Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 Grænír hattar á gráleit hús Til er hreyfing arkitekta, svokallaóir bio-arkitekt- ar, sem hafa það að markmiði að nota náttúruleg efni í byggingar, þar sem því verður við komið. Telja þeir, að gerviefni hafi verulega slæm áhrif á veliíðan og heilsu fólks, ef þau eru í einhverju magni. Hafa þessir arkitektar til dæmis mikið notað torfþök á hús sín. Við ætlum, að beina sjónum okkar að þessu sinni einmitt að gróðri vöxnum þakflötum. Slík þök þekkjum við frá aidaöðli, er við bjuggum í torfhúsum, sem þóttu afar varmaheldin. En nú er öldin önnur, torfþök sjást varla á nokkru húsi nema, ef vera kynni hjá einstaka sérvitringi, enda þótt torfþök séu einkar rökrétt út frá byggingatæknilegu sjónar- miði og hafi marga kosti. Þó hefur það aukist á Torfkirkja í Árbæjaraafninu. Morgunblaðlö/ Frlöþjófur. undanförnum árum að notað sé torf á þök, þá einkum á stofnanir, geymslur og verkstæði en minna er um torfþök á einkahúsnæði, að því er Geirharður Þorsteinsson arkitekt tjáði okkur, en hann er einn þeirra arkitekta, sem vakið hafa athygli á þessu ágæta þakefni. En hverjir eru kostirnir? Fyrir utan það að vera eitt besta fargið ofan á pappa, gúmmí- eða plastdúk er einn kost- urinn sá, að á sumrin veitir grasþekjan vörn gegn mestu hitunum og sér þannig á náttúru- legan hátt um loftkælingu íbúðarhúsnæðisins. Á veturna virkar hin lífræna þakklæðning hinsveg- ar sem auka varmaeinangrandi lag, því loftrýmið, sem myndast á milli grasstránna og varmaheldn- in í moidarlaginu auka enn á einangrunarhæfnina. Ihúsbúnaöarritinu Schöner Wohnen birtist grein um gróöri vaxnar þakklæön- ingar, þar segir meöal annars aö rannsóknir, sem dr. Gernot Minke, prófessor í Kassel, hefur gert á grasþekjum, sem eru meö 10 sm þykku mold- arlagi og 10—20 sm þykku lagi af grasi, hafa leitt í Ijós, aö meö slíkri þekju sé unnt aö spara orku til upphitunar. En nákvæmar niöur- stööur af mælingum á þessu sviöi liggja hins vegar ekki fyrir enn sem komiö er. Dr.Gernot Minke, sem gegnir prófessorsstööu í vísindalegri til- raunastarfsemi á sviöi húsageröar hefur komist aö raun um, aö þær sveiflur, sem veröa á hitastigi á grónum þökum, nema um þaö bil 30 gráöum á Celsíus, en á útbreiddustu þakgeröunum aftur á móti um meira en 100 gráöur á celsíus. Nemi hitastigiö á flötum, grasi- Ætli þatta sóu akki kartöflugeymalur7 grónum þökum allt aö 80 gráöum á celsíus á sumrin, þá hitnar þak- klæöningin undir gróöurlaginu í hæsta lagi upp í 25 gráöur celsíus. En af þessu þurfum viö auövitaö ekki aö hafa áhyggjur á íslandi! Hins vegar kemur þessi eiginleiki torfsins að gangi til þess aö verja þakefnið fyrir hitasveiflum yfir 0 gráöuna, þ.e. frostþýöusveifluna, sem mest öll veörun á þakefnum stafar af hér á landi. Fleiri kosti má nefna, eins og aö á veturna kólnar hiö eiginlega þak- yfirborö undir gróöurklæöningunni í hæsta lagi niöur í fimm stiga frost. Ennþá nýtum viö þessa eig- inleika torfsins, til dæmis viö geymslu á kartöflum og öörum matjurtum. Gróörarlagiö á þakinu dregur líka úr áhrifum útfjólublárrar geisl- unar, veitir þaö þakklæöningu og þakgrindinni þannig prýöilega vernd. En þaö er ekki hvaö síst útlits- lega séö, sem torfþökin hafa gildi. Borgarbúum, sem finnst umhverfi sitt tilbreytingarlaust, kuldalegt og ónátturulegt, gefst tækifæri til aö lífga upp á íbúöarhúsnæöi sitt meö gróöri og gefa því sérstæöan blæ. Þaö er aö vísu ekki hægt aö mæla þaö sálræna gildi, sem gróin hús- þök hafa á fólk, en löngun borg- arbúa til þess aö fara um helgar út í grænt og gróið umhverfi, er ákveöin vísbending um ósk þeirra aö njóta þess, sem náttúran hefur aö bjóöa. Hægt er að nefna ennþá fleiri kosti. Torfið, ef þaö er um tíu sentimetra á þykkt, dregur úr há- vaöa um næstum því 40 db. Og fyrst viö erum aö tala um hljóö, þá finnst mörgum skrjáfiö í laufi mjög þekkilegt hljóö, þaö meira aö segja nær því stundum aö deyfa þann hávaöa, sem fylgir stórborg- arlífinu og dregur auk þess úr þeirri óþægindatilfinningu, sem skarkalinn veldur mörgu fólki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.