Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 Vetrardagskrá sjónvarpsins í burðarliðnum: Þættir með Burton í hlut- verki Wagners „Sjónvarpsdagskra vetranns er i burðarliðnum og ekki fullgerð ennþá,“ sagði Ellert Sigurbjörnsson dagskrárritstjóri sjónvarpsins í samtali við Mbl. í gær. „En í september, október og nóvember fara í gang fastir innlendir þættir, svo sem Stundin okkar á sunnudögum, Kastljós, Skonrokk, Sögu- hornið og þegar þingið hefst, hefst Þingsjá og ýmsir umræðuþættir. Enska knattspyrnan hefst á ný í september, og erlendir framhaldsþættir eru hver af öðrum að fara af stað. Á sunnudögum verða teknir til sýninga frægir þættir um ævi Richards Wagner með Richard Burton í aðalhlutverki, gaman- þættir eins og Já Ráðherra og Til- hugalíf verða áfram í vetur. Dall- as verður líka áfram en þó verður gert fjögurra vikna hlé í septem- Dragnótaveiðar á Faxaflóa: ber og sýndur ítalskur fram- haldsmyndaflokkur á meðan. „Húsið á sléttunni" kemur aftur í nóvember, og á miðvikudögum verða fyrst um sinn þættirnir „Amma og átta krakkar", sem gerðir eru eftir bókum Anne- Cath. Vestly. Fleira er ekki enn fastákveðið. Balbo myndin sem ítalir færðu fslendingum að gjöf á dögunum verður á dagskrá sjónvarpsins fjórða eða fimmta september." Skemmdarverk á jarðýtum fyrir tugþúsundir SKEMMDARVERK fyrir tugþúsundir króna voru unnin á tveimum Carterpillar-jarðýtum á sorphaugum Hafn- arfjarðar á fimmtudagskvöldið eða aðfaranótt fdstudagsins. Allar rúður í jarðýtunum voru brotnar og voru notaðir til þess sverir rafsuðuvírar. Þeim var kastað í rúðurnar og létu skemmdarvargarnir ekki staðar numið fyrr en allar rúður voru brotnar. Lögreglan í Hafnarfirði biður alla þá sem upplýsingar geta gefið um skemmdarverkin, vinsamlega að láta sig vita. Ráðherrar Framsóknarflokksins: Sjálfstæðisflokksins hefur ráðið sér aðstoðarmann, það er Geir Haarde, hagfræðingur og formað- ur Sambands ungra sjálfstæð- ismanna, en hann er aðstoðarmað- ur Alberts Guðmundssonar fjár- málaráðherra. Kröfluvirkjun: Borun 22. holu lokið VIÐ Kröfluvirkjun er nú lokið borun holu númer 22, sem er stefnuboruð og verður hún látin blása innan skamms. Þá er lokið viðgerð á holu númer 13 og boruð verður ein bein hola til við- bótar þar í sumar. Holur 21, 22 og 23 verða ekki tengdar fyrr en ákvörðun um uppsetningu vélasamstæðu 2 verð- ur tekin. Að sögn Einars Tjörva Elíasson- ar, yfirverkfræðings, er stefnubor- un mjög handhæg, þegar skera þarf lóðréttar sprungur eða bora undir fjöll og á ýmsan annan hátt. Er þetta önnur stefnuboraða holan við Kröflu, en sú fyrri var boruð í fyrra. Þá sagði Einar að hola 13, sem boruð var 1980, hefði verið orð- in afkastalítil. Væri hún skammt frá Hveragili, en þar mætti ekki bora vegna náttúruverndar. Því hefði verið gripið til þess ráðs, að stefnubora út út holunni og undir Hveragil og skera Hveragilssprung- una á 1.500 metra dýpi. Væri þetta í fyrsta sinn, sem þetta væri gert hér á landi og hefði þetta tekizt mjög vel. Væri þess vænzt, að afköst hol- unnar ykjust verulega og væri þetta gert fyrir helming kostnaðar við borun nýrrar holu. Einar sagði, að ekki væri enn fyllilega ljós árangur þessara bor- ana, ætlunin væri að hleypa holu 22 upp fljótlega og viðgerðu holunni nokkru síðar. Þá væri verið að byrja á síðustu holunni, sem yrði bein hola, 1.800 til 2.000 metra djúp og boruð á Hvíthólum. Ekki yrði um orkuaukningu í virkjuninni vegna þessa, þar sem holurnar hefðu ekki verið tengdar og yrði það ekki fyrr en ákvörðun yrði tekin um uppsetningu vélasamstæðu 2. Auk þess væri ætlunin að kanna af- kastagetu holanna betur áður en þær yrðu tengdar, vegna þess að tenging þeirra væri dýrt fyrirtæki. Hola 13 væri tengd, en holur 21, 22 og 23 biðu þessarar ákvörðunar. MEÐ ráðningu Jóhanns Einvarðs- sonar, fv. alþingismanns á Reykja- nesi, aðstoðarmanns Alexanders Stefánssonar félagsmálaráðherra, hafa allir fjórir ráðherrar Fram- sóknarflokksins í ríkisstjórninni ráðið sér aðstoðarmenn. Aðstoðarmaður Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra er Helga Jónsdóttir, lögfræðingur, aðstoðarmaður Halldórs Ás- grímssonar sjávarútvegsráðherra er Finnur Ingólfsson, viðskipta- fræðingur og formaður Sambands ungra framsóknarmanna, og að- stoðarmaður Jóns Helgasonar landbúnaðar- og dóms- og kirkju- málaráðherra er dr. Bjarni Guð- mundsson, búfræðingur. Aðeins einn hinna sex ráðherra fyrir Rússland. Það er ekki nema von að þetta sé dauft, þetta er orðinn svo rosalegur floti. Karf- inn þolir ekki allan þennan flota, það kemur ekki til, og stofninn er nú farinn að láta undan. Ef flotanum verður haldið svona stórum áfram verður þetta allt „sviðin jörð“. Hann er 30 skipum of stór, það eru alveg hreinar línur. Það er því ekki um annað að ræða en að fækka eða sætta sig við stöðugt minnkandi afla á skip. Við erum komnir með sama sóknarþunga og fyrir útfærslu landhelginnar, þetta eru orðin svo fullkomin skip,“ sagði ólafur Örn. Tveir bátar sviptir leyfi í eina viku TVEIR bátar, sem leyfi höfðu til dragnótaveiða á Faxaflóa, voru fyrir skömmu sviptir því í eina viku. Var það vegna þess, að þeir höfðu landað þorski með kola, en það er ólöglegt samkvæmt þeim skilyrðum, sem leyfin eru háð. Að sögn Þórðar Eyþórssonar, deildarstjóra í sjávarútvegsráðu- neytinu, eru veiðileyfin meðal annars háð þeim skilyrðum, að bolfiskafli megi ekki vera umfram 15% af heildarafla bátanna miðað við viku í senn. Færi svo yrði um- frambolfiskaflinn gerður upptæk- ur. Sagði Þórður, að á heildina lit- ið væri að meðaltali aðeins um 7% af afla dragnótabáta annar fiskur en koli. Hins vegar væri oft nokk- uð af þorski í aflanum í upphafi vertíðar og gerði það mönnum erf- itt fyrir. Þess vegna hefðu menn líklega Ieiðzt út í það að reyna að „fela“ þorskinn. Frá slökkvistarfinu. Morgunbladið/Júlíus Eldur á Njálsgötu TALSVERÐAR skemmdir urdu af eldi í íbúöarhúsi á Njálsgötunni í fyrrinótt. Tilkynnt var um eldinn til slökkviliðsins klukkan 3.50 og þegar það kom á staðinn var eldur í stiga- gangi og innri forstofu og reykur mik- ill. Húsið, sem er númer 4a við Njálsgötuna, er steinhús, en timb- urklætt og einangrað með spóni. Að sögn slökkviliðsins gekk slökkvistarf vel. Reykkafarar fóru inn í húsið með háþrýstidælur og var yfirborðseldur fljótlega slökkt- ur. Rífa þurfti upp talsvert af þilj- um til að slökkva eld í einangrun, en eldinn lagði eftir henni upp á efri hæð hússins. Ekkert fólk var í húsinu. Talsverðar skemmdir af eldi urðu á stigagangi og innri forstofu, en reykskemmdir á öðrum hlutum hússins. Slökkvistarfi var lokið kl. 5.20, en slökkvilið var á vakt við staðinn fram á morgun. Ekki er kunnugt um eldsupptök. Talstöðvarspjall við tvo aflaskipstjóra Ásgeir Guðbjartsson á Guðbjörginni: Þetta gengur ekki nógu vel „ÞETTA gengur ekki nógu vel, það er óhætt að segja það. Þetta er ákaflega gloppótt og ofan í ekki neitt. Við erum búnir að vera rúma viku úti og komnir með 150 tonn af þorski. Þetta er óvanalega stór og góður þorsk- ur,“ sagði Ásgeir Guðbjartsson, skipstjóri á Guðbjörgu ÍS, er blm. Morgunblaðsins ræddi við hann í talstöð á Vestfjarðamið- um í gær. „Það koma þó neistar í þetta, það koma sæmilegir sólarhring- ar og svo hefur verið alveg steindautt inn á milli. Var til dæmis ekkert að hafa í tvo daga í túrnum. Þetta var þó anzi gott í síðasta mánuði, ég held við höf- um náð tæpum 880 tonnum og við erum ánægðir með það. Ætli við séum ekki komnir í rétt rúm 4.000 tonn frá áramótum. Við er- um ánægðir með þetta. Þorskur- inn er svo takmarkaður og dálít- ið blandaður smáfiski, ekki bara hjá okkur Vestfirðingunum, það er sama hjá öllum, sem eru á * þessum miðum. Það er minna um þorskinn nú en verið hefur, en ég er alltaf jafn bjartsýnn. Það kemur alltaf einn og einn góður sólarhringur, upp í 40 tonn af þorski, og það er alveg viðunandi, en svo fer þetta niður í ekki neitt. Það eru einhver skil- yrði í sjónum, sem gera það að verkum, að maður gæti haldið að það væri ekki einn einasti fiskur í sjónum. Stundum fæst ekki neitt á bleyðunum, en einum til tveimur sólarhringum síðar geta fengizt 20 tonn í hali á sömu bleyðu. Þetta er annars fremur tregt núna en slízt upp með góðu veðri. Maður getur ekki alltaf búizt við því að vera alltaf með fullt skip, það er óþarfa heimtu- frekja. Maður getur verið ánægður með 100 tonn á viku, það jafnar sig sæmilega út yfir árið,“ sagði Ásgeir. Ólafur Örn Jónsson á Snorra Sturlusyni: Flotinn 30 skipum of stór „ÞAÐ er lítið að frétta af veiðun- um hjá okkur. Við erum hér á karfa út af Reykjanesinu. Það er ekkert annað að hafa en karfa, það litla, sem eftir er af honum. Við erum á áttunda degi og gengur ekki neitt, við erum með 130 til 140 tonn, það er allt og sumt og ég held það sé frekar tregt hjá öðrum, sem eru hér og þeir eru margir," sagði Ólafur Örn Jónsson, skipstjóri á Snorra Sturlusyni, er blm. Morgun- blaðsins spjallaði við hann í talstöð. „Hvort við erum á skrapi? Það eru ekki til neinir þorskhausar lengur, svo þetta er allt orðið skrap. Ef maður ætlar ekki að koma með dallinn tóman að landi erum við dæmdir á karf- ann og nú er lítið annað að gera en að sigla með aflann þegar ekki er hægt að vinna karfann Hafa allir ráð- ið aðstoðarmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.