsins míns, bróður okkar og frænda, EÐVARÐS SIGURÐSSONAR, fyrrverandi formanns verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Guörún Þorbjörg Bjarnadóttir, systur og frændfólk. t Hugheilar þakkir fyrir auösýndan vinarhug og samúö viö andlát og útför mannsins míns og bróöur, GABRÍELS SYRE, kaupmanns. Sérstakar þakkir til Ijóöakórsins og Svölu Nilsen fyrir fagran söng viö útförina. Guö blessi ykkur öll. Kristín Einarsdóttir Syre, Valborg Syre. t Þökkum hjartanlega auösynda samúö og hlýhug viö andlát og útför, KONRÁÐS GÍSLASONAR, fyrrverandi kaupmanns, Hringbraut 118. Anna M. Helgadóttir, Inga Dóra Konráösdóttir, Ásta Konráösdóttir, Elín Sigríöur Konráösdóttir, Gunnar H. Guömundsson, Helga Soffia Konráösdóttir, Ómar Konráösson, Edda Eyfeld og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.