Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 35 Gróðri vaxnir þak- fletir voru um ára- bil nær fallnir í gleymsku sem sér- stæður þáttur í húsagerð en nú er þetta þakefni aftur að verða eftirsótt Norrmna húaid í Fmreyjum er meó torfþaki, en íalenakir aóiiar klæddu þakfiötinn. Mikiö er um húa meö torfþökum í Fmreyjum. ákveðnar grastegundir, sem væru betri á húsaþök en aðrar. Sagöi hann það ekki vera, þó þykir æski- legra aö grastegundirnar hafi skriðular rætur og má í því sam- bandi nefna vallarfoxgras og tún- vingul. Nú hefur það tíðkast bæði fyrr og síðar aö gróðursetja jurtir á grasþökin. En það er mjög undir loftslagi og vaxtarrými rótanna komiö, hvaöa jurtategundum er unnt aö planta uppi á þaki. Þær jurtir, sem koma einna helst til greina hér á landi eru jurtir eins og blágresi, ýmiss heiðargróöur, vallhumall, íslensk fjóla og maríu- stakkur. En trjákenndur gróður fer illa með þökin, því ræturnar vilja opnast upp í holklaka og þá mynd- ast greiður vegur fyrir vatn, sagði Hafliði okkur ennfremur. Þaö er ennþá álit margra arki- tekta og húsbyggjenda, aö torfþök séu óheyrilega dýr og þeim fylgi nokkur áhætta fyrir húsió. En þessar hugmyndir hafa ekki verið á rökum reistar. Sagði Geirharður Þorsteinsson okkur, aö þaö væri komin mun meiri reynsla af gróö- urklæddum þökum á síðastliönum áratug og sú tæknikunnátta, sem nú er fyrir hendi viö gerð þaka, útilokar nærri algjörlega hættuna á skemmdum út frá gróöurklæddu þaki. Hvað kostnaðinn varöar sagöi Bjarni Axelsson hjá Fagtúni að sjálft þakefniö væri ekkert dýrara en gengur og gerist með þakefni, en hve dýr vinnan yrði færi eftir aöstæöum. En hvernig er meö endinguna, er hún góð? Sagöi Bjarni að torfþök entust ekkert síður en önnur þök. Já, það er margt sem mælir með torfi á húsþökum. Fyrir utan notagildi þessa efnis, þá hefur torf- iö þann kost, að vera látlaust og gefur fjölbreyttari möguleika til garðhönnunar og um leið þá teng- ist byggingin og umhverfiö betur saman. Ekki má gleyma þætti, sem hef- ur mikið aö segja hér á landi en hann er sá, aö gróöurreitir uppi á þökum halda vel í sér vatni og geta þess vegna lagt sitt af mörkum, til að halda rakastigi borgarloftsins í jafnvægi. í langvarandi, ausandi, rigningum draga torfþök auk þess úr því álagi, sem þá veröur á hol- ræsakerfi þéttbýlisins, því torfiö heldur rakanum í sér og losar sig svo við hann smám saman. Margir aörir kostir fylgja grasi- grónum þökum og gróöurklædd- um húshliöum og má þar nefna súrefnisframleiöslu, hreinsun lofts- ins, jöfnun hitastigs loftsins, bætt andrúmsloft í borgum og það að- dráttarafl, sem þakgróðurinn hefur á fugla. En einhverjir ókostir hljóta að fylgja tofþökunum. Aö sögn Geir- harös eru gallarnir einkum þeir, að þaö þarf svolítið sterkari burðar- virki undir torfþak en járnþak og þessvegna veröa þakviöirnir að- eins dýrari í timburhúsum, en í Nýtiakulegt húa teiknaö af Geirharöi Þorateinaayni, ataðaett i Skerjafiröinum. anna og hvíldu þar venjulega á hellum. Ofan á innrafta voru lagöir útraftar, eða árefti, sem stefndu langsetis og voru svo þéttir, aö þeir héldu vel torfi. Ofan á áreftiö kom oft lag af tróöi úr hrísi, birki og þ.h. Ofan á útrafta eða tróð kom svo einfalt eða tvöfalt nærþak úr þurru torfi, og snéri grasrótin inn á innra laginu. Utan þess kom þunnt moldarlag, en yst snyddu- eöa torfþak úr valllendistorfi, og snéri grasrótin út. Torfþak skyldi ætíð leggja svo, aö skarir vissu undan veöri.,, Eldra húa meö torfþaki f miöborg Reykjavíkur. steinsteinsteyptum húsum er burðarþol þaö mikið aö lítill auka- kostnaöur hlýst af torfþakinu. Þá er vandasamt að setja gras- þakið á, og má til dæmis ekki vinna með göflum, því hætta er á aö komi gat á undirlagiö, en erfitt er að finna leka, ef óhöpp eiga sér staö. Eins og áður segir þá er ekki mikið um torfþök á íslenskum hús- um og að sögn Geirharös Þor- steinssonar má kenna um fordóm- um og því að þaö er stutt síöan viö bjuggum í torfhúsum út af neyö. Sagöi Geirharður ennfremur aö það væri jafnvel auöveldara að sannfæra borgarbúa um gildi torf- þaka en þeirra, sem búa til sveita, en borgarbúinn léti fremur stjórn- ast af rómantík en rökhyggju í þessum efnum. Á síðari árum hefur vaknað áhugi fyrir því aö viðhalda þekk- ingu á því, hvernig torfhúsin voru uppbyggö og hafa veriö haldin námskeiö í torfhleöslu víöa um land af Sveini Jónssyni á Egils- stöðum, sem einn fárra manna kann þessa gömlu byggingarað- ferö. En hvernig voru torfþökin til forna? i bókinni lönsaga islands, segir svo: „Einföldum þökum má skipta í ásaþök og sperruþök. Ása- þökin eru miklu eldri, og er marg- sinnis getiö um þau í sögum vor- um, en sperruþaka aldrei. Þó þekktust þau snemma á 14 öld og ef til vill fyrr. Ásaþökunum má aft- ur skipta eftir tölu ásanna í einása, tvíása, þríása og margása þök. Einása mæniásaþak var algengt í fornöld og er notað enn í smáhýs- um, hlöðum, hesthúsum og því- umlíku. Einfaldasta gerö þess var þannig, að vænt tré, mæniás, var lagt milli hússtafana.og hvíldu end- arnir venjulega á hellublööum. Af mæniásnum gengu innraftar, með hæfilegum millibilum, yfir þvert hús, niður á innri hleöslu veggj- Ef við athugum það hvernig torf- þökin eru nú, getur undirlag verið annaðhvort úr timbri eöa stein- steypu að sögn Bjarna Axelssonar hjá Fagtúni, sem meöal annars leggur torfþök. Sagöi Bjarni, aö einangrunin kæmi hugsanlega á steypuna eöa milli sperra í þaki. Ofan á timburplöturnar kemur vatnsvarnarlag, hjá þeim í Fagtúni er þaö norskur dúkur, styrktur með glertrefjum eöa polyestervef og heitir Sarnafil. Svo fer það eftir ýmsum aöstæðum, til dæmis þakhalla og stærö þaksins, hvern- ig gengiö er frá torfinu. Tíl dæmis á stórum flötum þökum getur veriö nauösynlegt aö setja perlumöl undir torfiö, en ef hallinn er mikill getur veriö nauöysnlegt aö setja net eóa vörpu á milli torflaga, svo torfþekjan sígi ekki frá mæni. i öll- um tilfellum er sett eitt lag af torfi á hvolf og eitt lag sem snýr rétt. Þaö eru margir, sem láta sér þaö vaxa í augum, aö þaö þurfi aö slá torfið á þakinu. En staöreyndin er sú aö vióhald torfþakanna er ekki mikiö. Þaö þarf aö slá þau einu sinni á ári og æskilegt er aö bera svolítiö á þau á haustin. En þeir, sem vilja fara sérstaklega vel meö þök sín er bent á aö smyrja þau meö nýrri mýkju, til aö vernda grasrótina fyrir frosthörkunni aö sögn Hafliða Jónssonar garöyrkju- stjóra og áhugamanns um torfþök. Við spurðum Hafliöa jafnframt aö því hvort þaö væru einhverjar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.