Morgunblaðið - 10.08.1983, Side 35

Morgunblaðið - 10.08.1983, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1983 35 fclk í fréttum Dóttir Robert Redfords í haldi vegna morðs + Shauna Redford, 23 ára gömul dóttir leikarans Robert Redfords, var í fyrri viku handtekin, grunuð um að hafa myrt mann að nafni Sid Wells, jafnaldra sinn og elskhuga um nokkurt skeið. Þau Sid og Shauna höfðu búið saman í nokkurs konar kommúnu með öðru fólki í borginni Boulder í Colorado og þó þau hafi áður elskast út af lífinu, var nú svo komið, að þau hötuðu hvort annað. Fyrir nokkru kom til mikils uppgjörs á milli þeirra og Shauna tók saman allt sitt hafurtask og fluttist í burtu. Daginn eftir fannst Sid látinn i herbergi sínu og hafði hann verið skotinn eða skotið sig í höfuðið með skammbyssu. í fyrstunni hallaðist lögreglan að því, að Sid hefði framið sjálfsmorð, en við rannsóknina kom ýmislegt í ljós, sem benti til þess, að hann hefði verið myrtur. Þegar fólkið í kommúnunni hafði verið yfirheyrt var Shauna svo handtekin og sök- uð um morðið. „Auðvitað hefur dóttir mín ekki framið neitt morð. Þetta er bara skelfilegur misskilningur og Shauna Redford, sen nú hefur verið handtekin fyrir morðið á fyrrum elskhuga sínum, Sid Wells. ég er viss um, að hún verður látin laus fljótlega. Ég hef ráðið til mín góðan lögfræðing og er ekkert mjög áhyggjufullur. Bara leiður og dapur vegna dóttur minnar," sagði Robert Redford. Richard Pryor: 180 milljónir á ári fyrir gamanleikinn Richard Pryor í síðustu mynd sinni, „Leikfanginu**, ásamt Jackie Gleason. COSPER + Bandaríski svertinginn og gam- anleikarinn Richard Pryor gerði nú nýlega samning við Columbia- kvikmyndafélagið, sem tryggir hon- um næstum því 900 milljónir ísl. kr. í laun næstu fimm árin, og er hann þar með kominn í hóp þeirra kvik- myndaleikara, sem best eru launað- ir. Richard Pryor er kunnur úr mörgum myndum en nú er vænt- anleg með honum „Superman III" þar sem hann fer með aðalhlut- verkið ásamt Christopher Reeve. Reeve leikur að sjálfsögðu ofur- mennið Clark Kent en Pryor kem- ur fram í gervi skúrksins. í Hollywood þykir velgengni Pryors vera með mestu ólíkindum enda var öðruvísi komið fyrir hon- um fyrir aðeins tveimur árum. Þá var hann næstum því búinn að brenna sig lifandi þegar hann var að matreiða ofan í sig blöndu af kókaíni og einhverju öðru álíka hollu. — Ég stansaði af því að ég hafði alveg gleymt að þú varst með. „Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum framar og þess vegna ætla ég ekki að leggja mig niður við einhverjar miðlungsmyndir í framtíðinni. Fólk er stundum að segja við mig, að ég sé svo breytt- ur, en það er bara vegna þess, að það þekkir mig ekki. Það veit ekki hve langt ég var í raun leiddur hér áður fyrr af öllum eiturlyfjunum og áfenginu. Nú er það hins vegar búið," segir Pryor. Richard Pryor er fimmkvæntur og stendur nú í því að skilja einn ganginn enn. Kennir hann konu sinni um, segir að hún sé sjúk af afbrýðisemi og spyrji hann í þaula um allar hans ferðir milli þess sem hún ausi peningunum út á báðar hendur á dýrustu stöðunum í Los Angeles. Vinir hans og kunn- ingjar veðja á, að hann muni taka aftur upp sambúð með fjórðu konu sinni, Deborah, sem hann gekk að eiga árið 1977. Orðsending frá Getraunum Getraunir hefja starfsemi sína aö nýju eftir sumarhlé meö leikjum ensku deildakeppninnar laugardaginn 27. ágúst. Fyrsti seöillinn hefur veriö sendur aðilum utan höfuöborgarsvæöisins. Félög í Reykjavík og nágrenni vitji seöilsins á skrif- stofu Getrauna í íþróttamiðstööinni í Laugardal. Nú mælum við barnaherbergið og gefum barnlnu okkar vönduö og hentug húsgögn. Hér er tegund 2024, bekkur meö hillum yfir, til í furulit. Stærö: hæö 167, lengd 197, breidd 75. Verö meö dýnu og 3 púöum 9.430.-, útborgun 2.000,- og rest á 6 mán- uðum. Bekkurinn stakur kostar 6.290.-. Hér er gagnlegur hlutur þar sem vantar klæöaskápa í herbergi. Teg. 2033, er til í furulit. Stæröir eru: hæö 167, lengd 274, breidd 75. Verö meö dýnu og þrem púöum. 13.290.-, útborgun 3.000.- og rest á 7 mánuðum. Hringdu til okkar eöa líttu inn, viö höfum geysilegt úrval húsgagna sem henta vel í lítil barnaherbergi. HAGSYNN VELUR ÞAÐ BESTA HUSGAGNAHÖLLIN BILDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.