Morgunblaðið - 20.08.1983, Side 28

Morgunblaðið - 20.08.1983, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983 Guðmundur Guð- mundsson frá Blómst- urvöllum - Minning F«ddur 7. aprfl 1893 Dáinn 7. ájfúst 1983 nÞið ljómið heið og breið og blá mín björtu Austurfjöll. Þar kveiktu ljósin bros á brá í bernsku álfahöll. Því birtir alltaf yfir mér er æsku guða vé, í anda við hvert hljómspil hér ég há og fögur sé.“ (G.G.) Oft hvarflar hugur minn austur á Stokkseyri. En aldrei fremur en þegar eitthvert af börnum strand- arinnar og sléttunnar kveður. Þá finnst mér alltaf, að andi þeirra svífi inn í sóldýrð bláfjallageims- ins í austri. Þar vakir eilífðin ein yfir silfur- bláum Eyjafjallatindi.sem klæðist gullrauðum loga við aftanskin sól- ar við hafsbrún og heiðar í vestri. Hvergi er víðsýnið meira en frá Stjörnusteinum og Sjónarhólum austast i þessu friðsæla þorpi. Þar tengjast fortíðarminningar og ei- lifðarvonir í eitt. Hugurinn skynjar töfra marg- slunginnar fjölbreytni á ævibraut- um horfinna vona. Þar tengjast vonir og vonbrigði, gleði og sorgir, sigrar og ósigrar ævibrautar við faðmlög hafs og strandar. Og einmitt sú mannsævi, sem mótast af þessari víðáttu í mund- um brims við sker og elds við jökla, verður svo undarlega fjöl- breytt, mitt í hversdagsleika erf- iðis og rauna, óska, sem aldrei rætast og aflrauna, sem virðast án árangurs. Aldrei fremur ætti að skiljast námið í lífsins skóla og tilgangur þess á eilífðarvegum, en þegar lit- ið er yfir nær aldarveg þessara barna víðsýnisins við stjörnu- steina þeirra vona, sem aðeins eru „auðlegð á vöxtum í guðanna ríki". Það nám er mótað hinni miklu fjölbreytni við faðm hafs og fjalla. Þessar og þessu líkar myndir svifu um huga minn, þegar ég frétti um brottför Guðmundar á Blómsturvöllum yfir móðuna miklu, sem heimana skilur. Ég man hann vei sem sérstæðan myndarmann, hlédrægan, fálátan, en samt búandi yfir óræðum krafti í leynum sálar sinnar. Krafti, sem alltaf virtist unnt að luma á, þegar allt um þraut, og bæði hann og aðrir hugðu ekki annað en uppgjöf á næsta leyti. Uppgjöf bæði líkama og sálar. En samt liðu árin. Og alltaf var eitthvað verið að starfa, oft, já oftast af veikum burðum í næstum heila öld. Þótt fæstar kannske engar af óskum hans, þessa gáfaða sveitadrengs og vormanns alda- mótanna, óskir um menntun og frama, gleði og gæfu ættu eftir að rætast, þá virtist hann sannarlega til fjölbreytni fæddur á öllum starfssviðum hversdagsins í æsku, manndómi og elli. Hann hóf störf sem barn ís- lenskrar sveitar. Fljótlega eftir fermingu á áraskipum í stormum og hættum við Loftsstaðasand og Þorlákshöfn, síðar á skútum og stærri skipum. Nítján ára að aldri var hann ráðinn á fiskiskipið Geir frá Hafnarfirði, en átti langa sjávargötu um heiðar vestur. Varð of seinn um borð. En það varð til lífs, því Geir fórst í þeirri veiði- ferð með allri áhöfn, þar með tal- inn Þorkell bróðir hans. Þannig var öryggi æskunnar í þá daga. Svo varð hann bóndi í Gaul- verjabæjarhreppi í Rútsstaða- Norðurkoti, eftir föður sinn. En það var ekki lengi. Hann veiktist 25 ára að aldri af spönsku veikinni og náði vart heilsu að fullu. Varð að fara að Vífilsstöðum sem berklasjúklingur. En varð samt einn hinna fáu, sem útskrifaðist þaðan með viðhlítandi heilsu til nokkurra starfa. Hann varð eitt hinna fjölhæfu aldamótabarna ís- lands. Þó undarlegt mætti virðast kom nú í ljós, að hann var ekki síst hæfur til handiðna. Hefði nú á dögum lærdóms og föndurs, raf- magns og lista, orðið meistari. Að því stefndu óskir hans. En hvað þýddi að eiga óskir i þá daga fyrir dreng úr miðjum hópi 13 systkina í koti úti í sveit? En samt mátti segja, að honum léki allt í höndum, ekki síst hús- gagnasmíði. Hann fékkst því við fjölbreytt viðfangsefni ævilangt, bæði fyrir austan og hér í borg- inni, en þoldi því miður aldrei erf- iðisvinnu og var oft vonlítill um t Systir okkar, ÓLÖF G. JÓNSDÓTTIR, LaufAavagi 3, Stykkiahólmi, lést þann 18. þessa mánaöar. Syatkinin. t Maöurinn minn, GUÐMUNDUR ÁGÚST GÍSLASON, pípulagningarmaiatari, Hjaltabakka 28, andaöist 18. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Stafanfa Guömundadóttir. t Hjartans þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför mannsins míns og föður, FRIÐRIKS ÞÓRDAR BJARNASONAR, tollvaröar. Sérstakar þakkir færum viö vinnufélögum, lögregluembætti á Keflavíkurflugvelli og Goifklúbbi Suöurnesja. Fyrir hönd vandamanna. Guörún Bjarnadóttir, Bjarni Friörikaaon. sinn hag. Stundum nálgaðist það örvæni. En alltaf birti aftur, hversu dimmt sem varð. Samt virtist afkoman sæmiieg, hvort heldur í borg eða sveit. Hinar fornu dyggðir: Sparsemi, nýtni, nægjusemi og reglusemi voru æðsti auður hans. Lítum svo aðeins yfir æviveg þessa sonar sléttunnar sunnlensku frá síðustu öld. Guðmundur Guðmundsson, sem þessi minningarorð eru helguð, fæddist 7. apríl 1893 að Syðra- Velli í Gaulverjabæjarhreppi í Flóa. Hann var sá níundi af þrett- án börnum hjónanna þar, Ingi- bjargar Stefaníu Magnúsdóttur frá Garðbæ á Eyrarbakka og Guð- mundar Þorkelssonar frá Oseyr- arnesi. Hann var þá hreppstjóri í Gaulverjabæjarhreppi. En árið sem Guðmundur var sjö ára flutt- ist fjölskyldan að Rútsstaða- Norðurkoti og þar ólst hann hjá foreldrum sínum, sem voru af þekktu fólki komin í Flóanum. Kona Guðmundar hét Helga Pálsdóttir frá Vorsabæjarhóli í sömu sveit. Þau áttu tvö börn, Lilju Stein- unni, sem fæddist á Vorsabæjar- hóli, og Guðmund Helga, sem er raftæknir hér í Reykjavík, en fæddist á Stokkseyri. Þangað fluttist fjölskyldan 1939. Móðir hans lést, er hann fæddist og það varð mikill harmur hinum ein- mana föður, sár sem aldrei greri. En vissulega skiptast á skin og skúrir í okkar heimi. Hann fékk ágæta ráðskonu, sem sá um heim- ili hans af umhyggju og alúð í ára- tugi, Jónfríði Olafsdóttur frá Hænuvík við Patreksfjörð. Reynd- ist hún honum og börnum hans traust vinkona, ásamt sonum sin- um. Hún dvelur nú að Kumbara- vogi á Stokkseyri. Lilja giftist Ragnari Svein- bjarnarsyni, bryta, frá Stykkis- hólmi, en er nú ekkja. 1979 fluttist Guðmundur til Reykjavíkur og dvaldi í þrjú ár á heimili sonar síns, Guðmundar Helga og konu hans, Sigríðar Sveinsdóttur, sem gerðu honum allt til gleði, sem unnt var. Síðasta árið dvaldi Guðmundur á Grund við Hringbraut 50 og undi sér þar hið besta eftir atvikum. Hann var innilega þakklátur öll- um, sem voru honum vel, fyrr og síðar. Guðmundur var mjög ættfróður maður og las fræðibækur af mikl- um áhuga. Þrátt fyrir skerta krafta til erfiðisvinnu var hann áhugasamur, traustur og trúr, að hverju sem hann gekk, hagsýnn og handlaginn, hjálpsamur og góð- viljaður. Hann skilar því afabörnum sín- um og niðjum öllum, hinum besta arfi til gæfu og blessunar, sem þau eru vís til að vaxta á hinn besta hátt við nýja og betri aðstöðu. Við biðjum þessum aldna vini, eilífðarheilia á blómsturvöllum á vonaströnd trúar og elsku. Ég veit að æskuströndin hans býr honum mjúka sæng í bleikum sandi við eilífðaróma hafsins og dýrð sólaruppkomu yfir Austur- fjöllum. Þangað stefnir hugur í hásum- ardýrð, þar sem við sungum svo oft: „Þín ásjóna móðir hér yfir mér skín, með alskærum tárum krystalsdagga. Und miðsumarhimni sé hvílan mín. Hér skaltu ísland barni þinu vagga.“ (St.Th.) Drottinn blessi minningu Guð- mundar á Blómsturvöllum og veiti ástvinum hans öllum og niðjum, systur hans og ættingjum sannar heillir um ókomin ár. Árelíus Níelsson Nikolai Elíasson bóndi — Minning Einn þessara dimmu rign- ingardaga sumarsins fékk ég til- kynningu um að Niolai í Keflavík væri dáinn og dagurinn varð enn myrkari. Þó að menn gangi ekki heilir til skógar kemur fregn um andlát alltaf jafnmikið á óvart. Við þessi tímamót reikar hugur minn heim á Berg þar sem svo yndislegt var að koma hvort held- ur sem var í heimsókn eða til lengri dvalar. Þar var alltaf tekið á móti gestum og gangandi með hjartahlýju og af mikilli gestrisni. Þar var nóg rúm fyrir alla. Sem barn og unglingur dvaldi ég oft hjá þeim hjónum, Sjönu frænku minni og Nikolai, um lengri eða skemmri tíma. Við börn systkina þeirra hjóna áttum þar alltaf örugga höfn og á loftinu hjá þeim bjuggu einnig foreldrar Nik- olai sín siðustu ár, eftir að þau brugðu búi. Nikolai var fæddur í Reykjavík 24. júní 1912. Hann var sonur hjónanna Kristínar Mensanders- dóttur og Elíasar Nikulássonar. Hann ólst upp í foreldrahúsum ásamt fimm systrum. Eftir ferm- ingu flutti hann með fjölskyldunni að Bala í Þykkvabæ og þar eyddi hann unglingsárum sfnum. Árið 1935 kvæntist Nikolai Kristjönu Jónsdóttur frá Ásmúla. Þau voru jafn gömul upp á dag. Þau eignuðust fjögur börn; Axel, tæknifræðing, kvæntan Ásu Sig- urjónsdóttur, þau búa i Garðabæ; Elías, pípulagningarmeistara, kvæntan Þórunni Torfadóttur, þau eru búsett i Keflavik; Jón, kvæntan Erlu Belberps, þau eru búsett í Grindavík þar sem Jón rekur vélsmiðju, og Kristínu, gifta ólafi Kjartanssyni, tæknifræð- ingi, þau búa í Garðinum. Barna- börnin eru nú orðin 13 talsins. Nikolai og Sjana voru frum- byggjar á Bergi við Keflavik. Þau byggðu sér hús í grjótinu þar, hóf- ust handa við að ryðja grjótinu burt og ræktuðu síðan tún með ágætum árangri, sem varð til þess að fleiri komu á eftir og byggðu sér hús á þessum stað. Þau sköpuðu sér þarna aðstæð- ur til búskapar og stunduðu kúa- og svínabúskap i mörg ár. Árum saman aðstoðaði Nikolai við dýra- lækningar á Suðurnesjum, því að hann var dýralæknir af guðsnáð. Dýralækningastarfinu fylgdu margar ferðir um Suðurnesin, tók hann okkur krakkana oft með i Birting afmælis- og minningargreina A ,'GLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. þessar ferðir og fræddi okkur um marga hluti. Á ég margar og góð- ar minningar frá þessum ferðum. Einnig eru mér minnisstæðar ferðir um nágrenni Keflavíkur til heyöflunar, sérstaklega þegar heyjað var í Höfnunum. Á þeim árum var það mikið og merkilegt ævintýri þegar Nikolai flutti heyið heim á vörubílnum sínum. Við krakkarnir vildum fá að vera uppi á heyinu. Nikolai gerði sér lítið fyrir, gerði djúpa holu í heyið, setti okkur í holuna og strekkti síðan net yfir allt saman. öryggi okkar var borgið og draumur okkar rættist. Þannig eru ótal minningar. — I öllum sínum önnum hafði hann alltaf tlma fyrir okkur. Mér finnst það lýsa nokkuð vel manninum og barn- elsku hans er hann var eitt sinn spurður hvort hann ætti alla þessa krakka sem hann var með. Hann svaraði að meðal annars ætti hann mig ekki. Mér líkaði það ekki rétt vel og sagði snöggt: „Víst áttu mig.“ En börn verða fullorðin og fara út í hringiðu lífsins — lífskapp- hlaupið veldur því að fólk er svo önnum kafið að það má ekki vera að neinu. — Þannig fór fyrir mér, því miður, og ferðum mínum upp á Berg fækkaði — en ég vissi þó að þar voru alltaf traustir vinir. Elsku Sjana mín, ég veit að systkinin þín hefðu viljað þakka Nikolai alla hjálpsemi og tryggð sem hann hefur ávallt sýnt sínu tengdafólki og hugsa til hans með söknuði. Við Bjarni og stelpurnar sendum þér og fjölskyldunni okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styðja þig og styrkja. Rut Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.