Morgunblaðið - 21.08.1983, Page 26

Morgunblaðið - 21.08.1983, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 5 ö Séra Solveig Lára Guðmundadóttir Jesús Kristur — líf heimsins í dag flytjum við ykkur dálítið af þeim miklu og mikilvægu gleðitíðindum, sem fulltrúar okkar á heimsþingi Alkirkjuráðsins í Vancouver hafa flutt með sér heim til okkar hinna. Svo sem ykkur mun kunnugt stóð þingið nú síðast í júlí og í ágústbyrjun, þar var fólk hvaðanæva úr heiminum og frá fjölmörgum kirkjudeildum — en allir áttu sameiginlega trúna á Krist. „No Holy Spirit — No Cristianity“ af því voru samverustundir þrisv- ar á dag í gríðarstóru samkomu- tjaldi. Skiptust á andaktsstundir og guðsþjónustur með fjölbreyti- legu sniði. Menn komu fram og fluttu tónlist, báru fram vitnis- burði, tjáðu sig á leikrænan máta og jafnvel dönsuðu. Stórfenglegt var að sjá fulltrúa 302 kirkju- deilda frá 100 þjóðlöndum, alls um 4000 manns, samankomna að tilbiðja Drottin sinn og frelsara. Þótt tungur og menning skildu þá að, var trúin á lifandi Guð sam- einingarafl þeirra — öruggur grundvöllur. „No Holy Spirit — No Christianity“ Það kom mér á óvart sem einn pólskur bróðir sagði. Hann er munkur í orþódox-kirkjunni. Tal okkar hafði borist að trúarlífi og biblíuskorti í austantjaldslöndun- um. Frá mínum allsnægtabæjar- dyrum séð fannst mér sem kristnilíf ætti erfitt uppdráttar ef menn almennt hefðu ekki bibl- íuna sér við hlið, eins og reyndin er þar austur frá. Pólski munkur- inn var nú ekki sammála þessum vangaveltum minum. Hans reynsla var þessi, eins og hann sagði: „No Holy Spirit — No Christianity“, eða án heilags anda Guðs er ekkert til sem heitir kristið líf. Hann var uppteknastur af því að Guðs heilagi andi fengi að leiða hina kristnu kirkju, jafnt um þrenginga- sem velmektar- tíma. Við vitum að þar sem mönnum er meinað að iðka trú sína, þar lifir oft hvað best í glæðum henn- ar, þar er hún aflið sem gefur líf og gleði vegna hjálpræðisverks Jesú Krists. Hermann Porsteinsson, fram- kvæmdastjóri Hins íslenska bibl- íufélags, var einn þeirra er sótti heimsþing Alkirkjuráðsins í sumar. Við náðum tali af honum og inntum eftir erindi hans á þingið. Sagðist hann hafa verið áheyrn- arfulltrúi úr hópi leikmanna. í undirDuningi pingsins var ákveðið að jafnt hlutfall yrði milli leik- manna, ungs fólks og kvenna. Með þeirri ráðstöfun fólst viðurkenn- ing á því mikla starfi sem leik- menn inna af hendi innan sinna safnaða. Hvað þótti þér athyglisverðast? — Það var nú svo margt. Eitt Betra er friður án Sr. Bernharður Guðmundsson fréttafulltrúi þjóðkirkjunnar, sem var f frir með íslensku fulltrúunum á þingi Alkirkjuráðsins í Vancouver, sagði okkur að þarna hefðu verið lagðar leiðarlínur til kirkjustafs. Það sem efst á baugi var, hve ólíkar lífsaðstæður eru f suðri og norðri, austri og vestri. Og þegar við drög- um línur frá norðri til suðurs og austri til vesturs, sjáum við vitan- lega að þær mynda kross. Það, sem liggur þeim á hjarta, sem í suðrinu búa, er réttlæti, þ.e. rétturinn til að lifa eins og manneskja. í norðri er það friðarbaráttan — þ.e. baráttan gegn því að kjarn- orkustyrjöld brjótist út. En við megum ekki aðskilja þessar tvær hliðar á sama máli — þ.e. réttlætið og friðinn. Sumir sem þarna voru sögðu að betra væri þá að hafa stríð en frið án réttlætis. Friðartréð vex af rótum réttlætis. Réttlæti og friður hljóta þannig ávallt að fara sam- an og geta ekki án hvors annars verið. Það er öllum mönnum ljóst að stríð, en réttlætis Sr. Bernharður Guðmundsson það verður enginn friður í heimin- um á meðan menn deyja úr hungri í suðri á sama tima og menn deyja úr ofáti í norðri. Það er kallað eftir kirkjunni til að vinna að sameiginlegum verk- efnum — vinna að friði og rétt- læti. Þá voru allir eitt Herra Pétur Sigurgeirsson biskup: Þetta var sjötta heimsþing Alkirkju- ráðsins en Alkirkjuráðið er stærstu alheimssamtök kirkna og voru stofnuð í Amsterdam árið 1948. Kirkjurnar, sem stofnuðu Alkirkjuráðið, komu sér saman um að starfa í bæn, eiga samræður um trúarleg málefni og starfa saman að þeim. Játning þeirra er að Jesús Kristur sé Guð og Frelsari. Tákn Alkirkjuráðsins er skip, sem er gamalt kirkjutákn, og umhverfis þetta tákn er orðið Oikoumene, sem þýðir heimurinn allur. Nú eru 302 kirkjudeildir frá um 100 lönd- um í Alkirkjuráðinu og það telur um 440 milljónir manna. Grísk- kaþólska kirkjan á aðild að Al- kirkjuráðinu, rómversk-kaþólska kirkjan er ekki með en hafði áheyrnarfulltrúa á þinginu og fylgist vel með því sem gerist. Hér heima ætlum við að reyna að gefa heildarmynd af þinginu í skýrsluformi og kynna þá ekki síst Lima-skýrsluna, sem er sam- þykkt um skírn, kvöldmátíð og embættið í kirkjunni, en þessi þrjú atriði eru líklegust til að sameina kirkjurnar svo að allir geti t.d. tekið þátt í sömu altaris- göngu. Við fengum að sjá margar nýj- ungar í messuformi og komum heim með nýja sálma og söngva og ætlum að fá söngmálastjórann til að miðla af því efni til safnað- anna. Yfirskrift þingsins var „Jesús Kristur — líf heimsins“. Og það málefni sameinaði hina marglitu hjörð frá öllum heimshornum og með hin ólíkustu vandamál í eina og órjúfandi heild eins og best kom fram í tjaldsamkomunum. Þar fór helgihald þingsins fram fyrst á morgnana og á kvöldin. Sameiningin kom hvað best fram þegar hin drottinlega bæn var flutt á um það bil sjötíu tungu- málum, þá voru allir eitt, eins og Kristur bauð lærisveinum sínum. Konur settu svip á þingið Sólveig Ásgeirsdóttir: Mér fannst athyglisvert hvað konur áttu rnikinn þátt í því, sem fram fór á þinginu. Kona prédikaði við opnunina, konur stjórnuðu fundum. Þær gerðu það afskaplega vel og voru miklir ræöu- menn í prédikunarstóli. Og þarna voru konur á öllum aldri. Sjálfboða- starf kvenna setti mikinn svip á þingið, t.d. óku konur bílum og strætisvögnum um þetta mikla svæði. Kanadískar konur höfðu að- setur í heimkynnum lúthersku kirkjunnar í háskólahverfinu, þær höfðu opið hús alla daga. Þeir sem höfðu ekki fastan matstað gátu fengið mat þar og það var heitt á könnunni allan daginn. Þarna voru haldnir fyrirlestrar um málefni kvenna, sýndar kvikmyndir og flutt hljómlist og konur víða að úr veröld- inni sögðu frá reynzlu sinni. Á eftir voru umræður. Ég varð hugfangin af því, sem ég heyrði um kvennaguð- fræði, sem ég þekkti ekki áður, og það gaf mér nýjar hugmyndir. Mér fannst líka athyglisvert hvað fötluðum var búin góð að- staða til þess að geta tekið fullan þátt í þinginu. Það var greinilega litið á það sem sjálfsagðan hlut að sumir þátttakenda voru fatlaðir og að þeir ættu einskis að fara á mis fyrir það. Allt, sem sagt var, var túlkað fyrir heyrnleysingja. Svo verða hin mismunandi guðs- þjónustuform ógleymanleg. Ég dáðist að stjórnendunum, sem kenndu okkur stef frá ýmsum löndum og voru fljótir að kenna með því að lyfta höndum hátt eða lágt eftir laglínunni. Það gaf okkur mikla gleði að taka þátt i þessum söng. Og svo minnist ég hinnar miklu altarisgöngu, þar sem 150 manns útdeildu altaris- sakramentinu. Ég var oft þakklát fyrir mína kirkju í þessum mikla skara kirkjudeilda. Hún er laus við margar þær hömlur, sem aftra ýmsum kirkjum frá því að starfa saman, hömlur, sem spretta af mannasetningum en ekki kenn- ingum Krists. Já, ég var oft þakk- lát fyrir mína lúthersku þjóð- kirkju, þó ég sé ekki að segja að við getum ekki bætt hana. Allur heimurinn er sóknin okkar Sr. Dalla Þórðardóttir var fulltrúi íslands ásamt biskupi á þingi Al- kirkjuráðsins í Vancouver. Við spurðum hana hvað henni hefði þótt lærdómsríkast á þinginu. Sr. Dalla: Þegar við komumst í samband við fólk úr öllum heim- inum, sem vinnur fyrir kirkjuna, þá komumst við að því, eins og einn presturinn orðaði það „að sóknin okkar er ekki allur heim- urinn, heldur er allur heimurinn sóknin okkar“. Við kynntumst þarna mjög ólíkum hugsunarhætti og viðhorf- um. í samfundatjaldinu, sem var miðpunkturinn, voru guðsþjón- ustur þrisvar á dag — þær voru mismunandi og mjög áhugaverð- ar. Hvernig getur þing sem þetta nýst okkur í safnaðarstarfinu? Sr. Dalla: Alkirkjuráðið er byggt upp af persónum, þ.e. ein- staklingum — það er styrkur okkar — en einnig veikleiki. Við getum sem einstaklingar haldið fram okkar skerf og haldið fram okkar skoðunum. Nú hef ég verið þarna úti og fer nú vestur á Bíldudal og get þá farið að framkvæma eitthvað af þeim hugmyndum sem þar komu fram. Allir, sem þarna voru, fara hver til síns heima og segja frá því sem þeir kynntust. Þannig getur svona þing nýst manni. Við kynntumst þarna mörgu fólkú Það er þessi mannlegi þáttur slíkra þinga sem mestu máli skiptir. Margir sem þarna voru fóru að sjá lífið í alveg nýju ljósi. Allir fara hver til síns heima. All- ir sjá út frá sér og reyna að leysa þau vandamál, sem hver og einn hefur við að glíma í ljósi nýrra viðhorfa. Á þessu þingi gafst okkur líka tækifæri til að fylgjast með ástandinu í heiminum. Þó við lesum í blöðum fréttir t.d. af ástandinu í Líbanon, þá snertir það okkur ekki eins og þegar t.d. einhver segir manni frá persónu- legri reynslu af slíku ástandi. Á þennan hátt verðum við við- ræðuhæf við systkini okkar frá ýmsum löndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.