Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 ASTAflA Með sláturhúss- bílað sækja lömb Á árum áður þurftu bændur að reka lömb til förgunar frá sínu býli til sláturhúss. Gat það tekið langan tíma á stundum, því þá voru vatnsföll óbrúuð og vegakerfi harla lítið í sniðum. En á þessum tímum tækninnar, þá tekur það ekki nema lítinn tíma að sækja lömbin heim í túnfót eða fjárhús og aka þeim til sláturhússins. Við þessa breyttu skipun hefur orðið til nýtt starf, sem kallað er ástaða. Felst starfið í því, að viðkomandi stend- ur uppi á palli bifreiðar þeirrar, sem flytur lömbin og gætir þess vel og vandlega, að lömbin troðist ekki undir á pallinum, sem gæti leitt til þess, að þau merðust eða þá hreinlega dræpust. Jafnvel þótt bflpallurinn sé í sömu h*ð og gólfið í fóðurganginum í fjárhús- unum í Hrútsholti, þá þarf Garðar bflstjóri að draga eitt lamb á undan út á pallinn til þess að fá hin út. „Hvað ertu að riðlast þarna upp á, hrútur? Heldurðu, að þú hafir einhver forréttindi til að liggja á hinum lömbunum,“ gæti Emil ástöðumaður verið að segja, þegar hann nær í hornið á hrútnum til þess að koma honum niður. bændur tilbúnir með lömbin, svo þeir þyrftu sjaldnast að lenda í smalamennskum. En mjög mismunandi væri að taka lömbin á bílinn. Sums staðar væru nýleg fjárhús, þar sem ekkert þyrfti að gera annað en að bakka að fjár- húsdyrunum og síðan að reka lömbin beint á bílinn. Annars staðar þyrfti að taka lömbin upp af jörðinni og þar sem ekki væri unnt að sturta pall- inum, þá þyrfti að útbúa brú — sliskja kallast hún á máli dreifbýlisins — til þess að láta lömbin ganga upp á pall- inn á bílnum. Mikilvægt væri, sagði Garðar bílstjóri, að ekið væri Helgi bóndi í Hrútsholti og Garðar bflstjóri ræðast við um það hvort rétt sé að taka tvö lömb frá Þverá á bflinn úr því hann sé að fara þangað á annað borð. En Garðar telur það ekki vera rétt vegna sóttvarna, þar sem ekki megi taka lamb af pallinum, sem sé komið þangað, nema í sláturhúsinu, og þetta gætu e.t.v. verið líflömb frá Þverá, sem um væri að ræða. með sem jöfnustum hraða og reynt að forðast það að snöggbremsa, því þá væri hætta á því að lömbin legðust niður. En til að minnka hætt- una á því að lömbin köstuðust til, ef slinkur kæmi á bílinn, þá væri pallurinn hólfaður niður í 6 lítil hólf, svo lömbin kastist minna til, ef slíkt hendi, sem geti alltaf gerzt. Þá væri það gott, ef lömbin hefðu staðið um hríð inni í húsi til þess að ryðja sig. Þá væru þau ekki eins full og legðust því síður niður á bíln- um. Einnig væri þá líklegt að þau væru ekki þreytt eftir smalamennskur og þyrftu því ekki að hvíla sig á leiðinni. Þeir Garðar bflstjóri og Emil ástöðu- maður líta íbyggnir á lambafjöldann sem sækja á hjá Guðmundi bifreiða- stöðvarstjóra til að fá fyrirmæli um það, hvert skuli halda til að sækja lömb í næstu ferð. Þar voru lömbin á Þverá loksins farin að renna upp sliskjuna úr réttinni. Áslaug Guðmundsdóttir húsfreyja stendur í horninu til þess að þau hlaupi ekki fram hjá, og undir sliskjuna. Til að fylgjast með því hvernig þetta gengi fyrir sig, þá var haft samband við Bifreiðastöð Kaupfélags Borgfirðinga til þess að fá far með einum sláturlambaflutningabíl. Fyrirkomulagið er þannig, að lömbin eru sótt að deginum til og látin standa í rétt slát- urhússins yfir nóttina og fargað daginn eftir. Þannig er dögunum raðað niður á sveitirnar og ákveðinn fjöldi lamba, sem hver hreppur má láta. Er að jafnaði fargað 2.500 lömbum daglega, þegar allt er komið í fullan gang, og þá notaðir 8 flutningabílar við að ná í lömbin. Guðmundur Sverrisson er stöðvarstjóri á Bifreiðastöð kaupfélagsins. Er hans starf í sláturtíðinni að ákveða það, hvert bílstjórarnir eigi að fara eftir lömbum. í þetta sinnið átti að sækja lömb m.a. í Eyjahrepp í Hnappa- dalssýslu, 100 að tölu. Þurfti því að finna bíl, sem gæti tek- ið 100 lömb í einni ferð. Var það Hanomag-Henschel F-150, sem reyndist heppi- legur til þess að fara eftir þessum fjölda. Bílstjóri á þessum bíl, M-827, er Garðar Jónsson og ástöðumaður Em- il Jóhannsson. Guðmundur bifreiðastöðvarstjóri gaf þeim fyrirmæli um það, að þeir ættu að sækja þessi 100 lömb í Eyjahrepp á bæina Hrútsholt 60 lömb og Þverá 40 lömb. Eftir að hafa fengið þessi fyrirmæli var haldið af stað í Henschelinum. Garðar sagðist hafa verið í akstri hjá kaupfélaginu í 10 ár og sagði það vera venju- lega árvisst hjá sér að vera í fjárflutningum á haustin. Mismunandi væri, hversu lengi menn væru að aka þess- um 2.500 lömbum, því vega- lengdir væru mislangar, allt vestur í Breiðuvík undir jökli og því væri á köflum ekið fram á kvöld. Yfirleitt væru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.