Morgunblaðið - 21.08.1983, Síða 38

Morgunblaðið - 21.08.1983, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 Aldarafmæli: Valdemar V. Snævarr Fræðslulögin frá 1906 og lögin um Kennaraskóla í Reykjavík frá 1907 verða ávallt talin með merk- ustu áföngum í íslenskri skólasögu og raunar hornsteinar íslensks skólastarfs. Það var íslenskri þjóð ómetanleg gifta að margir úr- valsmenn völdust til kennslu- starfa fyrstu áratugi aldarinnar, menn sem gengu af eldmóði, at- orku og ósérhlífni til starfa og ein- beittu sér bæði að kennslu í þrengri merkingu og svo að því að vinna að málefnum barna og ung- menna utan skóla og örva þau til frekara náms eftir föngum. Hér var verið að leggja frumgrundvöll að skólastarfi víða um landið, og lengi býr að fyrstu gerð. Einn af þessum eldhugum alda- mótakynslóðar kennara, Valde- mar V. Snævarr, skólastjóri á Húsavík og í Neskaupstað, hefði orðið 100 ára á morgun, ef lifað hefði, en hann andaðist 1961. Kona hans, Stefanía Erlendsdótt- ir, hefði orðið 100 ára 6. nóvember nk., en hún lést 1970. Af tilefni þessara afmæla koma afkomendur þeirra hjóna, sem nú eru 55 talsins og fjölskyldur þeirra saman i dag og minnast þeirra með guðsþjón- ustu. Verður þar flutt predikun eftir Valdemar og sungnir sálmar eftir hann. Þá hafa niðjar þeirra hjóna stofnað til útgáfu bókar í minningu þeirra með ljóðum og sálmum eftir Valdemar. Nefnist bókin Ljóðþrá og kemur hún út í dag. Þeir séra Jón Kr. ísfeld og Gunnlaugur Valdemar Snævarr hafa valið ljóðin í samvinnu við börn Valdemars. Formála ritar biskupinn, herra Pétur Sigur- geirsson, en hann var náinn vinur þeirra hjóna. Síðar sama dag verður svo ættarmót, þar sem rifj- aðar verða upp minningar frá heimili þeirra Stefaníu og Valde- mars og m.a. sungin nokkur lög eftir hann, en hann fékkst nokkuð við tónlagasamningu, og sýnir það með öðru fjölhæfni hans. í tilefni afmælisins hefur blaða- maður Mbl. fengið upplýsingar um Valdimar Snævarr og lífsstarf hans hjá syni hans, Ármanni Snævarr. Valdemar Snævarr var fæddur á Þórisstöðum á Sval- barðsströnd við Eyjafjörð 22. ág- úst 1883. Foreldrar hans voru hjónin Rósa Sigurðardóttir og Valves Finnbogason skipstjóri, sem drukknaði í hákarialegu, þeg- ar Valdemar var kornabarn. Þá voru miklir erfiðieikatímar norður þar og mikil fátækt hjá þeim mæðginum. Þrátt fyrir það braust Valdemar til mennta og varð gagnfræðingur frá Möðruvöilum 1901. Samkvæmt frásögn barna hans minntist hann ávallt skóla- vistarinnar þar með mikilli hlýju, og þá ekki sist skólastjórans Jóns Hjaltalíns. Hugur Valdemars stóð mjög til frekara náms, en efnin leyfðu það ekki. í stað þess gerðist hann kennari og skóiastjóri á Húsavík árið 1903, þá tvítugur að aldri. Haustið 1905 gekk hann að eiga Stefaníu Erlendsdóttur frá Ormsstöðum í Norðfirði en þau kynntust í Laufási, þar sem þau dvöldust um skeið hjá prestshjón- unum, séra Birni Björnssyni og frú Ingibjörgu Magnúsdóttur, er þau báru jafnan mikinn vinarhug til. Við skólastarfið á Húsavík urðu þeir Benedikt Björnsson, síð- ar skólastjóri, samstarfsmenn og miklir vinir. Þau Stefanía og Valdemar fluttu frá Húsavík til Norðfjarðar, heimabyggðar Stefaníu árið 1914, og tók Valdemar þar við skóla- stjórn barnaskóla og siðar einnig unglingaskóla. Hann var einnig um nokkur ár símstöðvarstjóri þar í kauptúninu. Austur þar dvöldust þau hjón í þrjá áratugi, til 1944, er þau fluttu ásamt Árn- ínu, systur Stefaníu, sem nær alla þeirra búskapartíð hafði dvalist hjá þeim, til Dalvíkur og ári síðar til sonar síns séra Stefáns og tengdadóttur, Jónu Gunnlaugs- dóttur. Dvöldust þau að Völlum og síðar á Dalvík ævilangt og nutu framúrskarandi góðrar umönnun- ar þar á heimilinu. Þeim Stefaníu og Valdemar varð sex barna auðið, en auk þess áttu þau eina fósturdóttur. Elstur var Gunnsteinn, fæddur 1907, dá- inn 1919, þá Arni verkfræðingur og ráðuneytisstjóri, fæddur 1909, dáinn 1970, Laufey, húsfreyja í Bót, nú í Reykjavík, Stefán, pró- fastur á Dalvík, Gísli Sigurður, fæddur 1917, dáinn 1931 og Ár- mann hæstaréttardómari og fyrr- um háskólarektor. Fósturdóttirin er Guðrún Guðmundsdóttir, ijós- myndari og húsfreyja í Garða- kaupstað. Þau Stefanía og Valdemar undu mæta vel hag sínum bæði á Húsa- vík og í Neskaupstað og eignuðust þar og síðar á Dalvík marga trygga og góða vini. Sýndu nem- endur Valdemars oft hlýhug sinn til hans og ræktarsemi. Kemur fram í viðræðum við nemendur hans, hve mikils þeir mátu Valde- mar sem afburða kennara og æskulýðsleiðtoga. Hann lagði ávallt mikla vinnu í kennslu sína og útbjó m.a. ýmis námsgögn, sem ekki var títt á þeim árum. Kennsla hans einkenndist af mikilli þekk- ingu og skýrleika í framsetningu og fjöri og þeim áhuga, sem hlaut að hrífa menn. Agavandamál var óþekkt í hans orðabók, jafn frá- bært lag og hann hafði á nemend- um, þótt vösólfar kynnu að vera þar á meðal, eins og gengur. Hann gat stjórnað án þess að nokkur tæki eftir því. Nemendur hans fundu það vel, hve vænt honum þótti um hvern einstakling og að hann vildi koma hverjum til þroska eftir því sem unnt var. Valdemar nægði ekki að fást við barnakennslu, heldur hófst hann einnig handa um eða átti hluta að kennslu á unglingastigi, bæði á Húsavík og í Neskaupstað. Varð sú kennsla í Neskaupstað vísir að gagnfræðaskóla skömmu eftir 1930. Þetta kennslustarf skipti feikna miklu máli fyrir byggðar- iögin, sem í hlut áttu, og örvuðu unglinga mjög til framhaldsnáms. Margir eiga honum það að þakka, að þeim auðnaðist að afla sér slíks náms, því hann hvatti menn óspart til mennta og taldi vanda- menn á að liðsinna ungmennum i Skólamaðurinn og skildið Valdemar V. Snævarr. því skyni. Hann hafði ágæt sam- bönd við skólamenn á fram- haldsskóiastigi og var ódeigur að tala máli nemenda sinna. Er þar ekki síst að minnast Sigurðar skólameistara Guðmundssonar, en með þeim var mikil vinátta. Valdemar var þeirrar skoðunar, eftir því sem ráða má af frásögn- um nemenda hans, að skóli væri rniklu meira en kennsiustofnun. Hann og samkennarar hans lögðu áhersiu á uppeldishlutverk skól- ans, uppeldislega mótun, ræktun hugarfars og hjartalags. Bæði á Húsavík og í Neskaupstað lagði Valdemar ríka áherslu á ungi- ingastarfsemi, í barnastúku og á vegum kirkjunnar og á Dalvík lagði hann æskulýðsstarfsemi kirkjunnar mikið lið. Gamlir nem- endur hans minnast þess með hve miklum þrótti og eldmóði hann stýrði barnastúkufundum og hve hugkvæmur hann var á margvis- leg fundarefni, sem virkjuðu sem flesta til nokkurra framlaga. Unnu þeir Sigdór Brekkan kenn- ari í Neskaupstað og Valdemar sameiginlega mikið verk i barna- stúku og með öðru félagslegu átaki í þágu barna og unglinga í Neskaupstað að því er ráða má af frásögnúm manna, er vel þekktu til. Allt var það vitaskuld ólaunað áhugamannastarf. „Þeim nægði þakklæti nemenda og vanda- manna og sú gleði, sem rikti á þessum ágætu fundum," eins og einn nemenda komst að orði. Þótt Valdemar yrði ekki lang- skólanáms auðið, varð hann fjöl- menntaður maður, en hann var sí- lesandi og síleitandi eftir nýjum og dýpri fróðleik um þau svið, sem hann hafði mestan áhuga á. Var það einkum sagnfræði, sem heill- aði hann, og svo guðfræðileg efni margvisleg, en fyrr á árum hafði hann mikinn áhuga á eðlisfræði og stærðfræði. Rit hans gefa nokkra vísbendingu. Árið 1912 kom út eft- ir hann kennslubók í eðlisfræði, og mun það vera eitt hið ailra fyrsta, sem ritað var um það efni á ís- lensku. Sú bók varð mörgum börn- um og unglingum fyrsti tengiliður við þessa merku fræðigrein. Stefanía Erlendsdóttir, eiginkona Valdemars. Kennslubók hans í kirkjusögu 1934 og fermingarkverið Líf og játning 1953, svo og ritið Guð leið- ir þig árið 1955, sýna þekkingu hans á kristnum fræðum, en hann lagði mikla rækt við kennslu í þeirri grein. Áhugi hans á sagn- fræði birtist m.a. í þáttum úr sögu Neskaupstaðar 1940, úr sögu Vallakirkju 1951 og Tjarnarkirkju 1952. Hann var mikill áhugamað- ur um ættfræði og tók ýmislegt saman um ættir sínar og annarra. Er til talsvert í handritum eftir hann um þau efni. Valdemar Snævarr er kunnur alþjóð fyrir sálma sína og ljóð. Upphaflega var hann ljóðskáld og var það raunar aila tið. Honum veittist auðvelt að kasta fram stöku og oft orti hann tækifæris- ljóð fyrir hraðfleyga stund án þess að geymst hafi. Sviplegur missir sonar hans árið 1919 olli því að hann sneri sér mjög að sálma- kveðskap. Andlát sonarins varð hvati að sálminum Þú Kristur ástvin alls sem lifir, en sá sálmur er mjög oft sunginn við jarðarfar- ir hér á landi. Valdemar var mikill trúmaður og bar mikla virðingu fyrir kristni og kirkju, og kirkju sína mat hann um annað fram. Hann hafði óbilandi trú á fram- haldslífi. Hann var mikill áhuga- maður um kirkjustarfsemi, lifandi starf er næði til fjöldans. Hann var mjög kirkjurækinn og lagði málum kirkjunnar það lið er hann mátti. Átti Valdemar marga góða vini í hópi presta og leikmanna, er unnu að kirkjumálum. Fyrsta sálmakver eftir Valde- mar, Helgist þitt nafn, kom út 1922, þá kom Syng Guði dýrð 1946, en fjöldinn allur af sálmum eftir hann hefir birst í tímaritum, m.a. Kirkjuritinu. Nokkrir sálmar hans eru í sálmabókinni og í einstökum sálmasöfnum öðrum, þ.á m. fyrri sálmabókum. Um þennan þátt í starfi Valdemars farast Pétri biskupi svo orð í formála fyrr- nefndrar bókar: „Kunnastur verð- ur Valdemar fyrir sálma sína og ritstörf. Valdemar var létt um að yrkja. Andinn hreif hann, kær- leikurinn knúði hann. Jafnan kemur þar fram lofgerð til Guðs, þakkargjörð fyrir gjafir hans. I hverju tilviki fann skáldið forsjón Guðs að verki. Grunntónninn í sálmum Valdemars er kærleikur og trúnaðartraust. Þar birtist hinn glaði kristindómur, fagnað- arerindið. Trú Valdemars var óbifanieg, björt og fölskvalaus. Það var köllun hans að flytja sorgbitnum huggun, vekja vonina og styrkja trúna." Valdemar orti fjölda vísna og kvæðabálka út af skólastarfsem- inni eða vegna félagslífs í þágu barna og unglinga og notaði vís- una sem tæki í kennslu. Ýmislegt kímilegt var í þeim kveðskap enda hafði hann glöggt auga fyrir kímni. Valdemar var feikilegur elju- maður og féll sjaldan verk úr hendi, og átti þetta einnig við eftir að hann lét af kennslustörfum. Hann var sílesandi og sískrifandi, minnið ótrúlega traust til hinstu stundar. Hann fylgdist vel með bókmenntum þjóðarinnar og nor- rænum bókmenntum. Hann var einstakur fjörmaður, skemmtileg- ur, hlýr og hýr. Á alvörustund var hann huggarinn, sem margir leit- uðu til. Hefir hann ort fjöldann allan af erfiljóðum, sem hafa verið til styrktar og huggunar fyrir fólk í raunum. Alls eru eftir hann um 700 ljóð og sálmar, flest í handrit- um. Þau Stefanía og Valdemar voru fágætlega samhent og samrýnd hjón í þau 55 ár, sem þau voru gift. Þau unnu fjölskyldu sinni og lögðu mikið á sig til að koma börnum sínum til mennta. Barnabörnin nutu ástríkis þeirra, fyrirbæna og umhyggju. Þau náðu bæði all- háum aldri. Þau voru gæfufólk, sagði Ármann Snævarr að lokum. Um þau hjónin segir svo í grein, er Bjarni Vilhjálmsson þjóð- skjalavörður ritaði fyrir nokkrum árum, en hann þekkti þau manna best: „Störf Valdemars á sviði skólamála, bindindismála og hvers konar menningarmála hafa lengi verið rómuð, enda voru þau Norðfirðingum ómetanleg. Ég er þess fullviss, að Neskaupstaður muni lengi búa að störfum Valde- mars. En þess ber einnig að minn- ast, að honum var mikil stoð í því, hversu vel gerða konu hann átti. Stefanía var prýðilega greind kona, gædd óvenjulega miklu jafn- vægi hugans og traustri skapgerð. Hún var frábærlega ljóðelsk og kunni feiknin öll af ljóðum. Ég sá Stefaníu aldrei skipta skapi, og þó að hún hefði vitanlega nógu að sinna á stóru og gestkvæmu heim- ili, var eins og hún þyrfti aldrei að flýta sér.“ Rétt þykir að ljúka þessum þáttum með fyrsta erindinu úr sálmi Valdemars V. Snævarrs „Þú, Kristur, ástvin alls sem lifir": Þú Kristur, ástvin alls sem lifir ert enn á meðal vor Þú ræður mestum mætti yfir og máir dauðans spor. Þú sendir kraft af hæstum hæðum svo himinvissan kveikir líf i æðum og dregur heilagt fortjald frá oss fegurð himins birtist þá. Bladburöarfólk óskast! Vesturbær Úthverfi Seiíugrandi Melgerði Vesturgata Húseigendur Við önnumst þakviöhald — þéttingar — viögeröir — Vatnsþéttingu steinsteypu. — Lagningu slitlaga á gólf. — Húsaklæöningar. S. Sigurösson hf. Hafnarfirði, sími 50538, kvöld- og helgarsími 54832. (E.Pá.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.