Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 39 málara, sem tekið hafa þessa tækni í þjónustu sína en þeir eru, Arroyo, Carelman, Chambas og Fromanger. Verður þetta fyrsta málverka- sýningin af þessu tagi sem haldin er í Frakk- landi og líklega sú fyrsta, sem sett hefur veriö upp í heiminum á rafmálverkum. orgunblaösmenn fengu dag nokkurn aö líta inn hjá Computer Video Film og ræddu viö annan eigandann , Cesare Mass- arenti, og fylgdust auk þess meö vinnu myndlistarmanns, sem þar var aö verki. Þaö er hálfþurrt og auk þess erfitt aö lýsa meö orðum, hvernig þessi tækni er uppbyggö, en þaö skal þó gert í mjög grófum drátt- um. Fyrir framan myndlistarmanninn er hvitt plastborö og myndbands- skermar eru uppi á vegg, þeir eru þrír. Myndlistarmaöurinn heldur á skriffæri sem líkist penna, nema hvað hann er nokkuö stærri og liggur snúra frá því, sem tengd er tölvuborði sem þarna er líka. Myndlistarmaöurinn dregur línur á hvíta boröiö en myndin sem hann teiknar kemur á einn skerminn fyr- ir ofan, en engar línur sjást á hvíta boröinu,... þaö var hálfundarlegt aö fylgjast meö þessu. Á myndbandsskerminum eru þeir möguleikar sem hann hefur; ætlar hann aö mála vatnslitamynd eöa olíumálverk, air brush eöa gera klippimynd eöa hvaöa tækni ætlar hann aö beita? Hann þrýstir pennanum á hvíta boröiö á þann reit, sem á stendur graphic á tölvu- skerminum. Á sama hátt gefur hann skipun um hvaöa liti hann ætlar aö velja og þaö fer eftir því hvaö hann ýtir skriffærinu fast Þetta nýja fyrirtæki, sem tók til starfa í júní síöastliönum, er rekiö þannig aö þaö leigir tækin til hinna ýmsu starfsgreina. Myndlistar- mennirnir koma tll dæmis 2—3 klukkutíma á dag og prófa sig áfram meö tækin. Myndlistarnem- ar í nokkrum myndlistarskólum í París hafa veriö kynntir fyrir þess- ari tækni nú þegar, en ennþá er rafmálun fremur óþekkt fyrirbæri og ekki á allra færi. gefin út aö eru nokkur ár síðan Brigitte Bardot hætti aö leika í kvikmyndum. Ennþá er hún samt eftirlæti Frakka. BB verður fimmtug á næsta ári, en á þessu ári verður gefin út ævisaga hennar, sem ber titilinn “Et Dieu Créa ... La Star“(Og Guö skapaöi stjörnu.) Bókin lýsir lífi BB meöan hún var stórstjarna og eitt helsta kyntákn landa sinna. niður á hvíta borðið hve sterkir llt irnir veröa. Einnig getur hann blandaö litina saman aö vild á sama hátt eða strikaö út jafnóö- um, stækkaö eöa minnkaö o.s.frv Þannig eru skipanirnar framkvæmdar. En myndlistar maöurinn skiptir sér ekkert af sjálfu innskriftarborðinu, þaö eru aörir sem sjá um aö mata tölvuna. Aö sögn Massarentis þá eru þaö aðeins mjög góðir myndlistar- menn, sem geta notað tölvuna til myndsköpunar, hjá hinum færi allt í klúöur. Myndin veröur til myndbandsskerminum en hvernig verða myndverkin sýnd í Pompi- dou-safninu? Sagöi Massarentis aö þau yröu stækkuö upp og límd á striga. En þaö eru fleiri en myndlist- armenn sem geta haft gagn af þessum tækjum, þar á meðal Ijósmyndarar, útgefendur, arki- tektar og kvikmynda- og sjón- varpsmyndaframleiöendur. Til dæmis voru tækin notuö við gerö kvikmyndarinnar E.T. Hægt er aö nota þau í þágu vísindanna, söfn geta notaö þau svo nefnd séu dæmi. Þeir sem starfa aö iönhönn- un, til dæmis þeir sem hanna veggfóöur, hafa nýtt sér þennan tækjabúnaö nokkuö og þaö stend- ur til aö aö nokkrir franskir tísku- hönnuöir taki tækiö í þjónustu sína. En þaö er þó einn galli á þessum tækjum og hann er sá aö þaö inniheldur engar mælieiningar en aö sögn Massarentis, þá er fyrirtæki hans aö framleiöa slíkt tæki. En þaö er einmitt einn þáttur í starfsemi Computer Video Film aö þróa þá tækni sem fyrir er til betri vegar, og starfar fyrirtækiö því einnig sem eins konar rann- sóknarstofa. Ævisaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.