Morgunblaðið - 10.08.1983, Side 38

Morgunblaðið - 10.08.1983, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 1983 ást er... ... að annast um hann. TM R«g U S. Pat Ofl -all rights reserved e 1981 Los Angeles Tlmes Syndlcate Auðvitað er engin ástæða til að vera sífellt að æða á bíó en nú eru komnar þar talmyndir! Með morgunkaffinu Segðu mér, hvar er laust bílastæði hér í næsta nágrenni? HÖGNI HREKKVTSI Hugleiðing um mengun Ingjaldur Tómasson skrifar: Mengun af völdum mannsins fer nú hraðvaxandi um alla jörðina, enginn blettur er lengur hreinn. Heilum skipsförmum banvænna eiturefna er sökkt í hafið án þess að eigendur þess blikni eða bláni. Á hverju ári er gróið landsvæði á stærð við ísland gert að eyðimörk. Hundruð ferkílómetra af skógi eru eyðilögð á hverjum sólarhring. Gereyðingarryksuguflotar Rússa og fleiri þjóða útrýma hverju góðveiðisvæðinu á fætur öðru. Vart líður sá dagur að ekki hendi eitt eða fleiri stórslys. Tutt- ugu þúsund flugvélar og þrjú- hundruð og átta milljónir bíla spúa tugþúsund tonnum af eitur- efnum út í andrúmsloftið. í Júgó- slavíu og fleiri löndum eru brún- kol mikið notuð sem orkugjafi. Gífurlegt magn eiturefna berst út í andrúmsloftið við brennslu þeirra. Allt líf í vötnum er að verða út- dautt. Allir skógar eru að grotna niður. Listaverk sem varðveist hafa óskemmd öldum saman eru á hraðri leið til glötunar, því öll úr- koma er menguð súru eitri. Sama er að segja um flest vötn í Skand- inavíu og víðar. Yfirvöld í Júgóslavíu leggja blátt bann við því að minnst sé á þessar ömurlegu staðreyndir. Og hvað um austantjaldslöndin? Hvað skyldu Rússar gera við kjarnorkuúrganginn frá sínum fjölmörgu kjarnorkuverum og kafbátum. Sennilegast er líka bannað að minnast á þessi mál þar. Hver er síðan staða okkar ís- lendinga hvað þessi mál varðar. Erum við nokkru betri en ríki stóriðju og olíufursta úti í hinum stóra heimi? Þessi dvergþjóð við Norðurheimskautið rekur nú yfir hundrað þúsund bifreiða, sem all- ar eyða feiknamiklu, fokdýru er- lendu bensíni. Sama er að segja um skipaflota okkar, sem líklega er sá stærsti í heimi, miðað við fjölda landsmanna. Auk þess er hér fjöldi landbúnaðarvéla, stórra vinnuvéla svo ekki sé nú minnst á verksmiðjur t.d. Sementsverk- smiðjuna og fiskimjölsverksmiðj- ur. Oft má sjá stóra olíuflekki á bláum sundum við Keflavík, en enginn vill kannast við að vera orsakavaldurinn. Svo er öllum eit- urúrgangi og óhreinindum frá smáiðnaði, sem látinn er í salerni, vaska eða önnur niðurföll á öllu Faxaflóasvæðinu, dembt óhreins- uðum í fjörurnar við fætur okkar. Ekki svo ólagleg „vinargjöf“ til lífríkis sjávar við ísland. Náttúrufræðistofnun íslands þegir þunnu hljóði um mengun- armál. Ekki man ég betur en að hreinsunarmál hafi verið til um- ræðu í borgarstjórn fyrir mörgum árum. Kom þá helst til greina að leggja frárennslisrörin lengra á haf út. Einhverjar reikniskúnstir voru viðhafðar um hreinsistöðvar, rætt um nokkrar gerðir slíkra stöðva. Þóttu þær stöðvar sem skila nothæfu vatni dýrastar. Sennilega hafa fjármálaspekúl- antar borgarinnar talið þarfara að leggja fé borgarbúa í útitafl og fleira álíka viturlegt, heldur en að hreinsa frárennsli í hreinsistöðv- um. En hvað um sorphreinsunina, ríkir ekki sama mengunin þar? Víða erlendis eru unnar ýmsar vörur úr sorpi. Bílhræ eru pressuð í bagga og brædd til endurvinnslu. Jafnvel glerbrot eru endurunnin í margskonar glervörur eða notuð í slitlag á vegi. Það er því ekki hátt risið á ráða- mönnum Reykjavíkursvæðisins að láta sér ekki til hugar koma að gjörnýta allt það sorp sem til fell- ur hér í borg, nágrannabæjum og sveitum. Stofnsetja ætti nýtísku sorpeyðingar- og endurvinnslu- stöð fyrir allt þetta stóra svæði. Fyrir nokkrum árum vann ég með rafvirkja, sem starfaði hjá þýskri rafmagnsverksmiðju. Öll- um úrgangi var þar vandlega safnað saman jafnóðum og sendur í endurvinnslu. Hvernig er síðan umgengnin hjá okkar elskulega, velmenntaða æskulýð? Glerbrotum og alls kyns rusli er dreift um götur miðbæjar- ins allar helgarnætur. Svo maður minnist nú ekki á umgengnina á Hlemmi. En svo virðist sem ekk- ert megi eða eigi að gera til að koma í veg fyrir þá sóðaskaps- ómenningu sem hér ríkir. Hér hefur verið drepið á meng- un eins og við þekkjum hana best. En hún er ekki sú eina. Illgresi hugarfarsmengunarinnar þarf að rífa af þjóðlífsakrinum, svo gró- andi þjóðlíf á guðsríkisbraut megi þróast í okkar gjöfula landi. Reykingar á heimilum þeirra sem ekki reykja Gröm húsmóðir skrifar: Ágæti Velvakandi f lesendabréfi sem birtist fyrir skömmu sá ég fyrirsögn sem hljóð- aði svo „Eiga reykingamenn að vera frjálsir að því að spilla heilsu annarra ?“ Setning þessi er tilefni bréfs míns. Það er fjallað talsvert um reykingar í fjölmiðlum og er það vel. Mest ber þó á skrifum um skaðsemi reykinga fyrir reykinga- manninn sjálfan, en minna um þá sem nauðugir verða að líða reyk- ingar annarra. Ég er ung móðir. Hvorugt okkar hjónanna reykir, en mikið er reykt í fjölskyldum okkar beggja. Höfum við látið reykingar þessa fólks óátaldar hér heima til þessa, enda aldrei verið spurð um leyfi. Oft höfum við þó angrast út í svæluna og mengunina eftir gestakomu og farið að sofa rauð í augum og rám í hálsi. Nú eigum við litla dóttur og vilj- um ekki leyfa reykingar hér heima. Hafa aðstandendur okkar reykt af kappi, hvort sem lítil börn eru ná- lægt eða ekki. Þegar ég var barns- hafandi vildi ég ekki vera nálægt reykingamönnum og var þá ekki síður að hugsa um fóstrið en sjálfa mig. Höfum við hjónin látið á okkur skilja að við viljum ekki að reykt sé hér heima, þó reykinga- þrælunum gangi ekki vel að sætta sig við slíkar þrengingar, finnist það vera skerðing á mannrétt- indum. Af sömu ástæðu eigum við erfitt að sækja þetta fólk heim, ekki bönnum við því að reykja þar. Já, þetta annars ágæta fólk gerir sér ekki grein fyrir skaðsemi reyk- inga og dettur aldrei í hug að setja krankleika barna sinna í samband við þær. Fyrir það, sem aðra reyk- ingamenn, væri mikil hjálp ef reykingavarnanefnd léti útbúa fræðsluþátt fyrir sjónvarp og blöð. Fólk virðist ekki skilja að maður sem ekki reykir, en er staddur þar sem mikið er reykt, er í sömu hættu og sá sem reykir. Móðir sem reykir meðan á meðgöngu stendur er að grafa undan heilsu barnsins síns. Hefur fólk raunverulega leyfi til að valda öðrum óþægindum og skaða með reykingum sínum, auk þess skaða sem það gerir heilsu sinni. Er það ekki grátbroslegt að foreldrar reyna að gefa börnum sínum allt hið besta og heilsusam- legasta í mat og drykk, en reykja síðan upp í þau eins og ekkert sé? Ráðuneytisstjóri til fyrirmyndar Séra Hannes Guðmundsson í Fellsmúla í Rangárvallasýslu skrif- ar: í útvarpinu föstudagskvöldið 5. ágúst sl. var fréttaauki þar sem talað var við Birgi Thorlacius, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Hann lætur nú af störfum eftir 50 ára embættisferil ' í þágu hins opinbera. í þessu óvanalega skemmtilega samtali kom fram að auk þess sem Birgir hafði verið ráðuneytisstjóri í tveimur ráðuneytum, gegndi hann jafnframt starfi forsetarit- ara um nokkurn tíma. Þegar kom að því að ákveða skyldi laun Birgis sem forsetarit- ara neitaði hann að þiggja laun fyrir starfið, þar sem það hefði verið unnið í tíð ráðuneytisins. Vakti þessi afstaða Birgis undrun og aðdáun enda um fádæmi að ræða ef ekki einsdæmi. Sýnir þetta vel hversu fágætan og ágæt- an embættismann þjóðin átti í 50 ár. Þegar þetta atvik gerðist var ég starfsmaður fjárveitingar- nefndar Alþingis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.