Morgunblaðið - 20.08.1983, Síða 16

Morgunblaðið - 20.08.1983, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983 Borgarstjóri Reykjavíkur ásamt verðlaunahöfum, við afhendingu fegrunarverðlauna, að Höfða í fimmtudaginn. MW./ÓUC.M. Seljugerði og 9 fyrirtæki hlutu: fegrunarverðlaun borgarinnar REYKJAVÍKURBORG hefur um árabil veitt viðurkenningar þeim aðilum sem sýnt hafa framtak við fegrun borgarinnar og allt frá árinu 1969 hefur verið tilnefnd fegursta gaU borgarinnar. í gær, á afmslisdegi Reykjavíkur, var Seljugerði tilnefnd fegursta gatan, og er hún sú tíunda í röðinni. Einnig fengu 9 fyrirtski í borginni viðurkenningar fyrir góðan árangur í að snyrta og fegra umhverfi sitt Við þá götu sem hlýtur titilinn „Fegursta gata Reykjavíkur" er settur upp skjöldur, og heldur gat- an skiidi sínum i tiu ár, nema um- hirðu hafi hrakað svo að ástæða þyki til að taka skjöldinn niður. Niu götur bera nú fegrunarskjöld- inn og í gær bættist sú tíunda í hópinn. Það var Seljugerði í sunn- anverðu Háaleitishverfi sem dóm- nefnd, skipuð þeim Vilhjálmi G. Vilhjálmssyni, Pétri Hannessyni og Hafliða Jónssyni, kaus fegurstu götu Reykjavíkur 1983. Viður- kenningunni veitti viðtöku afmæl- isbarn götunnar, Sesselía Gunn- arsdóttir, en hún á sama afmæl- isdag og borgin. í greinargerð dómnefndar segir m.a. að húsin við Seljugerði hafi verið byggð fyrir u.þ.b. 10 árum og lóðir þeirra séu fremur rúmgóðar og hafi allar verið ræktaðar upp af mikilli smekkvísi og með fjöl- breytilegum gróðri. f greinargerð- inni segir ennfremur að það hafi vakið athygli skoðunarmanna hvað lóðir í borginni hafi verið í góðri umhirðu þrátt fyrir óvenju- lega erfitt veðurfar, sem valdið hafi öllu ræktunarfólki erfiðleik- um. Niu fyrirtæki í Reykjavík fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan árangur í að snyrta og fegra um- hverfi sitt og voru það bensínaf- greiðsla Olíufélagsins hf. við Æg- issíðu 102 og Hjólbarðaviðgerð Jóns ólafssonar á sama stað, sem fengu viðurkenningu fyrir „vel- heppnaða hönnun á húsi og lóð og snyrtilega umgengni á bensínstöð- inni og á hjólbarðaverkstæðinu jafnt inni sem úti“, eins og segir á viðurkenningarskjalinu. Kaffi- vagninn, Grandagarði 10, fékk við- urkenningu fyrir „að hafa skapað óvænta, llflega og hlýlega gróður- vin á hafnarbakkanum". Spari- sjóður vélstjóra, Borgartúni 18, fékk viðurkenningu fyrir „frum- legt og vel hirt útisvæði" og véla- verkstæði J. Hinrikssonar hf., Súðavogi 4, fékk viðurkenningu fyrir „snyrtilega umgengni á lóð og skemmtilegar tilraunir til listsköpunar". Gunnari Guð- mundssyni hf., Dugguvogi 2, var veitt viðurkenning fyrir „sérstaka snyrtimennsku á lóð og góða um- hirðu á stórum þungaflutnings- tækjum" og Fiskimjölsverksmiðj- unni að Kletti var veitt viðurkenn- ing fyrir „þrifaleg hús og snyrti- lega lóð“. Loks voru Bílasmiðjunni Kyndli hf., Smiðshöfða 9, veitt verðlaun fyrir „sérstaklega góða umhirðu á útisvæði fyrirtækis sem starfar við bílaréttingar og bílamálun" og geymsluhúsi Sam- ábyrgðar íslands á fiskiskipum að Vagnhöfða 14, veitt viðurkenning fyrir „snoturlega frágengið úti- svæði“. Dómnefndina um útnefningu snyrtilegustu fyrirtækjanna skip- uðu þau Guðrún Ólafsdóttir, Vilhjálmur Sigtryggsson og Gísli Kristjánsson. Þau greindu svo frá í greinargerð sinni að akstur um iðnaðarhverfi borgarinnar í leit að snyrtilegum athafnasvæðum fyrirtækja hafi verið seinlegt og fremur dapurlegt verk og þar sé ekki um auðugan garð að gresja. Eigi þar jafnt hlut að máli stór og gróin fyrirtæki sem smá og virtist dómnefndinni sem hvorki tima né fjármunum væri varið í að fegra og snyrta hús né lóðir fyrirtækj- anna. Hvetur dómnefndin til þess að allir sem hlut eiga að máli geri nú þegar átak, svo að iðnaðar- og verslunarhverfi borgarinnar megi verða með meiri menningarbrag en nú er. Fegursta gata Reykjavíkur 1983, SeljugerðL MbL/KEE

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.