Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983
JUUfpM Útgefandi iÞInfeife hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö.
Margaret Thatcher,
forsætisráðherra Breta,
var ómyrk í máli um Kreml-
verja og ógnarstjórn þeirra í
ræðu Siem hún flutti í Wash-
ington á fimmtudag og vakið
hefur alheimsathygli. Breski
forsætisráðherrann sagðist
hiklaust vilja taka upp þann
hanska sem Júrí Andropov,
forseti Sovétríkjanna og
flojcksleiðtogi, kastaði í júní
síðástliðnum þegar hann lýsti
því yfir að ekkert lát yrði á
hugmyndafræðilegu barátt-
unni við lýðræðisríkin. And-
svar Margaret Thatcher var
tímabært og ætti að vekja
menn um heim allan til um-
hugsunar um það hyldýpi sem
er á milli stjórnarhátta í lýð-
ræðisríkjunum og kommún-
istaríkjunum.
Eldflaugaárás sovéskrar
orrustuþotu á suður-kóresku
farþegaþotuna á dögunum er
hörmuleg áminning um mis-
kunnarleysi hins kommúníska
stjórnkerfis þar sem litið er á
einstaklinginn eins og hverja
aðra ríkiseign. Hátterni sov-
éskra talsmanna á alþjóða-
vettvangi síðan árásin var
gerð er dæmigert fyrir þá
lygastarfsemi sem áróðurs-
menn Kremlverja stunda í
samskiptum við Vesturlönd.
Hinn 10. september síðastlið-
inn ritaði Magnús óskarsson,
borgarlögmaður, skelegga
grein hér í blaðið undir fyrir-
sögninni: Njóta flugmorðingj-
ar forréttinda á íslandi? Þar
voru þessar spurningar lagðar
fram:
„1) Sovésk rannsóknaskip
gera sig stöðugt heimakomn-
ari í Reykjavíkurhöfn og virð-
ist tilgangurinn m.a. vera sá,
að hvíla áhafnirnar og gefa
þeim tækifæri til innkaupa í
landi, þar sem stöðug vöru-
þurrð hrjáir ekki almenning.
Um sjálfar rannsóknirnar er
minna vitað.
En njóta íslensk rannsókna-
skip sömu réttinda? Gætu þau
leitað hafnar 1 Murmansk eða
Petsamo í sama tilgangi, nán-
ast hvenær sem þeim hentaði?
2) Sovéskir rannsóknaleið-
angrar hafa farið um hálendi
íslands og rannsakað þar allt,
sem hugur þeirra stendur til.
Steingrímur Hermannsson lét
meira að segja eitt sinn selja
þeim loftljósmyndir af öllu
landinu! Njóta íslendingar
sömu réttinda í Sovétríkjun-
um? Gætum við t.d. sent rann-
sóknaleiðangur til Kamtsj-
atka-skaga og fengið keyptar
nýjar ljósmyndir af öllum
skaganum?
3) Sovéska fréttastofan
APN hefur útibú í Reykjavík
með sovéskum og íslenskum
starfsmönnum og gefur hér út
fréttablað til dreifingar meðal
íslendinga. Geta íslendingar
fengið sömu réttindi í Sovét-
ríkjunum?
4) Sovéskir sendiráðsmenn
hér eru ótrúlega margir, hafa
algert ferðafrelsi á íslandi og
ferðast vítt og breitt um land-
ið jafnt í merktum sem
ómerktum bílum. Hafa hinir
örfáu íslensku sendiráðsmenn
í Moskvu sömu réttindi í Sov-
étríkjunum?
5) Sovéska sendiráðið í
Reykjavík hefur stöðugt sótt á
um kaup og leigu fasteigna í
Reykjavík. Hefur íslenska
sendiráðið í Moskvu sambæri-
legt frelsi til fasteignaumsvifa
í Moskvu?
6) Sovéskar vélar fá öðru
hverju að lenda hér á landi á
leið sinni til Vesturheims, sér-
staklega á flugleiðinni til
Kúbu.
Myndu íslendingar fá sams
konar réttindi til millilend-
inga í Sovétríkjunum, t.d. ef
íslenskar flugvélar ættu leið
til S-Kóreu?“
Svörin við öllum þessum
spurningum eru neikvæð. Sov-
ésk stjórnvöld komast upp
með einhliða réttindi í öðrum
löndum og neita að halda uppi
samskiptum við önnur ríki á
jafnréttisgrundvelli. Þetta
hefur legið fyrir allt frá því
íslendingar tóku upp stjórn-
málasamband við þau fyrir
réttum fjörutíu árum, en það
er hins vegar á síðari árum
sem Sovétmenn hafa verið
með þá uppivöðslusemi hér á
landi sem Magnús Óskarsson
tíundar í grein sinni. Það er
fyrir löngu orðið tímabært að
íslensk stjórnvöld snúi við
blaðinu og skerði þessi ein-
hliða réttindi með einum eða
öðrum hætti.
Hernaðarumsvif Sovét-
manna umhverfis ísland hafa
margfaldast hin síðari ár eins
og við vorum rækilegar minnt-
ir á með hinni miklu æfingu
sem sovéski flotinn efndi til í
nágrenni landsins á dögunum.
Á stjórnmálasviðinu er ósvífni
sovéskra stjórnvalda lítil
takmörk sett eins og einnig
sannaðist í vikunni þegar
Farafonov, fyrrum sendiherra
Sovétríkjanna hér á landi og
núverandi yfirmaður í Norð-
urlandadeild sovéska utan-
ríkisráðuneytisins, kallaði
sendiherra íslands í Moskvu á
sinn fund og hafði í hótunum
við hann vegna réttmætra
mótmæla íslenskra stjórn-
valda gegn hinni blygðunar-
lausu árás á suður-kóresku
farþegavélina. Og til að minna
á sig sendu Sovétmenn enn
eitt rannsóknaskipið úr flota
sínum inn í Reykjavíkurhöfn
um sama leyti og Farafonov
bar fram hótanirnar.
Aldrei verður nægilega mik-
il áhersla á það lögð þegar
rætt er um samskipti íslands
og Sovétríkjanna, hve brýnt er
að við metum stefnu og mark-
mið Sovétstjórnarinnar á rétt-
um forsendum. Einmitt þess
vegna var ræða Margaret
Thatcher ekki aðeins þarft
svar við áskorun Andropovs
heldur einnig tímabær áminn-
ing til íbúa í lýðræðisríkjun-
um um að þeir átti sig á því
sem skilur á milli kommún-
istaríkjanna og lýðræðisríkj-
anna.
Þær raddir heyrast oft hér á
landi að það sé ástæðulaust að
agnúast út í verslunarvið-
skipti við Sovétríkin á póli-
tískum forsendum, því að sov-
éskir viðsemjendur okkar
rugli alls ekki saman pólitík
og viðskiptum. En hvað gerist
þegar Sovétstjórnin snýst til
varnar gegn réttmætum mót-
mælum Islendinga út af örlög-
um suður-kóresku farþegaþot-
unnar? Farafonov flytur
sendiherra íslands þau boð að
andmælin geti spillt fyrir
viðskiptum þjóðanna og efna-
hagssamvinnu! Með augljósari
hætti er ekki unnt að blanda
saman pólitík og verslun —
einnig á þessu sviði verða ís-
lendingar að meta Sovétríkin
á réttum forsendum.
Á réttum forsendum
I ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Rey kj a víkurbréf
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 1. oktober ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Einrædi og
lýðræði lagt
að jöfnu
Guðmundur Heiðar Frímanns-
son, menntaskólakennari á Akur-
eyri, skrifaði ritdóm um bókina
Kirkja og kjarnorkuvígbúnaður og
birtist hann hér í blaðinu síðast-
liðinn fimmtudag. í úttekt sinni á
bókinni bendir Guðmundur Heið-
ar á margar veilur í röksemda-
færslu höfundanna en segir svo
undir lokin:
„Það eru margir gallar á þessari
bók og hafa ekki allir verið nefnd-
ir hér. Þó er sá verstur sem hér
verður nefndur í lokin. Hann er að
leggja Vesturlönd og Sovétríkin að
jöfnu, eins og reyndar er plagsiður
í friðarhreyfingunum. Þetta geng-
ur svo langt að varnir Vesturlanda
eru tengdar útrýmingu Þjóðverja
á Gyðingum í Seinni heimsstyrj-
öldinni. Það er til marks um hið
brenglaða mat, sem liggur til
grundvallar þessari bók.“
í þessum orðum víkur Guð-
mundur Heiðar Frímannsson að
grundvallaratriði sem menn verða
að hafa hugfast þegar þeir ræða
um stríð og frið og stöðu vígbún-
aðarmála í Evrópu um þessar
mundir. Milovan Djilas frá Júgó-
slavíu, höfundur bókarinnar Hin
nýja stétt, benti á það í grein í
breska blaðinu The Times í sumar,
að menn þyrftu að vara sig á
hræðsluáróðri Kremlverja í kjarn-
orkumálum, með hótunum og
endurteknum stóryrðum um að
kjarnorkustríð sé á næsta leiti
væru þeir að fá Vesturlandabúa til
að sætta sig við ógnarstjórn
kommúnismans. í þeirri trú að
þeir séu að forða veröldinni frá
heimsslitum eru ýmsir íbúar lýð-
ræðislandanna reiðubúnir til að
leggja Vesturlönd og Sovétríkin að
jöfnu.
Hér er komið að því kjarnaat-
riði sem menn verða að svara þeg-
ar þeir velta fyrir sér vörnum
Vesturlanda, hvort það sé „betra
að vera rauður en dauður" eins og
það er orðað, hvort það sé nauð-
synlegt að sætta sig við drottnun-
arvald Sovétmanna til að koma í
veg fyrir kjarnorkustríð. Þessi
hugsunarháttur hefur sem betur
fer ekki orðið ofan á meðal vest-
rænna þjóða, þvert á móti hafa
þær fylgt varnarstefnu sem miðar
í senn að því að tryggja lýðræðis-
lega stjórnarhætti og fæla hugs-
anlegan andstæðing frá hættu-
legum hernaðaráformum sínum.
Guðmundur Heiðar Frímannsson
orðaði þetta atriði þannig í grein
hér í blaðinu fyrir réttu ári:
„Kjarnorkuógnin sem varnir Vest-
urlanda hafa byggst á síðustu ára-
tugina miðar að því að komast hjá
hvoru tveggja að verða rauður og
dauður. Og hún hefur dugað."
Arás á
varnarlausa
Á fundi Samtaka um vestræna
samvinnu og Varðbergs sem hald-
inn var fyrir viku var Max Kamp-
elman, sendiherra Bandaríkjanna
á Madrid-ráðstefnunni um öryggi
og samvinnu í Evrópu, spurður að
því hvort gengið hefði verið frá
samkomulagi á ráðstefnunni ef
Sovétmenn hefðu ráðist á suður-
kóresku flugvélina áður en samn-
ingar tókust.
Sendiherrann svaraði á þann
veg, að sovéska árásin á flugvélina
þyrfti ekki að koma neinum á
óvart sem áttaði sig á raunveru-
legu eðli sovéskra stjórnarhátta
og því virðingarleysi fyrir manns-
lífum sem ríkir meðal sovéskra
ráðamanna. Hún væri eðlilegur
verknaður í augum manna sem
hikuðu ekki við að beita hervaldi
til að leggja undir sig Afganistan,
kúguðu nágrannaþjóðir sínar mis-
kunnarlaust og misnotuðu jafnvel
geðlækningar til að kvelja þegna
eigin lands.
Max Kampelman sagði að árás-
in á suður-kóresku vélina væri í
hnotskurn það sem til umræðu
hefði verið í Madrid síðustu þrjú
ár, að öryggi Evrópu væri ógnað
vegna þess að voldugasta ríkið í
álfunni, Sovétríkin, væri undir
stjórn manna sem fylgdu ábyrgð-
arlausri stefnu, jafnvel þótt þeir
hefðu skuldbundið sig til annars
með undirskrift sinni meðal ann-
ars undir lokasamþykktina á
Helsinki-ráðstefnunni 1975.
Kampelman var ómyrkur í máli
um siðleysi sovéskra valdhafa og
fyrirlitningu þeirra á rétti ein-
staklingsins. Sovésk ofbeldis-
stefna hefði átt að vera öllum
kunn áður en Madrid-ráðstefnan
hófst 1980 en engu að síður hefðu
vestrænar ríkisstjórnir ákveðið að
senda fulltrúa sína til ráðstefn-
unnar í þeirri von að þeim tækist
að kalla Sovétmenn til ábyrgðar
og sannfæra sem flesta um hætt-
una af Kremlverjum.
Það er furðulegt ef kirkjunnar
menn á Vesturlöndum ætla með
einum eða öðrum hætti að hafa
forgöngu um að telja fólki trú um
að svo mikil hætta sé á heimsslit-
um vegna kjarnorkuvopna að
skynsamlegast sé að draga fjöður
yfir ómennska og guðlausa stjórn-
arhætti í höfuðríki heimskomm-
únismans og jafnvel sætta sig
frekar við þá en taka ákvarðanir
um óhjákvæmilegar gagnaðgerðir.
Nauðsynlegt er að gera sér grein
fyrir því að nú eru kjarnorkuvopn-
in notuð í sálrænu stríði, grimmi-
legu áróðursstríði, og gefist vest-
rænir menn upp í því nær mesta
herveldi Evrópu, Sovétríkin,
markmiði sínu, drottnunarvaldi i
Evrópu, án þess að hleypa af einu
skoti.
Horfast í
augii vid
staöreyndir
Af máli Max Kampelmans var
augljóst að hann er sannfærður
um réttmæti þeirrar stefnu
Bandaríkjastjórnar að ekkert
tækifæri skuli láta ónotað til að
leiða mönnum fyrir sjónir hvert er
raunverulegt eðli sovéskra stjórn-
arhátta. Einmitt þess vegna hafi
verið nauðsynlegt að sækja Madr-
id-ráðstefnuna auk þess sem þar
hafi verið samið um alþjóðlegar
hátternisreglur sem sovésk stjórn-
völd verði að taka mið af.
Ýmsir eru þeirrar skoðunar og
ekki síst Vestur-Þjóðverjar að
unnt sé að miida stjórnarhætti í
Sovétríkjunum með því að efla
tengslin við stjórnvöld þar og í
Júlídagur f Siglufirði
öðrum kommúnistaríkjum eftir
sem flestum leiðum og þá ekki síst
með verslunarviðskiptum og pen-
ingafyrirgreiðslu. Það vakti mikla
athygli þegar sjálfur Franz Josfep
Strauss, forsætisráðherra í Bæj-
aralandi, sem talinn hefur verið í
hópi hörðustu andkommúnista og
Sovétóvina fór til fundar við Erich
Honneker, leiðtoga austur-þýskra
kommúnista, nú í sumar og beitti
sér fyrir stórláni Vestur-Þjóð-
verja til Austur-Þýskalands.
Lítið hefur verið rætt um þessa