Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.08.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 43 Minning: Pétur Jónasson Reyðarfirði Fæddur 23. september Dáinn 6. ágúst 1983 Ferðalokin eiga allir vís. Einn bjartan sumardag er minn kæri vinur allt frá bernsku horf- inn og eftir eru minningarnar ein- ar, allt frá því hann brosti sínu glaða brosi til drengstaulans og bauð honum fylgd sína uþp tún- brekkuna, til handtaksins hinzta, sem var hlýtt og þétt, þrátt fyrir magnleysið. Hugumklökk verður því kveðjan til hans. Mín saga af Pétri Jónas- syni er löng og góð saga og tengist ótal mörgu, sem varðveitist í geymd sinni og vitjar manns á hljóðum stundum. Fyrstu minningarnar eru því tengdar hversu hann kunni að tala við börn, hæna þau að sér, eiga þau að vinum. Ofar öllu finnst mér þó nú blika hin bjarta minning um þann hlý- leika og gáskafullu glettni, sem hann var svo óspar á, þegar hann vildi svo við hafa. Fáa hefi ég séð leika svo á als oddi, segja frá með meiri og skemmtilegri tilþrifum. Margar slíkar stundir fyrr og síðar merla sem perlur í minn- ingasjóði. Ég geri hér enga tilraun til að lýsa æviferli hans, aðeins skal þar gripið niður, sem efst er í huga. Sveitin og sveitalífið voru hon- um ætíð einkar hugleikin. Kindur og hestar voru hans dá- lætisdýr. Ungur var hann mikill hestamaður og átti góða gæðinga, sem gaman var að heyra hann segja frá. Kindur átti hann mest- an hluta ævi sinnar og ég veit, að það var gæfa hans seinustu æviár- in að gefa sig aftur að fullu að búskap, að eiga þar sína ánægju- stundir allt fram til þess síðasta. Hann var mikill og góður fjár- maður, natinn og glöggur og víst skulu þær lengi munaðar, stund- irnar mörgu, er við ræddum þetta sameiginlega áhugamál okkar. Hann var kappsfullur áhlaupa- maður í búskap sínum og sárþjáð- ur mun hann hafa verið á anna- sömum sauðburði síðasta vors, en allt víl og vol var honum víðsfjarri og því var þraukað og látið sem ekkert væri, þar til hann var hel- sjúkur orðinn. En þannig sagðist hann líka vilja lifa og deyja, lifa lífinu lif- andi í starfi og önn, og fá svo að kveðja. Fádæma seigla og harka sáu til þess, að honum var að þeirri ósk sinni. En á búskap verð- ur ekki minnzt, svo ekki sé getið þess góða þáttar, sem Pétur átti í ræktunarsögu margra sveita hér eystra. Hann vann sem ungur maður á dráttarvél Búnaðarsambands Austurlands og víða sér þess stað í safnritinu: Sveitir og jarðir í Múlaþingi, því margar eru þær jarðirnar, þar sem fyrsta jarð- vinnsla var merkt Pétri Jónassyni. Hann var sannkallaður aufúsu- gestur, það var unnið öllum stund- um, engar bilanir voru svo alvar- lega, að vélamaðurinn gerði þar ekki við, fljótt og vel, enda var Pétur hinn siyngasti vélvirki, þó ólærður væri. Og ekki sakaði að fá svo skemmtilegan gest til skrafs á siðkvöldum, sem hvarvetna var hrókur alls fagnaðar. Það eru margir sem minnast þessara stunda og norður á Bakkafirði var ég á dögunum spurður um þennan „afbragðs véla- og verkmann", sem byrjaði að bylta þar í sveit. Hann Pétur brosti aðeins, þegar ég bar honum kveðjuna og um- sögnina og eina svarið var: „Það var nú þá.“ Vélakunnátta hans kom honum oftlega vel, en bezt mun hún hafa reynzt honum, þegar hann var í fleiri ár vélgæzlumaður við frysti- hús Kaupfélags Héraðsbúa, en þau störf fóru honum vel úr hendi. Smíðar stundaði hann mikið, hann hafði smíðahneigðina og sjálfsnámið eitt til að styðjast við, en hvoru tveggja reyndist mæta vel, enda verklagni sérstök og höndin hög hið bezta. Þannig mætti áfram telja. Ungur tók hann bílpróf og stundaði bifreiðaakstur nokkuð, þegar bifreiðar voru fáséð fyrir- bæri. Lipurð hans þar hefi ég heyrt rómaða og kemur ekki á óvart. Pétur var prýðilega greindur maður, en um skólagöngu var ekki að ræða, fremur en hjá mörgum á þeim árum. Hann varð ungur maður fyrir sterkum áhrifum af kenningum sósíalismans og þau áhrif og árvökul skarpskyggni hans gerðu hann að hvössum málsvara þeirrar mannúðarstefnu og var ekki heiglum hent að lenda í málaþrasi við hann, ef svo bar undir. Hann var vel heima, jafnt í málefnum líðandi tundar sem og ýmsu því, er á bók var fest, enda las hann mikið af margvíslegu tagi og hafði löngum hina mestu unun af lestri góðra bóka. Ég minnist þess mæta vel, er ég bað Pétur að taka sæti á fyrsta framboðslista okkar hér til sveit- arstjórnar. Þar var ekki hálfvelgj- an, því síður loðin og óskýr svör: „Það minnsta sem ég get gert,“ og trygg var fylgd hans alla tíð, og var hann þó gagnrýninn á margt, sem miður fór. En hugsjón hans og stefna var ævinlega hin sama. Alþýðubandalagið á Reyðarfirði kveður einn sinn bezta félaga og formaðurinn, góðvinur hans, Þórir Gíslason, bað fyrir sérstaka kveðju og þökk flokksins nú við leiðarlok. Fylgd hans við sameiginlegan málstað var mér dýrmæt og oft og lengi áttum við tal saman um þjóðmálin og það var löngum hollt að heyra viðhorf þeirra, sem íminningu: Steingerðar Árnadóttur hárgreiðsl umeistara Fædd 5. desember 1896 Dáin 15. ágúst 1983 Mín kæra vinkona og meistari, Steingerður Árnadóttir, er látin og verður til moldar borin mánu- daginn 22. þ.m. Hún var lengi búin að stríða við heilsuleysi og oft get- ur dauðinn verið miskunnsamur, þó að tómið sé mikið hjá okkur sem eftir lifum. Steingerður var af sterkum stofni, dóttir merkishjónanna séra Árna Jóhannessonar og Valgerðar Karólínu Guðmundsdóttur á Grenivík. Árið 1937 fór ég til Akureyrar sem nemandi í hárgreiðslustofuna Bylgju. Ég var öllum ókunnug þar, vissi aðeins að meistarinn hét Steingerður Árnadóttir, hafði heyrt um hana talað og vel af henni látið. Þar hitti ég fyrir netta, fínlega og vel klædda konu með fallegt ljóst hár. Ég tók strax eftir að hún hafði glettni í augum og bar mikinn persónuleika. Til marks um það hvað ég var feimin við hana, þá þorði ég ekkert að segja við því fyrr en eftir nokkra daga þó að hún kallaði mig Þór- dísi. Ég á Steingerði mikið að þakka og það fyrst og fremst að hún lagði hornsteininn að mínu ævi- starfi. Steingerður var gáfuð kona, ljóðelsk og skemmtileg. Hún hafði ótakmarkaða kímnigáfu, gat kom- ið öllum til að hlæja og var eftir- sótt allstaðar. Hún var afar fær hárgreiðslukona og aldrei hef ég séð jafn handfljóta manneskju og um leið örugga við það starf. Steingerður lagði hönd að fleiru en hárgreiðslu og allt var jafn smekklegt og vel unnið sem hún gerði. Ég leyfi mér að segja fyrir hönd okkar allra sem lærðum og unnum hjá Steingerði, að okkur þótti vænt um hana og bárum mikla virðingu fyrir henni. Leiðir okkar skildi í mörg ár, en eftir að hún kom til Reykjavíkur kynntumst við mun betur. Þá fann ég best hve mikill höfðingi hún var. Hún var mikið góð vinkona og alltaf var hlýtt og bjart í kringum hana. Síðustu starfsár sín vann Stein- gerður sem símastúlka hjá mér. Það var mjög góður og ánægju- legur tími. Þá kom sér vel kímni- gáfa hennar og glaðværð. Oft var glatt á hjalla og gaman á stofunni, og hún gat eins vel samlagast þeim yngstu eins og okkur eldri stúlkunum. Okkur þótti öllum vænt um hana, annað var ekki hægt, Steingerður var svo glöð, góð, vitur og vel meinandi. Alltaf var uppbyggjandi og ánægjulegt að hitta Steingeröi, hvort sem maður var glaður eða hryggur. Með viti sínu jafnaði hún út það sem óþægilegt var og alltaf fóru allir glaðari frá henni, hún hafði af mörgu góðu að taka. Steingerður átti einn son, Atla Örn Einarsson, kennara sem er búsettur í Svíþjóð, drengur góður. Atli er giftur prýðiskonu sænskri og eiga þau eina dóttur, sem var augasteinn ömmu sinnar. Stein- gerður dvaldist nokkrum sinnum tíma og tíma hjá þeim. Síðustu árin áður en Steingerð- ur fór á spítala bjó hún hjá systur sinni, Gunnhildi, mikilli heiðurs- konu, og þar leið henni eins vel og unnt var. Þar var miðstöð fjöl- skyldu og vina og þar ríkti gleðin og vináttan. Ég votta syni Steingerðar, syst- ur og öðrum ættingjum samúð mína. Kæra Steingerður mín. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Ardis Pálsdóttir kreppan mikla hafði mótað. Slíka félaga og liðsmenn var gott að hafa átt að samferðamönnum og vinum um leið. Pétur var maður skapríkur og talaði sjaldan tæpitungu. Ýmsum hefur eflaust þótt yfirborðið hrjúft, en þeir sem kynntust hon- um, komust að raun um, að innan við þá býsna hörðu skel, sem hann gjarnan brynjaði sig með, sló heitt hjarta, viðkvæm lund og svo glitr- aði á gleðinnar strengi. Pétur hefði getað orðið afbragðs leikari, eftirherma var hann slík, að hreinasta unun var á að hlýða, frásagnargáfu átti hann fágæta. Pétur fæddist 23. september 1904 að Seljateigshjáleigu í Reyð- arfirði. Foreldrar hans voru hjón- in Guðbjörg Teitsdóttir og Jónas Eyjólfsson, bóndi þar. Þar ólst Pétur upp í stórum systkinahópi og þar bjó hann síðar á lífsleiðinni og hafði búskap sinn mörg síðustu árin. Hann var því tengdur sterkum böndum við bæinn undir bröttum hálsinum, sem prýddur er fögru skógarkjarri. Pétur bjó á Reyðarfirði lengst af, utan nokkur ár er hann átti heimili á Eskifirði. Þar kvæntist hann Nikólínu Jónsdóttur, ljósmóður, en þau skildu eftir fárra ára sambúð. Lífsförunautur Péturs varð hins vegar um fjölda ára, Bergljót Ein- arsdóttir, frá Bæ í Lóni, mikil at- gerviskona sem stýrði heimili þeirra af miklum dugnaði og gestrisni, glaðsinna og kát, bráð- greind og skemmtileg. Til þeirra var gott að koma, gerzt ætti ég að vita það, svo oft og lengi, sem ég naut þar góðs at- lætis og gestrisni þeirra beggja. Þau Bergljót og Pétur eignuðust fimm börn, en eitt þeirra, stúika, dó í frumbernsku. Uppkomin börn þeirra eru: Alda Guðbjörg, húsmóðir á Reyðarfirði, hennar maður er Hreinn Pétursson, starfsmaður KHB, Bára Kolbrún, húsmóðir Eskifirði, hennar maður er Georg Halldórsson, fulltrúi á sýslu- skrifstofunni, Siggerður Svava, húsmóðir á Reyðarfirði, hennar maður er Friðjón Vigfússon, full- trúi hjá KHB, og Víðir Már, verkamaður, Reyðarfirði, kona hans er Soffía Guðmundsdóttir. Öll eru þau systkinin mikið manndómsfólk. Óg ekki má gleymast, að dóttursonurinn, Grétar Heimir, var að miklu leyti alinn upp hjá þeim. Hann hefur fylgt afa sínum frá bernsku og í búskapnum hafa þeir starfað sam- an sem einn maður. Sú fylgd var Pétri mest verð allra hluta hin síðari ár. Öllum aðstandendum votta ég einlæga samúð. Bergljót og Pétur slitu samvistum fyrir nokkrum ár- um og býr hún nú í Reykjavík. Og þá er að kveðjustund komið. Við hér í Sandhólum kveðjum kæran vin og sú kveðja er yljuð þakklæti fyrir liðnar stundir. Ljúf var okkur öllum hin góða sam- fylgd. Sérstaka þökk bera þeir synir mínir fram nú við leiðarlok. Huganum kær verður okkur minningin mæt og góð um Pétur Jónasson. Verði vini mínum hvíldin vær. Blessuð sé minning Péturs Jón- assonar. Helgi Seljan Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 81960 Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf ______ um gerð og val legsteina._ 98 S.HELGASOK HF ISTEINSMIOJA ..Rr---- SKEMMLA/EGl 4ö StfuW 76677 Opið til kl. 10 virka daga Útfararkransar og kistuskreytingar með stuttum fyrirvara. Allar skreytingar unnar af dönskum skreyt- ingameistara. Fióra, Hafnarstræti 16, sími 24025.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.