Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 „Lokatrimm Stúdentaleikhússins" las ég í aug- lýsingu fyrir nokkru. Hugsaði með mér að hér væriialltáeina bókina lært,fyrst jafn öflugt leikhús og Stúdentaleikhúsið var í sumar væri að hætta. Ákvað þó að kanna málið nánar og skrapp upp í Félagsstofnun stúdenta. Lenti þar á fjöl- mennum félagsfundi og fór sú spurning að vakna hvort svona líflegt félag væri virkilega að leggja upp laupana. Að loknum fundi hitti ég þá Ólaf Sveinson, Andrés Sigurvinsson og Þórarinn Ey- fjörð og spurði þá hvort „lokatrimm" þýddi að Stúdentaleikhúsið væri að hætta. Forsvaramenn Stúdentaleikhússins. F.v. Ólafur Sveinsson, Þórarinn Eyfjörö 00 Andrós Sigurvinsson. Nei, það þarf sko enginn aö hafa áhyggjur af því, var svaraö einum rómi. „Sumartrimminu er einfaldiega lokiö,“ sagöi Ólafur, „og veriö er aö skipu- leggja vetrarstarfiö. Eru ýmsar hugmyndir á lofti í þeim efnum. Heildarmyndin er á þann veg aö margvíslegar dagskrár veröa eftir sem áöur, i Félagsstofnun. Nú í september veröur Bond-dagskrá sem byggist á tveimur verkum Edward Bond. Síöan kemur til okkar norskur leik- og tónlistar- hópur. I Tjarnarbíói vonumst viö til aö geta sett upp tvær stórar sýn- ingar í vetur. Okkur hafa borist margar hugmyndir að sýningum. Og aö sjálfsögöu ekki einungis leiksýningum; tónlist, skáldakynn- ingar og fleira er líka inn í dæminu. Dagskrárnar i Félagsstofnun veröa einfaldari í sniöum en í sumar og áhersla lögö á aö tengja þær deildum innan háskólans, og aö starfa í samvinnu viö nemendur og kennara. Enda er stefnan sú aö vinna viö Stúdentaleikhúsiö veröi metin til námseininga í framtíö- inni." — Stúdentaleikhúsiö hefur óneitanlega nokkra sérstööu, þ.e. fjölbreytta sumardagskrá. Er þaö „ööruvísi" en önnur leikhús? „Já, annaö veröur ekki sagt,“ sagöi Andrés, „í fyrsta lagi er hér blandaður hópur áhugamanna og atvinnuleikara. í listatrimminu hafa starfaö rúmlega 100 manns og þessi „blöndun" hefur tekist vel. Útaf fyrir sig er stórkostlegt aö svo margir hafi starfaö saman aö áhugamáli sínu á einu sumri. Viö getum oröaö þaö þannig aö læröir leikarar miöli af kunnáttu sinni og reynslu, en áhugafólkið ýti undir leikgleöina. Hún vill oft gleymast þegar menn hafa leiklist aö at- vinnu. Þá höfum vlð boöiö upp á nokk- uö nýstárlega hluti í verkefnavali og uppsetningum. Reynt aö nýta salinn til fullnustu. Mottóiö er þó ekki aö vera frumleg til þess eins aö vera frumleg. Viö höfum komiö víöa viö, sýnt sex leikdagskrár: Aöeins eitt skref, Jökull og viö, Samuel Beckett, Reykjavíkurblús, Lorcakvöld og Elskendurnir í Metró. Síöan hafa veriö klasstsk músikkvöld, rokkkonsertar, finnskur gestaleikur, skáldakynn- ingar og gjörningar, svo eitthvaö sé nefnt.“ „Þetta er einskonar kaffileik- hús,“ skaut Þórarinn inn í. „Hér eru ekki sætaraðir, heldur situr áhorf- andinn viö borð, í rólegheitum yfir kaffibolla eöa léttvínsglasi meöan á sýningu stendur. Oftast er svo leikið út í sal, jafnvel út á stétt og í anddyrinu. Þaö skapar vissa stemmningu og brúar aö nokkru biliö á milli leikara og áhorfenda. í fyrstu voru uppi raddir um aö þeg- ar boöiö væri upp á léttvín myndi leiklistin drukkna í fylliríi, en þaö var óþarfa vantraust á leikhús- gesti.“ „Svo er annaö sem kemur til,“ sagði Ólafur, „en þaö er vinnu- hraöinn. Æfingartíminn hefur veriö um hálfur mánuöur og sýningarnar á hverju verki staöið stutt yfir, því í öllum tilfellum hefur annar leikhóp- ur beöió eftir aö komast aö meö sína sýningu. Reyndar er ótrúlegt hvernig þetta hefur gengiö upp. Um hverja uppsetningu er mynd- aöur hópur sem vinnur sjálfstætt, en í tengslum viö framkvæmda- stjórana.“ — Hvernig gengur aö fjár- magna svona leikhús, Þórarinn? „Stúdentaleikhúsið er ekki at- vinnuleikhús og þeir sem hér leggja hönd á plóginn gera þaö endurgjaldslaust. Markmiöiö er aö sýningarnar standi undir sér og hægt sé aö borga allan tilkostnaö. Þegar einhver afgangur er deilist hann meöal þátttakenda. Ef ekki kæmi til aöstaðan hér í Félags- stofnun og hjálp starfsfólksins og svo auövitaö það aö litlar sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.