Morgunblaðið - 20.08.1983, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983
22
SÍS-styrkir til íþrótta gegn þjónustu og viðskiptum
Greinargerð frá HSÍ
vegna íþróttastyrks SÍS
Þar sem framhald hefur orðið á
skrifum Morgunblaðsins um
styrkveitingu SIS til KKÍ, HSÍ og
FRÍ, viljum við stjórnarmenn HSI
gera frekari grein fyrir því sam-
starfi og samskiptum sem tekist
hefur með okkur og Sambandi ís-
lenskra samvinnufélaga.
Samningur sem gerður var í
kjölfar styrkveitingarinnar og
undirritaður af þáverandi for-
manni HSÍ með fullu samþykki
annarra stjórnarmanna, er í 9 lið-
um og fylgir afrit greinargerð
þessari.
Afritið er til birtingar í eðli-
legum tengslum við þessa greinar-
gerð þar er við hyggjumst gera
grein fyrir framkvæmd hvers
liðar fyrir sig.
1. grein. Tilnefnd sú upphæð sem
íþróttastyrkurinn nemur, þ.e.
150 þúsund krónur árið 1983.
Rétt er að geta þess að 1982 var
HSÍ einnig handhafi íþrótta-
styrksins sem þá nam sömu
upphæð. Árið 1983 hlaut FRÍ
einnig styrk og var þeirra hlut-
ur 75 þúsund krónur.
2. grein. Blaðamönnum og leið-
arahöfundi Morgunblaðsins
hefur orðið tíðrætt um þessa
grein og ætla að hún beri vott
um nauðung. Þar er því til að
svara að miklu veldur hver á
heldur, enda hefur HSf alfarið
ráðstafað styrknum að eigin
geðþótta án nokkurra afskipta
þeirra Sambandsmanna.
3. grein. Undanfarin ár hefur það
færst í vöxt að fjármagna
starfsemi landsliða með auglýs-
ingum á búningum. Þannig
hafa t.d. dönsku Tuborg-bjór-
verksmiðjurnar auglýst á bún-
ingum dönsku landsliðanna i
handknattleik og sjálfsagt hef-
Aths. ritstj.:
Hér kemur enn einu sinni fram,
að hvert orð, sem Mbl. hefur sagt
um mál þetta, á við rök að styðj-
ast. Við lestur þessa samnings
koma í hugann orð fyrrverandi
formanns HSÍ þess efnis, að
íþróttahreyfingin verði að selja
sig. Samningur SÍS og HSÍ er
nauðungarsamningur um við-
skipti og þjónustu við Sambandið
og sölu á blaðamannafundum, þar
sem áróðursfulltrúi Sambandsins
hefur aðstöðu til að leika aðalhlut-
verkið í skjóli valds og peninga.
Stjórn HSÍ þarf víst ekki að hafa
áhyggjur af því, hvort hún hafnar
ur það fé sem fyrir auglýs-
ingarnar hefur fengist, gert
Dönum auðveldara að ná því að
eiga fjórða besta handknatt-
leikslið í heimi.
HSÍ hefur veitt Sambandinu
rétt til auglýsinga á landsliðs-
búningum í þeim leikjum og á
þann hátt sem alþjóðareglur og
reglugerðir ÍSÍ leyfa. Má með
sanni segja að þessi réttur sé
það eina sem HSÍ lætur Sam-
bandi íslenskra samvinnufé-
laga í té.
I beinum tengslum við þessar
auglýsingar er rétt að geta þess
að SÍS hefur leyst leikmenn og
forráðamenn landsliða, sem
sótt hafa okkur heim, svo og
okkar eigin leikmenn út með
gjöfum, ætíð myndarlegum en
stundum stórglæsilegum.
Einnig hefur SlS auglýst upp
landsleiki okkar af miklum
myndarskap, svo og prentað
ieikskrár. Við teljum það því eðli-
legt og sjálfsagt að fulltrúi aug-
lýsingadeildar SÍS sitji frétta-
mannafundi sem haldnir eru í
tengslum við landsleiki. (Let-
urbr. Mbl.) Möppur sem afhent-
ar hafa verið öllum fulltrúum á
HSÍ-þingi (sýnishom fylgir) lét
SÍS útbúa fyrir okkur, bréfs-
efni, nafnspjöld og nú er verið
að prenta mótaskrá HSÍ fyrir
næsta keppnistímabil. Allt það
sem að framan er talið er okkur
látið í té, auk þeirrar upphæðar
sem um er getið í 1. grein. Mun-
ar um minna og er þó margt
ótalið.
4. grein. Stjórn HSÍ hefur ekkert
sérstakt aðhafst er þessa grein
varðar, en talið að auglýsingar
á búningum landsliða bæru því
blaðamanni frá Mbl. á slíkum
fundum eða fulltrúa SÍS, þareð
hún hefur því miður nú þegar
ákveðið það sjálf með þessum
samningi. Mbl. mun að sjálfsögðu
sitja fundi HSÍ, þegar þeir verða
ekki haldnir á vegum ároðursdeildar
Sambandsins. Þegar hin ámælis-
verðu ákvæði úr nauðungarsamn-
ingnum haf verið felld á brott
mun Mbl. með ánægju senda
fréttamenn á fundi HSÍ. En
hversu góður sem tilgangurinn er,
í þessu tilfelli gott íþróttastarf,
mun engum líðast að selja blaða-
mannafundi, sem Mbl. situr.
Sjá að öðru leyti aðrar aths.
ritstj., sem birzt hafa hér í blaðinu
undanfarið, svo og forystugrein
Mbl. í dag.
samstarfi sem þarna hefur tek-
ist best vitni.
5. grein. Um fréttamannafund
boðaðan í tengslum við afhend-
ingu styrksins sá Sambandið
alfarið um.
6. grein. Um þessa grein er þegar
fjallað (3. grein), en rétt að
ítreka að við höfum talið og telj-
um það sjálfsagt að SÍS eigi full-
trúa á fréttamannafundum þeim
sem við stöndum að. (Leturbr.
Mbl.) Stuðningur Sambandsins
hefur orðið okkur það mikils
virði og samstarfið ánægjulegt.
Sama á við um ársþing HSÍ, við
teljum það sjálfsagða kurteisi
að bjóða fulltrúa SIS til þings-
ins.
Um 7., 8. og 9. grein hefur verið
rætt, eða þær eru þess eðlis að
þess gerist ekki þörf.
Það er ljóst, að þessi skrif Morg-
unblaðsins um íþróttastyrk SIS
geta engan skaðað, nema, ef vera
kynni, fjárvana íþróttahreyfingu.
Ekki viljum við þó trúa um sinn að
Samband íslenskra samvinnufé-
laga oi' Handknattleikssamband
fslands gera með sér svofelldan
samniug um íþróttastyrk Sam-
bands ns á árinu 1983:
1. Sa nband íslenskra samvinnu-
félaga veitir Handknattleiks-
sambandi íslands íþróttstyrk
sinn á árinu 1983 að upphæð kr.
150.000,00 — krónur eitthundr-
að og fimmtíuþúsund 00/100.-
2. Handknattleikssambandið notar
þetta fé eins og því er unnt til
kaupa á þjónustu og vönim hjá
Sambandinu, kaupfélögunum og
samstarfsfyrirtækjum þessara að-
ila. (Leturbr. Mbl.)
3. Handknattleikssambandið
heimilar Sambandinu að nota
starfsemi og aðstöðu H.S.Í. og
umsvif handknattleikslandslið-
anna, bæði heima og erlendis,
til auglýsinga og fræðslu um
samvinnuhreyfinguna á hvern
þann hátt sem Sambandið
óskar og eðlilegt getur talist.
Er þá miðað við þann hátt sem
almennt tíðkast og fellur að
gildandi lögum og reglum
íþróttahreyfingarinnar um
auglýsingar íþróttamanna.
4. Handknattleikssambandið skal
svo sem kostur er vekja athygli á
það hafi verið ætlunin, en hver er
þá tilgangurinn? Sú hótun Morg-
unblaðsins að senda ekki frétta-
menn á fundi, þar sem fulltrúi SfS
situr i okkar boði, getur skaðað
íþrótt okkar. Það er staðreynd, að
íþróttafréttaritarar geta í skrifum
sínum haft áhrif á aðsókn að
landsleikjum. Er Morgunblaðið að
fara fram á að HSÍ hafni öðrum
hvorum, fulitrúa SÍS eða frétta-
manni Morgunblaðsins og skaðist
að öllum líkindum fjárhagslega?
(Leturbr. Mbl.)
Þeir blaðamannafundir sem við
höldum fara fram í okkar húsnæði
og veitingar sem þar eru fram
bornar keyptar af HSf. Um sölu á
blaðamannafundum er ekki að
ræða.
Fréttamenn Morgunblaðsins
sátu blaðamannafund KSf sem
haldinn var um borð í einu skipa
Eimskipafélags íslands og þáðu
góðar veitingar frá Eimskip. Var
þar um sölu á blaðamannafundi að
ræða?
Við teljum sjálfsagt, hvort sem
HSÍ, KSI, KKf eða FRÍ eiga í hlut
að þiggja og virða það sem vel er
boðið.
Handknattleikssambandið þarf
á stuðningi að halda, nú eins og
oft áður, ekki síst íþróttafrétta-
manna sem löngum hafa stutt vel
við bakið á þvi.
Við höfum verið og erum þeirr-
ar skoðunar að íþróttastyrkur
þessari styrkveitingu Sambands-
ins hjá fjölmiðlum og á meðal
handknattleiksfólks, annars
íþróttafólks og almennings. (Let-
urbr. Mbl.)
5. I tengslum við blaðamanna-
fund, sem Sambandið boðar til
um veitingu styrksins, skal
H.S.Í. sjá til þess, eftir öllum
þeim leiðum sem Sambandinu
eru tiltækar, að styrkveitingin
veki þá athygli i fjölmiðlum
sem verðugt er og viðgengist
hefur um styrkveitingar til
menningarmála.
6. Fulltrúi frá Sambandinu skal
eiga kost á því að sitja alla frétta-
mannafundi H.S.Í. á árinu og
skýra þar frá þætti samvinnu-
hreyfíngarinnar í sambandi við
næstu viðburði hverju sinni. (Let-
urbr. Mbl.) Handknattleiks-
sambandið býður fulltrúa frá
Sambandinu að sitja ársþing
H.S.f. sem gestur þess.
7. Um auglýsingar og fræðslu um
samvinnuhreyfinguna, sam-
kvæmt samningi þessum, vísast
að öðru leyti til áætlunar sem
_ Sauðírkróki, 18. ígúst.
Á MORGUN, sunnudag, 21. ágúst,
verður Sjávarborgarkirkja í Borg-
arsveit endurvígð. Fréttaritari Morg-
unblaðsins leitaði til séra Hjálmars
Jónssonar, prófasts á Sauðárkróki,
og fékk hjá honum upplýsingar um
kirkjuna og endurbyggingu hennar.
Sjávarborgarkirkja var byggð
1853—54 og er timburkirkja. Hún
var sóknarkirkja Sauðárhrepps og
því kirkja Sauðkrækinga fyrstu
áratugi bæjarins. Með vaxandi
byggð varð kirkjan brátt of lítil og
var mikill áhugi fyrir því að reisa
nýja kirkju á Sauðárkróki. Með
landshöfðingjabréfi, dagsettu 29.
júní 1891, voru kirkjurnar á Sjáv-
arborg og Fagranesi lagðar niður
og skyldi byggð ný á Sauðárkróki í
þeirra stað.
Kirkjan á Sjávarborg er í eigu
Þjóðminjasafns íslands sem hefur
Sambands íslenskra samvinnufé-
laga sé hvorki af flokks- né við-
skiptapólitískum toga spunninn,
heldur sé hann veittur í viður-
kenningarskyni við þau störf sem
unnin eru innan ÍSÍ að íþrótta- og
æskulýðsmálum. Og varla getur
Morgunblaðið leyft sér að halda
því fram að umsókn HSÍ um
styrkinn hafi verið til komin af
flokks- eða viðskiptapólitískum
ástæðum.
Að lokum skal þess getið að
samningur HSÍ við Samvinnu-
ferðir-Landsýn, sem nú er að vísu
útrunninn, var ekki gerður vegna
þrýstings frá SfS heldur buðust
okkur góð kjör og fyrirgreiðsla
þar. Auk þess höfðum við sótt
þangað ráðleggingar um fargjöld
og ferðamáta löngu áður en samn-
ingurinn var gerður.
Með þökk fyrir birtingu,
Friðrik Guðmundsson
form.
Jón Erlendsson varaform.
Pétur Rafnsson
Guðm. Fr. Sigurðsson
Ólafur H. Steingrímsson
Kjartan K. Steinbach
Arnþrúður Karlsdóttir
Þórður Sigurðsson
Gunnar K. Gunnarsson
Karl H. Sigurðsson
gerð hefur verið og fulltrúar
H.S.Í. hafa kynnt sér og fallist
á.
8. íþróttastyrkurinn greiðist út
með jöfnum greiðslum allt árið
eftir nánara samkomulagi. Við
hverja greiðslu gerir hand-
knattleikssambandið Samband-
inu grein fyrir umsvifum H.S.f.
næstu 4 mánuði. Greiðslur eru
þó háðar því að við samning
þennan verði staðið. Greiðslur
styrksins eru í höndum auglýs-
ingastjóra Sambandsins og
framkvæmdastjóra fjármála-
deildar.
9. Auglýsingastjóri Sambandsins
hefur umsjón með framkvæmd
þessa samnings af hálfu Sam-
bandsins, en H.S.Í. skal tilnefna
mann af sinni hálfu til sam-
starfs við Sambandið um fram-
kvæmd samningsins.
Af samningi þessum eru gerð
tvö samhljóða eintök og heldur
hvor aðili sínu eintaki.
Reykjavík, 8. október 1982
F.h. Handknattleikssamb. fsl.
Júlíus Hafstein
F.h. Samb. ísl. samvinnufélaga
Gunnsteinn Karlsson
látið endurbyggja hana. Stefán
Jónsson, arkitekt, hefur annast
það en kirkjusmiður var Gunnar
Bjarnason.
Vígslubiskup hins forna Hóla-
stiftis, séra Sigurður Guðmunds-
son á Grenjaðarstað, vígir hina
öldnu kirkju og verða viðstaddir
prestar Skagafjarðarprófasts-
dæmis, svo og séra Þórir Steph-
ensen, dómkirkjuprestur og fyrr-
um sóknarprestur á Sauðárkróki,
en hann var hvatamaður að end-
urbyggingu Sjávarborgarkirkju,
sem hófst fyrir um það bil 15 ár-
um. Þjóðminjavörður segir frá
byggingu kirkjunnar og gerir
grein fyrir endurbótum. Að
vígsluathöfn lokinni verða kaffi-
veitingar í safnaðarheimili Sauð-
árkrókssóknar í umsjá Kvenfélags
Skarðshrepps. — Kári
Reykjavíkurvika:
Útihátíð,
Viðeyjar-
ferð o.fl.
Á DAGSKRA Reykjavíkurviku f
gær voru seinni tónleikar ungs tón-
listarfólks úr Reykjavík haldnir í
Gerðubergi, en einnig hélt Æsku-
lýðsráð unglingadansleiki f félags-
miðstöðvum borgarinnar
f dag eru fyrstar á dagskrá
ferðir, annars vegar útsýnisferð í
Biáfjöll, undir leiðsögn Einars Þ.
Guðjohnsen, og hins vegar skoð-
unarferð í Viðey, undir leiðsögn
þeirra Örlygs Hálfdánarsonar og
Sigurðar Líndal, prófessors. I
Bláfjallaferðina verður lagt af
stað frá Gerðubergi kl. 10.15 en
frá Kjarvalsstöðum kl. 10.00. Við-
eyjarferðin hefst siðan kl. 14.00 —
15.00.
„Reykjavík fyrr og nú“, dagskrá
í tali og tónum hefst kl.15.00 á
Kjarvalsstöðum í dag. Stjórnandi
dagskrárinnar er Helga Bachm-
ann, en þau sem fram koma og
flytja efnið eru Anna Einarsdótt-
ir, Emil Guðmundsson, Valgeir
Skagfjörð og Þórunn Pálsdóttir.
Þá hefst kl. 14.00 útihátíð við
félagsheimilið Þróttheima, en
fyrir henni standa Æskulýðsráð,
félagsmiðstöðin Þfottheimar og
knattspyrnufélagið Þróttur. Á
útihátíðinni verður sýnt fallhlífa-
stökk, gestum boðið upp á ýmsar
knattspyrnuþrautir, leikrit og
heimsókn knattspyrnufélagsins
„Augnablik". Þá verður dansleik-
ur í kvöld og flugeldasýning um
miðnætti við félagsmiðstöðina.
Sjávarborgar-
kirkja endurvígð
SAMNINGUR um íþrótta-
styrk Sambandsins 1983