Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 HVAD ER AD GERAST UHIHELGINA? Ólöf Kolbrún Haröardóttir Pétur Gunnarsson Þjóðleikhúsið: Guörún Ásmundsdóttir Lífið er þess virði Eins og óóur hefur veriö greint fró í Morgunblaöinu veróur haldin skemmtun sem hópur listamanna stendur fyrir í Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 11.9. Á skemmtuninni, sem ber yfir- skriftina „Lífiö er þess virði", kem- ur fram fjöldi íslenskra llstamanna; söngvarar, dansarar, hljóðfæra- leikarar, rithöfundar og leikarar. Þar á meðal mun veröa flutt atriði úr Dúfnaveislu eftir Halldór Lax- ness, Ólöf Kolbrún Haröardóttir mun syngja, Auöur Bjarnadóttir ballettdansari dansar og nýja Strengjasveitin kemur fram, svo og Blásarakvintett Reykjavíkur. Einnig mun Halldór Laxness rithöfundur flytja eigið Ijóð. Þá mun Þorkell Halldór Laxness Sigurbjörnsson, formaður Banda- lags íslenskra listamanna, flytja ávarp. Einnig munu tala þar 2 er- lendir gestir, sem staddir eru hér á landi á vegum friðarhátíðarinnar, þau Christine Cassel, stjórnarmað- ur í samtökum bandarískra lækna, sem berjast gegn kjarnorkuvíg- búnaöi, og Dan Smith, formaöur Evrópusku friöarhreyfingarinnar. Arja Saijonmaa er finnsk vísna- söngkona og félagi í alþjóöafriöar- samtökum listamanna. Miðasala er í Þjóöleikhúsinu frá 13.15—18.00 í dag, laugardag, og við innganginn sunnudag. Fólk er hvatt til aö koma og taka undir kröfuna um frið i heiminum og áframhaldandi lif á jörðinni. MÁLVERKA- SÝNINGAR Garöar Jökulsson sýnir í Ásmundarsal Garöar Jökulsson listmólari opnar é morgun, laugardag, mál- verkasýningu í Ásmundarsal. Þar sýnir hann 40 olíu- og vatnslita- myndir. Þetta er önnur einkasýning Garðars og er hún sölusýning. Verkin sem nú eru sýnd hefur Garðar málað á síðustu tveimur árum. Sýningin er opin frá kl. 14.00—22.00 um helgar og frá kl. 16.00—22.00 alla vlrka daga. Henni lýkur 18. september. Yfirlitssýning í Ásmundarsafni framlengd Undanfarna mónuói hefur staó- iö yfir í Ásmundarsafni yfirlitssýn- ing ó höggmyndum Ásmundar Sveinssonar, sem hann ónafnaói Reykjavíkurborg eftir sinn dag. Ákveöið hefur verið aö fram- lengja sýninguna, þar sem aðsókn- in hefur veriö mjög góð. Ásmundarsafn er opiö daglega nema mánudaga frá kl. 14—17. Kjarval á Þingvöllum Nú fer hver að veröa síðastur að sjá sýninguna Kjarval á Þing- völlum á Kjarvalsstööum. Sýn- ingunni lýkur 18. september, og er því aöeins rúm vika til stefnu. Sýningin hefur vakið feikna- mikla athygli og veriö mjög vel sótt, enda getur þar aö líta ýmsa þá helstu dýrgripi sem Kjarval eft- irlét íslensku þjóöinni. Á sýningunni eru 44 málverk og vatnslitamyndir frá Þingvöllum eft- ir Kjarval, flestar í einkaeign, sem ekki hafa sést opinberlega fyrr, allavega ekki síðustu áratugi, og er eins víst að biö veröi á því aö þær verði sýndar aftur opinberlega. Elsta myndin, „Bláber á Þingvöll- um", er máluð 1923, en þær yngstu lauk Kjarval viö 1962, þaö er „Frá Háugjá" í eigu Listasafns Alþýöu og „Skjaldbreiöur" sem Jón Þorsteinsson íþróttakennari gaf Kjarvalsstöðum í sumar. Þá er á sýningunni starfsferill Jóhannesar S. Kjarvals í máli og myndum, þ.e. eftirprentanir, kort og Ijósmyndir í 25 römmum. Sýningin er opin daglega kl. 14—22 fram til sunnudagskvölds 18. september nk. Aögangur er ókeypis, en sýningarskrá er seld á kr. 20. Sýningu lýkur í Listasafni Alþýðu Sýningu þeirra Ingibergs Magnússonar og Siguröar Þóris, í Listasafni Alþýöu viö Grensás- veg, lýkur sunnudaginn 11. sept- ember. Klukkan 17.00 þann dag les Pjetur Hafstein Lárusson úr nýút- kominni Ijóöabók sinni, „í djúpi Daganna", en bókina prýöa graf- íkmyndir eftir Ingiberg og eru þær á sýningunni. Sýningin er opin frá klukkan 16.00 til 22.00, nema á laugardag og sunnudag, en þá veröur hún opnuö kl. 14.00. Eyjólfur Einars- son sýnir í Listmunahúsinu í Listmunahúsinu stendur nú yfir sýning á verkum Eyjólfs Ein- arssonar og lýkur henni á sunnu- dag. Þar sýnir Eyjólfur um 60 verk unnin í olíu og meö vatnslitum. Sýningin er opin um helgina frá kl. 14.00—18.00. \ JörundurJóhannes- son í Þrastarlundi Nú fer í hönd síöasta sýn- ingarvika á verkum Jörundar Jó- hannessonar listmálara í Þrast- arlundi í Grímsnesi. Á sýningunni eru 15 olíumálverk frá sjávarsíöunni. Sýningunni, sem er sölusýning, lýkur 11. septem- ber. „Grafík og Lauf“ í Gallerí Lækjartorg Bræöurnir Höröur og Haukur opna á sunnudag kl. 14.00 sýn- ingu á grafíkmyndum og skúlptúr í Gallerí Lækjartorg. Nefnist sýningin „Grafík og Lauf" og er hún nokkuö nýstárleg þar sem þeir bræöur hafa leitað inn á nýjar brautir í myndgerö sinni. Sýningin stendur yfir frá 11.—18. september. Keramik, postulín og pennateikningar Á Stýrimannastíg 8 stendur nú yfir sýning þeirra Elísu Jónsdótt- ur og Hallgríms Helgasonar. Elísa sýnir þar 87 verk, unnin í keramik og postulín, en eftir Hall- grím eru á sýningunni um 90 pennateikningar. Sýningin er sölu- sýning og aögangur ókeypis. Opiö veröur um helgina frá kl. 14.00—22.00. Eden: Síðasta sýning- arhelgi Jóns Þ. Nú stendur yfir í Eden í Hvera- gerói sýning á verkum lista- mannsins Jóns Þ. Eggertssonar og lýkur henni á sunnudag. Á sýningunni eru 45 vatnslita-, olíu- og tússmyndir, mest lands- lagsmyndir víösvegar af landinu, þó mest frá Vestfjöröum. Myndirn- ar eru unnar á síðustu tveimur ár- um. Jón hefur áöur haldiö nokkrar sýningar m.a. í Ásmundarsal í Reykjavík á sl. vetri. Sýningin er sölusýning. Dagur sýnir í Djúpinu Dagur Siguröarson listmálari opnaöi nú í vikunni sýningu á verk- um sýnum í Djúpinu, Hafnarstræti 15. Sýningin stendur til 2. október og er hún opin daglega frá kl. 14.00. Sýning í Langbrók á verkum Kristjáns Kristjánssonar Kristján Kristjánsson sýnir ( Gallerí Langbrók 13.—29. ágúst og á sýningunni eru 30 myndir, unnar í pappír með collage, túss og vatnslitatækni á þessu og síö- asta ári. Verkin byggjast öll á hugmynd- inni „póstkort" og greinast í þrennt: þá, nú og þegar, draumur og veruleiki. Einnig eru sérunnin plaköt á sýningunni og útgáfan Svart á hvítu hefur gefið út fimm eftirprentanir verka á sýningunni. í tilkynningu um sýninguna og listamanninn er tekið fram aö Kristján hafi stundaö nám viö Myndlista- og handtöaskóla is- lands 1969—73 og við Konung- legu listaakademíuna í Stokkhólmi 1977—1981. Hann hefur haldiö 3 einkasýningar og tekiö þátt í sam- sýningum hór og erlendis. Kristján er 33 ára, Vestflröingur og vatns- beri. FERÐIR F.í. um helgina Feröafélags islands fer í kvöld kl. 20.00 í Þórsmörk og Land- mannalaugar. Á sunnudaginn eru tvær feröir: sú fyrri kl. 09, en þá er ekiö um Þingvöll, Kaldadal og fariö í Surtshelli og þeir sem vllja ganga á Strút. Þetta er skemmtileg öku- ferð um óbyggöir milli byggöa. Kl. 13 er gengiö á Stóra-Kóngsfell, en það er í vestur frá Bláfjöllum (skíöasvæðinu). Útivist um helgina i kvöld kl. 20.00 eru tvær feröir á vegum Útivistar. Önnur er í Lakagíga og er hún fjóröa og jafn- framt síöasta feröin þangaö í ár en 200 ár eru frá Skaftáreldum. Hin ferðin er í Þórsmörk og er uppselt í þá ferö. Sunnudaginn 11 september eru 3 dagsferöir: 1. kl. 09.00 er gengiö á Skessuhorn. 2. Kl. 09.00 er ekiö í Skorradal og gengiö á Hestfjall. 3. Kl. 13.00 veröur fariö í Hvalfjörö og kræklingur tíndur og steiktur á staönum eöa tekinn meö sér heim. N.V.S.V. Fjöru- ferð á sunnudag Tíunda og næstsíöasta skoöun- arferö Náttúruverndarfélags Suð- Akureyri: Grafík og teikning- ar í Klettagerði 6 Guóbjðrg Ringsted opnaói 8. september sýn- ingu á grafíkmyndum og teikningum í sýningar- salnum í Klettagerói 6 ó Akureyri. Guöbjörg er fædd á Akureyri 1957 og útskrifaö- ist frá grafíkdeild Myndlista- og handíöaskóla fs- lands vorið 1982, og hefur hún tekiö þátt í 2 sam- sýningum en þetta er fyrsta einkasýning hennar. Á sýningunni eru um 50 verk, sem flest eru til sölu. Sýningin veröur aöeins þessa helgi og er opin föstudaginn 9. sept frá kl. 20—22, laugardaginn 10. sept. og sunnudaginn 11 sept. frá kl. 14—22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.