Morgunblaðið - 20.08.1983, Síða 31

Morgunblaðið - 20.08.1983, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1983 31 fclk í fréttum Allt tilbúið fyrir komu Glistrups + Mogens Glistrup, stofnandi Framfaraflokksins danska, fer í fangelsi 31. þessa mánaðar og hér að ofan má sjá vistarveruna, sem verður beimili hans næstu þrjú ár- in. Klefinn, sem er í fangelsinu i Horseröd, er tíu fermetrar að stærð og innánstokksmunirnir borð, stóll og rúmfleti. Það er ekki Glistrup, sem kominn er í klefann, heldur hann Erik Christensen, fangelsiseftirlitsmaður, sem var að ganga úr skugga um að allt væri til reiðu þegar einhver kunnasti stjórnmálamaður Dana nú um stundir kemur til gistingar. Leikararnir ákváóu að hætta við MASH Á heimili sínu í Los Angeles fær Loretta stundum tíma til að stunda áhugamál sitt: að sauma út púða. „ÉG VAR í marga mánuði að jafna mig, mér fannst allt svo tómt og leið- inlegt. Ég forðaðist að horfa á sjón- varpið og það er fyrst nú, sem ég er farin að sætta mig við að MASH er ekki lengur hluti af lífi mínu.“ Það er Loretta Swit, eða Hot Lips í MASH, sem þetta segir, en hún sagði já, þegar leikararnir i þættinum greiddu um það atkvæði hvort hætt skyldi við allt saman. Reyndin varð líka sú, að flestum fannst nóg komið. „Við vorum á toppnum og það hefði verið leiðinlegt að sjá vin- sældir þáttarins minnka. Það fer best á því að hætta þegar hæst stendur." Loretta Swit er nú fertug að aldri og hún hefur aldrei verið gift. „Foreldrar mínir hafa aldrei skilið hvað að mér gengur, að ég skuli ekki eiga fjölskyldu og börn. Þeir gátu varla um annað talað, svo að ég tók mig einu sinni til og fór með þá til fjölskylduráðgjafa, sem sagði þeim að ég væri alls ekki til þess fallin að eiga fjöl- skyldu." Loretta hefur þó stundum verið að því komin að ganga upp að alt- arinu og þeir eru orðnir nokkuð margir mennirnir í lífi hennar. Hún segist þó alltaf hafa séð að sér á síðustu stundu. Loretta er nú að undirbúa heimsreisu og af engu hefur hún jafn mikla ánægju og að ferðast. Til tveggja landa er hún þó ákveð- in að koma aldrei, en það eru Kanada og Noregur. Ástæðan er sú, að Kanadamenn og Norðmenn drepa seli og Loretta er mikið á móti því, segir að selir séu í mikilli útrýmingarhættu. „Mennirnir í lífi mínu hafa verið margir, en ég hef alltaf séð mig um hönd á síðustu stundu." COSPER — Ég gleymdi ávísanaheftinu mínu úti í bíl, nú skrepp ég út og næ í það! Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Kennsla hefst í dagskóla og öldungadeild samkvæmt stundaskrá 1. sept. Nýnemar i dagskóla koml til umsjónarkennara 29. ágúst kl. 14. Stundatöflur veröa afhentar öörum nemendum dagskóla 30. og 31. ágúst kl. 15—17 gegn 500 kr. skólagjaldi. Kennarafundur verður 24. ágúst kl. 10. Bóksalan veröur opin 29,—31. ágúst kl. 10—19. Stööupróf veröa sem hér segir: Spænska 22. ágúst kl. 17. Danska 23. ágúst kl. 17. Franska 24. ágúst kl. 17. Enska 25. ágúst kl. 17. Þýska 29. ágúst kl. 17. Raktor. ALUÞETTA r 100 KRONUR Velkomin á Iðnsýningu 83 í Laugardalshöll. Stórkostleg sýning á íslenskriframleiðslu. 120 sýnendur kynna framleiðslusínaog þjónustu á um 4000 m2 sýningarsvæði. Vörukynningar, kynningarafslættir, tölvur, vélmenni (eitt þeirra hefur nú þegar lært svolítið í íslensku), tískusýningar og margtfleira. Happagesturdagsins hlýturvinning og skemmtikraftartroða upp. Gagn og gaman fyrir aðeins100 krónur-fyrir fullorðna, 40 krónurfyrir börn 6-12 ára og frítt fyrir þau yngstu. Þiðlátiðlðnsýningu 83 ekki fram hjá ykkur fara. S ISLENSK FRAMTlD ÁIDNADI EflGGD ÐNSYNINGj^ 19/8-4/9 * ■! / IAUGARDALSHÖLL yJL.| FÉLAG ÍSLENSKRA ÐNFEKENDA 50 ÁRA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.