Morgunblaðið - 21.08.1983, Page 47

Morgunblaðið - 21.08.1983, Page 47
„Stúlkan (við fisksalann): Get ég fengið keypta lúðu? Fisksalinn: Nei, engin lúða til sölu. Stúlkan: Ég er send frá S ... (háttstandandi embættismaður) Fisksalinn: Nú, já — sjálfsagt. Hvað áttuð þér að fá mikið?" 2. október birtir sama blað grein um tillögu er fulltrúar verka- manna bera fram í bæjarstjórn Reykjavíkur. Þeir Jón Baldvins- son, Þorvarður Þorvarðarson og Ólafur Friðriksson bera fram svo- hljóðandi tillögu: „Bæjarstjórnin samþykkir að fela borgarstjóra, að leitast fyrir um það, hvort ekki sé unnt að fá eitthvert botnvörpuskipanna til þess að fiska handa bæjarbúum næsta mánuði." Tillagan var samþykkt í einu hljóði. Borgarstjóri skýrir svo frá því á aukafundi stuttu síðar að aðeins einn útgerðarmaður hafi reynst fáanlegur til samninga um slíkar veiðar og var tilboð hans sam- þykkt þótt sýnt væri að bærinn hlyti af því „töluverðan halla". Út- gerðarmaðurinn var Elías Stef- ánsson. Hann var kunnur maður á sinni tíð. Vel þokkaður, fram- kvæmdasamur. Féll frá rúmlega fertugur. íslandsbanki eignaðist peningaskáp Elíasar. Víkjum þá að fisksölunum. Margir þeirra lifa enn í minningu samtíðarmanna. Er það sannast sagna að fáum einum þeirra hafa verið gerð þau skil sem verðugt væri. Helst má telja að margt hef- ir verið ritað um Pétur Hoffmann, og einnig greint frá Jóngeir í Hafnarfirði, en Jón Guðnason, Eggert Brandsson, Steingrímur Magnússon, bræðurnir Guðmund- ur og Ólafur Grímssynir, Halldór, faðir Jónasar Halldórssonar, og Hafliði Baldvinsson hefðu kunnið frá mörgu að greina. Nú mun Steingrímur einn þeirra enn á lífi og til frásagnar. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1983 47 Jónas Guðnasonar verður lengi minnst vegna forgöngu um stofn- un sjómannasamtaka í Reykjavík. Slíkt hið sama má segja um Egg- ert Brandsson. Þeir voru báðir traustir forystumenn í fylk- ingarbrjósti. Jón rak um langt skeið fiskverslun með Steingrími Magnússyni. Hver man ekki Jón & Stein- grím? Hafliði Baldvinsson er enn í minni margra, kvikur og bjartur yfirlitum, bróðir Jóns Baldvins- sonar og faðir Helga fisksala við Hlemmtorg. En þeir eru enn margir í hópi gamalla Reykvíkinga er enn muna bræðurna Guðmund og Ólaf Grímsson. Þeir voru bræður Gríms í íshúsinu og Markúsar stýrimanns. Það hýrnar yfir borg- arbúum er þeir rifja upp söngva þeirra bræðra. Guðmundur var talinn í hópi efnilegustu söng- manna og lék hann það tíðum að syngja í kapp við plötur Péturs Á. Jónssonar, og gaf sig hvergi þótt klifrað væri hátt upp tónstigann. Var jafnan fjör og kátína þar sem þeir fóru. Þá var Halldór faðir Jónasar sundkappa söngvinn mjög. Söng hann jafnan sálma og söngljóð og lyfti harðkúluhatti sínum í kveðjuskyni, þegar sá gállinn var á honum. Fríður mað- ur Halldór. Steingrímur Magnús- son var hvað mestur fagurkeri um val á sígildri tónlist. Hann var fastur viðskiptamaður í plötubúð- um. Margar ferðir mun hann hafa átt frá fiskhreistri og þunnildum á flatningsborði og gengið til Katr- ínar Viðar í verzlun hennar í Lækjargötu eða hvert annað þar sem fiðlukonsertar eða strengja- sveitir göfugrar ættar hljómuðu. Fræg og fleyg voru orð Stein- grims við bankastjórann er kvaðst enga peninga hafa til útlána. Steingrímur kvaðst þá vera vanur að loka sjoppunni ef þannig stæði á hjá sér í fiskbúðinni. Pétur Pétursson þulur Sömu óþurrkarnir Enn hefur lítið ræst úr með heyskapinn á Suður- og Vesturlandi. Bændur og búalið nota hverja einustu stund þegar færi gefst til að þurrka hey, en óhægt er um vik vegna bleytu á túnum. Myndina tók Kristján E. Einarsson ljósmyndari Mbl. í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi á fimmtudag er ein slík stund gafst. Með drifi á öllum hjólum! • Spameytinn 1500cc vél • Dríf á öllum hjólum • 6gíraráfram • Þægindi fólksbílsins • Notagildi jeppans • Útlit framtíðarbílsins TOYOTA P. SAMÚELSSON & CO. HF. UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SIMI44144 Verö kr. 380.000 með útvarpi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.