Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.09.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1983 51 Finnland: Fjárlögin boða strangt aðhald Helsinki, 7. sept. Frá fréttaritara Mbl., Harry Granberg. FINNSKA ríkisstjórnin er orðin ásátt um fjárlögin fyrir næsta ár og er niðurstöðutala þeirra 84,4 millj- arðar finnskra marka, 13,8% hærri en í ár. í fjárlagafrumvarpinu er stefnt að því, að verðbólgan verði ekki meiri en 6% og að skattar hækki um eitt prósent til jafnaðar. Ot- gjöld ríkisins munu hækka eitt- hvað meira en opinber lántaka verður þó minni en á þessu ári. Með fjárlagafrumvarpinu er erfið- ur hjalli að baki fyrir stjórnina, en búist er við, að stjórnarandstaðan muni berjast hart gegn því á þingi. Kommúnistar, sem hafa verið klofnir, hafa t.d. náð saman í þessu máli. Fjárlagafrumvarpið þykir boða strangt aðhald í ríkisfjármálun- um. Þar sem stefnt er að minni lántökum en áður, er gert ráð fyrir auknum sköttum á bensín og raforku, framlag atvinnurekenda til eftirlauna- og sjúkrasjóðs verð- ur hækkað og sömu sögu er að segja um framlag launþega til fyrri sjóðsins. Skuldir Finna við útlönd eru nú þær minnstu innan OECD og skattar eru lægri í Finnlandi en annars staðar á Norðurlöndum. Bandaríkin: Svíar vinna móinn vestra St Paul, MinnesoU, 7. september. AP. SÆNSKT fyrirtæki hefur nú í undir- búningi mikla móvinnslu í Minne- sota í Bandaríkjunum og er fyrirhug- að að móbrennslan og orkuvinnslan hefjist næsta sumar. Ríkisstjórinn í Minnesota, Rudy Perpich, er nú nýkominn úr ferð til Svíþjóðar, þar sem hann lagði síðustu hönd á samningana við sænska fyrirtækið Rasjo Torv í Stokkhólmi og sagði hann við komuna, að mórinn yrði tekinn á rúmlega 1000 hektara svæði, sem er í ríkiseign. Rasjo Torv er það fyrirtæki, sem fremst stendur í móvinnslu og móbrennslu. Við vinnsluna er mónum þjappað saman í sívaln- inga, sem síðan eru brotnir upp og þurrkaðir í nokkra daga. Að því búnu eru þeir notaðir sem elds- neyti og orkan notuð til rafmagns- framleiðslu. Opið frá 9—03 Aldurstakmark 20 ára Miðaverö 80 kr. 4| ... |Her inn á lang ± flest heimili landsins! j Veitingahúsið Opiö í kvöld 10—3. Hljómsveitin Glæsir Diskótek í Stjörnusal Pottþétt diskóprógramm. Aögangseyrir kr. 70. » ^ Borðapantanir í síma 86220 og 85660. ★ ★ ★ ★ ★ ★ BROAimr staður fyrir alla góða borgara borgarinnar í kvöld veröur aö vanda mikið um að vera hjá okkur. Fimleikaflokkurinn frá Björk í Hafnarfirði sýnir laglegan dans af mikilli snilld. Gestur kvöldsins veróur hinn óviöjafnaniegi Sigurður Johnny. Hljómsveit Gunnars Þórðarson- ar sem allir tala um, leika fyrir dansi ásamt söngvurunum Eddu Borg og Sverri Guðjónssyni. Boröapantanir í síma 77500. Aögangseyrir kr. 120.- * * * * * * * * * * * * * * Njótið góðra veitinga í góðum hópi á góðum stað Kvöldverdur — Dinner 9. sept. 1983 Djúpsteiktur reyktur lax með piparrótarrjóma og ristuðu brauði ★ Nautalundir Wellington með koníaksristuðum kjörsveppum og gratineruðu spergilkáli ★ Marineruð lambabuffsteik með rjómasósu. grilltómal og duchesse-kartöflum •k Ferskt ávaxtasalat með Grand Marnier ★ Hljómsveit Guömundar Ingólfssonar leikur fyrir dansi til kl. 3. Borðapantanir (síma 17759. sjubtmtinn POIMIK kýlir á stuðið með lifandi tónlist í kvöld. Þetta er ekta stuðband og hefur gert það gott í Klúbbnum síðustu tvœr helgar - Svo er það plastið, sem þeir Gummi og Balli sjá um að þeyta. öllum til óblandinnar ánægju... •••# •••• •••• •••* *••• ■•••• • •••* •••V; RÚLLUGJALD ER KR. 80.00 -V;* ......................................•'• •• •• ••••••••••••••••••••••••••••••••••••« • • •_ • •••••eeee**eeeeeeeee**eee*ee#eeeeeeeee»"- Guðmundur Haukur leikur og syngur öll gömlu góðu lögin í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.