Morgunblaðið - 20.08.1983, Page 1

Morgunblaðið - 20.08.1983, Page 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK 188. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983 Prentsmidja Morgunblaðsins Líbanon: Blóðbaði spáð í Chouf- fjöllum Jcrúsalem, Beirút, 19. áf(úst AP. DAGBLÖÐ í ísrael spáöu því í dag, að til blóöbaðs kæmi í Líbanon þeg- ar ísraelar drægju her sinn til baka frá Chouf-fjöllum eins og ráögert er á næstu vikum. fsraelska dagblaðið Maariv hafði það í dag eftir heimildum í Jerúsalem, að allar tilraunir ísra- ela til að koma á sáttum milli kristinna manna og drúsa í Chouf-fjöllum hefðu komið fyrir ekki en ísraelar hafa ákveðið að flytja her sinn þaðan á næstu vik- um. Blaðið Yediot Aharonot sagði líka, að allir, ísraelar, kristnir menn, drúsar og alþjóðafriðar- gæsluliðið, væru á einu máli um, að „skelfilegt blóðbað yrði í Chouf-fjöllum eftir brottflutning- inn“. Moskva: Með sprengju inn á sendi- ráðslóðina Moskvu, 19. ágúst. AP. MAÐUR nokkur á fertugsaldri ók í dag bfl sinum á miklum hraöa inn á lóö breska sendiráösins í Moskvu og kom seinna i Ijós, að heimatilbúin sprengja var í bflnum, að því er tals- maður sendiráösins sagði. Maðurinn ók bílnum á miklum hraða eftir götunni fyrir framan sendiráðið og þegar hann kom á móts við það, snarbeygði hann inn um annað hliðið og inn á lóðina fyrir framan húsið. Sovéskir her- lögreglumenn, sem gæta hliðanna, þustu á eftir bílnum, drógu mann- inn út úr honum og „lömdu hann sundur og saman" bæði inni á sendiráðslóðinni og utan hennar, að því er Stuart Jack, talsmaður sendiráðsins sagði. Bresku sendi- ráðsmennirnir báðu lögregluna um að fara ekki svona illa með manninn en því var ekki sinnt og var maðurinn dreginn á brott eftir barsmíðarnar. Þegar sendiráðsmennirnir at- huguðu bílinn, sem var skráður í Rostovondon, 1.000 km fyrir sunn- an Moskvu, fundu þeir í honum heimatilbúna sprengju. Sovésk lögregla flutti síðan bílinn og sprengjuna á brott. Bresku sendi- ráðsmennirnir segjast enga skýr- ingu kunna á þessum atburði. Viltu smakka melónu? í góöa veðrinu á Akureyri síðastliðinn fimmtudag var suðrænn svipur á Ráðhústorgi. Þar var opinn líflegur ávaxtamarkaður undir berum himni og voru vegfarendur lokkaðir til ávaxtakaupa meö melónusmakki. Morgunblaftið/KOE. Hafa skipað einn sinn reyndasta hershöfðingja yfirmann herliðsins í Chad orrustu- og sprengjuflugvéla og er viðbúnaður þeirra í Chad nú sá mesti, sem þeir hafa haft í Afríku í rúm 20 ár. Haft er eftir heimildum, að Líb- ýumenn haldi áfram að senda her- menn og hergögn til Faya-Large- au í Norður-Chad og er talið, að nú séu þar saman komnir 3.000 lí- býskir hermenn og sami fjöldi uppreisnarmanna. Kyrrt hefur verið á vígstöðvunum í rúma viku og ráða uppreisnarmenn og stjórnarhermenn hvorir sínum helmingi landsins. Langflestir ibúanna, sem eru fimm milljónir talsins, búa á yfirráðasvæði stjórnarinnar. Khadafy, Líbýuleiðtogi, sagði á blaðamannafundi í gær, að Banda- ríkjamenn lygju því, að hann hefði afskipti af stríðinu í Chád, og gerðu það til að dylja þannig „stórkostlega íhlutun" sína í land- inu. Soumaila, upplýsingamála- ráðherra Chad, sagði um þessa fullyrðingu Khadafys, að Líbýu- leiðtoginn hefði mjög „teygjanleg- ar hugmyndir" um landamæri Líbýu og vel mætti vera, að hann teldi Faya-Largeau vera í Libýu þótt borgin hefði til þessa verið talin vera 500 km fyrir sunnan landamærin. N’djamena, 19. ágúst AP. FRANSKA stjórnin skipaði í dag einn sinn reyndasta hershöfðingja sem yfírmann franska herliðsins í Chad. Líbýumenn halda áfram að senda her og hergögn til Faya-Largeau og Frakkar hafa heitið að auka viðbún- að sinn í landinu í sama mæli. Kyrrt hefur verið á vígstöðvunum í rúma viku. Jean Poli, hershöfðingi, var í I staðráðnir í að láta hart mæta dag skipaður yfirmaður franska hörðu og verja Chadstjórn fyrir herliðsins í Chad og þykir það uppreisnarmönnum og innrás Líb- vera til marks um, að Frakkar séu | ýumanna. Jean Poli, sem er 54 ára HISSENE Habre, forseti Chad, á blaðamannafundi. Þar bauðst hann til að ræöa viö Khadafy um brott- flutning líbýsks herliös frá landinu. Um annaö ekki. ap. að aldri, er einn þeirra reyndasti hershöfðingi, barðist i Alsír á sín- um tíma og hefur gegnt herþjón- ustu í Afríku í 30 ár. Frakkar hafa nú ákveðið að senda til N’djamena eina flugdeild Jagúar- og Mirage- Keyrði inn í barinn og drap fimm menn Alice Springs, Astralíu, 19. ágúst. AP. VÖRUBÍLSTJÓRI var dreginn fyrir rétt í dag og ákærður fyrir morö á fímm mönnum, sem létu lífið er hann ók stórri bifreið sinni inn á bar í Ayers Rock. Auk fimmmenninganna sem týndu lífi slösuðust 20, þar af 15 alvarlega, en 40 manns sátu að drykkju á barnum þegar bíl- stjórinn, Douglas Crabbe, sem er 36 ára, ók bíl sínum inn í húsið. Tildrög málsins eru þau að Crabbe var kastað út af barnum eftir handalögmál við barþjón- inn, þar sem glösum var kastað áður en þeir veltust um gólf í slagsmálum. Nokkrir viðstaddir komu barþjóninum til aðstoðar og höfðu Crabbe loks undir og fleygðu honum svo út. Einn þeirra sem komst lífs af sagðist hafa staðið við barinn þegar gífurlegur hávaði með til- heyrandi brothljóðum hafi rofið kliðinn á barnum. Hann rankaði við sér þar sem hann klemmdur undir bifreiðinni braki úr byggingunni. Algjört öngþveiti hefði orðið og gífurleg hræðsla gripið um sig. Flytja varð hina slösuðu 400 km vegalengd á næsta sjúkra- hús, í Alice Springs, þar sem ekkert sjúkrahús er í Ayers Rock, sem er lítill ferðamanna- bær í miðri óbyggð Ástralíu. var og Frakkar albúnir að láta hart mæta hörðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.