Morgunblaðið - 20.08.1983, Page 19

Morgunblaðið - 20.08.1983, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983 Undir fjögur augu Moammar Khadafy, Líbýuleiðtogi, og Mohamad Mzali, forsætisráð- herra Túnis, ræðast við yfír kvöldverði í bænum Monastir í Túnis. Khadafy var í þriggja daga opinberri heimsókn til landsins í vikunni. Flugvél ferst í Stóragili Las Vegas, 19. ágúst AP. FLUGVÉL í útsýnisflugi tiL Stóra- gils fórst er flugmaðurinn reyndi Veður víða um heim Akureyri 19 hilfakýjaó Amelerdam 25 heióekirt Aþena 30 heióakirt Bercetona 26 akýjaó BerKn 27 heióakfrt BrUaael 30 heióakfrt Buenoa Airea 19 heióakfrt Chicisgo 30 heióekfrt Dyflinni 22 haiöakfrt Feneyjar 29 heióakfrt Frankfurt 30 heióakfrt Faereyjar 12 alakýjaó Qenf 28 heióekfrt Havana 30 akýjaó Helainki 19 akýjaó Jerúaalem 28 heióakfrt Jóhanneaarborg 17 heióakfrt Laa Palmaa 25 tóttakýjaó Liaaabon 24 rigning London 29 heióakfrt Loa Angelea 25 akýjaó Madríd 32 akýjaó Malaga 29 heióekfrt Maltorka 29 hálfakýjaó Miami 31 akýjaó Moakva 23 heióakfrt New York 31 akýjaó Oató 18 heióakirt Paría 30 heióakfrt Reykjavik 10 alafcýjaó Róm 29 heiöakírt San Franaiaco 22 ekýjaó Stokkhólmur 21 heióakfrt Tókýó 37 heióakfrt Vancouver 22 akýjaó Vlh 26 heióakfrt að þræða meðfram þrumuveðrum á leiðinni. Flaug flugvélin í kletta- vegg í gilinu og fórust allir sem um borð voru, níu ítalskir ferða- langar og flugmaðurinn. Svo virðist sem flugvélin hafi flogið beint í klettavegginn í 1.770 metra hæð yfir sjávarmáli. Flugvélin var frá Las Vegas- flugfélaginu, sem stundar útsýn- isflug til gilsins, en flugvélar þess hafa farið rúmlega eitt- hundrað flug til gilsins daglega í ágústmánuði. Veður til flugs var mjög óhag- stætt þegar flugvélin fórst, al- skýjað og þrumuveður á allri flugleiðinni, sem er 300 km löng. Varð af þeim sökum að fresta leitarflugi nokkrar stundir frá því flugvélarinnar var fyrst saknað. Flugrán í Florida Tampa, Flórída, 19. ágúst. AP. ÞOTU í eigu „Delta Air“-flugfé- lagsins var í gær rænt í flugi frá Miami til Tampa í Flórída og flug- stjóri neyddur til að snúa til Kúbu. Sjötíu og fjórir farþegar voru um borð í vélinni auk sjö manna áhafnar. Flugræninginn mun hafa haft brúsa með eldfímum vökva meðferðis. Skömmu eftir að þotan lyfti sér til flugs frá Miami tilkynnti flugstjórinn flugumferðarstjór- um í gegnum talstöð að hann yrði að víkja af fyrirhugaðri leið og fljúga til Kúbu. Lenti hann í Havana nokkru síðar, en flaug þotunni aftur til Tampa í morg- un. Að sögn talsmanns banda- rísku flugmálastjórnarinnar hef- ur flugræninginn verið settur í varðhald. Ný stefna Rússa? Hugleiða að gera eld- flaugar færanlegar Washington, 19. ágúst. AP. SOVÉTMENN hafa tilkynnt Banda- ríkjamönnum að þeir ætli að gera hluta kjarnorkuflauga sinna, sem draga heimsálfa á milli, færanlegar, til þess að „vega upp á móti aukinni nákvæmni" sams konar vopna Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Washington Post í dag. Blaðið byggir frétt sína á heim- ildamanni, sem kunnur er viðræð- unum um fækkun kjarnorkuvopna (START) í Genf, en fulltrúar Rússa þar eiga að hafa sagt að Rússar myndu standa Bandaríkja- mönnum verulega að baki á þessu sviði, þegar þeir síðarnefndu tækju MX- og Trident D-5-flaugar sínar í notkun frá og með 1986. „Rússar segjast verða búnir að leysa þetta vandamál þegar að því kemur að MX-flaugarnar verða tilbúnar," er haft eftir háttsettum samningamanni. Lausnin sé í því fólgin að gera flaugarnar færan- legar. Talið er að líklegasta flaugin, sem Rússar geri færanlega, sé PL-5-flaugin svonefnda, en þrjár tilraunir með hana eru taldar brjóta í bága við ákvæði SALT-II- samkomulagsins. Embættismaðurinn segir hins vegar að það sé „jákvæð þróun" ef Rússar snúi sér fremur að færanl- egum flaugum, þar sem þær verði almennt að vera smærri og beri færri sprengjur en flaugar, sem komið sé fyrir í sílóum. Þær séu einnig ónákvæmari og séu því ekki eins freistandi skotmörk og flaug- ar í sílóum. „Hatursdagur“ til hátfðabrigða Bangkok, Thailandi, 19. ágúst. AP. STJORNVÖLD í höfuðborg Kam- bódíu, Phnom Penh, hafa ákveðið að 20. maí verði „þjóðlegur haturs- dagur“ í óvirðingarskyni við ríkis- stjórn Rauðu khmeranna, að því er SPK-fréttastofan í Phnom Penh skýrði frá í dag. Fréttastofan sagði að dagurinn yrði til minningar um „svörtu ár- in“, þegar Rauðu khmerarnir réðu ríkjum í Kambódíu, en hon- um væri einnig ætlað að hamla við tilraunum Kínverja til að ná aftur tökum á landinu. Kínverjar veittu Rauðu khmerunum dygg- an stuðning áður en þeim var steypt í innrás Víetnama árið 1979. Á fundi stjórnarinnar, þar sem ákvörðunin var tekin, kom fram að meira en tvær milljónir og sjö hundruð þúsund manns hefðu verið drepnir eða hefðu veslast upp af hungri og þreytu á valda- tíma Rauðu khmeranna. Var sagt að þeir, sem lifðu af ógnar- stjórnina, væru helzta heimildin fyrir tölu fórnarlambanna. ÁSK0RUN! um heilsurækt og lengra líf Noel Johnson er 84ára gamall Maraþonhlaupari og heimsmeistari í hnefaleikum öldunga - með meiru. - Ég skora á hvern landsmann að hlaupa með mér frá Fellahelli í Breiðholti að Lækjartorgi á sunnudaginn kemur - Hlaupið hefst kl. 14.00 við Fellahelli, Breiðholti, og verður hlaupið um Breiðholts- braut, Miklubraut, Snorrabraut og Laugaveg að Lækjartorgi. Sverrir Friðþjófsson íþróttakennari ræsir hlauparana. Hver þátttakandi, sem lýkur hlaupinu, fær viðurkenningarskjal, eintak af bókinni „Vansæll sjötugur - en vígreifur áttræður" áritað af höfundi, Noel Johnson, en bókin er nýkomin út hjá Bókamiðstöðinni. Að sjálfsögðu fá allir þátttakendur 3ja mánaða birgðir af blómafræflum og hress- ingu að vild í pylsuvagninum i Austurstræti að loknu hlaupi. Bergþóra Arnadóttir og félagar taka á móti hlaupurunum á Lækjartorgi með sér- stakri söng- og skemmtidagskrá. Frumflutt verður nýtt lag hennar um BLÓMAFRÆFLA. Allir eru hjartanlega vel- komnir á Torgið. Þetta er ekki kapphlaup, heldur heilsurækt. Vonast til að sjá sem flest ykkar. NOELJOHNSON. I/^ILIIO ódýr og vönduð heimilistæki Idlillo■ 111 ii i ARMULA8 S:19294

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.