Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.10.1983, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR 225. tbl. 70. árg. SUNNUDAGUR 2. OKTÓBER 1983 Prentsmiðja Morgunbladsins Sýningarmet á Broadway VapL 1 aLiáKap ai> New York, 1. október. AP. FÖGNUÐUR áhorfendanna 1469 var með eindæmum í sýningarlok. Uppselt var í Schubert-leikhúsið á þessa sérstæðu sýningu, sem og nær allar hinar fyrri. Og vissulega markaði umrædd sýning á söngleiknum „A Chorus Line“ eftir Marvin Hamlisch tímamót í sögu bandarískra leikhúsa. Ekki aðeins eru þátttakendur í söngleiknum 330 talsins, heldur var umrædd sýning nefnilega sú 3.389. í röðinni frá því söngleik- urinn hóf göngu sína þann 25. júlí 1975. Það þýðir að verkið hefur verið sýnt oftar en einu sinni dag hvern frá því það var fyrst sett á svið. Gamla sýn- ingarmetið setti söngleikurinn „Grease", sem hóf göngu sína á sjötta áratugnum, 3.338 sýn- ingar. Sýningum var hætt 1980. Ekkert lát er á aðsókninni á „A Chorus Line“. Loks þegar fagnaðarlátum áhorfenda linnti á fimmtudagskvöld sté höfundur verksins á svið og tilkynnti að því miður myndi sýningum á söngleiknum ljúka „... eftir 30-40 ár“. Beðið eftir afgreiðslu í Reykjavíkurapóteki. MorgunblaðiðFriöþjófur. HM f bridge: Hverjir fylgja Banda- ríkjunum í úrslitin? Stokkhólmi, 1. október. AP. ÞEGAR þremur umferðum er ólokið í undankeppni heimsmeistarakeppninn- ar í bridge í Stokkhólmi hefur B-sveit Bandaríkjanna tekið afgerandi forystu og hefur hlotið 228 stig. Nýsjálend- ingar hafa skotist í annað sætið með 179 stig og Pakistanar eru í þriðja sæti með 176 stig. ítalir eru í 4. sæti með 160 stig og Svfar koma á hæla þeirra með 158,5 stig í 5. sæti. Pakistanar áttu slæman dag í gær og töpuðu þá tvívegis. Fyrst gegn Indónesíu 8—22 og þá fyrir Itölum 11—19. Nýsjálendingar voru hins vegar í essinu sínu. Unnu Brasilíu 24—6 og Jamaíka 17—13. B-sveit Bandaríkjanna vann Ítalíu 19—11, en tapaði 9—21 fyrir Indónesíu. Þá unnu Svíar Brasilíumenn 16—14, en töpuðu gegn Jamaíka 8—22. Bandaríska sveitin er næsta örugg í fjögurra liða úrslit, en óvíst er hvaða þjóð fylgir þeim. A-sveit Bandaríkjamanna og Frakkar hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppn- Deilan um lögsögumörk milli Jan Mayen og A-Grænlands: Norðmenn og Danir hefja nýjar viðræður Osló, 1. október. Frá Per A. Borg, fréttaritara Mbl. Forsætisráðherra Noregs og Dan- merkur, Káre Willoch og Paul Schliiter, hafa komizt að samkomu- lagi um að hefja að nýju samninga- viðræður um lögsögumörk milli Jan Mayen og A-Grænlands, sem þjóð- irnar hafa ekki komið sér saman um. Samningaviðræðurnar hafa ekki verið tímasettar nánar, en gert er ráð fyrir að þær hefjist nú í haust- mánuði. Norðmenn hafa hingað til viljað skipta hafsvæðinu með miðlínu milli Jan Mayen og austurstrandar Grænlands, en því hafa Danir lagzt gegn af hörku. Danir krefjast fullra 200 sjó- mílna lögsögu við A-Grænland, þar sem þeir halda því til streitu að ekki sé hægt að taka tillit til Jan Mayen vegna smæðar eyjar- innar og þýðingarleysis, eins og þeir segja. Ef gengið yrði að kröfum Dana yrði efnahagslögsaga Norðmanna á Jan Mayen-svæðinu skert veru- lega. Þrátt fyrir ágreininginn um skiptingu lögsögunnar hafa leið- togarnir orðið ásáttir um að hefja samningaviðræður til þess að kom- ast hjá landamærastríði, eins og því sem nú geisar í Kattegat milli Dana og Svía, útaf danskri smá- eyju, sem Svíar vilja ekki taka til- lit til við lögsöguskiptingu. Óþekkt Grimms-ævin- týri kemur í leitirnar New York, 29. september AP. ÆVINTÝRI um litla stúlku, sem villtist, úr ævintýrasafni Grimms- bræðra, hefur nýlega komið í leitirn- ar og þannig bætzt við þau 210 ævintýri, sem þessir kunnu bræður söfnuðu fyrir einni og hálfri öld. Handritið að þessu týnda ævintýri var skrifað af Wilhelm Grimm 1816 og það byrjar með þessum kunnu orðum: „Einu sinni var“. Þetta ævintýri segir frá lítilli stúlku, sem villist úti í skógi, en verndarengill hennar leiðir hana til gamals manns, sem að lokum reynist vera enginn annar en heil- agur Jósef. Saga þessi er sögð ein- föld en fögur og gefa öðrum ævin- týrum úr safni þeirra bræðra í engu eftir í áhrifamætti. Það er bandarískur bókasafnari, sem keypti handritið 1974 á uppboði í Marburg í Vestur-Þýzkalandi. Hvorki hann né aðrir gerðu sér þá grein fyrir því, að þarna væri á ferðinni týnt ævintýri úr safni Grimms-bræðra. Það varð ekki ljóst fyrr en nýlega og var þá strax ákveðið að gefa það út. „Þetta ævintýri hlýtur einnig að vekja mikinn áhuga á meðal fræði- manna," sagði Peter Demetz, pró- fessor í þýzkum bókmenntum við Yale-háskóla, í dag. „Grimmsbræð- urnir skipa þýðingarmikinn sess í menningu 19. aldarinnar." Keypti köttinn í sekknum: Málverkið eftir öndina Pablo Livcrpool, 1. októbcr. AP. VÍNKAUPMAÐUR í Liverpool, frú Maureen Gledhill, krefst þess nú að fá endurgreidd þau 70 sterlingspund, sem hún reiddi nýverið af hendi við kaup á málverki. Taldi hún málverkið vera eftir einn listamanna borgarinar, Brian Burgess, en nú hefur komið í Ijós, að listamaðurinn var önd, Pablo að nafni. Verslunarráð borgarinnar telur hins vegar ekki sannað, að um ólögmæta viðskiptahætti hafi verið að ræða. Sá er seldi frú Gledhill mál- verkið, myndhöggvarinn Ernest Cleverley, segist ekki hafa verið sérlega áfjáður í að selja mynd- ina, en hafi að lokum látið undan þrýstingi Gledhill. Cleverley rekur einnig gæludýrabúð. Reyndar var hann sjálfur að dunda við strigann með pensil í hendi er öndin Pablo kom ark- andi og gekk þvert yfir mál- verkið. Honum þótti svo mikið til mynstursins koma, að hann lét Pablo ganga nokrum sinnum yfir strigann með mismunandi liti á fótum. Frú Gledhill hafði sýnt mörg- um kunningja sinna málverkið ánægð á svip, en það var ekki fyrr en einn þeirra hafði orð á því, að engu líkara væri en hæna hefði gengið yfir málverkið, að hún fylltist efasemdum. Fæst bendir hins vegar til þess, að hún fái peninga sína endur- greidda. Þrír geimfar- ar hætt komnir Washington, 1. október. AP. ÞRÍR sovézkir geimfarar voru hætt komnir er flaug, sem bera átti Soy- uz-geimfar þeirra á braut um jörðu, sprakk á því augnabliki er skjóta átti geimfarinu upp. Klefa geimfaranna var skotið frá flauginni með sérstökum bún- aði og sveif hann til jarðar í fall- hlíf, að sögn bandarískra leyni- þjónustumanna. Þegar kveikt var á flauginni, sem fyllt var 270 tonnum af stein- olíu og fljótandi súrefni, sprakk hún nær samstundis. Þetta er verulegt áfall fyrir Sovétmenn, en þeir hafa ekki skýrt frá óhappinu, sem varð á þriðjudag. Geimfararnir áttu að leysa af starfsbræður sína í Salyut-7- geimstöðinni, sem verið hafa 96 daga á braut. Hugsanlegt er talið að geimfar- arnir hafi ekki sloppið ómeiddir úr þessu óhappi, en vitneskja þar að lútandi liggur ekki á lausu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.