Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 Bg rahlegg j?ér ab ganga frja. Kilóruetw^ a dag •.. og taka Kundihn minn )?ér " Ast er... ad gera skyldu sína. TM Reg U.S Pat Off—all righfs resarved c 1983L0S Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVISI ,Vie> 5ÁUM ÞlGEKKl FyR\R 5KILTIN0/" Hættuleg umferðargata Kona í Kópavogi skrifar: Velvakandi. Ein hættulegasta umferðargat- an í Reykjavík er Túngatan, það vita þeir best sem þurfa að fylgja börnum sínum til og frá skóla. Samt er ekki lækkaður aksturs- hraði þar, eins og annars staðar i gamla Vesturbænum. Nei, á Tún- götunni má aka á fullri ferð í allar áttir, þrátt fyrir að þar séu barna- skólar, einn við götuna og annar í þeirri næstu, tvö barnaheimili og eitt stærsta sjúkrahús landsins. Það er á mesta annatíma dagsins, sem bílum er lagt beggja vegna götunnar, stundum í tvöfaldri röð og inn á milli æða strætisvagnar, vörubílar og aðrir fram og aftur. Svo er einnig búið að leyfa bíla- stæði á þeirri einu gangstétt sem þarna er. Helst hefði átt að loka götunni, eða að minnsta kosti hafa þarna einstefnuakstur. Ráðast á láglaunafólk- ið og ræna sparifénu Edith Jónsson skrifar: Kæri Velvakandi. Eftir að hafa lesið grein Egils Sigurðssonar, endurskoðanda, í dálki þínum 4. september, langar mig til að mótmæla slíkum öfg- um og ruddaskap. Grein Magnús- ar Ásgeirssonar, sem Egill vitnar í og gagnrýnir, var málefnaleg og framsett á kurteisan og smekk- legan hátt. Hún sanna að til eru einstaklingar, sem eru sann- gjarnir og hugsa lengra en nefn þeirra nær og vilja ekki bjarga áratuga óreiðu stjórnvalda með því móti að ráðast einungis á lág- launafólk og sparifjáreigendur, sem eru að meirihluta gamalt fólk. Ég get ekki svarað fyrir hönd annarra, veit aðeins hvernig þetta mál snertir mig. Við hjónin höfum unnið til ársins 1980—81 upp á hvern einasta dag. Launin eru lág, skattarnir tilfinnanlegri. í mörg ár bjuggum við í leigu- íbúð, uns að því kom að við eign- uðumst „þak yfir höfuðuð" og það ekki af stærri gráðu en um 80 fermetra. Því það tíðkaðist ekki þá að skulda meira en maður taldi sig ráða við. Þótt okkar kynslóð hafi vafa- laust gert margar skyssur og eigi þátt i þeirri efnahagskreppu, sem háir okkur í dag, hafði hún það ekki fyrir sið að vera með grát- stafinn í kverkunum, þó endarnir næðu oft á tíðum ekki saman, eða heimtaði allt af þjóðfélaginu. Þrátt fyrir allt hefur okkur hjónunum tekist að leggja síð- ustu 10 árin lítillega til hliðar, til elliáranna. Þessir peningar brunnu upp jafnóðum, en við héldum áfram í þeirri von, að eitthvað smávegis yrði eftir þeg- ar að því kæmi að við hættum að vinna. Þá komu verðtryggðu spari- fjárreikningarnir til sögunnar! Þökk sé Alþýðuflokknum fyrir það. Þótt verðtryggingin hafi ekki verið há og ekki nærri fylgt verðbólgunni og við höfum kynt verðbólguofninn áfram a.m.k. að hluta til með þessum krónum, þá hefur maður á seinni árum þó haldið einhverju eftir. Dæmið í dag lítur þannig út að eftirlaun + ellilaun duga aðeins (með ýtrustu sparsemi) fyrir brýnustu nauðsynjunum. Ef við Jón Oddgeir Guðmundsson, skrifar: Velvakandi. í Morgunblaðinu 4. sept. stendur eftirfarandi texti undir forsíðu: „Allir þurfa á hreyfingu að halda, sama í hvernig skapi veð- urguðirnir eru, ..." Undanfarið hefur þetta orða- tiltæki um „veðurguðina" verið mikið notað í dagblöðum og ríkisfjölmiðlum. Nú notar Morgunblaðið þetta afkáralega orðalag og er það miður. Slíkt orðalag hæðir Skaparann. Til eru orð sem notuð voru mikið áður fyrr. „Sé það guðs vilji", „ef Guð lofar", „Guð gefi ættum ekki þessar krónur í bank- anum til að grípa til, væri okkur ekki kleift að lifa mannsæmandi lífi, þrátt fyrir reglusemi og litlar munaðarkröfur. Núverandi ríkisstjórn er, eftir öllum sólarmerkjum að dæma, fallin í sömu gryfju og allir fyrir- rennarar hennar, að ráðast á lág- launafólk og ræna sparifé til að rétta við þjóðarskútuna. Að finna nýja leið, sanngjarna lausn án þess að það bitni einungis á þeim sem minna mega sín virðist vera of þung þraut fyrir 10 ráðherra plús 10 aðstoðarráðherra. — Egill Sigurðsson virðist vera áhang- andi þessarar stefnu. gott veður“, og er það ólíku sam- an að jafna. Vona ég að Morgunblaðið hætti að nota þetta orðatiltæki. Með kveðju. SONNUDAClm 4. 8KPTRMBEI l«U GÆTUM TUNGUNNAR Rétt er að segja: Ég vil, þú vilt, hann vill, hún vill, barnið vill. (Ath.: „ég vill“ er rangt; „ég vil“ er rétt.) „Veðiirguðirnir“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.