Morgunblaðið - 20.08.1983, Page 3

Morgunblaðið - 20.08.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983 3 íslensk kvikmyndagerð í sumar Hrafninn flýgur: að Steftit að því frumsýna um „Tveggja mánaða upptökutörn er lokið, nú er bara að safna kröft- um og drífa sig í að setja myndina saman,“ sagði Hrafn Gunnlaugs- son í samtali við blaðamann Mbl. í gær. „Ég mun klippa hana í Sví- þjóð og tek líklega í leiðinni smá- kafla sem á að gerast í útlöndum, sem er það eina sem vantar upp á. Myndin hefur farið fjárhags- lega langt fram úr áætlunum, og er það veðráttan I sumar sem á bar stærstan hlut að máli. Það eru því fleiri en bændur sem bera skarðan hlut frá borði þetta vætusumar. Kannski er það að ná inn senu og senu á filmu, ekki svo ólíkt því og að safna heyi í hlöðu. Við fengum ekki bara rigningu heldur virkilegt slag- veður. Þannig varð biðtími og yf- irvinna leikara mikil, og mynd- inni dýr. Ég er þó ekki frá því að þetta veður eigi eftir að gefa myndinni dulúðugan og magnað- an persónuleika. Hún fjallar um tvo bræður og jol gerist á bæjum þeirra. Staðsett- um við annan bæinn við Drangs- hlíð og hinn í Skipahelli skammt frá Vík í Mýrdal. Ströndina milli Dyrhólaeyjar og Reynisfjalls hugsuðum við okkur vegalengd- ina á milli þeirra og Kleifarvatn notuðum við sem fjörð í ná- grenni bæjanna, og tókum þar stóra senu. Vinna við „Hrafninn flýgur“ tekur eflaust nokkra mánuði en ég stefni að því að frumsýna hana um jól.“ Skilaboð til Söndru: Síðustu atriðin voru tekin í Grikklandi Þrjár vikur eftir enn „Atómsstöðvarmenn" voru staddir í þjóðgarðinum í Skafta- felli í gær og hafði biaðamaður Mbl. upp á þeim í gegnum síma bóndans þar. Við erum hér með þrjátíu manna hóp og verðum fram að helgi,“ sagði Þórhallur Sigurðs- son sem hafði verið kallaður í símann. „Þetta gengur alveg ágætlega, við erum hér að taka atriði þar sem kirkja Fals bónda er vígð og við það tækifæri barn Uglu skírt, og höfum við reist heila kirkju hér í túninu á nokkrum dögum. Okkur leist nú ekki vel á það í gær, þegar það fór að rigna óskaplega, við erum hér í tjöldum og það var helst til blautt. En einn starfsmaður hét á kirkjuna og það stóð á endum að um leið og kirkjan var komin upp birti í veðri og hefur verið glampandi sólskin hér í allan dag. Kunnum við sérstakar þakkir fólkinu hérna í sveitinni, sem hefur hjálpað okkur mikið. Við eigum svo eftir um það bil þriggja vikna tökur í viðbót, í Reykjavík, Hvalfirði og víðar, en endum svo aftur hér í Skaftafelli upp úr miðjum september. Myndin verður klippt fram að áramótum og er ætlunin að frumsýna í janúar. Á skrifstofu UMBA svaraði Kristín Pálsdóttir: „Við enduðum tök- ur í lok júlímánað- ar,“ sagði Kristín. „Þær síðustu gerð- um við í Grikk- landi, en myndin endar á því að aðal- persónan flytur í burtu frá íslandi og byrjar nýtt líf. Þetta hefur allt gengið alveg ágæt- lega og við erum byrjuð að klippa. Sú vinna tekur ef- laust tvo mánuði og ætlum við að reyna að sýna myndina rétt fyrir jólin." Stuðmenn huga að nýrri mynd „Já, það er rétt við Stuðmenn erum að fara að gera mynd,“ sagði Egill Ólafsson í viðtali við Mbl. í gær. „Um hvað hún verður get ég ekki sagt ennþá, en myndin verður tekin á næsta ári, á íslandi og væntanlega á Indlandi og f fleiri löndum. Það sem gerir okkur þetta kleift er að fyrsta myndin okkar „Með allt á hreinu„ kom vel út fjárhagslega, aðsóknin var mikil og sáu hana um 105 þúsund manns. Ekki er séð fyrir endan- legan kostnað myndarinnar, enda er það sjaldnast fyrr en dreifingu er að fullu lokið. En þessi mynd var dýr, og hanga utan á henni ýmsir kostnaðarlið- ir, sem kannski eru ekki við aðr- ar myndir. London Film Festival hefur boðið okkur að sína myndina þar og tókum við því. Sjónvarps- stöðvar á Norðurlöndum falast eftir myndinni til kaups, en frá þeim samningum er ekki enn frágengið. Það iiggur svo sem ekkert á, við höfum í nógu að snúast samt.“ Djúpivogur: Ofurhugar á furðufarartækjum ItjÚpiTOlÖ, 13. á^ÚNt. f G/KRKVÖLDI sló heldur betur birtu á gráan hversdagsleikann hér á Djúpavogi þegar tveir ungir ofurhugar komu svífandi ofan úr skýjunum á vægast sagt furðulegu farartæki, vélknúnum svifdreka. Þessir viðfelldnu ungu menn eru úr leiðangrinum Iceland Break- through Expeditions sem undan- farna daga hefur verið að reyna að komast fyrir Vatnajökul en ekki haft heppnina með sér þar sem veð- ur hefur verið óhagstætt til slíkra ferða. Þessir ungu menn heita Gerry Breen og Paul Vander-Molen og er sá síðarnefndi leiðangurs- stjóri. Þeir höfðu gert enn eina til- raun til að komast yfir jökulinn á svifdrekanum föstudaginn 12. ágúst en urðu frá að hverfa og brugðu þá á það ráð að fljúga austur með ströndinni. Þeir ætluðu héðan í dag um hálfþrjúleytið og fljúga þá norðan Vatnajökuls til Kverkfjalla þangað sem aðrir leiðangursmenn voru komnir landleiðina. Paul Vander-Molen sagði að ætl- unin væri að fresta frekari tilraun- um að komast yfir Vatnajökul en fara niður Jökulsá á bátum og fljúga m.a. niður Dettifoss. Hann sagði einnig að þeir hefðu lent í miklum erfiðleikum á jöklinum, fengið versta veður og þurft að grafa sig í fönn. Þeir félagar voru með brotið púströr sem Ólafur Ragnarsson gerði við og luku þeir miklu lofsorði á hvernig hann hefði leyst það verk af hendi. Þeir félagar brugðu sér nokkrar hringferðir yfir þorpið á flygildinu, tóku tilhlaup niður hótelhæðina og hófu sig á loft yfir voginn. Aðeins þeir allra hugrökkustu af þorps- búum þorðu að setjast aftan á hjá þeim. — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.