Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 36 DANSAÐ FRAINDLANDI TIL JAPANS Hún er á leið til Tókýó að læra að dansa Nihon Bujo, sem er hefóbundinn japanskur kvennadans og það er ekki langt síðanhún kom heimjrá Indlandi þar sem hún dvaldi í eitt ár við nám í Bahrata Natyam, sem er aldagamall indverskur dans. En í rauninni er Matthildur Halldórsdóttir, eins og hún heitir, ekki aðeins að læraað dansa, heldur ætlar hún að nota þessa kunnáttu sína til að fara nýjar leiðir í leiklistinni. En eins og við vitum þá starfa víða í Evrópu hinir ýmsu leikhóp- ar, sem eru að reyna með misjöfnum árangri að skapa eitthvað nýtt í leikhúsinu. Matthildur var einmitt í einum slíkum hóp úti í Kaupmannahöfn áður en hún hélt til Indlands. WE g haföi veriö á kvöldnámskeiöi aö læra leiklist hjá svissnesk- um kennara, Werner Kuhn aö nafni. Svisslendingurinn valdi síöan nokkra nemendur, sem hann þjálfaöi sérstaklega. I kennslunni var megináhersla lögö á aö ná valdi á líkamanum, þ.e. yfirvinna ákveönar hindranir eöa spennu til aö geta tjáö sig betur. Ef skrokk- urinn er fullur mótþróa, getur maö- urinn ekki tjáö sig eins vel í leiklist- inni,“ segir Matthildur. Hún segir okkur svolítið nánar af kennara sínum. i kennslu sinni leggur hann meðal annars asískt leikhús til grundvallar. Hefur hann starfaö meö pólska leikstjóranum Crotowski, sem þekktur er fyrir brautryöjendastarf á þessu sviöi. „Eftir aö hafa kynnst þessari hliö á leikhúsinu fékk ég áhuga á aö fara til Indlands," heldur Matt- hildur áfram. „Ég dvaldist í borginni Kerala, sem er syöst í Indlandi og stundaöi nám í skóla, sem heitir Kerala Kal- amandalam. Þarna byrja nemend- urnir aó læra dans 12 ára gamlir og tekur námiö 8—10 ár, þannig aö þaö sem ég var aö gera var aðeins aö fá nasasjón af þvi hvaö indverskur dans er, en þaö var aldrei ætlunin aö veröa indverskur dansari,” segir hún og hlær. „Viö æföum á hverjum degi, sjö tíma á dag og byrjaði kennslan kl. 7 á morgnana. Fyrst geröum viö upphitunaræfingar, síðan var hálf- tíma hlé til aö matast og síöan var haldiö áfram. Fyrst lærðum viö ákveðiö dansmunstur og, þegar við vorum búin aó ná valdi á því, var þaö sett saman í ákveöinn dans. Þegar viö vorum búin aó læra dansinn, kom kennsla í leikrænni tjáningu, sem felst í aö fá tilfinningu fyrir þeirri persónu, sem verið er aö túlka. Þá kemur í Ijós hæfileiki nemandans til aö tjá þessa ákveönu persónu. En allar sögurnar, sem veriö er aö segja í þessum dansi eru trúarlegs eölis, þær byggjast á Hindúatrú, þar sem guöirnir fara meö stærsta hlutverkið." Viö spyrjum hana, hvaö henni hafi þótt mest heillandi viö ind- verska dansinn? „Þaö var þessi ríka áhersla, sem lögó er á aó tjá sig meö öllum lík- amanum, og þessi samhæfing allra líkamshluta, sem geröi dansinn bæöi krefjandi og skemmtilegan, meira aö segja tærnar eru þarna Itka aö verki. Fingurnir gegna til dæmis mikilvægu hlutverki en þeir túlka, það sem viö annars mund- um segja meö oröum." Matthildur er á faraldsfæti í ann- aö sinn og nú í austurátt, til aö fá smjörþefinn af hefðbundinni jap- anskri danslist. „Ég verö í skóla í Tókýó og mun sækja einkatíma hjá konu, sem heitir Hana Yagi. Ég mun læra dansinn Nihon Bujo, sem er kvennadans. Þaö má segja aö þessir dansar séu svipaö upp- byggöir og indversku dansarnir en þó er ekki eins mikil áhersla lögö á táknmál, heldur er sagan sögö í söngvum." Ég hef í hyggju aö dveljast þarna í eitt ár,“ segir Matthildur, þegar viö spyrjum hana, hvaö dvölin veröi löng, en hvaö tekur svo viö? „Það er ekki gott að segja, en ég hef áhuga á aö komast í alþjóö- legan leikhóp, þar sem tungumáliö er ekki hindrun." Er engin skjálfti í henni aö fara á svo framandi slóöir, sem Japan er eöa er hún oröin sjóuö eftir Ind- landsdvölina? „Þaó er auövitaö alltaf erfitt aö koma sér fyrir á nýjum stað og má segja aö maöur lifi í feröatösku en þaö er hluti af ánægjunni viö þetta allt saman aö kynnast nýrri menn- ingu og ööruvísi lífstíl." Dansáhugafólk .vÁvlvivÁvÁvivlvlvlvlvivivivivlvivivÁvivivivÁvIvivivivivIvÁvivivlvlvlvlvIvIvlv.ivlvÁvIwvIvIvIwlvIC »•/ x»/.\»/-\»/-\»/.\*/.\*/.\’/.\*/.\»/.\’/.\'/.\'/.\’/.\'/.\-/.\,/.\*/.\,/.\*/.\*/.\*/.\,/.\*/.\*/.\T/.\*/A*/.\y/.\T/.\*/A*/A\/A '/V*/^*/^*/^*/^*/^*/^*/^*/^^^ Dansskóli Barböru Weber hefur oftast unniö heimsmeistarakeppnina í Discodönsum (hópa). Aðaldansari hópsins kemur til okkar 12. sept. Okkur vantar nokkra góöa dansara 16 ára og eldri, stráka og stelpur, þar sem setja á upp eitt af meistaraverkum Barböru til sýningar í nóvember. Inntökupróf, fyrir þá sem vilja komast í dansflokk- inn, verður í Drafnarfelli 4, sunnudaginn 11. sept. kl. 14.30. Upplýsingar í síma 74444 kl. 13—16 daglega. »v/»v/.v/»v/»\/»v/.v/»v/.\ /r» /.\ /Iv/ a .v/»v/»v/»v/»v/*V/»v/*v/*N/*\y*V*v/»v/»\/»\/»\/»v/*\/*\/»v»v/»v/»v/»v/\v/»v/»vy»v/»v/.v/»v/.v/.v/.v/.v/.' */V*/\*/\*/\*/\*/\*/V*/V*/V*A*/\*/\ ■*/\*/\*/\*/\*/\*/\*/\*/\./\»/\*/\»/\*/\*/\*/\*/\*/\*/\*/\*/\*/\*/N*/\*/\*/\*/N*/\*/\*/\*/\*/\V/\TATAVAT, DnnssNðu Kennslustaðir Reykjavík Brautarholti 4, Drafnarfell 4, ■ Innritun og upplýsingar Símar: 38126 — 74444 Síöasti innritunardagur Amerísk Tennessee-elk í gegn (ekki spónlagt), hannaö úr lausum ekta parketstöfum, nótuöum saman í 12 tommu flísar, sem varöar eru meö sjálflímandi svamp-undirlagi og verpast ekki. • Auövelt fyrir menn aö leggja (mikill kostn.sparnaöur). • Ekkert sull meö lím og lakk (líka kostn.sparnaöur). • Tilbúiö tíl notkunar strax. • Hljóölátt aö ganga á. • Hljóöeinangrandi • Hitaeinangrandi. • Mjúkt aö standa á. • Ekkert viöhald. • Endlngargott. • Fallegt, upprunalegt, ekta (ekki eftirlíking). Hartco ameríska parketið er fram- leitt og hannað með tíllítí til kostn- aðar, þæginda, fegurðar og end- ingar. — Kv«rklittar — Slúttlistar — Þraplistar Hagstætt verö beint frá innflytjanda Þóröur Júlíusson, skrifst. Lsugavsgi 26 2. h Rsykjsvfk, simi 22245.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.